NT - 27.10.1985, Page 15
NT Sunnudagur 27. september 1 5
um landráö, þar sem sigurvegararnir
tyftuðu sextugan snilling sem var
búinn aö missa sjónar á veruleikan-
um. Því á þessu ári eru ennfremur
rétt 40 ár liöin frá stríðslokum og frá
upphafi niöurlægingarinnar á Ezra
Pound.
Endalok stríðsins birta okkur mynd
lygilegrar brjálsemi, því gagnstætt
upphafinu, var þar ekki að sjá aö
stríðandi aöilar hefðu stjórn á fram-
vindunni. En þaö er reyndar lokastig
geðveikinnar í hverjum einræðis-
herra að hann vill ekki farast öðruvísi
en heimurinn farist með honum. Mac-
beth í leikriti Shakespeares gerðist
þreyttur á sólarljósinu og vildi að það
slökknaði með lífsljósi hans sjálfs og
Hitler neitaði að gefast upp þó ósigur-
inn blasti við og heimtaði að þýska
þjóðin færist með honum í lokaorrust-
unni. Hliðstætt (entæpastjafn háska-
legt) er uppi á teningnum hér heima
á Fróni þegar pólitíkusar í smákónga-
leik hrekjast af vaidastólum sinum.
Fyrirgreiðslugeðveikin nær þá há-
marki og einkafjárausturinn úr al-
mannasjóðum verður hysterískur
síðustu dagana sem greifarnir sitja .
Sama ruglandin ríkti í stríðslok í
Rapallo á Ítalíu þar sem Ezra Pound
bjó. Nasistar réðu þar ríkjum frá falli
Mússólínis 1943, en í apríl 1945 hófu
þeir að tygja sig á brott og skildu
borgina og héraðið eftir í höndum
ítalskra vinstri sinnaðra skæruliða,
sem fóru með völd án þess að valda
hlutverkinu eða hafa til þess forsend-
ur uns bandarískar hersveitir náðu
þangað nokkrum dögum síðar. Upp-
lausnin ríkti áfram eftir að Banda-
ríkjamenn tóku völdin og um tíma
virtist enginn vita hver færi með
stjórnina. Þann 2. maí varringulreiðin
í hámarki og þegar lágvaxinn karl
sem talaði einhverskonar ensku
reyndi að ná sambandi við hæst-
ráðendur var enginn nógu klár á
hlutverki sínu I þessu ruglaða stjórn-
apparati til að gefa sér tíma til að
hlusta.
Maður þessi var með úfið grátt hár
og skegg og stingandi augu. Hann
kvaðst hafa vitneskju um efnahags-
kerfi heimsins og sér bæri skylda til
að koma henni á framfæri. Þótt hann
kynnti sig þá hafði enginn tíma eða
nennu til að sinna honum og þessu
spaklega rugli hans svo hann fór.
Setuliðsforingjunum varð þar illa á í
messunni, því þessi undarlegi maður
var enginn annar en Ezra Pound sem
tveimur árum áður hafði verið opin-
berlega ákærður í Bandaríkjunum
fyrir landráð og ótal skipanir um
handtöku hans hefðu verið gefnar út.
