NT - 02.11.1985, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. nóvember 1985 13
Er Sturla höfundur Njálu?
Matthías Johanessen:
Bókmenntaþættir,
Almenna bókafélagið, 1985.
■ Þessibókhefuraðgeymaumfjöll-
un um bókmenntaverk, en hún er
nokkuð sérstæðs eðlis sem slík. Höf-
undurinn er háskólagenginn ís-
lenskufræðingur, hann er jafnframt
þrautþjálfaður blaðamaður, einn
fremsti viðtalasmiður okkar, og auk
heldur í seinni tíð eitt fremsta Ijóð-
skáld þjóðarinnar. Hér fæst hann við
tvennt, annars vegar viðtúlkun verka
frá nýlegum tíma og samtíma okkar,
og hins vegar við Sturlu Þórðarson.
í fyrri hlutanum er fyrst fróðleg
ritgerð um Grím Thomsen og kvæði
hans Á Glæsivöllum. Síðan tekur við
þáttur um Fornar ástir Sigurðar
Nordals, annar um Gunnar Gunnars-
son og sá þriðji um Gullna hliðið.
Næsti þáttur er umfangsmikil rann-
sókn á Kristrúnu í Hamravík og
Márusi á Valshamri eftir Guðmund
G. Hagalín, og er ekki síst fengur þar
að því að raktar eru fyrirmyndir að
því er varðar stíl og lífsviðhorf til
verka á borð við Passísálmana og
Vídalíns-postillu. Þá kemur yfirlits-
þáttur um Tómas Guðmundsson, og
síðan víkur höfundur að Guðsgjafa-
þulu Halldórs Laxness og heimildum
hennar. Næst kemur fróðlegur kafli
með athugasemdum Halldórs Lax-
ness við greinaruppkast um verk hans
eftir Matthías, og eftir fylgja kaflar
um Jón úr Vör, Kristján Karlsson og
Jóhann Hjálmarsson.
Mikið af þessu efni hefur birst áður
og er því gamalkunnugt. En allir eru
þættirnir lipurlega skrifaðir og fróð-
legir, ekki síst vegna þess að hér
kemur í ljós að á milli þeirra er
samhengi töluvert. Höfundur leyfir
sér að fara eigin leiðir í umfjöllun um
verkin, en ekki eru aðferðir hans þó
alltaf hinar sömu og háskólagengnir
bókmenntafræðingar temja sér að jafn-
aði í fræðiritum. Staðgóð þekking
hans á bókmenntum, ásamt kunnáttu
hans í fræðilegum vinnubrögðum, fer
ekki á milli mála, en þó leyfir hann
sér hiklaust meiri sparsemi í tilvitnun-
um og töluvert orðfleiri framsetningu
en yfirleitt þykir við hæfi í fræði-
mennsku.
En í þessu er þó jöfnum höndum
töluverður styrkur fólginn. Hér er
skáld að túlka skáldskap, og sömu-
leiðis hefur Matthías verið svo lán-
samur að fá að verða persónulega vel
kunnugur meirihluta þeirra skálda
sem hann er hér að fjalla um verk eftir.
Þetta gerir honum meðal annars kleift
að vitna beint í samtöl sín við höfund-
ana og bregða sér yfir í viðtalsformið
sem hann kann manna best að fara
með. Er víða að því gagnlegur fróð-
ieiksauki.
Hér er því saman kominn verulega
mikill fróðleikur um þessi verk og
margt af honum nýstárlegt. Auk þess
er umfjöllun Matthíasar um verkin
bæði ítarleg og skilmerkileg. Það er
Ijóst að sem skáld sjálfur hefur hann
valið sér að viðfangsefni verk sem hafa
vakið hrifningu hans sjálfs. Um skáld-
verk er hægt að fjalla út frá ótalmörg-
um sjónarmiðum, og hér eru það
kannski ekki síst sjónarmið skáldsins
sem vekja forvitni. Af þessum sökum
er ef til vill ekki hvar minnstur fengur
að umfjöllun hans um ljóðskáldin
þrjú í lokin. Greinilega kemur fram
að þar skrifar maður um formbylting-
una í íslenskri ljóðagerð sem sjálfur
hefur tekist á við þau vandamál sem
hún hafði í för með sér fyrir skáldin.
I Ijósi þess verða margar athugasemd-
ir hans þar býsna álitlegar til skýringar
á slíkum verkum.
Hins vegar kæmi mér ekki á óvart
þótt mörgum myndi þykja allnokkurt
sprengiefni fólgið í seinni hluta
bókarinnar, þar sem fjallað er um
Sturlu Þórðarson. Þar ítrekar Matthí-
as þær hugmyndir, sem hann setti
fram í Morgunblaðinu í fyrra, að
Sturla sé hinn raunverulegi höfundur
Njálu.
