NT - 02.11.1985, Page 3
Laugardagur 2. nóvember 1985
Samþykktum Búseta breytt
- átta húsnæðissamvinnufélög hafa sótt um lán
■ Búseti verður að breyta sam-
þykktum félagsins, þannig að
námsmenn, öryrkjar og aldraðir hafi
forgang fram yfir aðra um íbúðir hjá
húsnæðissamvinnufélaginu til að upp-
fylla þá skilmála sem Húsnæðisstofn-
un setti við afgreiðslu á lánaumsókn-
um félagsins auk þess að félagiö mun
geta byggt leiguíbúðir.
Alexander Stefánsson gekk form-
lega frá afgreiðslu Húsnæðisstofn-
unar í gær og mun Búseti halda
stjórnarfund í kvöld tii að ræða
skilmálana. Tillögur stjórnarfundar
verða svo lagðar fyrir almennan fé-
lagsfund áður en þær öðlast sam-
þykki.
Með þessu er gerð grundvallar-
breyting á Búseta, því samkvæmt
samþykktum hans eiga allir sama rétt
og sömu möguleika á að eignast
búseturétt.
Reynir Ingibjartsson, starfsmaður
Búseta taldi líklegt að þessi breyting
yrði samþykkt við þessa úthlutun, þó
það væri andstætt stefnu félagsins,
þar sem það er andvígt því að verið
sé að flokka fólk niður, og einangra
það í ákveðnum hverfum, eftir því
hvort það tilheyrir þessum eða hinum
hópnum í þjóðfélaginu. Þar sem 30%
félagsmanna tilheyra áðurnefndum
hópum þykir ekki stætt á því að
útiloka svo stóran hóp frá því að fá
þak yfir höfuðið, þegar honum býðst
það.
Búseti fær lán til að fullklára þriðja
hluta byggingarinnar í Grafarvogi og
hefst jarðvinnslan eins fljótt og auðið
er. Sagði Reynir að haldinn yrði
fundur með verktakanum og stefnan
við framkvæmdirnar mótuð.
Landsþing Búseta verður haldið í
dag og þá munu þessi mál verða til
umfjöllunar en átta húsnæðissam-
vinnufélög hafa sótt um lán til Hús-
næðisstofnunar á þessu ári.
Reynir sagði að lokum að Búseti
vonaðist til þess að löggjöf um hús-
næðissanrvinnufélög yrði sett á þessu
löggjafarþingi.
Óeinkennisklæddir
lögregluþjónar
gómuðu smyglara
Umhverfismálaráð:
■ Óeinkennisklæddir lög-
regluþjónar úr fíkniefnadeild
lögreglunnar handsömuðu þrjá
menn með 220 grömm af
amfetamíni, eftir eltingarleik í
fyrrakvöld. Fíkniefnasmyglar-
arnir gerðu tilraun til þess að
komast undan á hraðskreiðum
sportbíl, en komið var í veg
fyrir þá undankomuleið, með því
að aka á bíl smyglaranna við
Gróubúð á Grandagarði, þegar
þeir þeystu frá höfninni. Að
lokum náðust smyglararnir eftir
eltingarleik á fæti, og voru yfir-
bugaðir og settir í handjárn. I
framhaldi af þessu máli var
fjórði maðurinn handtekinn um
nóttina. Einn fjórmenninganna á
yfir höfði sér dóm, einmitt
vegna smygls á amfetamíni.
Efnið sem smyglararnir náðu
í var um borð í Karlsefni sem lá
í Reykjavíkurhöfn. Arnar Jens-
son hjá fíkniefnadeild lögregl-
unnar sagði í samtali við NT í
gær að þeir hcfðu ekki viljað
ráðast til atlögu fyrr en mennirnir
voru komnir úrskjpinu. þarsem
þeir óttuðust að annars myndi
efnið lenda í sjónum. Ekki var
búið að ákveða hvort farið yrði
fram á gæsluvarðhald yfir
mönnunum.
Heimilarniður
rif steinbæjar
Bandarískir ráðamenn:
Schultz og MacFarlane
hérlendis á þriðjudag
■ Bygginganefnd Reykjavíkur
ákvað á fundi sínum á fimmtudag, að
heimila eigendum Bergstaðastrætis
15 niðurrif á húsinu. Var á fundinum
vitnað til samþykktar umhverfisráðs
frá því í fyrri viku, um að ráðið
legðist ekki gegn niðurrifi á húseign-
inni.
í júlílok í sumarhafði umhverfisráð
tekið þetta mál til umfjöllunar og þá
lagðist - ráðið einróma gegn niðurrifi
og vísaði til umsagnar borgarminja-
varðar. Borgarminjavörður byggði
umsögn sína á úttekt á svokölluðum
„steinbæjum" sem gerð hefur verið í
Reykjavík. Bæir þessir voru byggðir
á árunum 1880-1905 og voru þeir
vistarverur ajþýðufólks í Reykjavík.
í úttekt Árbæjarsafns um Berg-
staðastræti 15 segir að húsið hafi
menningarsögulegt gildi og beri að
varðveita það og að það væri tjón fyrir
sögu Reykjavíkur ef húsið yrði rifið.