Pound hafði sest að í Rapallo á
þriðja áratugnum eftir að honum var
ekki orðið vært á Englandi og eftir
stutta dvöl í París, þar sem honum
hafði verið ofaukið í nýlendu ame-
rískra listamanna. Pound líkaði aldrei
að vera í fjöldahreyfingu listamanna
nema hann væri miðdepillinn og í
París höfðu það verið Hemingway og
Gertrude Stein sem kepptu um
athyglina. Eftir að Pound kom til
Rapallo hafði hann tekið að viða að
sér gögnum um skipulag og ástand
efnahagsmála í heiminum og fljót-
lega hafið að túlka skoðanir sínar á
þeim í ítölsku pressunni, auk þess
sem hann sýndi mikinn áhuga á
Mússólíní. Frá því snemma árs 1941
frám á sumar 1943 (þegar Mússólíní
var steypt) flutti hann vikulega pistla
í ítalska fasistaútvarpið og fjallaði þar
um allt milli himins og jarðar, en
aðallega þó um einkennilegar hug-
myndir sínar um efnahagsmál. Fas-
istarnir skiftu sér reyndar lítið af
Pound en gáfu honum lausan taum-
inn í áróðursstríðinu við Bandaríkja-
menn og Breta og þessum pistlum
var þess vegna útvarpað á stuttbylgju
til Englands og Ameríku. í pistlum
sínum hélt hann m.a. fram að Roos-
evelt forseti væri svikari og Mússólíní
væri sá sem stjórnaði í anda gömlu
amerísku stjórnarskrárinnar. Þetta
var ein ástæðan af mörgum sem
leiddi til þess að Pound var sakaður
opinberlega um landráð árið 1943.
Þó skáldið hefði glatað vegabréfinu
sínu þegar hann reyndi í örvæntingu
að komast „heim“ í stríðsbyrjun
(Bandaríska sendiráðið í Róm neitaði
þá að verða honum að liði við að
komast burt og hirti vegabréfið hans),
þá litu Bandaríkjamenn á hann sem
sinn mann þar sem hann hafði ekki
gerst ítalskur ríkisborgari.
í stríðslok bjó Pound í litlu húsi
nálægt þorpskirkjunni í Sant’Am-
brogio, sem stóð á hæð ofan við
Rapallo. Þar bjó hann ásamt konu
sinni Dorothy og viðhaldinu Olgu
Rudge. Poundhjónin voru reyndar
gestkomandi þarna á heimili Olgu,
því þau höfðu orðið að yfirgefa heimili
sitt í Rapallo þegar Nasistar rýmdu
hverfið við sjóinn af ótta við árás
bandamanna. Fram til þess tíma
höfðu eiginkona (sem hafði alið Po-
und tvö börn) og viðhaldið (sem hafði
alið honum dóttur) forðast hvor aðra,
en nú þegar þær voru tilneyddar að
búa undir sama þaki urðu samskifti
þeirra „kurteisleg", eftir því sem Olga
segir.
Daginn eftir að Pound reyndi að ná
sambandi við herstjórnina sat skáldið
við ritvélina sína og var að þýða
Konfúsíus, en hann hafði miklar mæt-
ur á honum og mótaði hugmyndir
sínar um réttlátt stjórnarfar að miklu
leyti á kenningum hans. Konurnar
höfðu farið út - hvor til sinna erinda,
en vinnufriðurinn hélst þó ekki lengi.
Tveir ítalskir skæruliðar höfðu komist
að því að hálf milljón líra væri sett til
höfuðs „il Signor Poeta“ eins og
Pound var jafnan nefndur. Föður-
landsvinirnir hömruðu á dyrnar með
byssukeftum sínum og hrópuðu
„Seguici, traditore!" Komdu með
okkur, svikari!
Pound fór að engu óðslega og
pakkaði helstu nauðsynjum í tösku,
tannburstanum sínum og Konfúsíusi
auk kínverskrar vasaorðabókar.
Hann lét konuna á neðri hæðinni fá
lykilinn sinn og lék fyrir hana sposkur
á svip að snaran væri komin um háls
hans. Skæruliðarnir sögðu konunni
að þeir færu með hann i næsta þorp
þar sem aðalstöðvar þeirra væru.
Þegar Olga kom heim nokkru síðar
og frétti hvað gerst hafði hljóp hún á
eftir þeim. Hún fann Pound og skæru-
liðana og spurði hvort hún mætti
koma með og var það auðfengið.
Þegar í höfuðstöðvarnar kom sagði
yfirmaðurinn: „Það hefurengin hand-
tökuskipun verið gefin út á þig. Ég fæ
ekki betur séð en þú sért frjáls."
