NT - 02.11.1985, Síða 8
Málsvarl frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson
Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund
Framkvstj.: Guömundur Karlsson
Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavik.
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 686495, taeknideild 686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Bla&aprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
Veri i lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr.
Lán handa
Búseta:
Til hvers?
■ Búseti hefur fengið lán úr Byggingarsjóði
verkamanna til þess að byggja leiguíbúðir í Grafar-
vogi við Reykjavík.
Megintilgangur Byggingasjóðs verkamanna er að
annast lánveitingar til félagslegra íbúðabyggina með
það að markmiði að bæta úr húsnæðisþörf láglauna-
fólks. Félagslegar íbúðir teljast samkvæmt lögum
vera íbúðir í verkamannabústöðum og svo leiguíbúð-
ir, sem byggðar eru eða keyptar af sveitarfélögum og
ætlaðar eru til útleigu við hóflegum kjörum handa
láglaunafólki, eða öðrum þeim, sem þarfnast af
félagslegum ástæðum aðstoðar við húsnæðisöflun.
Búseti hefur ætlað sér tii þessa að koma á kerfi
íbúðabygginga, sem tíðkast víða annars staðar á
Norðurlöndum, þar sem félagsmenn eignast svo-
nefndan búseturétt í íbúð. í honum er falinn kostnaður
við bygginguna og viðhald og afborganir af lánum.
Búseturéttur þessi má síðan ganga kaupum og sölum
á almennum markaði, en félagsmenn eignast ekki
þær íbúðir, sem þeir fá úthlutað. Markaðsverð
búseturéttarins segir til um, hversu mikið menn bera
úr býtum við flutning úr íbúðinni.
Pessari hugmynd hefur ekki tekist að tryggja fylgi
hér á landi, enn sem komið er.
Búseti ætlar að byggja leiguíbúðir fyrir þá félags-
menn sína, sem fallið geta undir öryrkja, aldraða og
námsmenn. Þeir ætla að byggja fjörutíu íbúðir í
fjölbýlishúsi í Grafarvoginum.
Ekki verður séð, að þessi lánveiting Húsnæðis-
stofnunar úr Byggingasjóði verkamanna til Búseta,
bæti ástand í húsnæðismálum þeirra, sem Bygginga-
sjóði verkamanna er ætlað að sinna. í raun má segja,
að enn einn aðilinn bætist við sem byggir
verkamannabústaði. Og eitt er víst, fjármagn til
verkamannabústaða verður tæplega aukið. Svo fleiri
eru hér komnir inn til þess að skipta kökunni.
Ekki verður heldur séð annað, en að Búseti sé að
hverfa frá upphaflega takmarki sínu, að koma hér á
fót búsetaréttaríbúðum.
Þar við bætist, að Búseti ætlar að byggja leiguíbúð-
ir fyrir aldraða, öryrkja og námsmenn. Hafa þessir
hópar efni á að greiða þá leigu, sem Búseti verður
að fá fyrir íbúðir sínar? Öll byggingarsamvinnufélög
eiga nú í erfiðleikum vegna vanskila og byggingar-
kostnaður hefur stórhækkað undanfarna mánuði.
Verð á íbúðarhúsnæði t.d. í Reykjavík hefur hins
vegar lækkað verulega. Og fyrir liggur, að þegar
eigum við heimsmet í fermetrafjölda á mann í
tilbúnu húsnæði hér á landi.
Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, hefur gert
athugasemd við afgreiðslu þessa máls. Raunar full-
yrðir hann í NT í gær, að samþykkt lánsins til Búseta
eigi sér varla stoð í lögum. Fróðlegt verður að
fylgjast með frekari framvindu málsins næstu daga.
Því er haldið fram hér, að Búsetamenn hafi
hlaupið á sig með því að þrýsta á afgreiðslu þessarar
lánveitingar. Félagið hefur farið út fyrir þann
ramma, sem það hafi sett sér og á í vændum harkaleg
viðbrögð fjármálaráðherra.
