NT - 25.10.1985, Blaðsíða 20
Við tökum við ábendingum um fréttir alian sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495
'X*
„Kem ekki
með fangið
fullt af rósum"
- sagði Albert Guðmundsson
nýskipaður iðnaðarráðherra
■ „Þiö sknluð ckki húast við
því að ég komi mcð fangið
fullt af rósum,1' sagði ný-
skipaður iðnaðarráðherra í
ávarpi sínu, þcgar41. Iðnþing
íslcndinga var sctt í gærmorg-
un. Hann ávarpaði samkund-
una el'tir að forseti Lands-
sambands Iðnaðarmanna
hafði sett þingið.
í setningarræðu sinni lagði
formaður Landssambandsins
Siguröur Kristinsson mikla
áhcrslu á samdrátt í hinum
ýmsu iðngreinum. Hann
ncfndi scm dæmi að opinberar
áætlanir gera ráð fyrir því að
samdráttur í íbúöarbyggingum
ncmi allt að 10%. „Má raunar
búast við, að það sé varlega
áætlað," sagði Sigurður. Þá
greindi hann frá því að horfur
í verktakaiðnaði væru bágar.
„Fullt útlit er fyrir að starfsemi
ýmissa fyrirtækja í verktaka-
iðnaði leggist af, og tækja- og
vélakostur þeirra verði scldur
til útlandu." Forsetinn minntist
því næst á að verulega hefur
dregið úr fjármunamyndun í
sjávarútvegi. Hann vildi þó
ekki lýsa ástandinu svo slæmu
að viö blasti hrun, en sagði:
„Mér eru vel kunnar þær á-
stæður, sem mæla með aðhaldi
í útgjöldum hins opinbera.
Hinsvegar vil ég benda þejm.
senr hér ciga unr að fjalla, á að
fara fram með fullri gát í
þessum efnum."
Albert Guðmundsson iðn-
aðarráðherra fjallaði m.a. um
einkaframtakiö í ræðu sinni.
Hann sagði að í samræmi við
stcfn nyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar liefði verið drcgið úr
opinberum rckstri á þeim svið-
um iðnaðar þar sem ætla má
að önnur rekstrarform hcnti
bctur. Albcrt benti á Lands-
smiðjuna og Siglósíld sem
seldar hefðu verið einkaaöil-
um. „Haldið vcrður áfram á
þessari braut, enda hefur sýnt
sig, að mcð tilkomu einka-
rekstrar og eiginábyrgðar hef-
ur taprekstri oft vcrið snúið í
hagnað á ótrúlcga skömmum
tíma."
Drög að ályktun um efna-
hags- og atvinnumál voru lögð
fyrir þingið í gær. í drögunum
er m.a. sagt að Landssam-
bandið sé ekki reiðubúið til
þess að taka afstöðu til frum-
varps um virðisaukaskatt, fyrr
cn fyrir liggur hvaða hliðarráð-
stafanir verða gerðar og jafn-
framt hvaða breytingar verða
gerðar á annarri skattheimtu
hins opinbera.
Nánar veröur sagt frá þing-
inu síðar.
■ „Til hvers er að tilnefna þetta „ár æskunnar og gera svo ekki neitt“ var spurning sem „Borgarstjórn æskunnar“ beindi til þeirra
ótrúlega fáu kjörnu borgarfulltrúa sem að þessu sinni sátu á áheyrendabekkjum - og hefðu mátt öfunda æskufólkið af skýrum og
skorinorðum ræðum, án málalcnginga. Auk þeirra borgarfulltrúa sem hér sjást mættu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðmundur Þ.
Jónsson. Af 11 borgarfulltrúum meirihlutans voru aðeins þeir sem töldu ástæðn til að koma og hlusta á málflutning „Borgarstjórnar
æskunnar" - meðal þcirra sem vantaði var sjálfur borgarstjórinn.
Borgarstjórn æskunnar:
„Eiturefnin að drepa
æsku Reykjavíkur“
■ „Eiturefnin eru að drepa
æsku Reykjavíkur. Fíkniefna-
neyslan er eitt helsta vandamál
unglinganna og þar með íslend-
inga í heild. Sá galli er hins vegar
á öllum meðferðarstofnunum að
þær miðast eingöngu við full-
orðna - fólk vill víst ekki trúa því
að 15-16 ára unglingar þarfnist
meðferðar. Ætlar fólk bara að
halda áfram að láta sig dreyma,
með lokuð augu í paradís? “
spurði Friðjón Reynir Friðjóns-
son, einn hinna 18 fulltrúa reyk-
vískrar æsku er tóku til máls á
„borgarstjórnarfundi æskunn-
ar", sem haldinn var í fundarsal
borgarstjórnar Reykjavíkur í
gær.
