NT - 20.08.1985, Side 15
fíF Þriðjudagur 20. ágúst 1985 15
LlL Að utan
Evgeni Barbukho:
Nauðsynlegt að gera alþjóð-
legt samkomulag um að hætta
tilraunum með kjarnorkuvopn
■ Þann 13. ágúst sl. fjallaði
Mikhail Gorbachjov um nýlega
yfirlýsingu Sovétríkjanna um
einhliða frystingu kjarnorku-
sprenginga af þeirra hálfu frá og
með 6. ágúst sl. til 1. janúar
1986, (frá þessu hefur verið
skýrt í íslenskum blöðum), í
viðtali sem fréttaritari TASS
átti við hann.
Níu dagar eru nú iiðnir frá
því að Sovétríkin hófu frysting-
una. Hver hafa viðbrögðin við
þessu nýja frumkvæði Sovét-
ríkjanna orðið?
Að mati sovéska leiðtogans
hefur almenningur í heiminum
tekið þessari tillögu vel. Auk
þess hafa þekktir stjórnmála-
menn og almenningsleiðtogar í
mörgum Iöndum, þar á meðal
Bandaríkjunum, lýst sig íylgj-
andi hugmyndinni um frystingu
kjarnorkuvopnatilrauna og að
önnur kjarnorkuvcldi fari að
dæmi Sovétríkjanna.
Gorbachjov telur að ekki hafi
allir á Vesturlöndum orðið
hrifnir af sovésku tillögunni.
Þeir sem fá mikinn ágóða af
vígbúnaðarkapphlaupinu, vilja
ekki að kjarnorkuvopnatilraun-
um sé hætt.
Hvað Sovétríkin varðar, hafa
þau hafið frystingu vegna þeirr-
ar sannfæringar að nauðsyn sé á
raunhæfum aðgerðum í því
markmiði að stöðva aukningu
kjarnorkuvopna og að þau verði
þróuð áfram. „Við höfum alls
ekki verið að reyna að setja
bandarísku forystuna í erfiða
stöðu,“ sagði M. Gorbachjov.
„Forseta Bandaríkjanna var til-
kynnt um aðgerðir okkar fyrirfram
í bréfi, þar sem við lögðum til
við bandarísku aðilana að þeir
færu eins að .“
Hver urðu viðbrögðin í Was-
hington? Gorbachjov telur að
opinberar yfirlýsingar embættis-
manna skapi þau áhrif að menn
í Washington séu nú „önnum
kafnir við að leita leiða til að
komast á sem kænlegasta hátt“
hjá því að gefa Sovétríkjunum
jákvætt svar.
Ein spurning fréttaritara
TASS var: Reagan forseti sagði
að Bandaríkin gætu ekki leyft
sér frystingu kjarnorkuvopnatil-
rauna vegna þess að þau yrðu
að Ijúka kjarnorkuáætlunum
sínum. Hann hélt því fram að
Sovétríkin hefðu lokið heilli
röð kjarnorkusprenginga og
gætu tekið sér hvíld. Er þessu
svona varið?
Þessari spurningu svaraði so-
véski leiðtoginn á eftirfarandi
hátt:
„Ákvörðunin um einhliða
frystingu kjarnorkusprenginga
var tekin af sovéskum forystu-
mönnum eftir gaumgæfilega og
nákvæma athugun. Það var ekki
auðvelt að taka slíkt skref. Til
þess að hefja einhliða frystingu
urðum við að hætta við tilrauna-
áætlun og það í miðjum klíðum.
Á þessum ári, þar til frystingu
var lýst yfir, voru sprengdar
nokkurn veginn jafnmargar
kjarnorkusprengingar í Sovét-
ríkjunum og Bandaríkjunum.
Ef á að tala um allar kjarnorku-
sprengingar sem hafa verið
sprengdar þar til nú, voru þær
fleiri í Bandaríkjunum en So-
vétríkjunum. Og þeir í Hvíta
húsinu vita það.
En þegar verið var að taka
ákvörðun um að hefja einhliða
frystingu, létu Sovétríkin ekki
stjórnast af útreikningum, held-
ur nákvæmum pólitískum hug-
leiðingum, af þeirri viðleitni að
hjálpa til við að binda enda á
kjarnorkuvopnakapphlaupið og
fá Bandaríkin, svo og önnur
lönd, sem eiga kjarnorkuvopn,
til að taka slíkt skref. Markmið
okkar er að hætta algerlega og
almennt kjarnorkuvopnatil-
raunurn, en ekki hvíla okkur
milli sprenginga.
