NT - 18.08.1985, Blaðsíða 9

NT - 18.08.1985, Blaðsíða 9
NT Sunnudagur 18. ágúst 1985 11 Nú kennir ýmissa grasa hjá Jurtaréttum Heilsusamlegur „skyndimatur“ komirtn á markaðinn ■ Margir þeirra sem vinna launa- vinnu daginn út og inn ala með sér drauminn um að geta komið á fót sínu eigin fyrirtæki, að starfa sjálfstætt. Þetta er ekkert einsdæmi hér á íslandi og víðast hvar er smáiðn- aður af ýmsu tagi talinn mjög til hagsbóta fyrir efnahagslífið og þjóðfé- lagið allt. Undanfarin ár hafa Islend- ingar í auknum mæli litið til þessarar tegundar iðnaðar og talið að þarna sé komin ein leiðin til þess að auka fjölbreytni og skapa fleiri atvinnu- tækifæri. í matvæla og veitingaiðnað- inum hefur þessi þróun verið nokkuð áberandi á síðustu árum og úrval veitingastaða og þeirrar þjónustu sem þeir bjóða upp á hefur ekki farið fram hjá neinum. Þetta hefur líka haft í för með sér að matarvenjur og viðhorf til hinna ýmsu fæðutegunda hafa breyst mikið. Við erum farin að borða með bestu lyst fæðu sem áður þótti varla mannamatur og við borðum líka mikið utan veggja heimilisins eða þá kaupum tilbúna rétti til að borða innan þeirra. Eflaust eru það margir þættir sem valda öllum þessum breytingum en stórt atriði hlýtur að vera, að menn vilja ekki eyða of miklu af frítíma sínum í matseld, nema þá við sérstök tækifæri. Það orðspor hefur oft fylgt þessum „skyndimat“ að í flestum tilfellum sé hann óhollur og næringa- gildið einhæft, þó hér verði ekki lagður dómur á slíkt. Því er það kannski tímanna tákn að nú er kom- inn á markaðinn eins konar „heilsu- skyndimatur". Það sem um er að ræða eru þrenns konar baunabúðing- ar, jurtaréttir matreiddir samkvæmt flóknum og tímafrekum uppskriftum en allt sem neytandinn þarf að gera er að stinga þeim inn í ofninn og borða þá síðan. Það er fyrirtækið Jurtaréttir sem stendur að baki þessari fram- leiðslu, en það er smáfyrirtæki og er byggt í kringum reynslu og þekkingu eigandans Hrafnhildar Ólafsdóttur í matreiðslu jurtarétta. Alls eru þau fjögur sem vinna hjá fyrirtækinu, en auk Hrafnhildar vinna þar sonur hennar Ólafur Ásgeirsson sem fer með sölu- og fjármál, dóttir hennar Hanna Ásgeirsdóttir sem er í mat- reiðslu og pökkun og Ásta Kristins- dóttir sem er í hálfu starfi. Starfsemin Eins væri með kolvetnið í baununum, að það væri mjög trefjaríkt og þar af leiðandi gott fyrir meltinguna. I baun- unum eru flest þau efni sem líkaminn vinnur úr kjöti eða fiski og þar sem í réttina er jafnframt notað mikið af ýmiss konar öðru grænmeti er næring- argildið mikið. Uppskriftirnar að þessum réttum hefur Hrafnhildur búið til sjálf, en hún vann sem matreiðslukona hjá Náttúrulækn- ingafélaginu um fjögurra ára skeið og kynntist þar leyndardómum „náttúru- fæðunnar“. Við spurðum hana því hvort þetta væru ekki einhverjir gras- ætu réttir, einkum ætlaðir fólki sem ekki borðar fisk og (hval) kjöt. „Nei nei,“ sagði hún þá, „þetta er ekkert endilega ætlað jurtaneytendum ein- göngu þó þeir geti borðað réttina með góðri samvisku. Þetta fólk hefur fengið á sig það orð að vera dálitlir sérvitringar og því hafa menn verið á varðbergi gagnvart jurtaréttum. En