NT - 20.08.1985, Blaðsíða 19

NT - 20.08.1985, Blaðsíða 19
 Þriðjudagur 20. ágúst 1985 19 Iþróttir Enska knattspyrnan: Lítill meistarabragur á meisturum Everton - töpuðu 1*3 fyrir Leicester, Man. Utd.og Tottenham með stórsigra, Liverpool lagði Arsenal 2-0 ■ Englandsmeistarar Everton hófu titilvörn sína illa á laugar- dag, með 1-3 tapi gegn Leicester City í fyrstu umferö deildarinn- ENGLAND 1. deild: Birmingham-West Ham 1-0 Coventry-Man.City 1-1 Leicester-Everton 3-1 Liverpool-Arsenal 2-0 Luton-Nott. For 1-1 Man.Utd.-Aston Villa 4-0 QPR-Ipswich 1-0 Sheff.Wed.-Chelsea 1-1 South.-Newcastle 1-1 Tottenh.-Watford 4-0 WBA-Oxford 1-1 2. deild: Brighton-Grimsby 2-2 Carlisle-Bradford 1-2 Charlton-Barnsley 2-1 Fulham-Leeds 3-1 Huddersfield-Millwall 4-3 Hull-Portsmouth 2-2 Norwich-Oldham 1-0 Shrewsbury-Crystal Pal 0-2 Stoke-Sheffield Utd 1-3 Sunderl.-Blackburn 0-2 Wimbledon-Middlesb 3-0 3. deild: Bolton-Rotherham 1-1 Brentford-Wolves 2-1 Bristol C.-Walsall 2-3 Chesterf.-Bury 4-3 Darl.ton-Bristol R 3-3 Derby-Bournem 3-0 Lincoln-Gillin 1-0 Newport-Doncaster 2-2 Notts County-Cardiff 1-4 Reading-Blackpool 1-0 Swansea-Wigan 0-1 York-Plymouth 3-1 4. deild: Burnley-Northmpton 3-2 Cambridge-Hartlepool 4-2 Chester-Halifax 1-1 Colchester-Stockport 3-1 Crewe-Southend 1-1 Exeter-Port Vale 1-0 Mansfield-Hereford 4-0 Orient-Tranmere 3-1 Preston-Peterb 2-4 Rochdale-Aldersh 2-0 Scunthorpe-Torquay 4-0 Swindon-Wrexham 0-1 ! SKOTLAND Skotland úrvalsdeild: Celtic-Motherwell 2-1 Clydebank-Dundee 4-0 Dundee Utd.-Aberdeen 1-1 Hibernian-Rangers 1-3 St.Mirren-Hearts 6-2 ar. Leikmenn Leicester gáfu fyrrum félaga sínum, Gary Lin- eker, sem seldur var til Everton í sumar, engin grið og fóru með verðskuldaðan sigur af hólmi. Þó náði Derek Mountfeld for- ystu fyrir gestina á 23. mínútu en Bobby Smith jafnaði metin rétt fyrir hlé. í seinni hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og sóknarloturnar buldu á vörn Everton. Mark Bright skoraði þá tvívegis, en Bright var keypt- ur frá Port Vale í fyrra. Hann komst aldrei í lið í fyrra, Lineker hélt honum í varaliðinu, en er nú fastur maður í framlínunni. Everton virkar mun veikara nú en í fyrra, eins og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fengu að sjá í leik liðsins gegn Manchest- er United um góðgerðarskjöld- inn. Nágrannar Everton, Liver- pool, unnu hins vegar léttan sigur á Arsenal. Lundúnaliðið liefur oft reynst Liverpool erfitt í skauti en hafði ekkert að gera í Rauða herinn á Anfield Road. Ronnie YVhelan skoraði fyrir hlé og Steve Nicol í síðari hálfleik. Daninn Jan Mölby átti stórleik á miðjunni hjá Liver- pool, kannski hann sé loksins farinn að finna sig. Engin læti urðu á áhorfenda- pöllunum á leiknum í Liverp- ool, en aðdáendur heimaliðsins urðu sér til skammar fyrir leik- inn er þeir trufluðu minningar- athöfn um þá 39 sem létust í blóðuga úrslitaleiknum í Bruss- el í vor. Þá sást ítölskum fána bregða fyrir á áhorfendapöllun- um, greinilegt að sumir eru stoitir af illvirkjunum á Heysel- leikvanginum. Manchester United hakkaði Aston Villa í sig á Old Trafford. Norman Whiteside skoraði fyrsta markið og Mark Hughes hin næstu tvö. Litli Daninn, Jesper Olsen, skoraði. Colin Gibson í liði Villa meiddist eftir samstuð við Gary Bailey í Unit- edmarkinu og varð að fara út af. Það slys markaði upphafið að ógæfu Birminghamliðsins. Tottenham var einnig í miklu stuði, og tók Watford til bæna. Fjögur urðu mörkin og skoruðu Chris Waddle (tvö og Paul AIl- en þrjú þeirra. Mark Falco gerði hið fjórða. John Byrne skoraði sigur- mark QPR gegn Ipswich og Robert Hopkins eina markið í leik Birmingham og West Ham. Sigur Birmingham þótti í minnsta lagi. Oxford leikur nú í fyrsta skiptið í 1. deild og náði jöfnu gegn WBA á útivelli, 