Þrátt fyrir þetta og þó að væntan-
legt væri deiliskipulag af hverfinu, þá
skipti meirihluti umhverfisráðs um
skoðun á síðasta fundi sínum og
lagðist ekki gegn niðurrifi. Minni
hlutinn vildi aftur á nióti að fyrri
samþykkt stæði.
Nú háttar málum svo til að borgar-
stjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að
þeir sem reisi byggingar á eignarlóð-
um losni við gatnagerðargjöld sé bygg-
ingin reist fyrir árið 1987. Hefur það
orðið til þess að mikið rót er á eignum
í miðbænum um þessar mundir og
margir áfjáðir að geta hafið byggingu
á eignarlóðum sem fyrst. Þykir heim-
ildarmönnum NT flýtirinn við af-
greiðslu þessa máls bera keim af því.
Þó steinþærinn líti illa út þá er ekki
þar með sagt að ekki sé hægt að
lagfæra húsið og gera það að augna-
yndi eins og gert var á Torfunni
forðum. Hjörleifur Stefánsson, arki-
tekt, sem situr í umhverfismálanefnd,
sagðist hafa orðið mjög undrandi á
þessari afgreiðslu, hann hafi ekki
getað séð að neinar forsendur hefðu
breyst og þykir honum hafa verið
fáránlega að þessu rnáli staðið.
Eigandi hússins er Sverrir Kristins-
son, heildsali og bókaútgefandi en
arkitekt hússins scm á að rísa í stað
steinbæjarins er Ingimundur Sveins-
son en íiann á jaínframt sæti í Skipu-
lagsnefnd Reykjavíkur.
■ Schultz utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, eiginkona hans og ýmsir
háttsettir bandarískir embættismenn
munu koma hingað til lands á þriðju-
dagskvöld. Hópurinn mun dvelja hér
í tæpan sólarhring og talið er líklegt.
að ráðherrann og fylgdarmenn hans
muni eiga viðræður við íslenska ráða-
menn.
Dvöl Schultz hér á landi tengist för
hans til Moskvu þar sem hann ætlar
að sækja síðasta undirbúningsfundinn
fyrir væntanlegan leiðtogafund í
Genf. Á þriðjudag verður utanríkis-
ráðherrann á leið aftur til Washington
að fundarhöldunum loknum.
Einn þeirra embættismanna sem
munu fylgja Schultz er MacFarlane
öryggismálaráðgjafi Reagans Banda-
ríkjaforseta. Síðastliðina áratugi hef-
ur handhafi þess embættis haft um-
talsverð áhrif á mótun og framkvæmd
bandarískrar utanríkisstefnu.
Athugasemd
■ Vegna mistaka í filmuvinnu,
birtist fyrir skömmu auglýsing frá
versluninni Epal sem var lítillega
gölluð. Rétt gerð auglýsingarinnar
birtist í næsta tbl. „Innan Húss og
Utan“. Mistökin verða að skrifast á
auglýsingadeild NT og eru hlutað-
eigendur vinsamlegast beðnir vel-
virðingar.
■ Bergstaðastræti 15. Eins og myndin sýnir glögglega þá er húsið mjög illa farið að utan, en ekkert
því að það sé lagfært og gæti það þá orðið hin mesta bæjarprýði.
mælir þó gegn
■ Öllum á óvart sömdu þeir
Kasparov og Karpov um jafn-
tefli í 21. einvígisskákinni,
aðeins þrem leikjum eftir að
þeir tóku við að tefla biðskák-
ina. Nær allir skáksérfræðingar
voru sammála um að skákin
væri unnin fyrir Kasparov, þeg-
ar hún fór í bið.
Kasparov lék undarlegum
peðsleik í upphafi biðskákar-
innar og við það fékk Karpov
gagnfæri. Og skömmu síðar
sömdu skákmeistararnir um
jafntefli, öllum tii mikiliar
furðu.
Sumir töldu að Kasparov og
aðstoðarmenn hans hefðu kom-
ist að því við biðstöðurannsókn-
ir að erfitt gæti reynst að knýja
fram vinninginn og ákveðið að
eyða ekki orku í það heldur
sitja á tveggja vinnings forskot-
inu. Staðan í einvíginu er nú
\V/i-9'/i fyrir Kasparov og þrjár
skákir eru eftir.
Björgunarsveitamenn
Rjúpnaskyttur
Veiðimenn
Snjósleðamenn
Björgunarhnífurinn
Explora survival
Hinn heimsfrægi björgunarhnífur Explora survival
fæst nú loks á íslandi.
Hnífurinn er:
Jámsög
Trésög
Hamar
Víraklippur
Skrúfjárn
Verð 5.800 kr.
Póstsendum
Fylgihlutir
Morsspegill
Skali fyrir sólarhæðartöku
Mælikvarði
Alþjóðleg neyðarmerkjagerð
Clinometer
Stafrófið ásamt morsrófi
Kompás
Stækkunargler Yeið',ina
Brennisteinn Önglar
Læknahnífur Sökkur
Plástrar Flotholt
Tinna til að kveikja eld
Neyðareldspýtur
(Slokknar ekki á
í vatni né vindi)
___ Martoumboðið
póstversiun
Sími: 671190