þetta er einungis hugsað sem viðbót og nýr valkostur í mataræði fólks. Það er ekkert því til fyrirstöðu að menn borði grænmetisrétti til viðbót- ar kjöti cg fiski. Ég held að viðhorfin hafi verið að breytast á undanförnum árum hvað þetta varðar. Málið er með baunarétti eins og þessa, að fólk hefur yfirleitt ekki tíma til að mat- reiða þá þar sem það er tímafrekara og meira umstang en með kjöt og fisk. Þess vegna er trúlegt að fólk notfæri sér að geta fengið þetta svona 'tilbúið. Það er maður að vona alla- vega.“ Það er einmitt þessi von sem hratt fyrirtækinu af stað í upphafi, en Hrafnhildur hefur unnið að undirbún- ingi í mest allan vetur. „Við erum búin að koma þessu í verslanir og höfum enn sem komið er ekkert auglýst nema að við höfðum kynningu í Hagkaup um daginn. Við höfum farið frekar hægt af stað, og einbeit- * fer fram í sérstaklega innréttuðu litlu húsi, sem einhvemtíma mun hafa verið bakarí. Þegar blaðamenn komu við í Blöndu- hlíðinni en þar cr fyrirtækið staðsett, var allt í fullum gangi. Hrafnhildur gaf sér þó tíma til að spjalla stuttlega við okkur. „Nei, ekki er það nú beint, þó þessir réttir gætu verið gott innlegg í slíkan kúr,“ sagði hún þegar við spurðum hvort þetta væru ekki alveg ekta megrunarréttir. Jafnframt sagði Hrafnhildur að það virtist nokkuð útbreitt, að fólk gerði sér ekki grein fyrir næringargildi rétta af þessu tagi, en baunir til dæmis væru mjög ríkar af eggjahvítu og fitu. Fitan í þeim væri hins vegar fjölómettuð að stórum hluta og ynni gegn blóðfitu og væri því æskileg fyrir skrokkinn. ■ Það var nóg að gera við pökkun hjá þeim stallsystrum þegar blaða- mann bar að garði. Yngsta kynslóðin fylgist vel með því, það er aldrei að vita nema hún taki við fyrirtækinu þegar fram í sækir. Það er Hanna sem snýr að okkur baki en Ásta pakkar. Á innfelldu myndinni er Hrafnhildur í fullum vinnuskrúða. NT-mynd: Sverrir um okkur að einum rétti á dag þannig að afköstin verða þetta 125 pakkar yfir daginn. Það má líka segja um þessa rétti eins og svissneska konfekt- ið, að allt er þetta handunnið, því eina vélin sem við höfum er hakkavél. En eins og ég sagði þá er vissara að byrja smátt og sjá til hvernig þetta mælist fyrir. Ef vel gengur má alltaf bæta við réttum og þá kannski ein- hvers konar pottréttum." B.G. ÍHIÍTl JIMIM ntAMunsu Töflur og stýriskápar. Rafmótorar, einfasa og þriggja fasa — 40 ára reynsla. INNFLUTNINGUR Rafbúnaður og stýribúnaður fyrir iðnað og skip, kæli- og frystitæki, frystiklefar, vélar fyrir mjólkurvinnslu og matvælaiðnað, kæliborð fyrir verslanir og veitingahús, viftur og lofthitarar, kúlulegur, rafmótorar, öryggi, rofabúnaður gangþéttar, götuljós o.fl. MÓNUSIA Vindingar og allar viðgerðir á rafmótorum — skipaviðgerðir. HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMI: 685656 og 84530 Notaðar búvélar til sölu Eigum margar gerðir og tegundir af notuðum búvélum á góðu verði og greiðsluskilmálum. Eigum einnig ýmsar gerðir af nýlegum dráttarvél- um á hagkvæmum kjörum. Hafið samband við sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar. Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.