NT - 25.10.1985, Blaðsíða 8
TÍMINN
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútiminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson
Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund
Framkvstj.: Guömundur Karlsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason
Innblaösstj.: Oddur Ólafsson
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík.
Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsimar: Áskritt og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 686495, tæknideild 686538.
Setnlng og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaiaprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verö í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr.
Utibú
Háskóla íslands
á Akureyri
■ Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um
opnun háskólaútibús á Akureyri. Nýskipaður mennta-
málaráðherra Sverrir Hermannsson hefur lýst því
skorinort yfir að hann muni vinna að framgangi málsins
og ber að fagna því.
Fyrrverandi menntamálaráðherra Ingvar Gíslason
lagði grunninn að þessari hugmynd.
Árið 1964 flutti hann ásamt þáverandi þingmönnum
Karli Kristjánssyni og Gísla Guðmundssyni þingsáiykt-
un um þetta mál og hreyfði síðan við málinu af og til
þar sem og þegar færi gafst. í ráðherratíð sinni skipaði
hann síðan sérstaka nefnd til að kanna og gera tillögur
um með hvaða hætti væri unnt að efla Akureyri sem
miðstöð mennta- og vísinda utan höfuðborgarinnar
með sérstöku tilliti til þess að komið yrði þar á fót
kennslu á háskólastigi. Nefndin skilaði tillögum sínurn
í maí á síðasta ári og var hún mjög jákvæð til þeirra
hugmyndar að Háskóli íslands efndi til kennsiu í
háskólagreinum á Akureyri og gerði jafnframt tillögur
um hvernig að slíkri starfsemi skyldi staðið.
Þann 22. febrúar s.l. sendu þeir þingmennirnir
’lngvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðniundur
Bjarnason þáverandi menntamálaráðherra Ragnhildi
Helgadóttur bréf, þar sem þeir óska eftir því að
menntamálaráðherra geri ráðstafanir til þess að lagt
verði fram fé á fjárlögum 1986 til að hrinda tillögum
nefndarinnar í framkvæmd.
Síðan hefur fyrrverandi menntamálaráðherra Ingvar
Gíslason lagt þessu máli lið í ræðu og riti.
í NT laugardaginn 17. ágúst s.l. skrifar Ingvar
eftirfarandi:
„Með skipun þeirrar nefndar sem ég setti á ráðherra-
tíma mínum, og hafði það hlutverk að gera tillögur um
háskólakennslu á Akureyri, urðu tímamót í sögu þessa
máls. Nefndin reyndist hliðholl hugmyndinni um að
stofna til háskólakennslu á Akureyri og gerði nákvæma
áætlun um, hvernig staðið skyldi að byrjunarfram-
kvæmdum, sem hæfust haustið 1985.“
Síðan rökstyður Ingvar að ekkert sé í vegi fyrir’því
að af þessu geti.orðið og bendir m.a. á vilja bæjarstjórn-
ar Akureyrar til að greiða fyrir málinu.
Síðan segir Ingvar: „Af því sem fyrir liggur um
stofnun háskólaútibús á Akureyri er ljóst að hér er um
vel undirbúið mál að ræða, tillögurnar eru hófsamar og
viðráðanlegar. Með nægum vilja af hálfu ríkisstjórnar-
innar væri unnt að hrinda þeim í framkvæmd. Því
miður hefur ríkisstjórnin ekki sýnt nægan vilja enn sem
komið er til þess að gera þessar tillögur að veruleika.“
Ákvörðun um stofnun háskólaútibús á Akureyri er
dæmigert pólitískt viðfangsefni. Annaðhvort vill ríkis-
stjórnin láta kenna háskólagreinar á Akureyri eða hún
vill það ekki. Ef hún vill stofna útibú frá Háskóla
íslands á Akureyri þá gerir hún það, ef hún vill það
ekki þá gerir hún það ekki. Ríkisstjórn sem hefur
pólitískan vilja í einhverju máli sækir ekki um leyfi til
utanaðkomandi afla til að koma vilja sínum fram“.
NT tekur undir þessar skoðanir fyrrverandi mennta-
málaráðherra Ingvars Gíslasonar og hvetur stjórnvöld til
að ljá málinu lið, þannig að kennsla á háskólastigi á
Akureyri geti orðið að veruleika sem fyrst. Því ber að
fagna ákvörðun Sverris Hermannssonar, menntamála-
ráðherra um að styðja framgang málsins.
Davíð Sch. Thorsteinsson:
„Smjörlíkisgerðin sprengd
í loft upp og forstjórinn
rekinn úr landi“
Auglýsandi segir álit sitt á auglýsingum og auglýsingamarkaði
Davíð Sch. Thorsteinsson er mikill auglýs-
ingamaður eins og alþjóð veit og hafa sum
uppátæki hans vakið mikla athygli og
jafnvel deilur. En hvað sem því líður er það
ómótmælanlegt að Davíð tekst flestum
eða öllum betur að vekja athygli á þeim
vörutegundum sem hann framleiðir og
| kvað salan vera eftir því.
