NT


NT - 15.10.1985, Side 10

NT - 15.10.1985, Side 10
 ÍTTP Þriðjudagur 15. október 1985 10 luí 3 3 3 ■i 3 Ifi Minning Bragi Kristjánsson Fxddur 17. ágúst 1924 viö Landspítalann og átti hann lengst- Dáinn 5. október 1985 an starfsaldur þeirra, sem vinna við Vakt- og flutningadeild spítalans og vann sem vaktstjóri síðustu árin. Hann skilur eftir sig Ijúfar og góðar minningar, sem mannkosta maður, sem vildi öllum vel, viljugur og þægi- legur í starfi og greiddi götu allra sem til hans leituðu af bestu getu, og þökkum við samstarfið af alhug. Við samstarfsfólk hans vottum honum virðingu, og sendum eigin- konu hans og börnum dýpstu samúð- arkveðjur. Starl'sfólk Vakt- og flutningadeildar Landspítalans ■ Samstarfsmaður okkar Bragi Kristjánsson lést á Landspítalanum að morgni 5. þ.m. Andlát hans kom okkur ekki á óvart því í nokkra máþuði var hann alvarlega veikur, og barðist við illan sjúkdóm. f>að var aðdáunarvert að sjá þann mikla kjark og hugarró, sem Braga var gefin en hann vissi vel að dauðinn nálgaðist óðum, og ræddi hann við mörg okkar síðustu dægrin enda þótt hann væri helsjúkur. Bragi hafði unnið samfleytt í 29 ár Haustfundir 1985 Leiðbeininganámskeið um lífdýraflokkun verða haldin vikuna 21. til 25. október 1985 á eftirfarandi stöðum um landið: Mánudaginn, þann 21. október, klukkan 14.00 aö Háleggsstöðum, Hofshreppi, Skagafiröi. Þriðjudaginn, þann 22. október, klukkan 14.00 að Grund í Grýtubakkahreppi Suður Þingeyjarsýslu. Miðvikudaginn, þann 23. október, klukkan 13.00 að Birkihlíð, Skriðdal, Suður Múlasýslu. Fimmtudaginn, þann 24. október, klukkan 9.00 f.h. að Hlíðabergi, Mýrarhrepp, Austur Skaftafellssýslu. Föstudaginn, þann 25. október, kiukkan 13.00 að Tungu í Gaulverjabæjarhreppi (rétt fyrir austan Stokkseyri), Árnessýslu. Einnig verður sýnd myndbandaspóla frá starfsemi Hudson’s Bay í London og mörgum þáttum pelsafram- leiðslunnar. Sýnt verður flokkunarskipulag Hudson’s Bay og rætt um markaðshorfurnar. Leiðbeinandi verður Tony Ellis, sem starfað hefur hjá Hudson’s Bay síðastliðin sjö ár við flokkun á refaskinn- um. Hann er að góðu kunnur mörgum íslendingum, sem starfað hafa við flokkun eða verið við nám hjá Hudson’s Bay. Allar nánari upplýsingar veittar í síma: 91-44450. Kjörbær hf. Skúli Skúlason Kópðavogi. Innskrift - starfskraftur Vantar starfskraft á innskriftarborð, vanan vél- ritun, góð íslenskukunnátta nauðsynleg. Hálfs- eða heilsdagsvinna kemur til greina. Uppl. hjá verkstjóra í Tæknideild NT, Síðumúla 15, R. — ■ Hanna Schygulla og Angela Winkler, sem Olga og Ruth í Algeru óráði, Margarethu von Trotta. Hin innri og ytri ógn Algert óráð (Heller Wahn) ★★★ Kvikmyndahátíð kvenna, Stjörnubíói V-þýsk, 1982 Leikstjórn og handrit: Margarethe von Trotta Kvikmyndataka: Michael Ballhaus Aöalhlutverk: Angela Winkler, Hanna Schygulla, Reter Strickbeck o.fl. Kvikmyndahátíð kvenna hófst á laugardaginn með sýningu á kvikmyndinni Heller Wahn, eða Algert óráð, eins og hún er nefnd á íslensku, eftir v-þýska kvikmyndaleikstjórann Margarethe von Trotta, sem var viðstödd setningu hátíðarinnar. Von Trotta cr eitt af þcim nöfnum, sem hvað hæst rís í endurreisn V-þýskrar kvikmyndagerðar. nefnt í sömu andrá og Fassbinder, Hcrzog og eiginmaður Trotta, Volker Schlöndroff. Onnur vitundarvakn- ing C’ristu Khtges, sem einnig verður sýnd á kvikmyndahátíðinni, er vafalaust frægust rnynda hennar. Fyrir hana fckk von Trotta æðstu kvikmyndaverðlaun V-Þjóðverja árið 1978. Þá hlaut hún Gullljónið í Feneyjum fyrir kvikmyndina Die Bleierne