NT - 20.08.1985, Síða 13
Skemmtistaðirnir um helgina:
Þrír menn á
slysadeild
■ Ungur maður liggur á
sjúkrahúsi, skaddaðuraauga
eftir að glasi var hent í andlit-
ið á honum á skemmtistaðn-
um Sietúni á laugardags-
kvöld. Rannsóknadeild lög-
reglunnar hefur málið td
rannsóknar og er rannsókn
enn á frumstigi. Maðurinn er
illa farinn a auganu og
getur allt eins rnisst sjónina"
Þá voru tveir menn aðrir
fluttir á slysadeild, eftir áflog
fyrir utan skemnrtistaði í
höfuðborginni um helgina.
Ekki er vitað hversu alvar-
leg meiðsli mannanna eru,
en í bæði skiptin var áfengi
talið eiga hlut að máli.
Að sögn lögreglu er þetta
svipað og um vanalega nelgi,
að nokkrir menn séu færðir á
slysadeild eftir kjaftshögg og
ánog. Enginn mannanna
þriggja hefur lagt fram form-
lega Icæru, en buist er við því
að atburðurinn sem átti sér
stað í Sigtúni verði formlega
kærður pegar maðurinn ei
laus af sjúkrahúsi.
Þriðjudagur 20. ágúst 1985 13
Stöðuveitingar á Sjónvarpinu:
„Utvarpsráð leiksoppur í
höndum pólitískra afla“
- segir Ingibjörg Hafstad, útvarpsráðsmaður
■ Mikill órói er nú meðal
starfsmanna Sjónvarpsins
vegna skipunar þeirra Ingva
Hrafns Jónssonar í stöðu
fréttastjóra og Hrafns Gunn-
laugssonar í stöðu deildar-
stjóra innlendrar dagskrár-
gerðar. Sérstaklega á það við
á dagskrárdeildinni, þar sem
skipunin kom nokkuð á óvart,
en fréttamenn Sjónvarps
höfðu fyrir nokkru fengið stað-
■ Morgunblaðið fékk að halda Tímabikarnum eftirsótta eftir Utiskákmót Skáksambands tslands sem fram fór á Lækjartorgi í gær.
Margeir Pétursson hlaut 6% vinning af 7 mögulegum, í öðru sæti varð Karl Þorsteins fyrir Heildverslun Guðmundar Arasonar en NT
fulltrúinn, Helgi Ólafsson, var í hópi sem myndaði 3.-8. sætið með 5 vinninga. AIIs voru það 40 keppendur sem sýndu skáklistina í
glampandi sól á torginu.
festingu á því að Ingvi Hrafn
yrði ráðinn fréttastjóri.
„Það sem sérstaklega vekur
furðu mína er, að aðeins örfá-
um klukkustundum eftir að
Útvarpsráð fjallar urn málið,
skuli ráðinn í stöðu frétta-
stjóra umsækjandi sem hlaut
aðeins tvö af sjö atkvæðum
útvarpsráðsmanna. Sú
ákvörðun er vægast sagt
óvenjuleg,“ sagði Markús A.
Einarsson. útvarpsráðsmaður
í gær.
Markús sagði, að hin hraða
afgreiðsla málsins benti ekki
til þess, að ætlunin hefði verið
að vega og meta tillögur ráðs-
ins eða taka tillit til þeirra.
Það væri miður.
Ingibjörg Hafstað, útvarps-
ráðsmaður, sagði í samtali við
NT í gær, að ákvörðun út-
varpsstjóra tæki af öll tvímæli
um það að Útvarpsráð væri
ekkert annað en leiksoppur í
höndum pólitískra afla. „Þeg-
ar pólitískur meirihlut er fyrir
einhverri ákvörðun þá er ráðið
látið ráða og því jafnvel beitt
fyrir ákvörðunum. En þegar
meirihlutinn er ekki til staðar,
eins og núna, þá er ekkert tillit
tekið til ráðsins," sagði Ingi-
björg.
Hún sagðist ætla að leggja
fram bókun á fundi Útvarps-
ráðs næsta föstudag. „Hún er
ekki tilbúin í smáatriðum, en
ég mun benda á þetta leik-
soppshlutverk sem nú er opin-
berað.“
Markús Á. Einarsson benti
á ummæli sem höfð voru eftir
Markúsi Erni Antonssyni, nú-
verandi útvarpsstjóra og þá-
verandi útvarpsráðsmanni, við
svipaðar kringumstæður í
Morgunblaðinu í janúar 1981.
