NT - 02.11.1985, Síða 11
Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi
sunnudaginn 3. nóvember 1985
Árbæjarprestakall
Barnasamkoma í safnaðarheimili Ar-
bæjarsóknar kl. 10.30 árdegis. Guðs-
þjónusta í safnaðarheimilinu kl. 14.
Organleikari Jón Mýrdal. Miðviku-
dag 6. nóv. Fyrirbænasamkoma í
safnaðarheimilinu kl. 19.30. Sr. Guð-
mundur Forsteinsson.
Áskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl.
14. Kaffisala safnaðarfélagsins í
safnaðarheimili kirkjunnar eftir
messu. Þriðjudag 5. nóv.: Fræðslu-
kvöld í safnaðarheimili Áskirkju. Sig-
urbjörn Einarsson biskup fjallar um
bænina og hefst samvera kí. 20. Sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtsprcstakall
Laugardag kl. 11. Barnasamkoma í
Breiðholtsskóla. Sunnudag kl. 14.
Messa. Altarisganga í Breiðholts-
skóla. Helgisýning fermingarbarna.
Sr. Lárus Halldórsson.
Bústaðakirkja
Barnasamkoma kl. 11. Sr. Sólveig
Lára Guðmundsdóttir. Guðsþjónusta
kl. 14. Lesari Fjóla Kristjánsdóttir.
Organleikari Guðni Þ. Guðmunds-
son. Basar kvenfélagsins eftir messu.
Þriðjudagskvöld: Æskulýðsfundur.
Miðvikudagseftirmiðdaga: Félags-
starf aldraðra. Fimmtudagskvöld:
Samvera með fermingarbörnum. Sr.
Ólafur Skúlason. Námskeið um
skírnina í Bústaðakirkju mánudags-
kvöld kl.20.
Digranesprestakall
Barnasamkoma í safnaðarheimilinu
við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan
Laugardag. Barnasamkoma í kirkj-
unni kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurð-
ardóttir. Sunnudag: Messa kl. 11. Sr.
Hjalti Guðmundsson. kl. 14.00
Allrasálnamessa. Minningardagur
látinna. Svala Nielsen syngur stólvers
„Friður sé með öllum yður“ eftir
Schubert. Sr. Þórir Stephensen.
Dómkórinn syngur við báðar mess-
urnar. Organleikari Marteinn H.
Friðriksson.
Elliheimilið Grund
Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Lárus Hall-
dórsson.
Fella- og Hólakirkja
Laugardag: Kirkjuskóli fyrir börn 5
ára og eldri verður í kirkjunni við
Hólaberg 88 kl. 10.30. Barnasam-
koma í Hólabrekkuskóla kl. 14.00.
Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 14.00.
Organisti Guðný Margrét Magnús-
dóttir. Sr. Hreinn Hjartarson.
Grensáskirkja
Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14.
Fyrirbænir eftir messu. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Biblíulestur
þriðjudag kl. 20.30. Takið biblíu
með. Sr. Halldór S. Gröndal.
Hallgrímskirkja
Laugardag 2. nóv.: Félagsvist í safn-
aðarheimilinu kl. 15. Sunnudag 3.
nóv.: Messa kl. 11. Altarisganga sr.
Ragnar Fjalar Lárusson. Barnasam-
koma á sama tíma í safnaðarheimili.
Minningar- og þakkarguðsþjónusta
kl. 17. Mótettukór Hallgrímskirkju
syngur mótettuna „Þeir sem sá með
tárum“ eftir Schútz. Sr. Karl Sigur-
björnsson prédikar.
Þriðjudag 5. nóv.: Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10:30. Miðvikudag 6.
nóv: Náttsöngur kl. 22. Fimmtudag
7. nóv.: Fundur Kvenfélags Hall-
grímskirkju kl. 20.30.
Landspítalinn
Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Karl Sigur-
björnsson.
Háteigskirkja
Messa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl.
11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl.
14. Sr. Arngrímur Jónsson.
Kársnesprestakall
Messa í Kópavogskirkju kl. 11. Org-
anisti Kjartan Sigurbjörnsson. Barna-
samkoma kl. 11 í félagsheimilinu
Borgum. Sr. Guðmundur Örn Ragn-
arsson.
Langholtskirkja
Óskastund barnanna kl. 11. Söngur-
sögur-leikir. Sigurður Sigurgeirsson,
Þórhallur Heimisson, Jón Stefánsson
o.fl. Guðsþjónusta kl. 14. Látinna
minnst og fyrir horfnum ástvinum
beðið. Guðbrandar Þorlákssonar
biskups, sem starfið við kirkjuna er
helgað, sérstaklega minnst. Prestur
,sr. Sigurður Haukur Guðjónsson.