Zeit árið 1981. Handritið að Heller Wahn er sícrifaö með aðalleikkonurnar í huga, þær Angelu Winkler, sem við þekkjum sennilega bcst úr hlutverki Katarinu Blum, og Hönnu Schygulla, scm óþarfi er að kynna nánar, minnast hennar eflaust flestir sent Mariu Braun og fleiri ógleymanlegra kvikmynda- hlutverka í myndurn Fassbinders. Schygulla leikur Olgu, sjálfsörugga, upptekna, fráskildamenntakonu.sem hitt- ir Ruth, leikna af Winkler, innhverfa, óttaslegna konu með listrænar æðar, sem ekki fá notið sín, auk þess sem umhverfið þrúgar hana og brýtur niður, svo sjálfs- morðið virðist cina útgönguleiðin. Myndin fjallar um hvernig Olga reynir að draga Ruth út úr skel sinni og hvernig umhverfið bregst við þeim nánu vináttuböndum, sem myndast milli kvennanna. Þetta er kvikmynd sem fjallar um ógn, ógnina innanfrá og ógnina utan að. Ekta- maki Ruthar, Peter Striebeck, er á kafi í friðarhreyfingunni og boðar ragnarök verði ekki brugðist við. Þrátt fyrir það reynist hann ófær um að kljást viðógnina, sem hótar að rústa hans eigin tilveru. Fálmkennd viðbrögð hans virðast stuðla að því að flýta óumflýjanlegum endalok- unum. Annað meginviðfangsefni kvikmyndar- innar er hvernig hjónaband Ruthar heldur aftur af listrænni sköpunargáfu hennar, drepur hana í dróma og hleður þannig upp innri spennu, sem að lokum reynist tortím- andi í stað skapandi. Þá er eftir að minnast á fordóma um- hverfisins gagnvart vináttuböndum kyns- ystranna. Áður en kveikt var á sýningarvélinni í Stjörnubíói hélt von Trotta smátölu og lýsti því yfir, að þegar hún hófst handa við gerð Heller Wahn, hafi hún ætlað sér að gera femeniska kvikmynd. Það er því sjálfsagt að skoða afraksturinn í því Ijosi. Þó femenisminn hafi verið upphafiega leiðarljósið um þær myrkvuðu sálarkitrur nútímafólks, sem Trotta leiðir okkur um, er hún of mikill listamaður til að boða einfalda lausn á vandanum, enda slík lausn varla á lausu, þó einstaka kvenréttinda- kona vilji láta svo í veðri vaka. Þrátt fyrir það speglast þetta upphaflega áform hennar í efnistökunum og eruni við þar komin að veiku hlekkjunum í þessari annars afar forvitnilegu kvikmynd. Karl- peningurinn verður að hálfgerðum skugga- verum, sem enga hönd er á festandi. Fyrrverandi eiginmaður Olgu og núver- andi sambýlismaður, hefðu alveg mátt missa sín, þeir ráfa hvort eð er um í tómarúmi á tjaldinu og áhorfandinn er engu nær um þá sjálfa né þeirra hlut í frásögninni. Frauz, eiginmaður Ruthar, er með örlít- ið hold á persónusköpuninni, enda hlut- verk hans að vera orsök og afleiðing ástandsins og að lokum fórnarlamb þess. Þrátt fyrir þetta veigamikla hlutskipti virð- ist persónuna vanta herslumuninn til að vera sá mikli áhrifavaldur sem gefið er í skyn að hún sé. Ef von Trotta heföi lagt jafn mikla alúö í sköpun karlanna og hún leggur í sköpun kvennanna hefði Heller Wahn orðið nrun áhrifameiri kvikmynd. Eins og þarna cr haldiö á málum verður örvænting Ruthar hálf hjáróma og lokaat- höfn hennar skot út í bláinn. Þrátt fyrir þessa vankanta er Heller Wahn áhrifamikil kvikmynd og full ástæða til að hvetja sem flesta til að sjá hana þegar Regnboginn tekur hana til sýningar, sem vonandi verður áður en langt um líður. Því miður gerist það æ sjaldnar að kvikmyndir fái fólk til að'hugsa eftir að sýningu lýkur, en von Trotta er áleitin og lætur áhorfandann ekki í friði. Þá er samleikur þeirra Hönnu Sc.hygullu og Angelu Winkler með slíkum ágætum að unun er á að horfa. Kvikmyndataka og önnur tæknivinna er einnig til fyrirmyndar. Við hér á hjara