NT - 20.08.1985, Page 14

NT - 20.08.1985, Page 14
Þriðjudagur 20. ágúst 1985 14 Þorgerður Hanna Haraldsdóttir Fædd 21. apríl 1926. Dáin 12. ágúst 1985. Nú þegar þú ert lögð upp í þína lokaferð, langar mig að kveðja þig að skilnaði. Ég man eftir síðhærða strákn- um sem bankaði upp á í Snekkjuvoginum fyrir 13 árum síðan með lax í poka til að freista þess að fá hjá þér frum- burðinn, fyrir konu. Þá tókstu mér vel og ætíð síðan og ég þakka fyrir það. Ég man eftir brúðarkjólnum hennar Hrafnhildar, sem tók sífelldum breytingum í þínum höndum, uns hún gekk í honum inn kirkjugólfið, eins og drottning. Ég þakka þér fyrir það. Ég minnist stundanna, þegar við sátum í stofunni í 'Snekkjó og rugluðum saman þönkum okkar, meðan rökkrið færðist yfir. Eg þakka þér einnig fyrir það. Ég man gleðina yfir fyrsta barnabarninu, hugdetturnar sem þú fékkst þegar við innrétt- uðum fyrsta heimilið okkar, og stundanna með þér á kvöldvök- um Ljóðs og sögu. Þið Gulli eigið líka inni ómælt þakklæti fyrir það að benda mér á þá ánægju og gleði, sem hafa má af því að festa hugsanir sínar á blað. Ég man eftir ferðalaginu okk- ar um Evrópu, þegar við geng- um saman að kvöldlagi um göt- ur Parísar og Kaupmannahafn- ar. Ég man líka hvað við vorum öll stolt af þér á baráttudegi kvenna, 8. mars, þegar þú hreifst með þér fundinn á Hótel Borg og sagðir allt sem þurfti að segja. Ég minnist heimsóknanna til þín á spítalann, þangað sem fólk kom til að sækja sinn styrk ,í þinni erfiðu sjúkdómslegu. Okkar tilvera er mun fátækari að þér genginni, hvort sem ein- hver önnur tilvera nýtur góðs af eða ekki. Þú varst mér góð tengdamóðir og börnum mínum góð amma. Við þökkum þér fyrir að hafa fengið að ganga með þér síðustu æviárin. Far vel Hanna mín. Gddi ■ Aðfaranótt 12. ágúst andað- ist á Landakotsspítala mágkona mín Hanna Haraldsdóttir eftir langa og erfiða sjúkdómslegu og kom sú fregn engum á óvart er til þekktu. Hanna var fædd að Syðri Rauðamel dóttir hjónanna Úlf- hildar Hannesdóttur og Harald- ar Lífgjarnssonar er þar bjuggu. Þau áttu fjögur börn: Lífgjarn Inga, Hrafnhildi, Þorgerði Hönnu og Sigurð Bjarna. Úlf- hildur og Haraldur slitu samvist- um. Úlfhildur hóf síðar sambúð með Andrési Jónssyni á Eyrar- bakka og áttu þau saman tvo syni Kristján og Hilmar. Sex ára að aldri var Hanna tekin í fóstur af hjónunum Jó- hönnu Ólafsdóttur og Þorleifi Jónssyni er þá bjuggu á Syðri Rauðamel og síðar í Breiðholti í Reykjavík og hjá þeim dvaldi hún til fullorðins ára, við mikla ástúð og hlýju fósturforeldr- anna og barna þeirra en þau voru: Guðmundur, Þorkell, Kristján, Jón, Sólveig, Jóhanna og Kristín. Árið 1951 giftist Hanna, bróður mínum, Gunnlaugi Jóns- syni veggfóðrarameistara frá Fossi í Hrútafirði. Bjuggu þau fyrst á Freyjugötunni og síðar lengst af á Snekkjuvogi 23. Börn þeirra eru: Hrafnhildur myndmenntakennari gift Sig- urði E. Rósarssyni tannlækni, Þorleifur veggfóðrari og Anna Sigríður auglýsingateiknari gift Rúnari