Laugardagur 2. nóvember 1985 8
Gunnar Guðbjartsson:
Er Bjarni Pálsson
trúgjarn maður?
Nokkrar athugasemdir - Fyrri hluti
■ Bjarni Pálsson ritar tvær
greinar í NT dagana 17. og 18.
október 1985, sem fela í sér
gagnrýni á rekstur sláturhúsa á
vegum kaupfélaga og sölustarf
á vegum Búvörudeilar S.Í.S.
Hann ræðir um háan slátur-
kotnað o.fl. og byggir dóma
sína í því efni m.a. á ummælum
bænda, ummælum, sem hann
telur sig hafa heyrt á fundi á
Hvanneyri sl. sumar.
Hann telur sig þar hafa heyrt
af vörum „þingeysk bónda“
„að sláturkostnaður hjá Kaup-
félagi Þingeyinga hefði verið
22,5 millj. króna. Þarafvinnu-
laun 5,5 millj. króna og um-
búðakostnaður o,5 millj.“.
Hann telur sig hafa heyrt að
þetta hefði verið haustið 1983
en í greininni segir hann að
þetta muni liafa átt við haustið
1982.
1 framhaldi af þessu segir
hann og blaðið svartletrar og
innrammar fullyrðinguna:
„Aðalatriðið er það, að á
Hvanneyrarfundinum kom
fram tortryggni gagnvart
þessum háa sláturkostnaði,
en Framleiðsluráð landbún-
aðarins sullar heildarsölu-
kostnaði saman við slátur-
kostnaðinn og kallar allti
saman slátur- og heildsölu-
kostnað".
Hvað er sláturkostnaður?
I þessari klausu kemur fram
vottur á skilningi þess hjá
Bjarna Pálssyni að það, sem
„þingeyski bóndinn" kallar
sláturkostnað muni vera
eitthvað annað og meira en
greiðsla fyrir vinnu við slátrun
sauðfjár. Vissulega er það svo.
Framleiðsluráð landbúnað-
arins „sullar" þessu ekkert
saman. Þessi kostnaður er tal-
inn á reikningum allra þeirra
aðila, sem slátra sauðfé, og
hann er aðgreindur hjá þeim í
marga þætti.
Þeir, sem hafa haft það hlut-
verk að ákveða heildsöluverð
á kjöti undanfarna áratugi hafa
þurft að leggja mat á allan
kostnað við framleiðslu, slátr-
un og sölu á kjöti.
Þetta verk er búið að vera í
höndum fimm aðila sl. 50 ár.
Árin 1935 til og með 1944
var það í höndum kjötverð-
lagsnefndar. Árin 1945
og 1946 í höndum
Búnaðarráðs. 1947 og til og
með 1959 í höndum Sex-
mannanefndar að ákveða verð
til bænda en Framleiðsluráðs
landbúnaðarins að ákveða slát-
ur- og heildsölukostnað og
smásöluálagningu. Árin 1960
til og með árinu 1984 var f
höndum Sexmannanefndar að
ákveða alla þættina en 1985 í
höndum Fimmmannanefndar
skv. nýjum lögum nr. 46/1985
að ákveða slátur- og heildsöiu-
kostnað, en í höndum nýrrar
Sexmannanefndar að ákveða
verð til bænda og Verðlags-
ráðs að ákveða sntásöluálagn-
ingu.
Hér verður einungis rætt um
slátur- og heildsölukostnað og
lítillega um smásöluálagningu.
Oft hefur verið deilt um
verðlagninguna, hver sem
hana hefur gjört. Gögn til að
byggja hana á hafa verið mis-
jafnlega vönduð. Framleiðslu-
ráð landbúnaðarins hefur í 38
ár haft þá skyldu að leggja til
gögn varðandi slátur- og heild-
sölukostnaðarþátt kjötverðs-
ins. Þau gögn hafa verið reikn-
ingar frá sláturleyfisaðilum.