Það kom fram það álit að
frysting kjarnorkuvopnatil-
rauna sé ekki í samræmi við
hagsmuni Bandaríkjanna. En
frysting er mikilvægt skref í átt til
þess að binda enda á frekari
fullkomnun banvænna kjarn-
orkuvopna. Auk þess munu
þau vopn, sem fyrir hendi
eru, „ganga fyrr úr sér“ eftir því
sem lengra líður án þess að
tilraunir séu gerðar. Og að lok-
um skapar frysting hagstæðari
skilyrði til að ná samkomulagi
um að binda enda á kjarn-
orkuvopnatilraunir og til að
skapa aðstæður til að útrýma
kjarnorkuvopnum yfirleitt.
Það vaknar sú spurning:
Hvað er það í þessu máli sem
samræmist ekki hagsmunum
Bandaríkjanna og bandarísku
þjóðarinnar? Þessi leið hæfir
bara ekki þeim sem treysta á
valdaþrýsting og móta áætlanir
um að búa til ný og ný
kjarnorkuvopn og hafa sett sér
það markmið að hefja vígbún-
aðarkapphlaup í geimnum.
Hvað þá um hina almennu hags-
rnuni friðar og alþjóðaöryggis,
sem Washington hefur lýst yfir
hvað eftir annað að hún fylgi?
Til þess að útskýra þessa
tregðu við að binda enda á
kjarnorkuvopnatilraunir er sagt
að Bandaríkin „séu á eftir“ á
sviði kjarnorkuvopna. En þetta
er bara átylla. Það var alltaf
talað um að þau „væru á eftir"
hvað viðkom sprengjuflugvél-
um og síðar eldflaugum. En í
hvert skipti var um vísvitandi
blekkingu að ræða og menn í
Washington játuðu það síðan
sjálfir. Það er sem sagt byrjað
að tala um að „vera á eftir"
þegar á að reyna að ná hernað-
aryfirburðum og þegar ekki er
fyrir hendi löngun til að leysa
þau málefni er varða vígbúnaó-
artakmarkanir. En þetta eru
einmitt þau mál sem hin póli-
tíska forysta á að leysa og hún á
ekki að byggja lausn sína á
uppspunnum sögum urn „ógnun
af hálfu Sovétríkjanna" heldur
á ástandinu eins og það er í
raun, á hreinum öryggishags-
munum lands síns og hagsmun-
um almennings í heiminum."
Þegar fjallað var áfram um
þann vanda er lýtur að eftirliti í
tengslum við stöðvun kjarn-
orkusprenginga, sagði Gorbac-
hjov að vísindalegir og tækni-
legir möguleikar sem fyrir hendi
væru í Sovétríkjunum, Banda-
ríkjunum og öðrum löndum
sköpuðu traustar aðstæður til
þess að kjarnorkusprenging yrði
uppgötvuð og vitað um hana,
þó ekki væri um sterka spreng-
ingu að ræða.
Og ummæli Gorbachjovs þess
efnis, að einhliða ráðstafanir til
að binda enda á kjarnorku-
sprengingar geti ekki leyst þann
vanda er lýtur að því að koma á
algerum og almennum endalok-
um kjarnorkuvopnatilrauna,
eru rökrétt. Það sé nauðsyn á
alþjóðlegu samkomulagi.
I viðtalinu við fréttaritara
TASS minnti Gorbachjov á að
ekki væri nýr vandi á ferðinni
þegar um væri að ræða algert og
almennt bann kjarnorkuvopna-
tilrauna. Fyrir nokkrum árum
hefði þetta mál verið til umræðu
í þríhliða samningaviðræðum
Sovétríkjanna, Bandaríkjanna
og Bretlands. Aðilar hefðu ver-
ið nálægt samkomulagi í ýmsum
skilningi. En Bandaríkin hættu
þessum viðræðum og það var
vegna þess að þær takmarkanir
sem til umræðu voru, stóðu í
vegi fyrir áætlunum Pentagon.
„Við höfum hvað eftir annað
lagt til við Bandaríkin,“ minnti
Corbachjov á, „að viðræðurnar
verði teknar upp að nýju. Og í
dag hvetjum við þau til þess og
til að hætt verði algerlega til-
raunurn með kjarnorkuvopn.
Slíkum viðræðum væri auðveld-
ara að koma á ef Sovétríkin og
Bandaríkin væru ekki með
kjarnorkuvopnatilraunir."
