NT - 27.10.1985, Page 6
6 Sunnudagur 27. september NT
VÍU
t I
TWi 4»v«
ö£VtÚT
en maður verður að
beita öllum vilja-
styrknum til þess
Rætt við Rögnvald Ólafsson glímukappa
Aftar í þessu blaði er viðtal við karate-meistara. Eins og flestum
er kunnugt er það sjálfsvarnarkerfi ættað frá Austurlöndum fjær.
Þesskonar kerfi hafa flætt yfir Vesturlönd síðan eftir stríð og er ísland
þar engin undantekning. En á sama tíma og mikill uppgangur er í
kennslu og iðkunum á austrænum sjálfsvarnaríþróttum er mikil
hætta á að hið íslenska sjálfsvarnarkerfi verði útdautt á næstu árum.
Áður fyrr þótti enginn maður með mönnum nema hann gæti tekið
eina bröndótta ef þannig stæði á. Ef tveir sveitapiltar hittust runnu
þeir þegar saman og glímdu. Hetjurnar voru glímukappar, margir
prestar voru bestu glímumenn sóknarinnar og það er vafasamt að
Hermann Jónasson hefði nokkrun tímann orðið forsætisráðherra ef
hann hefði ekki verið jafn glíminn og hann var, allavega hefði hann
orðið öðruvísi stjórnmálamaður.
Þegar íslendingar fóru að selja hver öðrum vín og bjóða mönnum
að sitja við borð við drykkjuna þótti það ekki fært nema hafa í húsinu
nokkra vaska glímumenn. Þá var mönnum líka varpað á dyr með
glans, rifnir upp á buxnastrengnum og teknir sniðglímu á lofti útum
dyrnar. En nú er öldin önnur. Glímumönnum hefur fækkað og
kraftlyftingamenn og líkamsræktendur hafa tekið við dyravörslunni
og nú eru menn jafnhattaðir og snarað á dyr.
Glíman hefurorðið, einsog margiraðrirþættirþjóðlegrarmenning-
ar, tákn álappalegrar sveitamennsku sem íslendingar vilja sem
minnst vita af eftir að þeir yfirgáfu torfbæina og fluttu uppí Breiðholt.
Maðurinn í ullarsamfestingnum með nærbuxurnarystar klæða hefur
hrapað úr því að vera hetja kappsamra drengja sem ekki láta hvern
sem er vaða ofaní sig, í það að vera ankannalegur sérvitringur.
í stað þes sað halda áfram með vangaveltur um stöðu glímunnar
í gegnum tíðina ræddi ég við einn af þessum sérvitringum. Hann
heitir Rögnvaldur Ólafsson og er bílvélavirki. Milli þess sem hann
gerir við bíla þjálfar hann KR-inga í glímu og er formaður
Glímusambands íslands. Þegar vantar menn til að fylla lið hjá
KR-ingum bregður hann sér í gamla búninginn og keppir. Þannig
lenti hann í þvi síðastliðinn vetur að verða íslandsmeistari í glímu
og fannst honum það sorglegt dæmi um hversu illa er komið fyrir
glímunni.
Ég spurði Rögnvald fyrst að því hvernig hann hafi komist í kynni
við glímuna.
Ég sá ekki glímu fyrr en ég var
nemandi í íþróttaskóla Sigurðar
Greipssopar 1965. Þar lærði ég að
glíma og fannst þeir tímar ákaflega
leiðinlegir. Síðan um vorið var
skólamót í glímu og ég tók þátt í
því. Þá var ísinn brotinn og ég leit á
þetta sem íþróttagrein.
Veturinn eftir var ég í bænum og
hugðist fara að æfa fimleika. En þá
vildi svo til að það var búið að færa
æfingatímana og glíma var komin á
sama tíma og fimleikarnir höfðu
verið á áður. Eg mætti því óvart á
glímuæfingu og hef æft hana
síðan. En fimleikum hef ég ekki
komið nærri eftir þetta, ekki nema
þeim fimleikum er felast í glímunni.
Hefur áhuginn fyrir giimu minnk-
að síðan þú byrjaðir að æfa?
Glímusambandið var stofnað
1965 og þá komst kraftur í þetta.
Hámarkið var um 1970 og þá var á
annað þúsund manns sem stund-
aði glímu. Eftir það hefur þetta
farið dvínandi og nú eru innan við
hundrað manns sem koma nálægt
glímu.
Ástæðurnar fyrir þessu eru sjálf-
sagt margar. Frá 1968 til 1972 var
sýnt frá tveimur mótum á ári í
sjónvarpinu og það hafði mikið að
segja í sambandi vð áhugann, sér-
staklega úti á landi. Eftir 1972 var
lítið sem ekkert sýnt í sjónvarpinu
og þá bara smábútar frá mótum. Á
svipuðum tíma lagðist íþróttaskóli
Sigurðar Greipssonar niður en það-
an hafði komið mikill fjöldi af glímu-
mönnum.