1-1. Imre Varadi gerði mark WBA en gamla brýnið Bobby McDonald jafnaði metin. Sigurður Jónsson var ekki með Sheffield Wednesday í leiknum gegn Chelsea, hefur lítið æft vegna meiðsla. Mick Lyons gerði fyrra markið í leiknum, en David Speedie jafnaði fljótlega fyrir Chelsea. Manchester City skoraði bæði mörkin gegn Coventry. Fyrst skoraði Sammy Mcllroy, áður Man. United og Stoke, í rétt mark og svo Neil McNab í rangt mark. Southampton komst í 1-0 fyr- ir hlé með marki David Puckett, en í síðari hálfleik náði Newc- astle að jafna með marki Peter Beardsley. Fimmta jafnteflið í deildinni varð á gervigrasinu í Luton. Brian Stein skoraði fyrst fyrir heimamenn, en Nottingham Forest náði að jafna. Nýi mað- urinn hans Brian Clough, Neil Webb, sem keyptur var frá Port- smouth, sá um að skora. í 2. deild kom heimatap Sunderland geng Blackburn á óvart og Stoke þótti einnig sýna slappan leik geng Sheffield Un- ited. Norwich var hið eina af fallliðunum frá því í vor, sem náði að sigra. í skosku úrvalsdeildinni er Rangers komið á toppinn eftir 3-1 útisigur gegn Hibernian í Edinborg. Ally McCoist, Dave McPherson og Bobby Williams skoruðu fyrir Rangers, Gordan Durie fyrir Hibernian. Aðalleikurinn var þó í Dund- ee þar sem United og Aberdeen gerðu 1-1 jafntefli. Aldrei þótti leikurinn ná þeim gæðum sem vonast hafði verið til, enda taugatitringur mikill hjá leik- mönnum. Stuart McKimmie skoraði 0-1 á 35. mín. en fjórum mínútum fyrir hlé jafnaði Paul Sturrock. Chris Waddle - tvö mörk fyrir Spurs gegn Watford. Þýska 1. deildin: Auðvelt hjá Bayern - sigraði Stuttgart 4-1, Bremen skoraði átta mörk og Bockum gerði f imm ■ Meistarar Bayern Miinchen Bockum er ásamt Bremen .. « fóru létt með Asgeir Sigurvins- eina lioiö sem unnio hefur baöa Kaisersiautem-Köin . 1-0 son Og félaga í Stuttgart í þýsku fyrstu leiki SÍna. Það sigraöi Mannheim-Bayer Uerdingen. 2-0 Búndeslígunni á laugardag. Fortuna Dússeldorf 5-3, en átti “Bremen.no 0 9 2 ( Bæjaraliðið vann 4-1 og það i vandræðum með markvórð. Bochum.2200634 þótt svo Stuttgart kæmist í 0-1 á Bæði aðal- og varamarkvörður ..........J 1 1 0 4 0 3 7. mín. Tengiliðurinn Norbert liðsins voru meiddir svo hinn 38 Levorkusen. . . . . . . . . . . 2110313 Eder kom þá knettinum í eigið ára gamli Wolfgang Kleff, sem Bayem Munchen.2101422 net og það var ekki fyrr en á33. er löngu hættur að leika, tók ; 2020222 mín. að Bayem jafnaði. Michael sess þeirra. Frankíurt ........2020222 Rummenigge skoraði með „ . . Mannheím .2101342 skalla. Dieter Höness skoraði ** nað> Nuremberg 1-1 jafn- Wj^v -■ • ■ * J « J J J 2 svo á 77. mín og á síðustu sex tefli gegn Frankfurtarhðmu og Ktíln........2011121 mínútunum innsigluðu Lothar yar Það fy,rsta ,stl8lð sem llðlð Nuremberg...2011121 Matteus og Reinhold Mathy flytur a utivell. 1 siðustu 30 ............ J J J J J sigurinn. leikjum. Var buið að tapa -9 1 Hanover .......2011391 rÖð. Schalke ....... 2 0 0 2 0 5 0 Mílumet ■ írsk sveit setti nýtt heimsmet í 4xmílu hlaupi á laugardag á móti í Dublin. Sveitin hljóp á 15:49,08 mín. og bætti gamia metið um ríflega 10 sekúndur. Sveitina skipuðu þeir Eamonn Coghlan, Marcus O’Sull- ivan, Frank O’Mara og Ray Flynn. Sjaldan er keppt í þessari grein og hafði gamla metið staðið í tvö ár. Werder Bremen er efst í deildinni eftir fyrstu tvær um- ferðirnar. Liðið malaði nýliða Hannover 8-2 á heimavelli. Landsliðsframherjinn Rudi Völler skoraði þrennu og Frank Neubarth og Norbert Meier gerðu tvö hvor. Petta var versta tap Hannover í 1. deild frá því sögur hófust. Borussia Mönchengladbach verður sterkt í vetur, það sýndi liðið með 4-0 sigri á Schalke. Sex gul spjöld litu dagsins Ijós í þeim leik. Hamburg náði aðeins jöfnu, 1-1 gegn Borussia Dortmund. Þetta var fyrsti leikur Horst