Sveinbjörnssyni raf- virkja. Eftir lát Þorleifs Jónssonar flutti Jóhanna til Hönnu og Gunnlaugs og átti þar heimili í 18 ár. Þar sem Gunnlaugur kom einnig úr stórri fjölskyldu var löngum gestkvæmt á heimilinu enda kunnu húsráðendur öðr- um fremur að blanda geði við fólk. Að binda svo sterk vináttu- og fjölskyldubönd er á fárra færi. Húsmóðurstarfið var Hönnu aðal æfistarf, hagsýn og rausnar- leg enda var hún vel verki farin. Á síðari árum tók hún að sér störf utan heimilism.a. á Hrafn- istu í Reykjavík, fyrst sem starfsstúlka og síðar ræstinga- stjóri meðan heilsa entist. Um- hyggja fyrir öldruðum og sjúk- um var henni eðlislæg, ásamt þroskaðri félagshyggju. Þessir eiginleikar komu þar að góðum notum og ekki síður þegar hlynna þurfti að sjúkum ættingj- um og vinum. Nú að ferðalokum er margs að minnast ferðalaga utanlands og innan þaðan geymum við hjónin dýrmætar minningar. Ógleymanleg voru gamlárs- kvöldin í Snekkjuvoginum. Þá tóku þau hjónin á móti gestum sínum, glaðværð og gamansemi húsráðenda naut sín þá vel í sérstæðu samfélagi ættingja Hönnu og Gunnlaugs. Er á kvöldið leið bættust fleiri í hópinn, þá voru rifjaðir upp atburðir frá liðnu ári, litið björt- um augum til komandi árs og minnst þeirra sem farnir voru. Á persónuleg samskipti fjöl- skyldna okkar bar aldrei nokk- urn skugga og því er gott að minnast Hönnu Haraldsdóttur. Við hjónin og dætur okkar söknum vinar í stað og sendum Gunnlaugi og fjölskyldu hans dýpstu samúðarkveðjur. Ólafur Jónsson ■ Enn er á ferð maðurinn með Ijáinn nú er það mágkona mín Planna Haraldsdóttir. Dauðinn er óumflýjanlegur það vitum við mannanna börn, en við eigum bágt með að sætta okkur við það þegar fólk á góðum aldri er burt kallað. Það grípur okkur sár söknuður, ekki síst þegar leiðir hafa lengi legið saman og samskipti hafa verið með þeim hætti sem best verður á kosið. Nú þegar vegir skiljast og ég minnist mágkonu minnar kemur fyrst í huga minn það mikla þrek og hugrekki sem hún sýndi í veikindum sínum. Já hún var mikil hetja og stóð á meðan stætt var. Það mun vera um tvö og hálft ár síðan hún kenndi þess sjúkdóms sem var banamein hennar. Hún dvaldi meira eða minna á sjúkrahúsi á þessu tímabili og oft mikið þjáð. Þó svo væri komið var hún alltaf glöð þegar hún fékk heimsóknir hvort held- ur var á spítalann eða á heimili sínu. Hún hafði lengi óbilandi trú á því að sigra í þessari baráttu annað var ekki látið uppi. Hanna var ekki heilsusterk um æfina, lá margar sjúkrahús- legur og gekkst undir marga uppskurði. Hún var mjög vel ritfær og lá létt fyrir henni að koma hugsunum sínum til skila, hvort heldur var í bundnu eða óbundnu máli. Hanna var ákaf- lega félagslynd, hún var félagi í Kvöldvökufélaginu Ljóð og Saga í rúm tuttugu ár. Það félag hefur á stefnuskrá sinni, að halda til haga gömlum sögnum, ljóðum og vísum og einnig frumsömdu efni. Þar var hún mjög vel liðtæk, var um ára bil í ritnefnd félagsblaðsins. Hún var góður ræðumaður setti