NT - 20.08.1985, Síða 2
■ „Það voru mjög óvenjuleg
veðurskilyrði þennan dag. Það
fór saman mikil sólhitun og
sterkur norðanvindur. Það loft
sem þá myndaðist gerði þetta
flug kleift. Það var bara synd
að ég var á, flugi rétt fyrir
myrkur. Annars liefði hæðin
dugað til renniflugs á Horna-
fjörð en þangað eru 300 kíló-
metrar frá Sandskeiði."
Hann þagnar örstuttta
stund, augun eins og tindra.
Svo heldur hann áfram:
„Útsýnið var ólýsanlegt. Ég
var eins og í kristalshöll þarna
uppi. Sólin lýsti allt upp, jörðin
sást dimmblá langt fyrir neðan
mig og hæstu skýin glitruðu.“
Sigmundur Andrésson svif-
flugmaður og forstjóri Sjó-
klæðagerðarinnar Max hf. á að
baki sér um 2000 flugtíma, þar
af rösklega fjórðung í svifflugi.
Hann hefur atvinnuflugmanns-
og kennararéttindi og hann
hefur flogið í 20 ár. Mánudag-
inn 12. ágúst síðastliðinn setti
hann Islandsmet í svifflugi þeg-
ar hann komst upp í 28.000 fet,
sem er svipað og Mount Ever-
est fjall er hátt. Gamla metið
21.000 fet átti Þórður Hafliða-
son en upp í þá hæð komst
hann 31. júlí 1965. Sigmundur
er Islandsmeistarinn í svifflugi
síðan í fyrra.
Veit allt um svifflug
Hann tekur að segja frá flug-
inu:
„Ég ætlaði ekki að fljúga
þennan dag þó ég hafi farið
Þriðjudagur 20. ágúst 1985
Sigmundur Andrésson svifflugmaður: á '
Flaug í þotuhæð ÍH
með þremur félögum mínum
upp á Sandskeið til að toga þá
á loft í flugvél. Þeir ætluðu sér
að glíma við gullhæð, sem er
þriggja kílómetra flughækkun
alþjóðlegt afreksstig.
Þegar ég byrjaði að toga
fann ég aö loftið var betra til
svifflugs en ég hafði gert mér
grein fyrir. Ég ákvað að reyna
hæðarflug og beið því eftir aö
einhver kæmi, sem gæti togað
rnig á loft. Ég ætlaði að reyna
við sem mesta sjálfstæða hækk-
un svo ég sleppti dráttartaug-
inni í 300 metra hæð, í stað 600
metra sem er venjuleg hæð, og
lækkaði mig svo niður í 200
metra."
Hann greinilega veit allt um
svifflug - eða svo til - en af því
að hann er að tala við leik-
mann, sem ekkert veit um
svifflug, verður hann að út-
skýra sitt mál aðeins betur og
það gerir hann, þolinmóður
segir hann:
Flugið svipað og að sigla
seglskipi
„Flug á svifflugum er svipað
og að sigla seglskipi. I fluginu
notar flugmaðurinn vængina
eins og segl. Það gerist ná-
kvæmlega það sama þegar vatn
rennur yfir mishæðir og þegar
loft fer yfir land. Fjöllin.
mynda bylgjur, loftið steymir
upp hlíðar fjalla og svo niður
hlémegin. Bylgjurnar halda
síðan áfram út eftir fjallinu og
stækka. Uppstreymið notum
við svifflugmenn okkur til að
ná hækkun en þurfum oft að
fara í gegnum niðurstreymi.
Svifflugan er í rauninni alltaf
á niðurleið. Hún fellur um það
bil 60 sentímetra á sekúndu.
Ef loftmassinn, sem flogið er í,
stígur um tvo metra fæst 1,40
metra hækkun á sekúndu. Svif-
flugmaðurinn verður því alltaf
að fljúga í lofti sem er á
uppleið til að fá hækkun þann-
ig beitir hann vængjunum eins
og seglum." Svo heldur hann
áfram að segja frá afreksflug-
inu:
„I 200 metrunum leitaði ég
uppi uppstreymisvind, sem bar
mig upp í röska þrjá kílómetra.
Þar fjaraði vindurinn út, ég
varð að fljúga gcgn sterkri
norðanátt og fallvindi að næstu
uppstreymisbylgju nær Esj-
unni. Á þessari leið féll svifvél-
in niður um 1,5 kílónretra og
það tap var ég að vinna upp er
loftbylgja bar mig upp í 8,5
kílómetra á örskömmum tíma.
Þar leitaði ég að enn einni
uppstreymisbylgju án árang-
urs, svo ég setti loftbremsurnar
á, naut útsýnisins, brauðsneið-
ar og drakk svala með.