I' mörgum blöðum á Vestur-
löndum hafa þessa dagana kom-
ið fram ýmsar efasemdir urn að
hægt sé að leysa á jákvæðan
máta þann vanda er lýtur að
kjarnorkutilraunum.
Það er engan bilbug að finna
í skoðunum sovéska leiðtogans.
Hann telur að hægt sé að leysa
þetta mál á jákvæðan máta. „Þó
að afstaða Bandaríkjanna um
þessar mundir vekji ekki bjart-
sýni,“ segir M. Gorbachjov í
þessu sambandi, „vill maður
ekki tapa voninni. Og það er
vegna þess að ábyrgðin sem
hvílir á Sovétríkjunum og
Bandaríkjunum er of mikil til
að þau geti forðast að finna
lausn á þessum mikilvægu ör-
yggismálum."
...Fyrir skömmu var þess
minnst í mörgum löndum
.heims, þar á meðal á íslandi, að
40 ár voru liðin frá harmleiknum
í Hírósíma og Nagasaki. „Aldr-
ei aftur Hírósíma og Nagasaki!
stóð á spjöldunum sem íslensku
göngumennirnir báru. Það virð-
ist sem sovéska tillagan um
frystingu á kjarnorkusprenging-
ar svo og þessi vígorð geti ekki
annað en verið í þágu hagsmuna
og vona allra þjóða.
Evgeni Barbukho, yfirmaður
APN-fréttastofunnar á íslandi.
Reykjavík 14. ágúst 1985.
Kennarar
Kennara vantar að Stóru-Vogaskóla í Vog-
um fyrir næsta skólaár, meðal kennslugreina
tungumálakennsla. Þeir sem áhuga hafa
leitið upplýsinga hjá Hreiðari Guðmundssyni
í síma 92-6520 og Einari Ólafssyni skóla-
stjóra í síma 92-6600.
2. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið
að Laugarvatni 31. ágúst og 1. september 1985.
Laugardagur 31. ágúst:
Kl. 10.00 Þingsetning,
Sigrún Sturludóttir, formaður.
Skýrsla stjórnar:
a) Formanns Sigrúnar Sturludóttur.
b) Gjaldkera Drífu Sigfúsdóttur.
Umræður um skýrslu stjórnar.
Kl. 11.30 Ávörp gesta.
Kl. 12.00 Hádegisverður.
Framsöguerindi:
Kl. 13.00 Framboðsmál.
Sigrún Magnúsdóttir.
Ingibjög Pálmadóttir.
Kl. 13.30 Launamál kvenna:
Gerður Steinþórsdóttir.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
Kl. 13.50 Fjölskyldupólitík:
Þórdís Bergsdóttir.
Guðrún Jóhannsdóttir.
Kl. 14.10 Starfsval kvenna:
Inga Þyrí Kjartansdóttir.
Þrúður Helgadóttir.
Kl. 14.20 Umræður um framsöguerindi.
Kl. 15.15 Kaffihlé.
Vörukynning frá Kjötiðnaðarstöð SÍS.
Kl. 16.20 Hópstarf.
Kl. 20.20 Kvöldverður.
Kl. 22.00 Kvöldvaka i umsjón Félags framsóknarkvenna
í Árnessýslu.
Nætursnarl frá Osta og smjörsölunni.
Sunnudagur 1. september:
Kl. 8.00 Gufubað.
Kl. 9.00 Morgunverður.
Kl. 10.00 Erindi:
a) Stjórnmálaástandið:
Valgerður Sverrisdóttir.
b) Stjórnmálaþátttaka kvenna:
Drífa Sigfúsdóttir.
c) Hvernig efla má starf LFK:
Unnur Stefánsdóttir.
Kl. 10.45 Umræöur um erindin.
Kl. 12.30 Hádegisverður.
Kl. 14.00 Niðurstöður umræðuhópa kynntar.
Kl. 15.00 Umræðurog afgreiðsla mála.
Kl. 16.00 Kaffihlé.
Kl. 17.00 Kosningar.
a) formaður
b) meðstjórnendur í framkvæmdastjórn (4)
c) landsstjórn (6)
d) varamenn í framkvæmdastjórn (3)
Kl. 18.00 Þingslit.
t
Fósturmóðir mín,
Þuríður Guðjónsdóttir,
fyrrverandi Ijósmóöir frá Kýrunnarstöðum,
verður jarðsungin frá Hvammskirkju í Dölum laugardaginn 24.
ágúst kl. 14.00.
Bára Sigurðardóttir.