Nýlega flutti framkvæmdastjóri Sólar
| h.f. erindi um hvernig hann litur á auglýs-
I ingar og hvert viðhorf hans er til þeirra á
jfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga.
Það gefur kannski ofurlitla innsýn í hvern-
ig þær auglýsingar verða til sem lands-
menn heyra og sjá flestum auglýsingum
oftar. Meginhluti erindis Davíðs fer hér á
eftir:
■ Ég vil þakka fyrir að hafa
fengið tækifæri til að spjalla
hér við ykkur um auglýsingar
og sarriskipti við auglýsinga-
stofur. Ég var nú raunar búinn
að semja all ýtarlegt og hrein-
skilið spjall unr minn auglýs-
ingastíl ogvinnubrögð, en þeg-
ar ég leit yfir hópinn hérna sá
ég svo niarga núverandi, eða
væntanlega, keppinauta, að ég
er búinn að strika helminginn
út áf því, sem ég var búinn að
festa á blaðið, svo ég kenni
þessum gaurum nú ekki of
mikið.
Ég bið ykkur að virða þetta
mér til vorkunnar. Jafnframt vil
cg leggja á það áherslu, að ég
er hér alltaf að tala um daglega
neysluvöru, og það matvöru,
sem jafnframt er merkjavara
en ekki fjárfestingavörur,
málningu, snyrtivörur eða
verktakastarfsemi, en væntan-
lega gilda allt aðrar aðferðir
um auglýsingar fyrir slíkt.
Mig langar í byrjun til að
segja ykkur af fyrstu kynnum
mínum af alvarlegri markaðs-
setningu nýrrar vörutegundar.
Það var árið 1964 þegar Jurta-
smjörlíki var sett á markaðinn.
Við kynntum Jurta með því að
gefa smá dós, með vörunni í,
inn á sem næst öll heimili í
Reykjavík og nágrcnni. Þessi
nýstárlega tilraun gafst vel og
Jurta varð þekkt vörumerki á
fáeinum dögum og salan fór
langt fram úr björtustu vonum.
Umbúðir, svo og dósin sem
gcfin var í húsin, voru hannað-
ar af tveim ágætuni teiknurum,
sem þá voru starfsmenn Kassa-
gerðar Reykjavíkur. Á miðan-
um, sem fylgdi hverri dós, sem
gefin var, stóð eitthvað á þessa
leið: „Af ástæðum, sem öllum
eru kunnar, hafa margir rætt
um að nauðsyn væri að fá á
markaðinn gott smjörlíki, sem
ekki inniheldur smjörfitu og
J urta er svar okkar við þessum
óskum neytenda.“
Meðan á undirbúningi máls-
ins stóð kom ég að venju
óboðaður inn í teiknistofuna
og þá varð ógnarlegt pat á
þeim félögum og reyndu þeir
að forða papparenningi, sem
stóð þar upp á hillu, en á
honum stóð: „Af ástæðum,
scm öllum eru kunnar, var
smjörlíkisgerðin sprengd í loft
upp í nótt og forstjórinn rekinn
úr landi.“ Svo það er ekki
beinlínis til að auka vinsældir
sínar meðal teiknara, ef maður
fer, sem leikmaður. að skipta
sér af og hafa afdráttarlausar
skoðanir á verkum og hug-
myndum auglýsingamanna og
auglýsingateiknara.
Leiðast sníkjur
Nú.það hefur orðið eitt af
hlutskiptum mínum í lífinu að
fást við slíkt - þetta hef ég
sjálfur valið og það helgast
vafalaust fyrst og fremst af því
að innst inni hef ég sjálfsagt
gaman af því, þótt ég bölvi
þessu stússi oft, bæði hátt og í
hljóði, en alls ekki af því að ég
hafi einhverja sérstaka hæfi-
leika í þessa átt fram yfir hvern
sem er.
Það, sem mér Ieiðist hins-
vegar mjög mikið, eru síaukn-
ar sníkjur, oft hreint betl, frá
einstaklingum, samtökum og
félögum. Ástandið finnst mér
á köflum orðið nánast óþol-
andi - hugmyndaflug þeirra,
sem'gjafir / styrki vilja fá, er
nánast ótrúlega frjótt og dl-
ætlunarsemin eftir því. Fjall-
gönguferðir í fjarlægum heims-
álfum - dvöl í sumarbúðum
erlendis - söngför um fjarlæg
lönd, reiðtúrar um hálendið,
o.s.frv., o.s.frv.
Iðulega er ég sammála ein-
um samstarfsmanna minna,
sem sagði einu sinni: „Ég ber
miklu meiri virðingu fyrir
róna, sem kemur og slær þig
um aur til að kaupa koges eða
brennivín - hann kemur þó
heiðarlega fram og reynir ekki
að villa á áér heimildir, en
þessi betlaralýður, sem hingað
kemur og er að reyna að svíkja
út styrk í skemmtireisur út um
allan heim, undir því yfirskini
að í því sé fólgið eitthvert
auglýsingagildi fyrir okkur eða
Island. Ja svei attan“.