En þetta eru bara ytri ástæðurnar.
Það má líka segja að stjórn Glímu-
sambandsins og félaganna hafi
brugðist koivitlaust við þessari miklu
fjölgun iðkenda uppúr 1970. í stað
þess að gefa yngri mönnum tæki-
færi og leyfa þeim að spreyta sig i
keppni, var alltaf náð í gömlu hundr-
að kílóa mennina og þeir fengnir til
þess að glíma. Þannig að fljótlega
gáfust menn bara upp, því það var
alltaf gengið framhjá þeim. Þetta
leiddi til þess að það vantar heilu
kynslóðirnar í glímuna, ekki bara af
keppendum heldur líka kennurum.
Gömlu kennararnir höfðu náttúrlega
mikla reynslu og þekkingu og þóttu
góðir. En þrátt fyrir það hefði verið
skynsamlegt að þjálfa yngri menn
uppí það að geta kennt, því góðir
kennarar eru ekkert síður vand-
fundnir en góðir keppnismenn.
En hefurglíman þróast eitthvað á
síðustu árum?
Það varð mikil breyting á glímunni
uppúr 1965. Þá var beltinu breytt
svo menn gátu ekki tekið vinstri
handar takið langt aftur fyrir bak
einsog handleggjalangir menn gátu
áður. Nú verða allir að halda um
andstæðinginn á hliðunum, Eins
var skónum breytt. Áður voru menn
á hrágúmmísólum og það er óvinn-
andi vegur að lyfta upp hundrað
kílóa manni sem er á hrágúmmísól-
um og vill ekki láta lyfta sér. Nú eru
allir skór úr leðri og líka botninn.
Enda kvörtuðu þungu mennirnir yfir
nýju skónum, þeim fannst sem þeir
misstu jafnvægisskynið.
Við þetta breyttist glíman að sjálf-
sögðu. Snerpa og tækni vó þyngra
en áður og að sama skapi minnkaði
gildi þess að vera stór og þungur.
Og glíman í dag stendur tækni-
lega ekkert að baki glímunni fyrir
tuttugu árum þó svo fáir æfi í dag.
Við eigum í dag menn sem hefðu
staðið í mönnum sem lentu í efstu
sætunum á mótum þá.
Hvað er til ráða svo glíman
bjargist?
Það er svo komið að það þarf stór
átak til þess að glíman lognist ekki
alveg útaf. Einsog málin eru í dag
stefnir allt í það að þeir menn sem
eru að glíma í dag taki síðustu
íslensku glímutökin á Hrafnistu.
Það er skylda í grunnskólalögun-
um sem kveður á um að kenna beri
glímu í 7. og 8. bekk, sex tíma á
viku í hvorum bekk. En á síðasta
vetri var ekki nema um fimm hundr-
uð nemendur sem fengu þessa
kennslu. Helsta ástæðanfyrirþví er
sú að íþróttakennarar treysta sér
eða vilja ekki kenna glímu þrátt fyrir
að hún sé skyldugrein í íþrótta-
skólanum. Við þessir síðsustu
móikanar höfum því þurft að taka
okkur frí úr vinnu til þess að kenna
í skólunum og það gengur aldrei til
lengdar.
Svo má líka spyrja sig hvort ekki
sé full seint að byrja að kenna glímu
í 7. bekk. Þá eru flestir strákar búnir
að ákveða sína keppnisgrein. Mér
finnst persónulega að það ætti að
byrja miklu fyrr t.d. í 3. bekk.
En það er annmarki á kennslu-
lögunum sem segir að ef kennari
komist ekki yfir alla námsskrána þá
megi hann sleppa úr því sem hann
vill. Og oftast er það glíman sem
fyrst dettur út. íþróttakennarar virð-
ast vilja helst af öllu bara kenna
sina eigin íþróttagrein, sem sést
t.d. á því hversu mikið er kennt af
blaki í dag. Þeir sem kenna það í
skólunum í dag eru sama fólkið og
keppti með liði íþróttaskólans í
blaki þegar það var uppá sitt besta.
Ef á að reka glímukennsluna á
svipaðan hátt og gert hefur verið þá
þýðir ekki annað en að ráða allt að
þrjá menn í föst stöðugildi svo
menn séu ekki að stefna atvinnu
sinni í hættu. Síðan gæti einn af
þessum mönnum tekið að sér að
vera framkvæmdastjóri Glímusam-
bandsins, því það þýðir ekki annað
en hafa menn á skrifstofu á vinnu-
tíma, því utan hans er eriftt að ná í
menn.