fram skoðanir sínar á góðu máli og flutti þær með reisn og skörungs- skap, stóð fast á skoðunum sínum ef hún áleit það til heilla horfa sem um var rætt. Hanna var formaður félagsins í rúm tvö ár uns hún varð að láta af formennsku sökum veikinda. Eitt af störfum hennar þar var stofnun Kvöldvökukórsins, sem var henni mikið hjartans mál. Kórinn var síðan stofnaður á heimili þeirra hjóna. Margt fleira mætti segja um starf henn- ar sem formanns en hér læt ég staðar numið. Hanna var glæsileg kona í sjón og raun, mikil húsmóðir, traustur lífsförunautur og mikil móðir barna sinna. Heimili þeirra Hönnu og Gunnlaugs var myndarheimili, hjónin gest- risin og fjölskyldan mjög sam- hent og var því oft gestkvæmt á heimili þeirra. Fjölskylda mín kveður hana með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún var okkur. Við hjónin sendum manni hennar börnum, bræðrum, fóst- ursystkinum og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Björn Jónsson Minning: Margrét Oddný Hjörleifsdóttir Fædd 26. sept. 1899. Dáin 9. ágúst. 1985. Móðir mín fluttist á heimili okkar, þá var hún á áttugasta og öðru aldursári. Þetta var hcnnar fyrsta ferð til dvalar út fyrir sína heimabyggð, sem var vestan- verður Miklaholtshreppur; það- an séð er fjallahringurinn fagur, fjölbreyttur og mildur. Ég kveið því einu að þessi heimakæra kona, sem hafði átt sama sjónarhring svo langa ævi fyndi fátt sér til yndis og ánægju í steinhúsi er stóð í úfnu gráu hrauni, ekki túnblettur hvað þá búsmali á beit. Hún kom að vori, breytti þessu húsi á skammri stundu í heimili með fastmótuðum kaffi- og matartímum og ýmsum öðr- urn góðum venjum er ég minnt- ist frá bernsku. Gestakomum fjölgaði með óþrjótandi urn- ræðuefni. Öll alúð var lögð í ræktun frændgarðs og vina, og bar ríkulegan ávöxt. Oft var kvatt dýra, og ég átti til að svar henni er spurt var: „Æ þetta var bara einhver maður". Þetta svar var henni óskiljanlegt. „Veistu einu sinni ekki hvaðan hann er eða hvert hann fór?“ Mikið rétt: Allir eiga sér nafn, ætt og heima- byggð, og okkur varðar um þarfir þess og óskir. Hún tók dótturina niður úr þeirri röngu hillu sem hún hafði sett sig í að hætti samtíðar sinnar. Hugurinn var opinn, leitaði óspart nýrra kynna, við granna og breyttar kringumstæður. Úr sæti sínu setti hún sig ekki úr færi að fá fregnir af búskap og mannlífi þessarar nýju sveitar. Hún sótti hér þorrablót eitt sinn þrátt fyrir sína líkamlegu fjötra. „Mikið var fólkið al- mennilegt og glatt“, sagði hún um þá samkomu, „og tvö lítil ógleymanleg heimabörn voru lengi hjá mér við borðið". Hún hefði getað talið danssamkomur ævi sinnar á fingrum sér, þeim mun meiri gleði veitti hver og ein. Hún kvaddi þakklát Norður- árdalinn eftir tveggja ára dvöl. Fluttist hún á Dvalarheimilið í Borgarnesi. Þjóðleiðin til Snæ- fellsness lá þar um hlað. Ótrú- legur fjöldi gesta og afkomenda lýstu og prýddu ævikvöld henn- ar á því góða heimili. 