Rök hans fyrir þessu eru margvís-
leg og flóknari en svo' að þau verði
rakin hér. Hann styðst við rittengsl,
orðalag og stílatriði, og líka atburði í
átökum Sturlungaaldar sem Sturla
hefur þekkt og má vera að endur-
speglist í Njálu. Hið nýstárlegasta hjá
honum er þó að meðal röksemda
hans eru dæmi frá þessari öld um
gjörólíkar bækur sem einn og sami
höfundur hefur skrifað. Styðst hann
fyrst og fremst við verk Halldórs
Laxness í því sambandi.
Matthías flytur mál sitt með ákaf-
lega miklum sannfæringarkrafti, og
er ekki annað að sjá en að hann sé hér
að hleypa af stokkunum bráð-
skemmtilegri deilu um þetta efni.
Fráleitt verða allir sammála honum en
Uppeldisfræði IV
Geðofsaköst, slags
mál, rifrildi
og árásarhneigð
■ Geðofsaköst, árásargirni, rifr-
ildi eða slagsmál einkenna þroska-
feril eðlilegra barna. Börn eru mis-
erfið og er það háð persónuleika
þeirra. Þetta veldur áhyggjum og
angrar þig, ef þér lærist ekki að
skilja að hegðunin getur verið eðli-
leg. Ung börn frá 12 mánaða aldri
eiga til að öskra, stappa fótunum
eða sýna óánægju sína á einhvern
annan hátt, fái þau ekki vilja sínum
frámgengt eða annað barn tekur
leikföngin af þeim. Ef þú getur áttu
ekki að láta sem þú sjáir geðofsa-
köstin, því vitað mál er að þau
munu halda áfram og endurtaka sig,
ef barninu tekst að vekja á sér
athygli, skapa fyrirhöfn og kvíða og
að lokum að ná fram vilja 'sínum
hafi geðofsakastið verið nógu
kröftugt. Aðalvonbrigðin verða ef
orkan fer í að liggja á gólfinu og
öskra og sparka og enginn tekur
eftir honum, svo að hann nær ekki
athyglinni, þá er ekki ómaksins
vert. Því miður er oft ekki auðvelt
að láta sem maður sjái ekki geð-
ofsaköstin, þegar barnið ræðst að
manni, hendir bollum, hnífum og
göfflum, þá reynir á sjálfsstjórn
foreldranna og hugmyndaflug til
þess að ráða við aðstæður.
Hcima fyrir læra börnin heilmikið
í slagsmálum og rifrildi, þau læra að
láta undan þegar það á við, og það
er mun auðveldara fyrir þau að læra
heinia hjá sér að taka tillit til
annarra, en að eiga það ólært og
þurfa að læra það í skólanum eins
og títt er um einbirni. Láttu börnin
sætta sig við að híða lægri hlut án
íhlutunar þinnar, ef mögulegt er,
forðastu að blanda þér í deilumál
þeirra, þau meiða ekki hvort annað.
Þegar deilumálin snúast upp í
slagsmál, sent valdið gætu slysum,
er nauðsynlegt að ganga á rnilli.
Erfitt er að vita, hvernig bregðast
á við, þegar börn nágrannanna eru
ekki látin í friði. Ef óknyttir vekja
of mikla athygli og stöðva á þá með
offorsi, þá er öruggt að það tekst
ekki vegna þess hve ljúft er að láta
athyglina beinast að sér.
Bæði börn og unglingar verða
úrill, séu þau svöng, þreytt og leið.
Þegar lítið barn kemur í slæmu
skapi heim úr skólanum, þá er
óviturlegt af foreldrunum að fara að
tala um fyrir þeim og verða gröm.
Skynsamir foreldrar láta sem þeir
sjái ekki geðvonskuna, en gefa
barninu bita og lofa því að jafna sig.
Undrastu ekki þó að misvel liggi á
barninu þínu.
Afbrýðisemi,
hræðsla og feimni
Öll börn eru afbrýðisöm og veldur
það foreldrunum áhyggjum nema
þau skilji að þetta er eðlileg tilfinn-
ing, þannig að þau séu ekki að velta
fyrir sér hvað þau hafi gert rangt í
uppeldi barna sinna. Afbrýðisemi
lýsir sér þannig að barninu finnst
það hafa misst forystuhlutverkið,
oft við það að bróðir eða systir
fæðist, eða að því finnst að bróðir
eða systir hafi öfundsverða eigin-
lcika, sem það hefur ekki. Því
styttra sem bilið er á milli systkina
þeim mun meiri líkur eru á afbrýði-
semi.