Fréttamaður NT lætur í ljós
efasemdir um að öllu markvissari
og skörulegri málflutningur hafi
oft farið fram í borgarstjórn
Reykjavtkur en í gær. Æskufólki
Reykjavíkur liggur margt á
hjarta, sem það telur þörf úrbóta
á, og rökstuddi mál sitt skýrt og
Kirkjuþing:
Stofnar kirkjan
eigin útvarpsstöð?
■ Nýskipaður iðnaðarráðherra gegndi sínu fyrsta skylduverki þegar hann ávarpaði 41. Iðnþing
íslendinga í gær. Forseti Landssambands iðnaðarmanna - Sigurður Kristinsson situr vinstra megin við
Albert. NT-mynd Róbert.
■ Upplýsinga-, fræðslu og
fjölmiðlamál voru meðal þess
sem rætt var á Kirkjuþingi í
gær. Margrét Gísladóttir frá
Egilsstöðum vakti máls á því,
að kirkjan ætti að nýta sér betur
sjónvarp til að koma málum
sínum á framfæri, t.d. með því
að vekja athygli á friðhelgi
sunnudagsins í dagskrá laugar-
dagsins. Sr. Hreinn Hjartarson
flutti tillögu um, að kannað
skyldi hvort kirkjan ætti að
standa að úrvarpsrekstri, sjálf-
stætt eða í samvinnu við aðra
aðila.
Sr. Ólafur Skúlason, vígslu-
biskup lagði fram tillögu um
aðgerðir kirkjunnar til að hag-
nýta sér sem best ný útvarpslög
um áramótin. Reykjavíkurpróf-
astsdæmið hefur nú þegar skipað
starfsnefnd til að kanna út-
varpsmál kirkjunnar nánar. Á
þinginu í gær kom ennfremur
fram tillaga um stofnun fræðslu-
deildar kirkjunnar, sem skyldi
samhæfa upplýsinga-og fræðslu-
starf það, sem þegar er unnið í
ýmsum nefndum, stofnunum og
af einstökum starfsmönnum.
Jón Bjarman mælti fyrir til-
lögu um stóraukið átak kirkj-
unnar í áfengisvörnum. Áfeng-
isneyslu sagði hann vaxandi
vandamál og öflugan áróður
uppí, sem hefði talsmenn áfeng-
isvarna að háði og spotti, enda
væru eflaust miklir peninga-
legir hagsmunir þar að baki.
Kirkjan væri beinlínis kölluð til
að beita sér fyrir átaki í þessum
málum.
Kirkjuþing heldur áfram í
Bústaðakirkju í dag og í kvöld
kl. 20.30 verður leikmannastarf
á dagskrá Kirkjudaga í Lang-
holtskirkju.
skorinort. Meðal þeirra mála
sem hvað mest voru rædd eru:
Fíkniefna- og afbrotamál, sem
þau telja nátengd, þarsem meiri-
hluti afbrota sé til þess að fjár-
magna fíkniefnakaupin - fleiri
félagsmiðstöðvar og æskulýðs-
höll í miðborgina - ódýrari og
betri þjónustu Strætisvagna
Reykjavíkur - hjólreiðabrautir
og þá ekki í móunum upp við
Rauðavatn eins og búið sé að
teikna heldur meðfram sem flest-
um götum borgarinnar - fjöl-
breyttari og árangursríkari
unglingavinnu til hagsbóta fyrir
bæði unglingana og borgina - og
síðast en ekki síst jákvæðari
umfjöllun um málefni ungling-
anna. „Það er ekki bara dóp og
drykkja sem við pælum í, eins og
ráða mætti af umfjöllun fjölmiðl-
anna,“ eins og einn fulltrúinn
orðaði það.
Æskufólkið gerir sér grein fyr-
ir að hlutirnir kosta peninga - en
telja að spara megi á öðrum
sviðum. M.a. með því að hlífa
þeim peningum sem fara í matar-
og drykkjuveislur á vegum borg-
arinnar, með því að borgarfull-
trúar kosti bílana sína sjálfir
- og með því að nota t.d. íslenskt
grjót í stað portúgalsks á
Laugaveginn.
í lok fundarins - sem stóð
nokkuð á annan klukkutíma -
gaf „Borgarstjórn Æskunnar"
þeim (allt of fáu) kjörnu borgar-
fulltrúum sem mættu á fundinn.
aðgöngumiða að skemmtun æsk-
unnar í Broadway. „Við viljum
að þið sjáið með eigin augum
hvernig unglingarnir í Reykjavík
skemmta sér," voru orðin sem
miðunum fylgdu.
Iðnþing sett í gær: