NT - 18.08.1985, Blaðsíða 7

NT - 18.08.1985, Blaðsíða 7
NT Sunnudagur 18. ágúst 1985 6 £%£©, ■ Með alla vöðva spennta og grettinn í framan stekkur hinn sænski Thomas Erikson til sigurs í langstökkinu. Sigurstökkið mældist 7,61 metrar, fimm cm lengra en gamla vallarmetið. nt-mynd: Svemr — svipmyndir frá Fögruvöllum ■ Spakir menn sögðu að veðr- ið hefði aldrei verið jafngott á frjálsíþróttamóti á íslandi og um síðustu helgi er 2. riðill C-keppni Evópubikarsins fór fram á Fögruvöllum (sem sumir vilja kalla Valbjarnarvelli) í Laugar- dal. Þáreyndu meðsérkarlarfrá Svíþjóð, Danmörku, íslandi, Belgíu og írlandi og fremstu konur Noregs, íslands, Belgíu og írlands hlupu, stukku og köstuðu sem mest þær máttu. Er upp var staðið voru Svíar úrskurðaðir sigurvegarar í karla- flokki og norsku stúlkurnar töld- ust fremstar meðal jafningja. Þær knúðu fram sigur í loka- greininni, 4x400 m boðhlaupinu, er sveit þeirra kom í mark rétt á undan þeirri belgísku. „Norge, Norge,“ endurómaði um dalinn eftir sigurinn og þær norsku hópuðust í kringum útvarpsþul sinn og öskruðu og æptu af krafti í hljóðnemann heim til Noregs. Svíarnir héldu upp á sigurinn með því að varpa þjálfara sínum í vatnsgryfju á vellinum, sem keppendur í hindrunarhlaupi eiga að stökkva yfir. Þeir ná því ekki alltaf, og blotna þá rétt eins og Svíinn. (slensku liðin höfnuðu í neðsta sætinu bæði í kvenna- og karlakeppninni, þrátt fyrir tvo sigra karlanna og einn hjá kon- unum. Þrjú íslandsmet fuku einnig. Eigi að síður vann ísland stóran sigur á mótinu, því að áhorfendur flykktust á völlinn til að hvetja sína menn, horfa á Einar kasta spjótinu (og sigra), Sjöberg hoppa yfir rána og fallegasta kvenspjótkastara heims (eins og Guðni Halldórs- son kallaði hana), Trinu Solberg, setja vallarmet. Svo margir voru áhorfendur að fróm- ir menn sögðust ekki hafa séð annað eins síðan á gullöld ís- lenskra frjálsíþrótta á sjötta ára- tugnum. Guðni og Ágúst Ásgeirsson sáu svo um að upplýsa áhorf- endur um gang mála á vellinum, hver hefði sett vallarmet, hvenær ætti að klappa og hvaða börn væru týnd. Sunnudagur 18. ágúst 1985 7 fluglei FLUGUEIE01 KELANÓAt/ Randi Björn, Noregi, bítur í tunguna á sér, Rut Ólafsdóttir (lengst til vinstri) horfir hvössum augum fram á við, en hinar stúlkurnar í 800 m hlaupinu h'ta ekki af brautinni. Isabelle De Bruyi hvíta búningnum sigraði B! Svíinn langleggjaði Patrick Sjöberg lyftir sér yfir 2,26 m í hástökkinu. Hann kvartaði yfir kulda, áhorfendum til nokkurra vonbrigöa. vindi og léglegri braut og reyndi ekki hærra stökk, NT-mynd: Sverrir ■ Með keflið dýrmæta í hægri hendi þýtur Bryn dís Hólm af stað í 4x100 metra boðhlaupinu. íslandsmetið í greinni féll, en það dugði samt aðei , ns ty fjórða og síðasta sætis. NT-mynd: Ami Bjama

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.