NT - 18.08.1985, Side 17
NT Sunnudagur 18. ágúst 1985 21
Kappakstur
á Kjóavöllum
■ Á morgun, sunnudag, fá bifreiðaíþróttaáhugamenn tækifæri til
að rifja upp kynni sín af rallý-kross keppni. Þar sem vantað hefur
braut fyrir svona keppni hefur hún ekki verið haldin hér á landi um
þriggja ára skeið. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur hefur byggt
keppnisbraut á Kjóavöllum við Vatnsendahæð sem er í dalnum á
milli Vífilsstaðavatns og Elliðavatns, svo nú er hægt að keppa í
rallý-kross á ný.
Keppnin á morgun hefst kl. tvö ogþessa nýju braut bifreiðaíþrótta-
klúbbsins mun enginn annar enn aksturskempan landsfræga Ómar
Ragnarsson vígja, en hann verður einnig kynnir í keppninni. Ef að
líkum lætur mun Ómar ekki festast í öðrum gír, heldur keyra upp
stemmninguna með glensi og gagnlegum upplýsingum.
Til að forvitnast nánar um rallý-
kross keppnina töluðum við við
Steingrím Ingason framkvæmda-
stjóra Bifreiðaíþróttaklúbbsins.
Hann sagi okkur að það yrðu 10-12
rallý-kross bílar sem tækju þátt í
keppninni, en á milli riðla yrðu svo
ýmis skemmtiatriði. „í>arna verða
bæði það sem kallað er „buggy-
bílar“ - bílar án vfirbyggingar en með
öryggisgrind - með smá sýningu og
eins strákar á mótorhjólum, svo-
kölluðum mótó-kross hjólum.“ Við
spurðum Steingrím um rallý-kross
bílana og í hverju keppnin fælist.
„Þetta er brautarkeppni, þar sem
keppa fjórir bílar saman í riðli og
síðan komast þeir í úrslit sem best
standa sig. Það er mjög skemmtilegt
að horfa á þetta því það eru margir
bílar á brautinni í einu og keppnin því
spennandi.
Bílarnir sem notaðir eru í þessa
keppni þurfa ekki að vera skráðir hjá
bifreiðaeftirlitinu - það er að segja að
þeir þurfa ekki að vera með Ijós eða
annað sem þarf til að komast í gegn
um skoðun - nema að bremsur og
stýrisútbúnaðurinn verða að vera í
góðu lagi. Til viðbótar því er nauð-
synlegt að hafa góða og heila yfir-
byggingu og vera með slökkvitæki í
bílunum. Þetta eru öryggisatriði því
það getur alltaf skapast hætta ef
menn keyra hver á annan eða velta.“
Pegar við svo spurðum Steingrím
hvort bílarnir skemmdust ekki mikið
í rallý-krossi, sagði hann að svo
framarlega sem bíllinn væri góður og
lenti ekki í miklum árekstrum ætti
hann ekki að þurfa að skemmast. Það
væri hins vegar erfiðara að segja
nokkuð um lélega bíla, eða þá sem í
daglegu tali kallast druslur. Reyndar
er það í athugun hjá Bifreiðaíþrótta-
klúbbnum að koma á fót keppni fyrir
bíla í slíkum flokki þar sem það hefur
ýmsa kosti. Besti kosturinn við slíkan
flokk er sá að menn þurfa ekki að
kosta eins miklu í bílana en eðlilega
kostar það sitt að halda úti topp bíl í
góðu ásigkomulagi.
Rétt er að benda á, að í þessari
keppni verða fyrst og fremst góðir
bílar, þar á meðal tveir með yfir 200
hestafla vélar. Slíkir drekar ættu ekki
að eiga í vandræðum með að hreyfast
úr stað! I rallý-kross er markmiðið að
koma fyrstur í mark, enda keyrt eins og
„kagginn" kemst. Pá er gott að hafa
hestöflin í hundraðatali og vinalegar
drunur í vélasalnum. Fyrir utan hest-
öflin eru það fjaðrabúnaður og öku-
maðurinn sem ráða úrslitum í keppni
af þessu tagi, vegna þess að á braut-
inni eru margar hæðir og beygjur. ■
Ekki er þó iíklegt að rallý-kross
bílarnir nái sama hraða og gerist til
dæmis á sérleiðunum í rallý, til þess
er brautin of erfið. í rallý geta menn
farið allt upp í 200 km á klst., en í
rallý-kross má reikna með helmingi
minni hraða.
Við spurðum Steingrím að lokum
hvað væri svona gaman við þetta allt
saman. „Pað er nú ýmislegt, en ætli
það sé ekki hraðinn og spennan sem
menn fá mesta „kikkið“ út úr. í svona
keppni má ekkert útaf bera, hraðinn
er það mikill. Fað koma margir til
þess að horfa á rallý-keppnir ef þær
eru sæmilega auglýstar. Reyndar er
það merkilegt hversu fjölbreyttur
áhorfendahópurinn er, því maður
gæti átt von á að þetta væri aðallega
ungt fólk, en svo er ekki. Spennan
nær því ekki bara til keppenda,
heldur líka áhorfenda. Hvað varðar
félagana í Bifreiðaíþróttaklúbbnum,
þá reikna ég með að félagsskapurinn
skipti mestu. Þarna er kominn vett-
vangur þar sem menn með svipuð
áhugamál geta komið saman. Tilfellið
er að í kringum hvern bíl sem tekur
þátt í svona keppni eru oft þrír eða
fjórir menn sem vinna í því að
standsetja og gera við. Þeir eru sjálf-
sagt orðnir margir í okkar hópi, sem
kalla mætti sjálflærða bifvélavirkja.
Klúbburinn er með skrifstofu í
Hafnarstrætinu, en svo eru menn að
sýsla í bílunum úti um allan bæ.
Draumurinn er náttúrlega að koma upp
einhvers konar aðstöðu fyrir klúbbfé-
laga, en það verur nú að bíða betri
tíma.“
i
■ Steingrímur Ingason, tram-
kvæmdastjóri Bifreiðaíþróttaklúbbs-
ins: „Það má ekkert út af bera í svona
keppni.“ NT-mynd Róbert
Þra rally-kross keppm.
Fyrsta sending af nýju I.M.T. drátfarvélunum
er komin og uppseld.
Verð: I.M.T. 65 ha. án framdrifs . kr. 329.000.-
I.M.T. 65 ha. m/fjórhjóladr. . kr. 385.000.-
I.M.T. 78 ha. m/fjórhjóladr. . kr. 439.000.-
(Gengi 2. ágúst 1985)
Næsta sending væntanleg innan fárra daga.
Lausn á síðustu krossgátu
Ó5 S
R->R
Við bjóðum viðskiptavinum, sem panta vélar úr
næstu sendingu, óbreytt verð miðað við gengi 2/8
’85, ef staðfest pöntun berst fyrir 20. ágúst n.k.
ÓDÝRUSTU VÉLARNAR
í ÞESSUM STÆRÐARFLOKKI
Hafið samband og tryggið ykkur góða vél á frábæru verði.
Vélaborg
Bútækni hf. Sími 686655/686680