NT - 25.10.1985, Blaðsíða 3

NT - 25.10.1985, Blaðsíða 3
I ■ Frekar óvanalegt er að sjá röð af barnavögnum fyrír utan Borgina, en í gær var ekkert venjulegt í miðbænum. Um kvöldið var haldið Dömufrí á Borginni. ■ Flest borð í Útvegsbankanum voru auð í gær. Nokkrir karlar sáu um störf gjaldkera og sinntu öðrum nauðsynlegum erindum fyrir viðskiptavini. 19. einvígisskák Kasparovs og Karpovs: Karpov með vonlausa biðstöðu ■ Anatoly Karpov situr uppi með gertapaða biðstöðu í 19. einvigisskákinni sem tefld var í Moskvu í gær. Eftir opinn biðleik Kasparovs, 42. Dxc7-. er næsta víst að næsti lieints- meistari verði Garrí Kasparov, sá yngsti í skáksögunni. Hann fór hamförum í gær eftir ótrú- lega slaka byrjunartafl- mennsku Karpovs, sem eftir aðeins 13 leiki var kominn með hartnær stratagískt tapað tafl. Vanmáttugar tilraunir hans til að ná gagnfærum sner- ust í raun gegn honum og undir lokin hreinlega hrundi staöan hans saman. Vegna þrengsla í blaðinu í dag er skákinni skorinn þröng- ur stakkur. Nokkrar athuga- semdir fylgja þó hér. 4. - Re4 er harla sjáldséður leikur og er enn ein tilraun Karpovs til að finna viðunandi vörn gegn af- brigði því í Nomzoindversku vörninni sem reynst hefur Kasparov svo vel í einvíginu. 9. - Ra5 er ótímabær leikur og þegar svartur neyðist til að leika 13. - d5 situr hann uppi með ómögulega peðastöðu og getulausan riddara úti á kanti. Riddarinn verður síðan áhorf- andi að því hvernig Kasparov splundrar upp stöðu svarts, fyrst með því að opna mið- borðið, 29. e4 x og síðan með stórkostlegum hernaði eftir e- línunni og hótun um að opna g-línuna, 39. gxf4. Svar svarts, 39. - Hxd4 er ekki glæsilegt því hvítur vinnur umsvifalaust lið með 40. Rf3. Biðskákina vill Karpov grcinilega gefa símleiðis. 19. einvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. RI3 Re4 5. Dc2 15 6. g3 Rc6 7. Bg2 0-0 8. 0-0 Bxc3 9. bxc3 Ra5 10. c5 d6 11. c4 b6 12. Bd2 Rxd2 13. Rxd2 d5 14. cxd5 exd5 15. e3 Be6 16. Dc3 HI7 17. Hfcl Hb8 18. Habl He7 19. a4 BI7 20. Bfl Ii6 21. Bd3 Dd7 22. Dc2 Be6 23. Bb5 Dd8 24. Hdl g5 25. R13 Hg7 26. Re5 f4 27. Bfl Df6 28. Bg2 Hd8 29. e4 dxe4 30. Bxe4 He7 31. Dc3 Bd5 32. Hel Kg7 33. Rg4 1)17 34. Bxd5 Hxd5 35. Hxe7 t Dxe7 36. Hel l)d8 37. Re5 Df6 38. cxb6 Dxb6 39. gxf4 Hxd4 40. R13 Rb3 41. Hbl 1)16 42. Dxc7 t Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skák - Þetta var biðleikur Kaspar- ovs, opinn biðleikurscm ménn lcika sjaldnast nema þeir telji sér sigur vísan. Með tilliti til þess hversu fullkomlegá von- laus staða Karpovs er bóka ég sigurinn á.Kasparov. Staöan: Kasparov 10 '/:. Karpov 8 Vi TEIKNING 20 st. Rúna Gísladóttir Þriðjud. kl. 19:30-22:30 / frá 5. nóv.-3. des. LEÐURNÁMSKEIÐ 20 st| Guðrún Helgadóttir Mánud. kl. 19:30-22:30 /, frá 4. nóv. -2. des. VIDEOTAKA OG MYNDBANDAGERÐ 20 st. Karl Jeppesen Miðvikud. kl. 17:30-19 og Laugard. kl. 10:30-12 frá 30. okt.-30. nóv. ÆTTFRÆÐI 20 st. Þorsteinn Jónsson Fimmtud. kl. 19-22 frá 31. okt.-28. nóv. VIÐ HVAÐ VILTU STARFA? 30 st. - Starfskynning og starfsráðgjöf Sölvína Konráðs Þriðjud. og föstud. kl. 20-22:15 frá 1. nóv. -3. des. ÍSLENSKAR KVENNABÓKMENNTIR FRÁ ALDAMÓTUM 20 st. Ragnhildur Richter Mánud. og fimmtud. kl. 17:30-19 frá 4. nóv. -5. des. ERTU AÐ BYGGJA? 24 st. - holl ráð fyrir húsbyggjendur. Baldur Baldursson Laugard. kl. 13-16 frá 2. nóv. -7. des. FATASAUMUR 20 st. Svanhildur Valsdóttir Þriðjud. kl. 19-22 frá 5. nóv.-3. des. ER HEIMILISBÍLLINN í LAGI? 15 st. Jón Fr. Magnússon Fimmdud. kl. 20-22:15 frá 7. nóv.-5. des. :r GERÐ OG ÚRLESTUR STJÖRNUKORTA 20 st. - - Sigrún Harðardóttir Þriðjud. og fimmtud. ki. 20-21:30 frá 5. nóv. -5. des. LEIKLIST FYRIR ALDRAÐA 15 st Sigríður Eyþórsdóttir Fimmtud. kl. 19:30-21:45 frá 7. nóv. -5. des. TÖFRABRÖGÐ OG SJÓNHVERFINGAR 20 st. Baldur Georgs Þriðjud. og fimmtud. kl. 17:30-19 frá 5. nóv. -5. des. •• JÓLAFÖNDUR - TAUÞRYKK 20 st. Kristín Jónsdóttir Miðvikud. kl. 19-22 frá 5. nóv. -4. des. JÓLAGJAFIR - JÓLASKRAUT 20 st. Selma Júlíusdóttir Miðvikud. kl. 19-22 frá 6. nóv. -4. des. GRENISKREYTINGAR Hafsteinn Hafliðason Laugard. 30. nóv. frá kl. 13-17 SÖGURÖLT Á SUNNUDEGI 15 st. Guðjón Friðriksson Sunnud. kl. 13-15:15 frá 3. nóv.-1. des. STAÐUR: Laufásvegur 7 (Þrúðvangur). INNRITUN: Á skrifstofu skólans að Ingólfsstræti 3 virka daga fram að því að námskeið hefjast frá kl. 10-17. Laugard. og sunnud. frá kl. 13-16. Innritunarsími er 621488. ÞÁTTTÖKUGJALD: Greiðist við innritun. ÞÁTTTAKA: Minnst 10 þátttakendur þarf til að námskeið veröi haldið, en hópar verða ekki stærri en 15 (hverjum. ^ \ ' PRÓF: Þátttakendum verður gefinn kostur á að taka próf ef þeir æskja þess. VJlGymiO BUQiySIDQUnB TOM5TUNDA SKOLINN Simi 621488 I 1

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.