Organisti Jón Stefánsson. Sóknar-
nefndin.
Laugarneskirkja
Sunnudag: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Messa kl. 14. Altarisganga, kórsöng-
ur. Mánudag 4. nóv.: Fundur í kven-
félagið Laugarnessóknar í safnaðar-
heimilinu kl. 20. Þriðjudag 5. nóv.:
Bænaguðsþjónusta kl. 18. Föstudag
8. nóv.: Síðdegiskaffi kl. 14.30. Bisk-
up íslands hr. Pétur Sigurgeirsson
verður gestur okkar. Sóknarprestur.
Neskirkja
Laugardag: Félagsstarfið í dag.
Skemmtidagskrá í umsjá J.C. Nes.
Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudag:
Barnasamkoma kl. 11. allraheilagra-
messa. Guðsþjónusta kl. 14. Minnst
látinna. Orgel- og kórstjórn Reynir
Jónasson. Einsöngur Unnur Jens-
dóttir. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs-
son.* Þriðjudag og fimmtudag: Opið
hús á milli 13-17 fyrir aldraða. Mið-
vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20.
Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson.
Föstudag kl. 16.00. Umræða um
guðspjall næsta sunnudags. Sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson.
* Mánudag: Æskulýðsstarf kl. 20
Seljasókn
Barnaguðsþjónusta í Seljaskóla kl.
10.30. Barnaguðsþjónusta í Öldusels-
skóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í Öldu-
selsskóla kl. 14. Fyrirbænasamvera í
Tindaseli 3, þriðjudag 5. nóv. kl.
18.30. Fundur í æskulýðsfélaginu
þriðjudag 5. nóv. kl. 20 í Tindaseli 3.
Sóknarprestur.
Fríkirkjan í Reykjavík
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðspjall-
ið í myndum. Barnasálmar og smá-
barnasöngvar. Afmælisbörn boðin
sérstaklega velkomin. Framhalds-
saga. Við píanóið Pavel Smid. Sr.
Gunnar Björnsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjón-
usta kl. 14. Orgel og kórstjórn Þóra
Guðmundsdóttir. Sr. Einar S. Eyj-
ólfsson.
Óháði söfnuðurinn
Guðsþjónusta verður í kirkju óháða
safnaðarins sunnudag 3. nóv. kl. 11.
Organisti Heiðmar Jónsson. Sr. Þór-
steinn Ragnarsson.
Prestar
Prestar halda hádegisverðarfund í
safnaðarheimili Bústaðakirkju mánu-
daginn 4. nóv.
Garðasókn
Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 11.
Sr. Bragi Friðriksson
Bessastaðasókn
Barnasamkoma í Álftanesskóla kl.
11. Sr. Bragi Friðriksson.
Kálfatjarnarkirkja
Messa kl. 14. Sr. Bragi Friðriksson.
■ Vetrarstarfið í Langholtskirkju
er nú hafið af fullum krafti. Kvenfé-
lag, Bræðrafélag og kórinn hafa hafið
störf sín. Nýlega var kosin ný sóknar-
nefnd, samkvæmt nýsettum lögum
um kirkjusóknir, sóknarnefndir, hér-
aðsfundi o.fl. Var fjölgað í sóknar-
nefndinni úr fimm í sjö og eru
varamenn jafnmargir. Sóknarnefndin
hefur haldið vikulega fundi og verður
svo enn um sinn a.m.k.
Fyrirsjáanlegt er mikið hljómleika-
starf í kirkjunni, auk þess sem verður
á vegum Kórs Langholtskirkju. Það
er margra manna mál, að Langholts-
kirkja sé nú besta hljómleikahús
landsins vegna ágætis hljómburðar.
í vor hélt Polýfónkórinn hljómleika
í kirkjunni og síðar Karlakórinn
fóstbræður. Nýlega var þar Mótet-
tukór Hallgrímskirkju og íslenska
hljómsveitin með sína fyrstu hljóm-
leika af átta sem haldnir verða í vetur.
Hinn 3. nóvember verður haldin
Guðbrandsmessa í minningu Guð-
brands biskups Þorlákssonar. Kirkjan
var af biskupi íslands helguð minn-
ingu Guðbrands biskups, en vígsluár
hennar bar upp á 300 ára afmæli
útkomu Guðbrandsbiblíu. Þessi helg-
un fór fram á biblíudaginn í fyrra.
Afmælis safnaðarins verður minnst
á fyrsta sunnudag í aðventu, sem nú
ber upp á 1. desember.
Kostnaður við smíði Langholts-
kirkju var afar mikill og skortir enn
mikið fé til að standa straum af
honum.
Sóknarnefnd hefir eins og undan-
farin ár sent öllum heimilum gíró-
seðla með ósk um að húsráðendur
leggi sitt af mörkum til að leysa
fjárhagsvandann.