9. ágúst sátu fjórar kynslóðir saman í stofu hennar. Á margt var minnst. „Það vantaði hurð- ina fyrir nýbyggða baðstofuna þegar þú fæddist fyrir 53 árum. Veðrið var svona gott eins og í dag, fólkið í heyskap" sagði hún. Hún var búin með sokk- ana. Þeir lágu þæfðir og saman- brotnir við hlið hennar, hún hallaði sér út af. Ættliðirnir kvöddu einn af öðrum. Að stundu liðinni var ævin öll. Síð- degissólin fyllti herbergin. Dótttir Þýsk verkalýðs- hreyfing 1830-1914 ■ Helga Grebing: Arbeiter- bewegung, So/ialer protest und kollektive Interessenvertretung bis 1914. Deutsche Geschichte der neuesten Zeit voni 19. Ja- hrhundert bis /ur Gegenwart. Deutscher Taschenbuch Verlag 1985. 204 bls. Á ofanverðri 19. öld og önd- verðri þeirri 20. var verkalýðs- hreyfingin óvíða sterkari en í Þýskalandi, jafnt í pólitísku sem faglegu tilliti. Töldu helstu leiðtogar sósíalista og kommú- nista, að bylting verkalýösins myndi fyrst eiga sér staö í Þýska- landi. í þessari bók, sem er bindi í Þýskalandssögu þeirri nýju, sem kynnt var nýlega hér í blaðinu, segir frá vexti og mótun verka- lýðshreyfingarinnar í landinu frá því um og eítir 1830 og fram til 1914. Höfundur lýsir því hvern- ig verkalýðshreyfingin varð til, fyrst með einstökum mótmælá- verkföllum hér og þar, og jafn- framt hvernig stéttaskiptingin varð smám saman skýrari á tímabilinu 1830-1860. Þá segir frá því hvernig hreyfingin varð smám saman skipulegri, sam- fara því að áhrif hennar jukust. Greint er frá pólitískum vexti hreyfingarinnar og andófi henn- ar gegn ýmsum aðgeröum stjórnvalda á ofanverðri 19. öld og fjallað er um skipulag vinnu- staða verkamannafélaga á vinnu- stöðum og vinnuaðstöðu. Ennfremur er fjailað allræki- lega um átök og deilur innan verkalýðshreyfingárinnar og greint frá flokkaskiptingu jafn- aðarmanna og kommúnista í upphafi 20. aldar. Eins og önnur rit í þessari ritröð er þetta yfirlitsrit sem gefur þó góða heildarmynd af viðfangsefninu og hefur þann Helga Grebing: Arbeiterbewegung Sozíaíer Proiest und kollektive Interessenvertretung bis 1914 ■ Bókarkápa. kost að vera bæði handhæg og læsileg. Bókarhöfundur, Helga Grebing, er prófessor í síðari alda sögu við háskólann í Gött- ingen. Hún hefur samið fjölda rita og ritgerða, einkum um stjórnmála- og verkalýðssögu. Jón Þ. Þór Garðyrkjuritið 1985 komið út ■ „Garðyrkjuritið" ársrit Garðyrkjufélags íslands er komið út. Garðyrkjufélag ís- lands er 100 ára á þessu ári. Það var stofnað 26. maí 1885. í ritinu er ágrip af sögu félags-' ins þessi 100 ár. Fjölbreytt efni tengt garðyrkju er í ritinu t.d. „Athyglisverðir runnar“ eftir Sigurð Albert Jónsson, „Fall- egar fjólur” eftir Hólmfríði Sigurðardóttur, „Allium (laukar)" eftir Friðrik Skúla- son, „Berjarunnar" eftir Óla Val Hansson, „Skýringar á plöntunöfnum" eftir Ólaf B. Guðmundsson auk ýmissa greina eftir Ingólf Davíðsson og fleiri. Ritstjóri Garðyrkju- ritsins er Ólafur B. Guð- mundsson. ■ Bókarkápa.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.