Hrubesch með Dortmundarlið- inu, en hann hefur leikið með Standard-Liege í Belgíu undan- farin tvö ár. Lék þar áður með Hamborgarliðinu en hélt þaðan eftir að liðið hafði sigrað Juvent- us 1-0 í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða 1983. Hrubesch sást ekki í leiknum, var í strangri gæslu hjá Jens Duve, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Hamburg. MOLAR MOLAR MOLAR ...Svisslendingurinn Karl Alpi- ger sigraði í tveimur fyrstu brunkeppnum vetrarins, sem fram fóru í Las Lenas í Argen- tínu. í fyrri keppninni hlaut hann tímann 1:47,74 mín. oe 2:01,27 mín. í þeirri síðari... .. .Tvö heimsmet féllu í 4x100 m fjórsundi á Kyrrahafsleikunum í Tokyo. Bandaríska sveitin setti met er hún synti á 3:38,28 mín. og Matt Biondi setti heims- met í 100 m skriðsundinu. Synti á 47,84 sek. Bandaríska sveitin setti einnig met í 4x100 m skrið- sundi, 3:17,08 mín... ...Niki Lauda, heimsmeistari í kappakstri lýsti því yfir á laugar- dag að hann hygðist hætta að keppa í formúlu eitt kappakstri. „Eftir 11 ár held ég að það sé kominn tími til að gera eitthvað annað,“ sagði Lauda. „Ég mun ekki verða með næsta ár.“ Lauda lenti í alvarlegu slysi árið 1976 en lét það ekki aftra sér og mætti aftur til leiks. Hann er 36 ára... ... Alain Prost, Frakklandi, sigr- aði í austurríska Grand Prix kappakstrinum. Hann ók McLaren bifreið sinni að meðal- tali á yfir 211 km hraða... ...Sandy Lyle sigraði í miklu golfmóti í York, Englandi. Hann lék síðasta hringinn á átta undir pari og varð höggi á undan landa sínum lan Woosnam, Bretlandi... Styttist í Reykjavíkur maraþonið: Búinn að skrá þig? Úrslitakeppni 4. deildar: Jafnt á mottunni ■ Kristján Halldórsson, þjálfari og leikmaður með Augnabliki, sækir hér að einum ÍR-ingnum. Kristján og hans menn sóttu ekki gull í greipar Breiðhyltinganna, því liðin deildu með sér stigunum í 1-1 jafnteflisleik. ■ Tveir leikir voru í úrslita- keppni 4. deildar um helgina. Á grasmottunni í Laugardal spil- uðu ÍR og Augnablik og lauk þeim leik með jafntefli 1-1 en á Höfn í Hornafirði sigraði Sindri Vask 3-0 og þar með stendur Reynir Á best að vígi í Norð- Austur riðlinum. ÍR og Augna- blik eru hins vegar í jöfnum slag í Vestur-Suður riðlinum. Sigurður Halldórsson náði forystu fyrir Augnablik en síðan fengu ÍR-ingar víti. Pað var varið en varnarmaður ætlaði að senda boltann til markvarðarins eftir vítið en hann fór í eigið mark og jafntefli varð 1-1. Sindri hefndi fyrir norðanför sína og lagði Vask með mörkum Grétars Vilbergssonar, Arnar Sveinssonar og Þránds Sigurðs- sonar. ■ Óðum styttist í Reykjavíkur maraþonið og þeir sem ætla að mæta á ráslínuna kl. 10 næsta sunnudag skulu fara að huga að því hvort þeir séu búnir að skrá sig í hlaupið eða ekki. Skráningum lýkur á föstudag en að sögn Gunnars Páls Jóa- kimssonar, framkvæmdastjóra hlaupsins, hafa íslendingar ver- ið seinir að taka við sér við að skrá sig. Rúmlega eitthundrað útlendingar munu þó koma til landsins, sem er svipuð tala og í fyrra, en þetta er annað skiptið sem hlaupið fer fram. Hlauparar geta valið úr þrem- ur keppnisvegalengdum í hlaup- inu: 7 km skemmtiskokki, hálfu maraþoni og maraþoninu, sem er rúmir 42 km að lengd. Að sögn Gunnars Páls virðist sem flestir þekktari keppnismanna íslendinga stefni á hálfmara- þon. Þar ætlar t.d. Sigurður Pétur Sigmundsson að hlaupa og veitir hann vonandi Þjóð- verjanum Herbert Stcffny, sem á 2:11 í maraþonhlaupi, ein- hverja keppni. Gunnar Páll minnir keppend- ur á að sækja keppnisgögn sín frá ferðaskrifstofunni Úrval á Austurvelli milli klukkan 10 og 4 á laugardag. Hann tók fram að allir keppendur í hlaupinu fengju verðlaunapening og skoraði á alla að fara að skrá sig í hlaupið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.