Veggirnir voru hinsvegar blóði drifnir
eftir fjöldaaftökur og Pound hraðaði
sér á brott harðákveðinn í að ná
sambandi við Bandaríkjamennina. Á
leiðinni til baka mætti hann banda-
rískum svertingja í hermannabúningi
og hugðist spyrja hann ráða, en
hermaðurinn var þá sjálfur orðinn
villtur og var að leita að yfirmönnum
sínum. Hann bauð Pound að kaupa
hjólið sem hann var á.
Að lokum tókst þó Olgu og Pound
að hafa upp á bráðabirgðaskrifstofu
gagnnjósnadeildar bandaríska
hersins. Þar var þeim hleypt inn og
látin bíða matarlaus í sólarhring, en
úr næstu herbergjum bárust sárs-
aukaóp og gráthljóð. Síðdegis þann
4. maí kom Frank Amprim majór frá
Róm til að taka málið að sér.
Amprim hóf að yfirheyra Pound og
spyrja hann almennra spurninga um
feril hans og skoðanir. Sú yfirheyrsla
gekk fljótt og vel fyrir sig, því Pound
var ólmur i að segja frá. Éinu vand-
ræðin voru að stöðva hann. Það
hvarflaði ekki að honum að hann
væri eftirlýstur fyrir landráð. Hann var
maðurinn sem geymdi lykilinn að
heimsfriði ef menn vildu bara hlusta
og taka mark á honum. Amprim var
furðu lostinn: Yfirheyrslan varð að
eins konar huggulegu spjalli við for-
vitnilegan mann. Og Pound fylltist
ákafa við að útskýra sjónarmið sín
fyrir þessum manni sem var sá eini
sem virtist hafa áhuga.
Eini svikarinn, samkvæmt hug-
myndum Pounds, var Roosevelt for-
seti. Hann hafði látið blekkjast af
alþjóðlegu samsæri bankastjóra af
Gyðingaættum og vopnaframleið-
enda og leitt þjóðina út í hryllilegt og
tilgangslaust stríð. ( útvarpspistlum
sínum hafði Pound hvatt Bandaríkja-
menn til að leggja niður vopn og fylkja
sér um Hitler og Mússólíní og beitti
innblásnum fjallræðustíl. Hann hafði
reyndar ákaflega litla hugmynd um
fyrir hvað Hitler og Mússólíní voru
fulltrúar. Hann gerði sér aldrei Ijósa
grein fyrir því og síst meðan stríðið
stóð, því þá fékk hann engar upplýs-
ingar aðrar en þær sem prentaðar
voru í ítölsku dagblöðunum. Hann
hafði ótrúlegt vald á hrynjandi í
Ijóðlist og var einstaklega næmur
bókmenntagagnrýnandi, en þegar
kom að því að úttala sig um stjórnmál
eða skilgreina manngerðir var hann
bæði fljótfær og fáránlega
glámskyggn. Málarinn og rithöf-
undurinn Wyndham Lewis, sem var
mikill vinur hans, lýsti honum sem
„ósviknum naívista og byltingarsinn-
uðurh einfeldningi".
Pound var búinn að missa þolin-
mæðina við lýðræðið og hélt því fram
að völdin ættu að vera í höndum
þeirra hæfustu (manna á borð við
hann sjálfan). Hann var fullur að-
dáunar á hertogum og prinsum
Endurreisnartímans á Italíu sem
hafði tekist að stjórna af hörku og
miskunnarleysi, en voru þó það
skynugir að þeir veittu fögrum listum
óendanlegan stuðning. Honum þótti
sem Mússólíní væri Endurreisnar-
prins nútímans. Hann skrifaði „il
Duce“ ótal bréf og fékk loks áheyrn
hjá honum 1933. Fundurinn með
foringjanum tók 15mínúturog Pound
komst að þeirri niðurstöðu að Mússól-
íní væri jafn máttugur og hann sjálfur
og maður sem kæmi einhverju í verk
- það skifti engu máli hvað gert var,
en það var ekki setið auðum höndum.