Ekki fer yfirleitt á rnilli mála
hvernig líðan barnanna er, drengur-
inn fer að gráta þegar systirin er
tekin í fangið eða þcgar hann lemur
hana í hausinn. En afbrýðisemin
getur verið ómeðvituð og ekki eins
augljós, eins og þegar bróðirinn
verður allt í einu árásargjarn og vill
láta mata sig þó að hann sé vel fær
um það sjálfur. Hann á til að fara
að væta buxurnar og jafnvel að
kúka á sig eða sýnir önnur óæskileg
hegðunarmynstur. Refsing er æfin-
lega af hinu illa því að það staðfestir
aðeins grun hans um að hann hafi
glatað ást foreldranna. Það sem
hann þráir er að finnast hann ómiSs-
andi, að enginn geti án hans verið.
í stað þess að skammast, skaltu láta
vel að barninu þínu og sýna því að
þú elskir það, láttu það skynja
öryggiskennd og að það sé þér
einhvers virði.
hins er þó skylt að geta að hann setur
þann fyrirvara að sið góðra fræði-
ntanna að ekki sé þó enn sannað að
Sturla hafi samið Njálu og verði
líklega aldrei. En eigi að síður á hann
vafalaust eftir að sannfæra marga
með þessu riti sínu.
Sjálfur þori ég þó ekki að láta
sannfærast, og stendur þar fastast í
mér að mér þykir íslendinga saga í
Sturlungu, sem Sturla Þórðarson
samdi, svo gjörólík Njálu í nær öllum
atriðum að það vefst töluvert fyrir mér
að trúa því að sami maður hafi skrifað
báðar bækurnar.
Hins vegar hlýt ég að viðurkenna
þá röksemd Matthíasar að það var
sami höfundur sem skrifaði bæði
Sölku Völku og Gerplu, og vissulega
er mikill munur á þeim bókum. Það
er líka einmitt alls ekki út í hött að
bera saman höfund Njálu og Halldór
Laxness, því að óvíst er að nokkurn
íslenskan höfund beri hærra en þessa
tvo, að fornu og nýju.
Og hafi Sturla skrifað Njálu þá fer
það ekki á milli mála að hann hefur
verið töluvert miklu meiri rithöfund-
ur en menn hafa almennt talið til
þessa. Og það má svo sem vel vera að
hann hafi staðið meir í skugga Snorra
föðurbróður síns Sturlusonar meðal
fræðimanna til þessa en hann eigi
skilið. Það eru þannig ýmsar spurn-
ingar, sem vakna þegar þessu máli er
velt upp, og alls ekki er óhugsandi að
þessi ritgerð Matthíasar Johannessen
eigi einmitt eftir að rétta nokkuð hlut
hans.
Þó eru tvö atriöi sem mér sýnist að
þurfi að rannsaka betur og varða
þetta. Höfundur Njálu hefur lengst af
verið talinn heldur slakur lagamaður.
Hugmynd mín um Sturlu er hins
vegar að hann hafi búið yfir meiru af
hagnýtri lagakunnáttu en fram kemur
í Njálu, og væri fróðlegt að fá í
hendur rannsókn á þeirri kunnáttu
eins og hún birtist í ritum hans. Líka
gæti ég trúað því að Kristni þáttur
Njálu væri vænlegt rannsóknarefni út
frá þessu sjónarmiði. Það gæti hugs-
anlega leitt eitthvað í Ijós ef hann
væri tekinn og borinn skipulega sam-
an við rit Sturlu um sama efni.
Ég hef alltaf borið virðingu fyrir
mönnum sem þora að fá djarflegar
hugmyndir að halda þeini á lofti. Hér
hefur einmitt verið hreyft slíkri
hugmynd, og við nánari skoðun er
hún kannski alls ekki eins fráleit og
margur gæti haldið við fyrstu heyrn.
Vonandi er þetta upphafið á
skemmtilegri umræðu, og hlakka ég
til að fylgjast með henni.
Bókin sjálf er í kiljubroti og snyrti-
lega frágengin. Nokkrar leiðinleear
prentvillur fann ég þegar aftur eftir
henni dró. Líka hefði nafnaskrá í
lokin ekki spillt.
Eystcinn Sigurðsson.
SINDY-HÚS 3 gerðir,
einnig dúkkur og húsgögn.
Enn eru til leikföng á gömlu verði
t.d. Legókubbar, eldri öskjur með 30% afslætti.
Sparið þúsundir og kaupið
jólagjafirnar tímanlega
Póstsendum
LEIKFANGAHÚSIÐ
Skólavörðustíg 10 s. 14806