Um mörg ár voru fengnir
reikningar frá 10-12 sláturleyf-
ishöfum á landsbyggðinni og
þeir voru lagðir fyrir verðlags-
aðilann til að byggja ákvörðun
lá- . ,
Fyrtr 10-15 árum þotti rett
að fá til viðbótar reikning frá
Stærstur hluti allra kostnaðarþáttanna eru
vinnulaun starfsfólks. Starfsfólks við
slátrun, starfsfólks á skrifstofum, starfs-
fólks í frystihúsum, starfsfólks við flutn-
inga, starfsfólks við tryggingar og fleiri
verk. Launakjör alls þessa fólks þykja
knöpp. En þau eru ákveðin í samningum.
Þeir, sem hafa haft það hlutverk að ákveða
heildsöluverð á kjöti undanfarna áratugi
hafa þurft að leggja mat á allan kostnað
við framleiðslu, slátrun og sölu á kjöti.
Mannræktar-
stofnun í hættu
■ Fátt hefur heyrst af málum
Sædýrasafnsins í Hafnarfirði
að undanförnu og er það
miður, því safnið og starfsemi
þess er svo merkilegt mál að
helst þyrfti án afláts að klifa á
hvað mætti verða því til
bjargar, en sem kunnugt er
hefur lengi vofað yfir að því
verði lokað. Þarna er gott
dæmi um það hvernig ómögu-
legt getur reynst að hefja
merkismál upp úr þö gn og
áhugaleysi meðanfimbulfambað
er um alls konar ónytjahluti og
skitirí vikunum saman.
Þegar Sædýrasafnið var sett
á laggirnir var þar í byrjun um
vísi að ræða með aðeins fáum
dýrum. Það sýndi sig samt
uv IIVI rui
komið til sögunnar hlutur sem
eftir hafði verið beðið, - af
börnunum á höfuðborgar-
svæðinu. Jón Kr. Gunnarsson,
forstjóri safnsins gat með sanni
sagt að æskan hefði rétt honum
örvandi hönd þegar gestirnir
urðu meira en hundrað þúsund
eitt árið, eða fleiri en gestir
allra leikhúsanna í Reykjavík.
Einu sinni komu fimmtíu
skólahópar á rnánuði. Þessar
einstæðu viðtökur hlutust nátt-
úrlega af því að þarna var á
ferðinni holl og sáraódýr
skemmtun og fræðandi og
mannbætandi jafnframt.
Þetta hvatti Jón Kr. Gunn-
arsson til dáða og nú var reynt
að fjölga dýrunum og færa út
kvíarnar, þótt auðvitað þýddi
það stóraukinn kostnað við
umönnun og fóðrun. Bjarndýr
komu og stórhuga menn færðu
safninu gersemar að gjöf, eins
og Ijónin. Þetta kallað á veru-
legar framkvæmdir, meiri en
stórhugurinn einn réði við
framan af og víst máttu mörg
dýranna búa þröngt um hríð.
Þó var stöðugt verið að gera
endurbætur á aðstöðunni, og
menn vissu að betri tíð hlaut
að vera í vændum. Ekki stóð á
börnum höfuðborgarsvæðisins
að leggja málinu lið með áhuga
sínum og heimsóknum.
En viti menn. Fyrr er varði
upphófst gegn þessari ungu
stofnun einhver hin fáheyrð-
asta róg og æsingaherferð sem
dæmi eru um hér á landi. Hver
„dýravinurinn“ á eftir öðrum
vaktist upp í blöðunum og
ataði safnið auri, kærur voru
skrifaðar og sendar yfirvöldum
í mannúðarnafni, illgjarnir
njósnarar voru á stjái á ótrú-
legustu tímum sólarhringsins
til þess að láta sér koma eitt-
hvað enn nýtt í hug til að
stefna gegn starfseminni. Þá
var nú ekki þögnin og skeyting-
arleysið líkt og nú er. Loks
heppnaðist að fá safninu lokað
°g byrgja dýrin þar fyrir augum
yngstu borgaranna um langt
skeið. Enginn hefur kunnað
að skýra hvers vegna dýrunum