Esjan eins og sléttlendi
I þessari þotuhæð sem er um
það bil helmingi hærri en litlar
flugvélar komast í var algjör
þögn. Þangað komast engir
fuglar og ég sá jörðina fyrir
neðan mig, Esjuna eins og
sléttlendi. Mér leið afskaplega
vel þarna uppi þó þar væri
mínus 36 stiga kuldi.“
Síðan stakk hann sér niður
að Sandskeiði á 250 k ílómetra
hraða.
„Þetta var svo gjörsamlega
hættulaust, segir hann svo. Eg
myndi álíta mestu hættuna í
sambandi við svifflugið vera
að fara upp á Sandskeið í bíl.
1 Þýskalandi var þetta einu
sinni kannað. Þá kom í Ijós að
mestu slysin áttu sér stað í bíl
á leið á flugstaðinn."
Hann segir að samkvæmt
almennum umferðarreglum
eigi svifflugur réttinn fyrir vél-
flugi. I kringum Sandskeiðið
sé verndað svæði fyrir svifflug-
ur upp í 3000 fet. Utan þess
svæðis verði þeir svifflugmenn
bara að hlíta almennum um-
ferðarreglum.
■ Rétt eftir að hafa komist upp í methæðina tók Sigmundur
mynd af mælaborðinu. Mælirinn, sem er neðst til hægri, sýnir
8.110 metra hæð. Þá var hann búinn að vera einn tíma og tvær
inínútur á flugi.
■ Sigmundur Andrésson svifflugmaður kominn í pollux-gallann
og tilbúinn af stað upp á Sandskeið þar sem hann ver mestum
sínum frítíma á lofti og láði. M-mvnd: Svenír
Svona plagg, cins og Sigmundur heldur á á myndinni, verða allir þeir sem í loftið fara á Sandskeiði að fylla út.
Auk þess segir hann að það
sé ekkert mál að mæta flugvél
í svifi. Svifflugan sé snögg í
hreyfingum þó það geti kostað
hana hæð. Hún gæti þurft að
búa til bratta í loftinu til að fá
hraða.
Horfðum niður á Flug-
leiðaþotu
Og svifflugmenn hljóta að
lenda stundum í ævintýrum á
flugi. Þegar ég spyr hann um
ævintýri og svaðilfarir segist
hann geta sagt litla sögu sem
skeði daginn eftir afreksflugið.
Þá fór hann ásanrt tveimur
félögum sínum þeim Baldri
Jónssyni og Eggert Norðdahl,
sem fékk einmitt demants-
hækkun í þessu flugi, í út-
sýnisflug. Þeir fóru í loftið rétt
eftir hádegið og komust allir
upp í um sex kílómetra hæð,
sem þeir héldu er þeir flugu í
áttina að Tindfjöllum og svo
norðan Selfoss. Og þar gerðist
það skemmtilega.
Skammt frá Selfossi mættu
þeir Flugleiðaþotu og ....við
horfðum niður á hana,“ segir
Sigmundur dálítið glottandi og
greinilega vel skemmt.
Frá Tindfjöllum fóru þeir
svo yfir Þórsmörk og Eyjafjall-
ajökul, Fimmvörðuháls, yfir
Mýrdalsjökul - ætluðu til
Hornafjarðar en þar sem
þarna var svo mikill vindhraði
beint á móti þeim fóru þeir
norður yfir Landmannalaugar,
yfir Heklu og Búrfell og svo
heim. Þetta ferðalag tók röskar
sex klukkustundir.
Sigmundur svifflugmaður er
mjög vel búinn á flugi, það
þýðir ekkert annað. Hann
klæðist pollux-galla, sem er
álfóðraður og sérframleiddur
til að mæta skilyrðum í frosti.
Hann er með radíó um borð
í vélinni, því að sjálfsögðu
verður hann að geta haft sam-
band við flugstjórnina, Sand-
skeið og félaga sína, sem eru á
flugi. Súrefni tekur hann ávallt
með sér í flug, sjálfvirkan hæð-
arritara, kompás og ýmsa aðra
ómissandi hluti í flugi.
Blóðhitinn í suðumarki
Sigmundur flýgur svifflug að
jafnaði 30-35 klukkustundir á
ári en núorðið fer hann á
hverju ári yfir demantshæðina
fimm kílómetra. Þrátt fyrir
alla þá reynslu sem hann hefur
að baki í flugi á hann ekki von
á því að slá heimsmetið í
svifflugi - hann lætur sér nægja
íslandsmetið:
„Heimsmetið er 14,1 kíló-
metrar og það var sett árið
1961. Þegar komið er upp í
svona mikla hæð er blóðhitinn
kominn að suðumarki vegna
þrýstingsfalls andrúmsloftsins.
Þetta er lífshættulegt og þess
vegna talið nánast ógerningur
að slá metið.“
Sigmundur á eina svifflugvél
í félagsskap með öðrum flug-
manni. Svona vélar og reyndar
búnaðurinn allur er afskaplega
dýr, hann giskar á svona að
minnsta kosti 7-800 þúsund
krónur, en þó þykir honum
þetta ekkert sérlega dýrt hobbý
- að minnsta kosti vel þess
virði!