NT - 18.08.1985, Blaðsíða 11

NT - 18.08.1985, Blaðsíða 11
NT Sunnudagur 18. ágúst 1985 1 3 síðustu áratugina eftir því sem það hefur verið rannsakað meira. Vís- indamenn hafa sett fram kenningar um að landrek, sein hófst fyrir 55 milljónum ára, hafi fært í sundur Skandinavíu og Grænland. Þetta land- rek hefur verið um tveir sentimetrar á ári. Hugsanlegt er að hryggurinn sé að stofni til jafn gamall og Grænland og Skandinavía og geti því innihaldið jarðlög sem olía hefði myndast í. En hér erum við komin að stærsta óvissu- þættinum í málinu. Vísindamennirnir um borð í Melene Östervold koma að öllum líkindum að landi með svörin við þessari spurningu. En það er ekki nóg að bergið sé gamalt. Fleira þarf að koma til. Bergtegundirnar þurfa að innihalda mikið af lífrænum efnum og það þurfa einnig að vera til staðar jarð- lagageymar þar sem olían getur sest til í. Vegna þess að olían leitar upp á við safnast hún saman í eins konar gildrum sem sums staðar er að finna í jarðlögunum og það eru þessar olíugildrur sem við erum í rauninni að leita að. B jörninn er heldur ekki unninn þó svo að olía fyndist á þessu svæði. Dýpið niður á hrygginn suður af Jan Mayen er víða 500 til 1000 metrar og enn í dag eru menn ekki farnir að bora eftir olíu á svo miklu dýpi. Að auki verður að hafa það í huga að veður geta hér orðið með versta móti og þegar náttúruöflin leggjast á eitt má mannshöndin síns lítils. Það er því óhætt að fullyrða að við böðum okkur ekki upp úr olíugróðanum næsta árið eða á því þarnæsta. Á hinn bóginn er þess að geta að tækninni við að bora eftir olíu hefur fleygt mikið fram á síðustu áratugum og menn eru því farnir að seilast lengra og lengra eftir þeim verðmæt- um sem fólgin eru í iðrum jarðar. E/ ins og kunnugt er úr fréttum kom Melene Ostervold til Akureyrar nú í vikunni til að skipta um áhöfn. Það tækifæri var notað til að gera sams- konar athuganir fyrir Norðurland og verið er að gera við Jan Mayen. Reyndar eru líkurnar á því að olíu sé að finna þar mun minni en á Jan Mayen-hryggnum en engu að síður er þar að finna setlög sem gætu verið alíurík. Talið er að þessi setlög séu skki nema um það bil einnar milljón ára gömul en hugsanlegt er að eldri setlög gætu leynst undir hinum yngri. Þegar þetta er skrifað hefur áhöfnin á norska rannsóknarskipinu lokið at- hugunum sínum fyrir Norðurlandi og stefnan hefur verið tekin á Jan May- en. Þar er enn verk að vinna og þegar því lýkur mun skipið halda til Sval- barða. Olíuleit er því hafin við íslands- strendur. Það fer ágætlega á því að hún sé framkvæmd í samvinnu við Norðmenn því þjóðirnar eiga margt sameiginlegt. Fleiri hafa þó komið nærri og enn fleiri sýnt áhuga. Á síðustu fimmtán árum hefur fjöldi olíuleitarfyrirtækja farið fram á að fá leyfi til olíuleitar hér en þessum umsóknum hefur öllum verið hafnað. Eina undantekningin eru rannsóknir Sovétmanna fyrir Norður- og Aust- urlandi í byrjun áttunda áratugarins en Sovétmenn töldu á grundvelli þejrra rannsókna að þar væri að finna olíu. Niðurstöður þessar munu aðal- lega hafa verið byggðar á sýnishorn- um sem tekin voru á hafsbotni en þær þykja ekki eins áreiðanlegar og þær mælingar sem nú er verið að fram- kvæma. Hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi íslenskar olíulindir er erfitt að segja til um á þessu stigi málsins. Allt bendir þó til að enn um sinn verðum við að notast við þá olíu sem kemur úr þorskalifur og lambamör. JÁÞ ■ Karl Gunnarsson jarðeðlis- fræðingur hefur borið liitann og þung- ann af skipulagningu rannsóknanna við Jan Mayen. „Við erum hóflega bjartsýnir.“ Myndir: K.G.A. Dagur-Akureyri: fV> \ V vV - feitt er vel trygð1 a Hávaxtar^n^7emntn9ur VeXt'Vea?. og'ieröur Srs- tvlsvar a an 9 ávöxtuní4'’ öbólgu Betri vörn gegn býöst varla. ' > ' ’ vaxtareikningur Aðalbankl Z'Aí\/|v4ÍSvfi IOiÁMi/|KIk 3r-il ¥ 1V 'i\ MjMypAiMlVlÍMS* Bankastrætl 7 i Reykjavik og 18 útibú viðs vegar um land.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.