Pound sýndi Mússólíní Ijóð eftir sig,
Cantos, óendanlegan Ijóðabálk sem
geymir margar óviðjafnanlegar perlur
innan um endalaust efnahagsmála-
þrugl. Mússólíní fletti bókinni og
sagði að hún væri „skemmtileg".
Pound leit á þetta sem hina æðstu
blessun og hraðaði sér heim á ný
eins og hann hefði fengið himneska
vitrun.
Pound gekk aldrei í Fasistaflokk-
inn, fyrirbærið hópsál var honum of
ógeðfellt til þess, en hinsvegar tók
hann undir allan áróðurinn gegn Gyð-
ingum, því okursamsæri þeirra sagði
hann vera helstu meinsemdina í
mannheimum. Þótthann hefði megn-
ustu óbeit á öllu sem þýskt var, urðu
skoðanir hans lítið annað en endur-
hugmynd um hvað var að gerast í
Þýskalandi og átti marga ágæta vini
sem voru Gyðingar.
Árið 1939 fór hann í skyndiheim-
sókn til Bandaríkjanna til að ná tali af
þjóðarleiðtogunum, en enginn virti
hann viðlits. Hann hafði ætlað að
vara Bandaríkjamenn við að fara i
stríð við (tali og benda á leið út úr
efnahagsöngþveitinu, en þegar
menn skelltu skollaeyrum við að-
vörunum hans, lýsti hann allsherjar
frati á föðurlandiö og sneri til Italíu í
fússi.
Þegar Amprim majór var búinn að
hlusta á þessa sögu ásamt ítarlegum
útskýringum hafði hann samband við
Washington til að fá frekari fyrirmæli.
I fyrstu virtist enginn hafa minnsta
áhuga á málinu svo Amprim lofaði
ágengum blaðamanni að heiman að
taka viðtal við skáldið. Viðtalið birtist
I dagblaði í Chicago 8. maí og þar var
Pound lýst sem hann gerði sér enn
vonir um að koma vitinu fyrir Banda-
ríkjamenn. M.a. þetta var haft eftir
Pound: „Það má segja að ég standi
höllum fæti gagnvart Hvíta húsinu í
Washington, en ef ég verð ekki
skotinn fyrir landráð, held ég að ég
eigi góða möguleika á að hitta Trum-
an að rnáli." (Roosevelt var þá nýlát-
inn og Truman tekinn við). Þetta
viðtal virðist hafa ýtt við Hæstarétti og
Amprim fékk snarlega skipun um að
senda Pound í fangabúðir þar til
annað yrði ákveðið. Fyrirmæli fylgdu
um að hafa hann í strangri öryggis-
gæslu til að koma í veg fyrir sjálfs-
morð eða flótta. Fáránleg fyrirmæli,
því Pound naut allrar þeirrar athygli
sem nú beindist að honum og það
hefði ekki hvarflað að honum að
svifta sig lífi eða stinga af: Hann átti
eftir að sannfæra heiminn um ágæti
hugmynda sinna.
24. maí var hann fluttur í járnum
með herjeppa í fangabúðir norðan
við Pisa. Þessar fangabúðir voru
illræmdar, því þar voru „hættuleg-
ustu“ vandræðagemlingarnir geymd-
ir, pyndingar voru tíðar og aftökur
fjölmargar. Búðirnar voru vandlega
afgirtar með gaddavír, hermenn með
vélbyssur sátu í varðturnum með
nokkurra metra millibili, en vistarver-
urnar voru skúrar og tjöld, en stein-
steyptar kistur og rimlabúr fyrir þá
hættulegustu. Búrin voru sterkleg að
sjá, með timburþak og vírnet á hliðun-
um. Pound var hinsvegar álitinn stór-
hættulegur fasistaforingi og því var
vírnetið fjarlægt úr búrinu hans og
þykkir stálrimlar settir í staðinn.
