NT - 27.10.1985, Síða 13

NT - 27.10.1985, Síða 13
NT Sunnudagur 27. september 13 30 ára nóbelsafmæli Halldórs K. Laxness Þann 27. október fyrir 30 árum gerði sænska akademían mál sitt kunnugt á Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum fyrir árið 1955 - eins og flestum mun kunnugt hlaut Halldór K. Laxness hnossið. Fregn þessi flaug brátt um Reykjavík og var fögnuður mikill og einlægur ef dæma má af dagblöðum. Forsíður dagblaðanna allra voru helgaðar þessum „sigri íslenskra nútímabókmennta". „í dag hljómar íslandsklukkan yfir bók- menntaheiminum." i greinargerð sinni sem sænska akademían sendi frá sér segir að verðlaunin séu veitt Laxness fyrir að hafaendurnýjað hina miklu íslensku frásagnarlist. ísland væri frumheim- kynni sagnalistar á Norðurlöndum og ætti þetta rætur sínar að rekja til séreinkenna og þróunar íslensks þjóðlífs, snauðri þjóð á afskekktri eyju tókst að skapa heimsbókmenntir og það þyrfti mikinn þrótt til að endurnýja sagnalist er ætti slíka hefð. Eins og áður segir voru viðbrögð hér heima á einn veg. Islandi væri sómi sýndur, þó mismunandi áherslur megi lesa útúr skrifum manna. Einar Olgeirsson ritar til að mynda í Þjóðviljanum: „Það er gott að öll veröldin viti að (sland er annað og meira en amerísk herstöð - að fsland á besta núlifandi sagnaskáld heims- ins.“ Þjóðviljinn ítrekar að verðlaunin séu gjöf til róttækra manna allstaðar. í Morgunblaðinu kveður eðlilega við annan tón. Kristján Albertsson samfagnar Halldóri en kvartar yfir því að skáldið „hafi um langt skeið notað penna sinn til framdráttar hinum versta málstað í íslensku þjóðlífi á síðari timum“. í Morgunblaðinu má einnig lesa að réttara hefði verið að skipta verðlaununum á milli Gunnars Gunnarssonar og Halldórs K. Laxness. Laxness var sjálfur staddur í Sví- þjóð þegar akademían gerði úrskurð sinn kunnan. Hann kvaðst öldungis hissa þó hann hafi að vísu heyrt því fleygt að nafn hans hafi verið nefnt í sambandi við Nóbelsverðlaunin í nokkur ár. Honum þykir mest um vert að nafn hans skuli nefnt í sambandi við hina ókunnu meistara fornsagn- anna, hann sé að sjálfsögðu stoltur fyrir sína hönd og (slands. Sjálf verðlaunin, 160 þúsund sænsk- ar krónur, urðu tilefni til nokkurra vangaveltna. Laxness segir í viðtali að hann búist við að 90 prósent fari í skatta og afgangurinn í brennivín. Ekki varð hann sannspár hvað þetta snerti því ríkisstjórnin ákvað skömmu síðar að verðlaunin yrðu undanþegin skatti. Þann tíunda desember fór verðlauna- afhendingin svo fram í Stokkhólmi og birtist hér ræða sú er Halldór K. Laxness flutti við það tilefni. as Yðar hátignir; herrar mínir og frúr: Þann dag fyrir nokkrum vikum þegar þar var komið að mér bauð í grun að ákvörðun Sænsku akademíunnar, sú erfyrir höndum var, kynni að varða mig, var ég á ferðalagi í Suðursvíþjóð. Þegar ég var orðinn einsamall í gistiherbergi mínu um kvöldið var því ekki nema eðlilegt að hugur minn tefði við það hlutskifti sem kynni að bíða lítilmótlegs ferðalángs og skáldmennis, upprunnins af ókunnu og afskektu eylandi, ef stofnun sem hefur á valdi sínu að Ijá andlegum verkum viðurkenningu og frægð skyldi nú kveðja til slíkan mann að rísa úr sæti og stíga fram í bjarmann af leiksviðsljósum veraldarinn- ar. Þaö er eftilvill eigi undarlegt að fyrst af öllu hafi mér orðið, og verði enn á þessari hátíðis- stund, hugsað til vina minna og ástvina, og alveg sérstaklega til þeirra sem stóðu mér næst í æsku, manna sem nú eru horfnir sjónum. Og jafnvel meðan þeir enn voru ofar moldu, þá nálguðust þeir að vera af kynflokki huldumanna að því leyti sem nöfn þeirra voru fáum kunn; og enn færri muna þau nú. Þó hafa þeir með návist sinni í lífi mínu lagt undirstöðuna að hugsun minni. Ég hugsaði eimitt til þeirra undursamlegu manna og kvenna þjóðdjúpsins sem veittu mér fóstur. Ég hugsaði til föður míns og móður minnar. Og ég hugsaði sér í lagi til hennar ömmu minnar gömlu sem var búin að kenna mér ótal vísur úr fornöld áður en ég lærði að lesa. Ég hugsaði, og hugsa enn á þessari stundu, til þeirra heilræða sem hún innrætti mér barni: að gera aungri skepnu mein; að lifa svo, að jafnan skipuðu öndvegi í huga mér þeir menn sem eru kallaðir snauðir og