Þá sagði Markús Orn: „Ég get
ekki annað sagt, en að það
komi mér afskaplega mikið á
óvart, að æðsti embættismaður
þessarar stofnunar skuli sýna
kjörinni nefnd, sem raunar
fær umboð sitt frá Alþingi
íslendinga til að fjalla um
veigamikil embætti hjá Ríkis-
útvarpinu, þar á meðal frétta-
mannastöður, slíka lítilsvirð-
ingu þegar liaft er í huga, að
tveimur umsækjendanna, sem
fengu mjög greinilega meiri-
hluta stuðnings í Útvarpsráði,
skuli vera hafnað, en aðrir
tveir, sem fengu mikið minni-
hlutafylgi, skuli ráðnir í þeirra
stað.“!
í lok fréttarinnar sagði
Markús Örn: „Nú finnst mér
keyra algerlega um þverbak
og ég get ekki litið á þessa
aðgerð útvarpsstjóra örðu vísi
en sent hreina stríðsyfirlýs-
ingu.
NT náði ekki í Markús í gær
til að spyrja hvað hefði breyst.
li
a
Steingrímur í Eden:
„Olían óútreiknan-
leg eins og konur“
■ Steingrímur St. Th. Sigurðs-
son opnar í kvöld 9. málverka-
sýningu sína í Eden í Hvera-
gerði en sýningin sem er tileink-
uð Suðurnesjum er jafnframt
58. einkasýning hans. Sýning-
unni lýkur 2. september.
„Þetta er afmælissýning“,
segir Steingrímur þegar NT hitt-
ir hann á hlaupum í listmunum
Renate Heiðar að Laufásvegi.
„Ég á nefnilega 5 ára afmæli um
þessar mundir," segir hann og
hlær.
5 ára afmæli?
„Já, það eru fimm ár síðan að
ég fór að betrumbæta sjálfan
mig en við skulum nú ekki vera
að fjölyrða neitt um það“.
Á sýningunni eru 32 málverk
og langflest unnin í olíu.
„Olían er eins og konurnar,
óútreiknanleg,“ segir hann og
hlær mikið, „en ég geng hiklaust
til leiks. Mér fannst ég verða að
vinna einhvern andlegan sigur.
Ég er búinn að halda svo margar
sýningar að mér fannst ég verða
að sýna fram á að ég gæti
eitthvað á þessu sviði.“
„Taktu eftir því að þetta er í
fyrsta sinn sem konur eru ekki
viðfangsefni málverka hans,“
skýtur Renate inn í.
„Já,“ bætir Steingrímur við,
„en á sýningunni er þó ein mynd
litaspjald sem gæti táknað sam-
skipti við konur.“
Hann hlær og segist vera bara
ansi hress með lífið og tilveruna,
það sé alltaf mikið að gera
þegar sýningar eru á döfinni en
þegar þær byrji róist hann niður.
„Ég geri nefnilega allt einn en
þó gæti ég ekkert án hennar
Renate sem rammar inn mál-
■ Á sunnudaginn fór fram
„Rally-cross" keppni á splunku-
nýrri braut við Kjóavelli,
skammt frá Vatnsenda. Níu bíl-
ar voru skráðir til leiks, en
hörðust var keppnin um sigur-
inn milli þriggja kraftmestu bíl-
anna. Éftir spennandi og
skemmtilega keppni að við-
stöddum á annað þúsund áhorf-
verkin mín. Ég vann allar þessar
myndir í sumar og vor og gisti á
Suðurnesjum annað veifið og
hafði aðstöðu á Hafurbjarnar-
stöðum á Garðsskaga.“
enda fóru leikar þannig að Jón
Hólm á sérsmíðaðri 180 ha.
Volkswagen bjöllu sigraði.
Annað sætið hreppti nafni hans
Ragnarsson á 250 ha. rall-
Escortinum sínum og þriðja
sætinu náði Eiríkur kokkur
Friðriksson á sínum rall-Escort.
Nánar um keppnina í bílamark-
aði NT á fimmtudag. Au.A.
Jóni Hólm tókst að keyra keppinauta sína um sigurinn af sér
með stæl.
NT-mynd: Au.A.
180 hestafla bjalla
Íblaðbera VANTAR
Blaðburðarfólk vantar