NT - 27.10.1985, Page 17

NT - 27.10.1985, Page 17
GÓÐ.VOND KÁT í SENN viljiffpér hannskí ogspælegg Nemendaleikhúsiö Flestir kannast viö nafniö, ef ekki allir. Þetta leikhús sem er leikhús 4. árs nemenda Leiklistarskóla íslands hefur staöiö fyrir ýmsum umtöluðum leiksýningum undanfarin ár. í ár er 9. starfsárið sem hefst á frumsýningu verksins „Hvenær kemurðu aftur Rauöhæröi riddari" eftir Mark Medoff, sá sami og skrifaði leikritiö „Guö gaf mér eyra“ sem sýnt var viö miklar vinsældir hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir 2 árum. Þýðandi handrits og leikstjóri er hinn reyndi listamaður Stefán Baldursson. Leikmynd, leik- skrá og búninga annast Guöný Björk Richards meö góðri aðstoð Höllu Helgadóttur, Ólafs Thoroddsen og Eyþórs Árnasonar - þekkt nöfn úr leiklistarheiminum. Hinn snjalli Ijósa- maöur David Walters lýsir sýninguna, nýkominn aftur frá andfætlingum vor- um Áströlum. Ljósmyndirnar hér á síðunni eru teknar af Einari Garibalda en hann sér um alla Ijósmyndavinnu við sýninguna. Hinir tilvonandi leikar- ar og núverandi listamenn sem að sýningunni standa eru eftirfarandi: Bryndís Petra Bragadóttir, Eiríkur Guðmundsson, Guðbjörg Þórisdóttir, Inga Hildur Haraldsdóttir, Skúli Gautason og Valdimar Örn Flygenr- ing. Gestaleikarar í þessari sýningu eru hinir óviðjafnanlegu félagar Gunnar Eyjólfsson og Sigmundur Örn Arngrímsson frá Þjóðleikhúsinu. Eftir að hafa kíkt á æfingu hjá krökkunum fyrir skömmu náðum við tali af tveim þeirra; Eiríki Guðmunds- syni sem leikur Richard, miðaldra businessmann á ferðalagi og Valdi- mar Erni Flygenring sem leikurTeddy eru mættir hér til spjalls: Blm: Hvernig líðurykkureftirsvona æfingu? Báöir: Tættir. Blm: Eiríkur, þetta erhörkuverk? Eiríkur: Það er rétt Blm: Valdimar hver mundir þú segja að væri boðskapurinn i þessu verki? Valdimar: Ja, hm, oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Blm: Eiríkur nú gerist leikritið fyrir einum 16-17 árum i suðurhiuta Bandaríkjanna, er ekki erfitt að nátg- ast tímabilið? Eiríkur: Við höfum lagt mikla vinnu í að safna uþþlýsingum um þessi afdrifaríku ár. Rétt í þessu koma þau Guðbjörg Þórisdóttir og Skúli Gautason aðvíf- andi. Blm: Skúii, hvað finnst þér mest spennandi við þetta verkefni? Skúli: Óvæntar uppákomur, afsak- ið ég er á hraðferð (farinn) Blm: Guðbjörg nú leikur þú hippa, og ert ekki nema rétt rúmlega tvítug, erþað ekki erfitt? Guðbjörg: Jú það er mikil leit. Við leggjum leið okkar inn í eldhús þar sitja Bryndís Bragadóttir og Inga Hildur og skeggræða æfinguna. Bryndís leikur fiðlusnilling, eiginkonu Richards Blm: Bryndís, hver er Clarisse? Bryndís: Vonandi sjá það allir þeg- ar þeir koma á sýninguna. Blm: Að lokum tnga, hvað tekur við? Inga: Morgundagurinn. Við þökkum þessum ungu lista- mönnum fyrir skemmtilega viðkynn- ingu og vonum að sem flestir fái að njóta þeirra í framtíðinni. Á leiðinni út rákumst við á Stefán Baldursson þungt hugsi. Blm: Stefán, hvernig finnst þér að vinna með þessu unga fóiki? Stefán: Afspyrnu skemmtilegt. Bim: Er mikill munur að vinna í nemendaieikhúsi og svo atvinnuleik- húsi? Stefán: Nei. Blm: Og síðast stóra spurningin, hverjar eru atvinnuhorfur ungra lista- manna í dag? Sunnudagur 27. september 1 7 Þau sem standa að sýningunni eru Stefán, Halla saumakona, Gunnar, Sigmundur Örn, Guðný Björk, Eyþór, og þau sem sitja að sýningunni eru Óli tæknimaður, Valdimar. Bryndís, Eiríkur, Guðbjörg, Inga og Skúli. staður í Lindarbæ

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.