NT - 18.08.1985, Blaðsíða 8

NT - 18.08.1985, Blaðsíða 8
NT Sunnudagur 18. ágúst 1985 8 í þágu vísindanna: Omurleg örlög f roska ■ í nóvember 1982 komu sparnað- araðgerðir Reagan-stjórnarinnar nið- ur.á CROAK froskabúinu í Ann Arbor, Michigan sem rekið var af rannsóknarstofu sem er í beinum tengslum við Michigan háskóla. Það var fyrirsjáanlegt að stöðin yrði lögð niður vegna fjármunasveltis og að farga yrði þeim tíu þúsundum froska og hundruðum þúsunda halakarta sem þar voru ræktaðar fyrir tilraunir. En George W. Nace dýrafræðipróf- essor hafði ekki í hyggju að leggja árar í bát þótt móti blési, hann kærði sig ekki um að sjá sextán ára starf sitt fara í súginn. Hann ákvað að setja á laggirnar einkafyrirtæki sem tæki við hlutverki rannsóknarstofunnar og mcð aðstoð Michigan háskóla og nokkurra framsækinna fjáraflamanna kom hann fyrirtæki sínu upp. Nú er froskabú Nace til húsa í Ypsilanti USA og fyrirtækið kallast Ampitech og hefur vart undan að sinna pöntunum sem berast hvaðan- æva að í froska og körtur. Alifrosk- arnir skera sig úr villifroskum að því leytinu að það er hægt að ábyrgjast að þeir séu sóttlausir og þar að auki telst ■ Dílafroskur (RANA PIPIENSýHVlælist um það hil 10-12 cm. Fyrrum algengur um öll Bandaríki Norður-Ameríku en hefur farið mjög fækkandi. Margar kynslóðir líffræðinemenda hafa haft þá ánægjn að kryfja þennan frosk til mergjar og froskarnir veiddir í þeim tilgangi. það ótvíræður kostur að vita hárná- kvæmlega um aldur þeirra þegar notast á við þessi láðs- og lagardýr í tilraunaskyni. Fyrir utan að rækta froska til til- rauna selur Nace allan nauðsynlegan búnað til heimaræktunar froska. Hjá honum má kaupa froska, sæðingar- áhöld og hormóna ásamt ítarlegum leiðbeiningum um notkun tólanna. Ef leiðbeiningarnar skyldu vefjast fyrir mönnum býður Nace einnig upp á vikunámskeið í froskarækt sem kost- ar litlar fimmtíu þúsund kr. Illkynja æxli seljast vel Væntanlegir eru á sölumarkað heimsins fyrstu skyldleikaræktuðu froskarnir sem allir hafa sömu litn- ingaröðun. Jo Ann Cameron, líf- fræðiprófessor við Illinoisháskóla segir að með fyrirframvitaðri litninga- röðun froskanna geti rannsakendur valið um öll froskaafbrigði og þurfa ekki að leita þeirra þar sem afbrigðin birtast tilviljanakennt í náttúrunni. Nace býst við því að þessir skyldleika- ræktuðu froskar eigi eftir að seljast drjúgt til rannsóknarstofa, einnig tel- ur hann sölumöguleika froska með illkynja æxli vera mikla. Sheldon Guttman dýrafræðipróf- essor og gamalgróinn viðskiptavinur Nace, notar nýfrjóvguð froskaegg til rannsókna á áhrifum málmmengunar á þroska fóstra. Hann heldur að ýmiss lífefnaiðnaður sem nú er í gangi enda er tilgangur Nace með Ampitech-froskabúinu ekki sá að græða peninga. Áhugi hans er bund- inn við rannsóknir á þróun láðs- og lagardýranna með séráherslu á litn- ingaröðun o.fl. Löngu áður en mýs og rottur urðu aðalfórnarlömb vísindamanna var froskum slátrað fyrir málstað þekk- ingarleitarinnar. Jafnvel Aristóteles sjálfur, faðir vestrænna vísinda, drap froska til að kanna æxlun og þróun lífsins. Líffræðingar voru heldur ekki ódeigir við að stúdera froskaegg ef ske kynni að það mætti veita þeim innsýn í leyndardóma frjóvgunar og fósturþroska. Og froskar voru löng- um nytilegir í skólastofum; banda- rískir nemendur hafa slátrað yfir einum milljarði á tilraunaborðinu undanfarin tuttugu og fimm ár. Gengi froska til tilrauna beið hnekki á sjötta áratugnum og vísinda- menn sneru sér í æ ríkari mæli að nagdýrum ýmiss konar enda eru nag- dýr miklum mun þægilegri til umhirðu en froskar. Mönnum gekk ekki of vel að halda froska áður fyrr enda út- heimtir froskabúskapur margslungin búr þar sem dýrunum gefst kostur á láði og legi til afhafna. Aukinheldur líta froskarnir varla við öðru en lifandi bráð og því erfiðleikum bund- ið að velja í þá fóðrið. Þar af leiðandi voru flestir tilraunafroskar veiddir út í guðs grænni náttúrunni. mannsfóstur séu afar viðkvæm fyrir hverskonar málmmengun og af því það er erfitt að