NT - 02.11.1985, Page 14
rtir Laugardagur 2. nóvember 1985 14
lá i> Fréttir
Time, Newsweek:
Nútíma „Lýsiströtur“ slá frá sér
■ Fréttatímaritin Tíme og
Newsweek gera bæði kvenna-
deginum á Islandi skil í síðustu
tölublöðum. Time segir að tug-
þúsundir kvenna hafi lagt niður
vinnu í sólarhring til að mót-,
mæla „forréttindum karlmanna*'.'
Framkvæmdamenn gátu
ekki notað síma sína þennan
dag, vegna þess að símastúlk-
urnar í fyrirtækjunum sýndu
kynsystrum sínum samstöðu
með því að gefa ekki síma-
sambönd cn hrópuðu í tólin
„Við þorum, Við getum, Við
viljum".
Ríkisstjórnin var leiðtoga-
laus, þar sem Vigdís Finnboga-
dóttir mætti ekki á skrifstofu
sína til að sýna samstöðu með
verkfallskonum. En verst aföllu
var að byrja daginn. Margir
íslenskir karlmenn vöknuðu
upp við það að konur þeirra
neituðu að matbúa morgunmat-
inn. Um gjörvallt landið voru
öll veitingahús yfirfull urn morg-
unmatarleytið.
Tilgangurinn var að syna að
landið þrifist ekki án kvenna
sinna. Hvers vegna að leggja
áherslu á svo augljóst mál?
spyr blaðið. Og svarar að úti-
vinnandi konur á (slandi þéni
40% minna en karlar.
í Time fylgir mynd af fundin-i
um á Lækjartorgi, þar sem
Salome Þorkelsdóttir alþingis-
maður stendur í fremstu röð og
er í verkfalli frá þingstörfum.
í Newsweek er fyrirsögnin:
Nútíma „Lýsistrata". Þar er
minnt á gríska gamanleikinn
um þaö þegar konur neituðu
körlurn sínum um kynmök.
Minnt er á að kvennadagurinn
hafi verið haldinn til að minnast
þess að kvennaáratug Samein-
uðu þjóðanna er lokið og að
svipað verkfall hafi átt sér stað
í upphafi áratugarins fyrir ná-
kvæmlega lOárum. Blaðiðskýr-
ir frá að þúsundir kvenna hafi
neitað að vinna heimilisstörf og
ekki farið í vinnuna en 18 þús-
und kvenna fundur verið hald-
inn á Lækjartorgi.
Þá er rakið í stórum dráttum
aödragandi þess að flugfreyju-
verkfallið var bannaö með lög-
um og aö Vigdís Finnbogadóttir
hafi veigrað sér við að skrifa
undir lögin á kvennadaginn. En
Halldór Ásgrímsson, starfandi
forsætisráðherra hafi talið henni
hughvarf. Eftir það hafi hún
gert það sama og flestar hinna
120 þúsund íslcnskra kvenna,
farið heim og liafið verkfall.
Tcikning fylgir frásögninni í
Newsweek.
Gerðuberg:
30 verk eftir
látnar listakonur
verkin eru öll í eigu Reykjavíkurborgar
hefst sunnudaginn 3. nóvember
og þá verða sýnd verk eftir
myndlistarkonur sem nú eru
látnar. Tæplega 30 verk getur
að líta á þessari sýningu, eftir 10
listakonur m.a. hinar feikna-
góðu listakonur, Júlíönu
Sveinsdóttur, Nínu Tryggva-
dóttur og Gerði Helgadóttur að
öðrum ólöstuðum. Síðari sýn-
ingin verður í janúar og þá
verða sýnd verk eftir núlifandi
inyndlistarkonur.
Elsta verkið á sýningunni er
frá árinu 1915 en yngsta verkið
frá árinu 1974. „Það er mjög
bagalegt en sum verkin eru ekki
tímasett, það kemur t.d. hvergi
fram á hvaða árum verk Kristín-
ar Jónsdóttur eru.“ sagði Guð-
rún Erla eða Gerla eins og hún
er oftast kölluð. Auk þeirra
fjögurra listakvenna sem þegar
hafa verið nefndar eiga Barbara
Árnason. Eyborg Guðmunds-
dóttir, Gunnfríður Jónsdóttir,
María H. Ólafsdóttir, Ragn-
heiður Jónsdóttir Ream, og
Vigdís Kristjánsdóttir verk á
sýningunni, bæði málverk,
skúlptúra. veggteppi o.fl.
„Reykjavíkurborg' hefur
keypt verkin á 30 ára tímabili.
Fvrir um 20 árum sá átta manna
nefnd um listaverkakaupin en
síðan þurfti borgarráð að sam-
þykkja þau. Þá kom tímabil þar
sem borgarlögmaður sá uni
kaupin. Borgarstjórar hafa líka
■ „Þessi verk voru sótt út um
alla borg þar sem þau hanga
uppi á mismunandi aðgengileg-
mn stöðum, sum eru til dæmis
inn á Höfða og þangað kemur
almenningur ckki oft, flestöll
vcrk Júlíönu Sveinsdóttur
hanga inn á Skjalasafni Reykja-
víkurborgar þar sem fáir eiga
leið um og aöstæður þar bjóða
heldur ekki upp á að málverk
njóti sín vel þar, en önnur eru á
stöðum þar sem margir leggja
leið sína, eins og þar sem borgin
greiðir út reikninga sína. En
þetta eru stórgóð verk." sagði
Guðrún Erla Geirsdóttir mynd-
listarkona sem sett hefur upp
sýningu í Menningarmiðstöð-
inni Gcrðubergi á verkum eftir
íslenskar myndlistarkonur.
Verkin eru öll í eigu Reykjavík-
urborgar.
Reykjavíkurborg á alls 90
vcrk eftir íslenskar myndlistar-
konur og stjórn Kjarvalsstaða
hcfur í samráði við Geröuberg
ákveðið að setja upp sýningar á
verkum kvennanna. Sýningin
verður í tvennu lagi, sú fyrri
■ Elsta verkið á svningunni í Gerðubergi olíumálverk frá árinu 1915 eftir Júlíönu Sveinsdóttur. Verkið
heitir Landslag í Svíþjóð.
■ Götumynd - hús á Grímsstaðaholti, olíumálverk eftir Nínu
Tryggvadóttur frá árinu 1940.
í gegnum - tíðina öðru hverju
keypt listaverk en á síðustu 5
árum hafa þeir sem kosnir eru
pólitískri kosningu í stjórn
Kjarvalsstaða séð um kaupin.
En rúmiega helmingur allra
þessara 90 verka eru keypt á
síðastliðnum 4 árum," sagði
Gerla að lokum.
Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 1. desember og aðgang-
urerókeypis.
■ Kona við sauma heitir þetta verk eftir Júlíönu Sveinsdóttur,
olíumálverk frá árinu 1915 af móður listakonunnar.