Ströng fyrirmæli voru gefin um að
enginn mætti yrða á fangann.
Við komuna í búðirnar var Pound
færður I fangabúning, en fékk ekkert
bélti eða skóreimar (hann væri vís til
að hengja sig). Honum var fengin
Biblía og hann fékk að halda Konfús-
íusi.
Búrfangarnir fengu yfirleitt aö skýla
sér undir tjöldum sem komið var fyrir
á steingólfinu ef veðrið var slæmt.
Pound var hinsvegar álitinn of hættu-
legur og þurfti að vera í stööugri
gæslu og fékk því ekkert annað en
ábreiðu. Hann reyndi að sofa á næt-
urna þrátt fyrir flóölýsinguna, en á
daginn las hann Konfúsíus af stóískri
ró þrátt fyrir sumarhitann, vindinn og
rykið. Vörður einn lýsti því síðar að
Pound hefði lesið tímunum saman
milli þess sem hann sat og horfði út
og kembdi skeggið sitt.
Pound lýsti aldrei þessari reynslu í
einhverju samhenai. heldur í brotum
og líkingum I þeim hluta Cantos sem
oftast eru kenndar viö Pisa. Hann
lýsir því sem hann sá úi um rimlana
án þess aö lita þá lýsingu og án
minnstu sjálfsvorkunnar. Vissulega
var hann pyntaður bæöi andlega og
líkamlega, en hann fellir engan dóm
yfir þeim mönnum í verkum sínum.
Hann leit einfaldlega á sig sem górillu
í búri, ellegar hlébarða, ef sjálfs-
traustið var meira.
Eftir þriggja vikna dvöl í búrinu var
honum farið að líða illa á sál og
líkama, augun voru blóðhlaupin og
hann fékk áköf svimaköst. Hann
gekkst undir læknisskoðun 14. júní
og læknarnir fóru fram á mannúðlegri
meðferð á fanganum. Þá var hann
færður úr búrinu og fékk eigið tjald við
sjúkradeildina. Hann sagði: „Ég
kyssti jörðina eftir að hafa sofið á
steyptu gólfinu í búrinu."
Nú fékk hann að hreyfa sig meira
og nú hófst hann handa við að yrkja
áfram, prjóna við Cantos. Hann fékk
skriffæri og pappír, vingjarnlegur
samfangi smyglaði litlu borði til hans
og hann fann eintak af safni úrvals-
Ijóða á almenningssalernunum. Loks
ákváðu læknarnir að lána honum
ritvélina sína á kvöldin. Hann orti 120
síður, Rhe Pisan Cantos, þar sem
hann safnar saman reynslu sinni I
stríðinu, hugmyndum sínum um
draumarikið sem gæti vaxið úr
öskustó stríðslokanna og hann gefur
sjálfsmynd sem er ekki laus við háð.
Pound lauk þessum hluta Ijóðabálks-
ins í október 1945.
(nóvember var Pound síðan fluttur
heim til Bandaríkjanna til að koma
fyrir rétt. Þegar þangað kom var
honum snarlega stungið I fangelsi,
en réttarhöldin máttu bíða þar sem
hörð andstaða var komin upp gegn
því að skáldið yrði dæmt og líflátið.
Eftir miklar deilur og margvísleg
óþægindi sem stjórnvöld höfðu af
málinu, var Pound loks lýstur geð-
veikur og fluttur á hæli. Pound dvaldi
á geðveikrahælinu í tólf ár. Hann var
72 ára þegar hann losnaði árið 1958.
Jafnskjótt og hann var látinn laus hélt
hann til Rapallo og þegar hann steig
á skipsfjöl stillti hann sér upp við
borðstokkinn og kvaddi Bandaríkin
að fasista sið. Ezra Pound lést á
Ítalíu árið 1972.
(Byggt á nýrri ævisögu Ezra Po-
unds eftir Humphrey Carpenter útg.:
Faber, 1985.).