fá nægjanlega mörg mannsfóstur til rannsókna verður hann að notast við fóstur froska. Froskarnir með illkynja æxlin eru mikið keyptir af áhugasömum krabbameinsrannsakendum sem vilja kynna sér allt um þá meinsemd. Svo er einn viðskiptavinur froska- búsins sem leitast við að sanna þá kenningu sína að vetrardvali frosk- anna framkalli efni í ónæmiskerfinu sem hindri framgang sóttkveikja af völdum sýkla og hann kaupir býsn af froskum til að reyna að sanna kenn- ingu sína. Þessar athuganir og ýmsar fleiri eiga allt undir því að ávallt sé nægjanlegt framboð af fórnfúsum froskum sem hægt er að kvelja í þágu vísinda og þekkingarleitar. Villtir og ræktaðir froskar Þótt froskarækt virðist við fyrstu sýn ábatasöm aukabúgrein er jafnvíst að hún verður aldrei eins arðbær og ■ Afríska klókartan (XENOPUS LAEVIS). Um það bil 15 cm löng og dregur nafn sitt af svörtum, klóm. Þessi karta lifir einvörðungu í vatni og setur ekki fyrir sig að nærast á fóðri andstætt flestum öðrum kört- um og froskum sem helst líta ekki við öðru en lifandi bráð.Ómatvendni þessarar klókörtu auðveldar ræktun hennar og þess vegna þykir hún vænlegust til rannsókna. „ímyndið ykkur ef allar tilrauna- rottur væru veiddar í skolpræsunum," dæsir Nace þegar hann lýsir ástandinu eins og það var fyrir daga froskabús- ins; gjörsamlega óhæft til að standast kröfur vísinda tuttugustu aldarinnar. Villtu froskarnir voru af öllum gerð- um í þá daga sem kannski kom lítt að sök á bernskudögum líffræðinnar þegar fræðin einskorðuðust við að skoða og skilgreina. En þegar tímar liðu og líffræðin fór að þróast upp í einhvers konar Frankenstein-iðju, menn fóru að krukka í erfðafræði og sameindaröðun dýranna, tók gaman- ið að kárna því niðurstöðurnar voru vísast ærið blendnar þegar forsend- urnar voru lítt kunnar. Því fóru vísindamenn að treysta á hreinræktuð nagdýr með fyrirframvitaða litninga- röðun, en Nace hafði tröllatrú á froskunum sínum og tók til að hrein- rækta þessi sleipu dýr svo hægt væri að vita kyn þeirra og litningaröðun. Geimfrjóvgun Nú er Nace talinn sérfróður í froskarækt og rannsóknaráætlun á vegum N ASA hefur hann á launaskrá við rannsóknarverkefni sem stofnað var iil að kanna mætti hvort mannkyni sé mögulegt að fjölga kyni sínu við þau skilyrði sem ríkja utan aðdráttar- sviðs jarðar. Það er sjálfgefið að öll egg hryggdýra frjóvgast við þau skil- yrði sem plánetan jörð gefur þeim, það er, þau frjóvgast í þyngdarsviði jarðar en það er ekki sjálfgefið að frjóvgun geti orðið úti í geimnum þar sem þyngdarleysið ríkir. Nú er ætlun- in að athuga hvernig froskaeggi reiðir af úti í geimnum fyrstu þrjár stundirn- ar eftir frjóvgun en þessar þrjár stundir kunna að skipta sköpum um framþróun og þroska eggsins. Á þess- um skamma tíma eftir frjóvgun undir- gengst eggið miklar breytingar, við eðlilegar aðstæður hrærir þyngdarafl jarðarinnar eggið þannig að sá hluti þess sem á eftir að þróast í skepnu verður ofaná en rauðan og blóminn sem fóstrið nærist á á þroskaskeiðinu sínu verður undir. En ef fóstrið snýr ekki rétt upp og niður er alls ekki víst að frumurnar skipti sér samkvæmt venju svo úr verði skepna með tvö augu, fjórar lappir og annan skapnað sem guð gefur. George W. Nace hefur áhuga á froskum, hann fær sér jafnvel læri og læri í kvöldmatinn ef þannig liggur á honum. En þótt margir froskar séu gómsætir hefur Nace ekki í hyggju að steypa sér út í matvælaiðnaðinn þótt það gæti gefið gott af sér. Hann metur starfíð sitt, sem hann hefur gætt í áraraðir, framar öllu og við þá iðju að rækta froska til skemmtunar vísinda- mönnum ætlar hann að halda sig það sem eftir lifir ævi. ■ Bolafroskshvítingi (RANA CATESBEINA) Lengd um það bil 20 cm. Þessi tegund er komin af sjaldgæfum bolafroskum sem náðst hafa villtir. Af ókunnum ástæðum hafa vísindamenn ekki getað ræktað hvítingja af kvenkyni tegundarinnar. Fyrir utan að vera gagnlegur í tilraunastofum er þessi froskur algengasti matfroskurinn í Bundaríkjunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.