veraldar lifum ef til vill ekki í 'sömu nálægð við ógnina og íbúar V-Þýskalands. Verum samt minnug þess að enginn verður stikkfrí þegar ógnin losnar úr læðingi og tekur á sig óskapnað ofbeldis og eyðingar. Sáf Framsóknarmenn á Austurlandi: Eindreginn stuðningur við fiskveiðistefnuna Hér fer á eftir ályktun um atvinnumál sem gerð var á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Austurlandskjör- dæmi: ■ Atvinnulíf hér á Austurlandi er einhæft og byggir að mestu leyti á landbúnaði og sjávarútvegi, en í þessum atvinnugreinum fer störfum fækkandi. Störfum í iðnaði hefur ekki fjölgað á Austurlandi s.l. fjög- ur ár. Verslun og þjónusta er að miklu leyti háð umsvifum í öðrum atvinnugreinum. Þjónusta við ferðamenn hefur verið mjög vax- andi atvinnugrein undanfarin ár. Nú er kominn vísjr að nýjum at- vinnugreinum svo sem loðdýrarækt, skógrækt og tilraunir með fiskeldi eru hafnar. Það er mikið áhyggjuefni ef fólk sem nú stundar framhaldsnám utan fjórðungs fær ekki atvinnutækifæri heima fyrir að námi loknu. Atvinnulíf á Austurlandi þarf að verða fjölbreyttara og mikla áherslu verður að leggja á að ná því mark- miði Framsóknarflokksins í atvinnu- og efnahagsmálum að hagvöxtur, atvinnusköpun og félagsleg þjón- usta nýtist landsmönnum öllum, þannig að lífskjör batni og verði sem jöfnust um land allt. Það er mjög brýnt að þingmenn landsbyggðarinnar standi vörð um að þessum markmiðum verði riáð, þeirri búsetuþróun sem nú er verður að snúa við og það tekst ekki nema með öflugri landsbyggða- stefnu. Samfara því að treysta þarf grundvöll undirstöðuatvinnugrein- anna þarf að koma til uppbygging nýrra greina. Nýjar atvinnugreinar þurfa að hafa aðgang að áhættu- fjármagni, bankar og lánastofnanir þurfa að geta lánað til þeirra meira og á betri kjörum. Ekki má gleymast að landbúnað- ur er mikilvægur atvinnuvegur á Austurlandi. Pingið fagnar eflingu nýrra bú- greina, en bendir á að þær einar leysa ekki vanda landbúnaðarins í heild. Hefðbundinn landbúnað þarf að skipuleggja betur t.d. með svæða- skiptingu í framleiðslu. Sjávarútvegur verður um ókomna framtíð undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar: Rétt nýting á físki- stofnum er grundvöllur áframhald- andi velmegunar á íslandi. Óheft veiði nytjastofna gefur stundar- gróða en stofnar framtíð okkar í hættu. Þingið telur að löggjöf um stjórn fiskveiða þurfi að gilda til lengri tíma en eins árs í senn og lýsir cindregnum stuðningi við þær tillög- ur um fiskveiðistefnu til lengri tíma sem sjávarútvegsráðherra hefur haft forystu um að móta. Leggja þarf áherslu á að efla þær iðngreinar sem starfræktar eru í fjórð- ungnum og nýta jafnframt alla möguleika til uppbyggingar nýrra iðnfyrirtækja, sem arðvænleg eru, þar á meðal fyrirtækja í orkufrekum iðnaði. Þingið telur nauðsynlegt að knýja nú þegar á um það hvort samstarfs- aðilar fáist um byggingu Kísilmálm- verksmiðju við Reyðarfjörð og leita þarf annarra úrræða í uppbyggingu meiri háttar iðnaðar ef sá kostur þykir ekki vænlegur eins og sakir standa. Þingið telur að ekki beri að kvika frá þeirri virkjunarröð sem sam- þykkt hefur verið á Alþingi, en framkvæmdir verða að haldast í hendur við möguleika til orkusölu. Afram þarf að halda á sömu braut við uppbyggingu þjónustu fyrir ferðamenn á Austurlandi. Vegna þess að Austurland hefur orðið útundan varðandi uppbygg- ingu nýrra atvinnugreina þurfa þær að byggjast upp hér í mun meira mæli á næstu árum ef ekki á illa að fara.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.