NT - 15.10.1985, Side 3
* \* i
Þriðjudagur 15. október 1985 3
Albert selur Þór
fyrir þúsund k
- Slysavarnafélag íslands mun
nota skipið sem æfingamiðstöð
■ Slysavarnafélag íslands eignaðist
í gær gamla varðskipið f>ór. Kaupverð
skipsins var þúsund krónur. Samning-
ur var undirritaður í fjármálaráðu-
neytinu í gær. Albert Guðmundsson
fjármálaráðhérra og Hannes Þ. Haf-
stein undirrituðu kaupsamninginn.
Albert Guðmundsson sagði í samtali
við NT í gær að skipið hefði verið selt
til SVFÍ eftir að í Ijós kom að tilboð
það sem gert var í skipið gat ekki
staðist. Það hljóðaði upp á átta til tíu
milljónir króna.
„Það er gömul hugmynd að Slysa-
varnafélagið og Sjóslysanefnd fengju
skip til þess að æfa bjögunarmenn.
Þessir aðilar hafa haft það í huga í
nokkurn tíma. Þeir sem höfðu keypt
skipið ráða ekki við kaupin svo þau
ganga til baka,“ sagði Albert. Hann
benti á að þetta væri rnjög verðugt
hlutverk fyrir þetta gamla skip sem
svo lengi hefur þjónað landi og þjóð.
Það var með samþykki forsætisráð-
herra og dómsmálaráðherra sem sal-
jn fór fram, að sögn Alberts. „Kaupin
voru fremur gjöf en kaup, en ég held
að þjóðin öll meti mikið starf Slysa-
varnafélagsins, og vonast til að þetta
geri það enn hæfara," sagði Albert að
lokum.
Hannes Hafstein framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélagsins sagði að
þetta væri mikil lyftistöng fyrir félag-
ið, að fá þarna svo gott skip til þess
að nota sem æfingamiðstöð. Þá benti
hann á að Þór væri merkilegt skipt og
væri búið að gegna því hlutverki í
áraraðir og aðstoða menn á sjó, og
það væri því vel við hæfi að skipið
Fjárlagafrumvarpið:
Lagt fram í
nýrri mynd
■ Albert Guðmundsson, fjármálaráð-
herra, mun í dag leggja fram fjárlaga-
frumvarp fyrir Alþingi í nýrri mynd.
Nýbreytnin felst í því að fjárlög A og B
hluti ásamt lánsfjárlögum og þjóðhags-
spá verður allt fellt undir sama lagabálk-
inn.
„Þetta er gert til þess að gera málin
skýrari og gera fólki auðveldara að hafa
yfirlit yfir skuldir og tekjur og hvernig fé
er varið," sagði fjármálaráðherra í sam-
tali við NT í gærkvöldi.
Albert telur að þetta frumvarp sé mun
aðgengilegra og veiti þingmönnum mun
betra yfirlit yfir heildarmynd ríkisfjár-
mála, en áður. „Það á að vera auðveld-
ara að afgreiða frumvarpið, þegar það er
lagt fram í þessu nýja formi," sagði hann.
Umferðin:
Tveir stungu
af frá slysi
■ Lögregla leitaði í gær að öku-
manni sem hvarf af slysstað við
gatnamót Suðurlandsbrautar og
Grensásvegar aðfaranótt laugar-
dags. Árekstur varð á gatnamótun-
um. Ökumaður tók til þess ráðs að
hlaupa út í myrkrið. Þegar lög-
regla kom á vettvang var umráða-
maður bílsins sem brotthlaupni
ökumaðurinn keyrði, á staðnum.
Ökumannsins er enn leitað.
Ekið var á kyrrstæðan bíl fyrir
utan Hverfisgötu 12 aðfaranótt
Iaugardags. Okumaður stakk af.