En í þessu- sem öðru er
vandratað meðalhófið, því oft
er það svo að í einhverskonar
styrkveitingu getur leynst gríð-
armikill auglýsinganeisti, sem
erfitt getur verið að koma auga
á við fyrstu sýn - því gildir að
öll mál verður að reyna að
meta og að hafa áræði til að
reyna eitthvað, þótt ófýsilegt
kunni að virðast í fyrstu, en
jafnframt er nauðsynlegt að
gera sér ljóst að mistökin verða
óumflýjanlega mörg.
Gott dærni um mjög vel
heppnaða uppákomu af þess-
um toga var auglýsing Hafskip
á búningi göngugarpsins og
hugsjónamannsins Péturs
Reynis nú í sumar.
Haukar í horni
Nú undanfarnar vikur hef ég
orðið fyrir skemmtilegri reyn-
slu, sem ég hef aldrei áður
orðið fyrir. I hverri viku kemur
einhver til mín með hugmynd,
eða jafnvel fullútfærða hug-
mynd að auglýsingu - fyrir
Og samkvæmt gamalli
hefð varð verkfall!
Og enn kom verkfall!
■ Ég ætlaði líka að segja
hvort ekkert yrði af verkföíl-
um í haust og þar með að
áralangri hefð verkfalla væri
lokið.
Að þessu sinni voru það
okkar ágætu flugfreyjur sem
sáu ekki annan kost en að
boða til verkfalls til að ná fram
bættum kjörum, og viðsemj-
endur þeirra töldu sig ekki
geta gert betur en þeir höfðu
boðið og því fór sem fór.
Eftirleikinn vita allir að
kannski hafa einhverjir búist
við honum svipuðum enda
ekki ólíkur því sem áður hefur
gerst.
Verkfall stóð í einn dag.
samt sem áður nógu lengi til
þess að allt fór úr skorðum.
Alvarlcgast er til þess að vita
hve margir erlendir ferðamenn
sem höfðu reitt sig á ferðir
með Flugleiðúm hættu við sín-
ar farpantanir. Við höfum ekki
efni á að notfæra okkur ekki
þær tekjur sem frá þeim koma
í einni eða annarri mynd.
Ég ætla mér ekki að setjast
í dómarasæti í þessari deilu
(enda hafa aðrir færari verið
settir í það hlutverk af stjórn-
völdum) en þó finnst mér sjálf-
um þetta verkfall sem báðir
aðilar stóðu að vera vafasamt í
alla staði og sanni mér enn
frekar að verkfall er úrelt fyrir-
bæri (það var nauðsynlegt fyrr
á tímum) og mín vegna mætti
banna þau með lögunr þar sem
þau hafa ekki síðustu árin
skilað neinu í vasa þeirra sem
að þeim hafa staðið. Þar að
auki er verkfallsvopnið þannig
í laginu að þeir sem berjast
með því skaðast á því á einn
eða annan máta ekki síður cn
þeir sem vegið er að. Verkfall
opinberra starfsmanna varð í
rauninni sorgarsaga. Margir
lögðu verulega mikið á sig til
að reyna að bæta afar léleg
lífskjör, og líklega voru þeir
harðastir scm lægst höfðu laun-
in en líklega fengu engir verri
uppskeru. Þeir sem horfðu á
bæði innan B.S.R.B. og ann-
arra launþegasamtaka nutu
afrakstursins? í sama mæli og
þeir sem unnu fyrir honum.
Hverjir vilja verkfall?
Það held ég að séu afar fáir,
og eitt er víst að margir myndu
hugsa sig vel um áður en aftur
yrði endurtekin vitleysan frá
því í fyrra. Ég held að stjórn-
endur starfsmannafélaga og
samtaka þeirra vanmeti vilja
launþega til verkfalla.
Launþegar vilja umfram allt
frið á vinnumarkaðnum en
gera þá kröfu tii sinna trúnað-
armanna og stjórnenda að þeir
vinni að framgangi hagsmuna-
mála þeirra hvort sem það eru
iaunin eða annað, enda er þaö
hlutverk þeirra.
Alltaf er það líka svo að
pólitíkin spilar sitt hlutverk í
kjaradeilum. og þeir sem
mælskastir eru og harðastir við
í TÍMA
OU ÓTÍMA
mmBmmv
að koma sínum sjónarmiðum
á framfæri ná undirtökum í
áróðrinum. Hinn stóri hópur
svonefndur þögli meiri eða
minnihluti lætur lítið í sér
heyra, bæði á fundum og
vinnustöðum.
Aðgerðir stjórnvalda
Auðvitað eiga stjórnvöld að
stjórna landinu til þess eru þeir
menn kosnir. En stjórnun
landsins er vandasöm og krefst
meira en að sitja í ráðherra-
stólum og ferðast erlendis.
Ekki síst á þetta við um stéttir
sem hafa verkfallsrétt í af-
skræmdri mynd. Þar á ég við
m.a. B.S.R.B.