NT - 18.08.1985, Blaðsíða 19

NT - 18.08.1985, Blaðsíða 19
NT Sunnudagur 18. ágúst 1985 23 ■ Útför hans var stórkostleg og myndi hafa sómt hvaða þjóðhöfðingja sem væri. til að gera kvikmynd um æviferil Luciano, þar sem ekkert skyldi undan dregið. Og Glassman fékk Gosch til að skrifa handrit eftir frásögn Luciano sjálfs. Og Luciano og Gosch hófust þegar handa. En brátt fréttist þetta til New York og þá fór að fara um Mafíuforingjana þar. f>eir héldu fund með sér undir forystu Vito Genovese og niðurstað- an varð að taka fram fyrir hendurnar á foringjanum. Pví væri það rétt, að í sjálfsævisögu Luciano væri sagt frá ýmsum hættulegum leyndarmálum yrði það rothögg fyrir Mafíuna í New York. Og á fundinum var samþykkt að handrit Luciano yrði eyðilagt. Og þeir gáfu Luciano, sem nú var í Napolí, fyrirmæli um að ógilda samn- ing sinn við Pathé News og senda handritið með sendiboða til Vito Genovese í New York. Og það var þá sem Oliva hleraði hinar dularfullu símhringingar frá New York og fékk grun um að eitthvað væri á seyði. Að síðustu lét Luciano undan, hringdi til Gosch í' Madrid og heimtaði handritið til baka. Morðsveitin mætir Gosch hringdi strax til Glassman í New York, en fékk að vita að það væri orðið of seint. Næsta dag fór hann með flugvél til Napolí og sagði Luciano sjálfur þessar slæmu fréttir. Par hitti hann Luciano, sem í þrjá daga hafði verið næstum lamaður af ótta. Því 23. janúarhöfðu komið með flugvélinni frá New York, sex menn, allt bandarískir ríkisborgarar af sikil- eyskum ættum undir stjórn manns að nafni Pat Eboli. Þessir ntenn voru „ráðgjafar", sem Vito Genovese hafði sent til að sann- færa Luciano um að hugmynd hans um kvikmynd sína væri slæm hugmynd. Luciano vissi hvað þetta þýddi. Hann bauð Pat Eboli heim til sín kvöldið 24. janúarog bauð spagh- ettí og viskí meðan hann lét sannfær- ast. Og morguninn eftir hringdi hann til Gosch í Madrid. Luciano var sannfærður um að morðsveit Pat Eboli myndi vera til staðar á flugvell- inum þegar að hann tæki á móti Gosch. Og fengi hann ekki handritið með Gosch, væru dagar hans taldir. Hann yrði drepinn á staðnum. Kannski var það þess vegna sem Lucky Luciano bauð lögreglunni að koma með sér á flugvöllinn, kannski hefur hann vonað að lögreglan gæti bjargað honum frá dauða. Og þetta var ekki nein ímyndun hjá Luciano, því Cesare Resta var ekki eini lög- reglumaðurinn á svæðinu. Aðrir lög- reglumenn fylgdust náið með morð- sveit Pat Eboli. Og þeir voru allir samankomnir á flugstöðinni þegar Gosch og Luciano hittust. En engum þeirra tókst að myrða foringjann. Þessi aldni Mafíuleiðtogi tók af þeim ómakið, því hann hreinlega dó úr hræðslu þegar það rann upp fyrir honum að Gosch var ekki með hand- ritið. En hvað með kvikmyndina? Handritið hvarf sporlaust úr geymsl- um Pathé kvikmyndafélagsins í New York. Oliva þakkaði fyrir, en hann fór ekki sjálfur. í stað þess sendi hann aðstoðarmann sinn, Cesare Resta. En sá kunni varalestur. Stundarfjórðung fyrir tvö gengu þeir inní flugstöðvarbygginguna á Capodichino-flugvellinum og stefndu á barinn. Lucianopantaði ávaxtasafa, en Resta fékk sér expressö. Þeir töluðu um eiturlyf og Luciano sagði að hann hefði aldrei á ævi sinni neytt eiturlyfja. „Svo heimskur er ég nú ekki,“ sagði hann. Hættuleg leyndarmál Flugvélin lenti og Martin Gosch kom gegnum tollinn. Luciano gekk beint til hans, aleinn. Og mennirnir tveir gengu saman til útidyranna. Á undan þeim, til hliðar, gekk Resta og hafði ekki augun af vörum þeirra. Og vegna kunnáttu sinnar í varalestri skildi hann hvert einasta orð sem fór á milii mannanna. Lucky Luciano bað um að fá handritið strax, en Gosch útskýrði að það væri of seint. Þeir stóðu nú á tröppunum fyrir utan aðalinnganginn og Luciano greip um háls sér. Á sama augnabliki féll hann til jarðar, allur áður en hann snart jörðina. Gosch hrópaði á hjálp, ná- hvítúr. Martin Gosch var keyrður til aðal- stöðva eiturlyfjalögreglunnar þar sem Oliva tók til við að yfirheyra hann. En dagurinn leið og meirihluti næstu nætur áður en sannleikurinn lá ljós fyrir. í október 1960 sneri Dick Glassman, forstjóri Pathé News kvik- myndafélagsins, sér til Gosch. Hann hafði samið við Luciano um einkarétt ngelsi. Hér er hann á leið til fangelsisins. Örugg vemd Innstæða á Kjörbók er varin gegn árásum verðbólgunnar. Þú nýtur ávallt góðra kjara hvenær sem þú leggur inn. LANDSBANKINN Grœddur er geymdur eyrir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.