Að sögn lögreglu var vitni að
atburðinum og mun hafa hjálpað
til við rannsókn. Maðurinn kom
sjálfviljugur og gaf sig fram við
lögreglu og viðurkenndi að hafa
verið við stjórnvöl bifreiðarinnar.
yrði notað sem æfingamiðstöð fyrir
björgunarstörf. „Því hefur verið forð-
að frá því að fara í brotajárn," sagði
Hannes. Þá vildi hann koma á frarn-
færi þökkum til fjármálaráðuneytisins
fyrir þetta framlag.
Þór var seldur fyrir þúsund krónur til Slysavarnafélags íslands.
- JTj T
þegar vöxturínn er
★ Mjólk: nýmjólk, léttmjólk,
undanrenna eða mysa.
Unglingar verða að fá uppbyggilegt fæði vegna
þess hve vöxtur þeirra er hraður á tiltölulega fáum
árum. Þar gegnir mjólkurneysla mikilvægu
hlutverki, því án mjólkur og kalksins sem í henni er
ná unglingarnir síður fullri hæð og styrk. Komið
hefur í Ijós að kalkneysla unglinga er oft undir því
marki sem ráðlagt er og getur þeim því verið
sérlega hætt við hinum alvarlegu afleiðingum
kalkskorts síðar á ævinni. Sérstaklega eru stúlkur í
hættu því konum er 4-8 sinnum hættara við
beinþynningu en körlum eftir því sem rannsóknir
Mjólk í hvert mál
benda til. Ófullnægjandi mataræði og kalklitlir
megrunarkúrar eru því miður oft einkenni á
neysluvenjum stúlkna í þessum aldursflokki.
Tvö mjólkurglös á dag innihalda lágmarkskalk-
skammt fyrir unglinga og neysla undir því marki
býður hættunni heim. Það er staðreynd, sem
unglingar og foreldrar þeirra ættu að festa í minni,
því þegar vöxturinn er hraður er hver dagur
dýrmætur.
Helstu heimildir Bækíngurinn Kalk og beinþynning eflir dr. Jón Óttar Ragnarsson og
Nutrition and Physical Fitness, 11. útg., efbr Briggs og Caloway, Holt Reinhardt and
Winston, 1984.
Aldurshopur Ráðlagður dag- skammturaf kalki i mg Samsvarandl kalk- skammtur í mjólkur glösum (2,5 dl glösf Lágmarks- skammtur f mjólkurglösum (2,5 dl glös)*
Börn 1-10ára 800 3 2
Unglingar11-18ára 1200 4 3
Ungt fólk og fullorðið 800*** 3 2
Ófrískarkonurog 1200 4 3
★ Hór er gert ráð fyrir að allur dagskammturinn af kalki komi úr mjólk.
★ ★ Að sjálfsögðu er mögulegt að fá allt kalk sem llkaminn þarf úr öðrum matvælum en mjólkurmat mjólk,
en sllkt krefst nákvæmrar þekkingar á næringarfræði. Hér er miðað við néysluvenjur eins og þær tfðkast
I dag hór á landi.
★★★ Margir sórfræðingar telja nú að kalkþörf kvenna eftir tlðahvörf só mun meiri eða 1200-1500 mg á dag.
★★★★ Nýjustu staðlar fyrir RDSI Bandaríkjunum gera ráðfyrir 1200 til 1600 mg á dag fyrlr þennan hóp.
Mjólk inniheldur meira kalk en nær allar aðrar fæðutegundir og
auk þess B-vítamín, A-vítamín, kalíum, magníum, zink og fleiri
efni.
Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar og viðhalds beina
og tanna. Tæplega 1 % er uppleyst (líkamsvökvum, holdvefjum
og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun,
vöðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið
hluti af ýmsum efnaskiptahvötum.
Til þess að llkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamln, sem
hann fær m.a. með sólböðum og úr ýmsum fæðutegundum t.d.
lýsi. Neysla annarra fæðutegunda en mjólkurmatar gefur
sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir
ráðlögðum dagskammti. Ur mjólkurmat fæst miklu meira kalk,
t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjólk.
MJÓLKURDAGSNEFND