NT - 25.10.1985, Side 1
NEWS SUMMARYIN ENGLISH h SEEP. 7
Verða kennarar
áfram í BSRB?
- fjármálaráðherra virðir dóm BSRB
■ I dag verður líklega tekin af-
staða til tillögu BSRB um að
úrsögn Kennarasambands Íslands
úr samtökunum sé ekki lögleg. Að
sögn heimildarmanna NT er næsta
víst að sú tillaga vcrði samþykkt
og þar með er komin uþp sú staða,
að yfirgefi kennarar BSRB þrátt
fyrir það brjóta þeir lög sambands-
ins.
Valgeir Gestsson, formaður KÍ,
sagði við NT í gær, að komist
þingið að þessari niðurstöðu hat'i
kontið upp ný staða í málinu og
verði þá rætt í fulltrúaráði og
stjórn félagsins hvað næst verði
gcrt í málinu.
Valgeir sagðist hafa farið á fund
Þorsteins Pálssönar, fjármálaráð-
hcrra á miðvikudaginn. Ræddu
þeir samningamál og samnings-
réttarmál. Ekki vildi hann greina
nánar frá þeim fundi, en sam-
kvæmt heimildum NT mun Þor-
steinn hafa tjáð Valgeiri að hann
færi algjörlega eftir úrskurði þings
BSRB. Þýðir það einfaldlega, að
ef kennarar fara úr BSRB þrátt
fyrir að þingið álykti að úrslit
allsherjarkosningárinnar þýði að
KÍ sé enn innan vébanda samtak-
anna, þá eru kennarar án samn-
ingsréttar og verkfallsréttar. Slík
staða er mjög erfið og mun vera
mjög þýðingarmikil þegar kennar-
ar taka ákvörðun um hvort þeir
virða úrskurð þingsins.
SkákiníMoskvu:
Karpovmeð
gjörtapað
■ Gary Kasparov gaf
það ótvírætt í skyn að
hann væri að vinna 19.
skák heimsmeistaraein-
vígisins í gær, þegar hann
lék biðleik sinn á skák-
borðinu í stað þess að
innsigla hann einsog venja
er.
Að allra dórni var staða
Karpovs gjörtöpuð þegar
skákin fór í bið eftir 41,
leik. Kasparov lék síðan
42,Ieiknum á skákborðitiu,
en slíkt hefur aldrei gerst
áður í heimsmeistaraein-
vígi. Sjá nánar bls. 3
■ Nei, þetta er ekki biðröðin fynr utan pulsuvagninn á Lækjartorgi heldur eru þetta um 20.000 konur á útifundi í tilefni þess að kvennaáratugurinn er að líða og 10 ár voru frá kvennafrídeginum.
■5 , \ ...
m m k s * s ■ i
■ «i| • ]i»rwfi
«>B m u • f H»*l Ujiwfj - - b * • B *» ■ WSmF.w l»'g»itiiwa H « m , t fWt
NT-mynd: Ámi Bjama.
Kvennafrídagurinn endurtekinn:
Verkfallslög ríkisstjórnarinnar gegn flugfreyjum:
Um 20.000 konur
á útifundinum
Vigdís skrifaði undir
- efftir umhugsunarfrest sem er
einsdæmi í sögu lýðveldisins
■ Rúmlega tuttugu þúsund
manns, mest konur, söfnuð-
ust saman á Lækjartorgi í
gær, í tilefni af því að þá var
alþjóðakvennadagur Sam-
einuðu þjóðanna. Lagði stór
hluti kvenþjóðarinnar niður
vinnu sína. Voru þær meö
þessu að leggja áherslu á að
þó kvennaáratugurinn sé nú
að líða í aldanna skaut, er
baráttu kvennafyrir jafnrétti
langt í frá lokið.
í gær opnaði einnig
Kvennasmiðjan í Seðla-
bankahúsinu og var mikil
örtröð þar við opnunina og
allan daginn. Par kynna kon-
ur störf sín og launakjör.
Úti á landi lögðu konur
einnig niður vinnu og
söfnuðust saman á fundum.
Purftu ýmis fyrirtæki að loka
vegna þessara aðgerða og
önnur voru rekin með hálf-
um afköstum. Þá munu kon-
ur hafa mætt í vinnu á ýms-
um stöðum á landsbyggðinni
en ákveðið að gefa laun sín
til ýmisskonar hjálparstarf-
semi.
Sjá nánari umfjöllun um
útifundinn á bls. 2 og 3 í
blaðinu.
■ Sá einstæði atburður gerðist
í gær að Vigdís Finnbogadóttir
forseti Islands lýsti því yfir að
hún hygðist taka sér umhugs-
unarfrest áður en hún undirrit-
aði lög um kjaradóm í verkfalls-
deilu Flugfreyjufélagsins og
Flugleiða. Þetta gerðist nokkru
fyrir hádegi. Skömmu síðar
boðaði hún Halldór Ásgrímsson
á sinn fund, en hann gegnir
störfum forsætisráðherra í fjar-
vistum Steingríms Hermanns-
sonar. Að fundinum loknum
undirritaði hún loks lögin kl. 13.
í 26. gr. stjórnarskrárinnarer
gert ráð fyrir því að forseti geti
neitað að undirskrifa lög og
öðlast þau þá lagagildi samtímis
en þjóðaratkvæðagreiðsla fylgir
í kjölfarið. Það þarf víst ékki að
fjölyrða um almennar pólitískar
aflciðingar slíkrar synjunar
forseta.
Tilkynning Vigdísar Finn-
bogadóttur í gær er sérstæð að
því leytinu til að þetta er í fyrsta
skipti í sögu lýðveldisins sem
forseti nálgast það að beita rétti
sínum skv.26.gr. Þess ber að
geta að ekkert er gctið um
umhugsunarfrest forseta í
nefndri stjórnarskrárgrein.
Sögusagnir voru á kreiki á
Alþingi og víðar þess efnis að
ríkisstjórnin hafi krafist tafar-
lausrar undirskriftar forseta ef
ekki ætti að reyna á ákvæði
stjórnarskrárinnar. í samtali við
blaðamenn vísaði Halldór Ás-
grímsson slíkum sögusögnum á
bug en kvaðst að öðru leyti
ekkert um þetta mál vilja segja.
Vigdís Finnbogadóttir vísaði
sömuleiðis öllumspurningumum
þetta á bug. Það er því alls
óljóst hvort að samskipti forseta
og starfandi forsætisráðherra í
gær voru þess eðlis að einstakur
atburður í Íslandssögunniværjí
uppsiglingu.
Flugfreyjur hjá Flugleiðum
mættu til vinnu sinnar í gærdag,
eftir að þær höfðu fullvissað sig
um að lagasetning Alþingis
hafði tekiö gildi formlega. Sæ-
mundur Guðvinsson blaðafull-
trúi Flugleiða sagði í samtali við
NT í gær að innanlandsflug
hefði hafist klukkan 16 og milli-
landaflug hófst rétt eftir hádegi.
„Við settum upp tvö flug í
gærkvöldi, þegar við höfðum
fengið upplýsingar um hvernig
málin voru að þróast," sagði
Sæmundur.