Laugardagur 2. nóvember 1985 11
Gullnáma
20 reggae Classics - The music that
inspired a generation
j ■ Sú plata sem hér er til umfjöllunar
i inniheldur 20 klassísk reggae-lög frá
J árunum kringum 1970, þegar reggae-
I tónlistin var að mótast sem sjálfstæð
tónlistargrein. Þessi tónlist þróaðist,
eins og eflaust flestir vita, á eynni
Jamaica í Vestur-Indíum. Flestir vita
líka og er óþarfi að taka frani, að
langþekktasti tónlistarmaður á þessu
| sviði hét Bob Marley. Hann á reyndar
eitt lag á þessari plötu.
Val laga á þessa plötu virðist rniðast
við að setja á plötu upprunalegar
útgáfur laga sem nýlega hafa orðið
vinsæl í öðrum útgáfum. Hér er t.d.
lagið Red Red Wine sem helsta
reggae-hljómsveit samtímans, UB 40,
lék inn á plötu og gerði mjög vinsælt
j fyrir skömmu. Lagið er hér flutt af
Tony nokkrum Bribe, og er frá árinu
i 1969. En auðvitað var það Neil Dia-
mond sem samdi lagið, þannig að hér
er aðeins hægt að tala um uppruna-
lega reggae-útgáfu. Hér er einnig
Love Of The Common People, eftir
þá Hurely og Wilkins, sem Paul
Young söng og gerði vinsælt. Það er
Nicky Thomas sem flytur og lagið er
frá 1970. Þá má nefna Many Rivers To
Cross, þekktast með Lindu Ronstadt,
en upphaflega flutt af Jimmy Cliff,
sem einnig samdi lagið.
Enn má nefna Rivers Of Babylon,
það fræga Boney-M lag. Hér eru það
The Melodians sem flytja lagið, löngu
áður en Boney-M nauðguðu laginu
með fáránlegri diskóútsetningu.
Eitt skemmtilegasta lagið heitir
Rudy, A message To You, flutt af
Dandy Livingstone. Þetta lag fluttu
The Specials og gerðu vinsælt rétt
fyrir 1980. í framhaldi af því hrifust
Fræbbblarnir af laginu og fluttu í
sinni eigin útgáfu, gott ef lagið er ekki
á Viltu nammi væna. Það liggja sem
sagt víða þræðir og ýmislegt kemur á
óvart.
Eins og áður sagði á Bob Marley
eitt lag á plötunni, það nefnist Keep
On Moving. Þar er hinn sérstæði
Wailersstíll í mótun og þegar orðinn
nokkuð þróaður. Þeir sem heilluðust
af Marley í kring um 1975 ættu að
kannast við sig.
Yfir allri plötunni er sérkennilega
heillandi frumstæður blær. Tónlistin
hljómar eins og hún sé orðin mjög
gömul, svo mjög hefur upptökutækni
þróast á þessum stutta tíma. Það er
semsagt hljómurinn sem er gamall,
en ekki andinn í tónlistinni. Tónlistin
er enn jafnfersk og þegar hún kom
20
REGGAE
CLASSICS
THE MUSIC THATINSPIRED A GENERATION
fyrst fram, og flest þessara laga hafa
þegar sannað það að þau eru klassísk.
Platan hefur sama seiðmagn og gaml-
ar rokkabillýplötur, hún geymir þann
óspillta neista poppsins sem mörgum
hefur reynst erfitt að finna að undan-
förnu. Neistann er ennþá víða að
finna, en nú ætti fremur að tala um
spilltan neista.
ÁDJ
með plötu
■ Væntanleg er á markaðinn
ný hljómplata í nóvember með
Rúnari Þór Péturssyni. Hann
semur og útsetur öll Iögin á
plötunni sjálfur. Hann er auk
þess söngvari tlestra laganna,
en auk hans syngja Eiríkur
Hauksson, Siguröur Sigurðsson
og Bubbi Morthens, eitt lag
hver.
isí!l
í'!
I,, i : I. . a1 .111,
JiH
f
;' 'i
ssm
i.. íí
Nýtt bakarí
að Dalshrauni 13,
Hafharfirði!
Við
bjóðum upp
á rjúkandi
krœsingar úr
bökunarofninum
■Jk
Frábærir rjómahringir og perutertur á aðeins kr. 155
Leyfðu okkur að leika við bragðlaukana
- þú sérð ekki eftir því.
Bakaríið
Starmýri 2 og Dalshraunl 13
Opnunartími: Mánudaga til föstudaga kl. 8.00 - 18.00. Laugardaga til sunnudaga kl. 9.00 - 16.00.