litlir fyrir sér, að gleyma aldrei að þeir sem hafa verið beittir órétti eða fari góðra hluta á mis, þeir sem hafa verið settir hjá í tilverunni og þeir sem öðrum mönnum sést yfir - einmitt þeir væru mennirnir sem ættu skilið alúð, ást og virðingu góðs dreings umfram aðra menn hér á íslandi. Ég lifði svo alla bernsku mína á íslandi, að miklir menn sem svo eru nefndir, og höfðingjar, voru aðeins æfintýramyndir og loftsýn - ástin til aðþreingds lífs og virðíngin fyrir því var það siðferðisboðorð sem í heimahögum mínum eitt bar í sér veruleika. Ég minnist vina minna ónafnkunnra, þeirra sem í æsku minni og laungu eftir að ég var orðinn fulltíða voru í ráðum með mér um þær bækur sem ég réðst í að skrifa. Þar á meðal voru nokkrir menn, þótt eigi væru atvinnurithöf- undar, gæddir bókmenntalegri dómgreind sem aldrei brást, og þeir gerðu mér Ijós ýmis þau höfuðatriði skáldskapar sem stundum eru jafn- vel snillingum hulin. Nokkrir þessara gáfuðu vina minna halda áfram að lifa í mér þó þeir séu horfnir af sjónarsviðinu, sumir þeirra jafnvel með svo raunverulegum hætti að fyrir getur komið að ég spyrji sjálfan mig hvað sé þeirra hugur og hvað minn. í sömu andránni verður mérhugsaðtil þeirrar fjölskyldu, eitthvað kringum hundrað og fimtíu þúsund manna stórrar, hinnar bókelsku þjóðar Islands, sem hefur haft á mér vakandi auga frá því ég fór fyrst að standa í fæturna sem rithöfundur, gagnrýnt mig eða talið í mig kjark á víxl. Aldrei skelti hún við mér skollaeyrum einsog henni stæði á sama, heldur tók undir við mig einsog bergmál, eða einsog viðkvæmt hljóðfæri svarar áslætti. Það er skáldi mikið hamingjulán að vera borinn og barnfæddur í landi þar sem þjóðin hefur verið gagnsýrð af anda skáldskapar um aldaraöir og ræður fyrir miklum bókmenntaauði frá fornu fari. Og þá skyldi heldur eingan furða þó hugur minn hafi aftur séð fram í aldir til fornra sagnamanna, þeirra sem hófu sígildar bók- mentir íslenskar, þessara skálda sem svo mjög voru samsamaðir þjóödjúpinu sjálfu að jafnvel nöfn þeirra hafa ekki varðveist með verkum þeirra. Aðeins standa hin óbrotgjörnu verk þeirra í augsýn heimsins með jafnsjálfsögðum hætti og landið sjálft. Um lángar myrkar aldir sátu þessir ónafnkendu menn í einhverju snauðasta landi heimsins, í húsakynnum sem höfðu svip steinaldar, og settu bækursaman án þess að þekkja hugmyndir slíkar sem laun, verölaun, frama, frægð. Ég hygg að í margri kytru þar sem þessir menn sátu, hafi ekki einusinni brunnið eldur svo að þeir gætu ornað sér á lopnum fíngrum í andvökunni. Samt tókst þeim að skapa bókmentamál svo ágætt að sá listrænn miðill mun torfundinn í heimi, sem gefi rúm fleiri tilbreytingum hvort heldur er í þvl sem kallað er útsmogið ellegar hinu sem kent er í tígulleika. Og þeim tókst að semja á máli þessu bækur, sem teljast til sígildra bókmenta heims- ins. Þó að þessum mönnum væri kanski stundum kalt á fingrum, þá lögöu þeir ekki frá sér pennann meðan þeim var heitt um hjartað. Ég spurði mig þetta umrædda kvöld: hvað má frægð og frami veita skáldi? Vissulega velsællu af því tagi sem fylgir hinum þétta leir. En ef íslenskt skáld gleymir upphafi sínu í þjóðdjúp- inu þar sem sagan býr; ef hann missir samband sitt og skyldu við það líf sem er aðþreingt, það líf sem hún amma mín gamla kendi mér að búa öndvegi í huga mér - þá e frægð næsta lítils virði; og svo það hamíngjulán sem hlýst af fé. Yðar hátignir, herrar mínir og frúr. Sá hlutur sem mér þykir mest um vert, þeirra sem mér hafa að höndum borið um þessar mundir, það er að Sænska akademían skuli af hinu mikla áhrifavaldi sem henni er léð hafa nefnt nafn mitt í sambandi við hina ókunnu meistara fornsagn- anria íslensku. Þær röksemdir sem Sænska akademían hefur látið liggja aö veitingu hins mikla sóma mér til handa, munu verða mér sjálfum ævilaung hvatning um leið og þær eru fagnaðarefni þjóðar minnar. Fyrir þetta alt tjái ég nú Sænsku akademíunni þökk mína og viðringu. Þó ég sé sá sem í dag hef tekið við bókmentaverðlaunum úr hendi konúngs, þá finst mér verðlaun þessi hafi um leið verið veitt lærifeðrum mínum þeim er leift hafa eftir sig bókmentalegan arf íslands.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.