NT - 02.11.1985, Page 15

NT - 02.11.1985, Page 15
 m F? Laugardagur 2. nóvember 1985 19 L1 y Fréttir Amnesty International: Látum vita að við vitum að ungmennum í fangelsum. En á þeim eru ekki síður framin mannréttindabrot en hinum fullorðnu. I sumum löndum eru þau látin „hverfa," annarsstaðar eru þau fangelsuð. í flestum tilfellum hafa þau ekkert til saka unnið. Af þessu tilefni heldur Is- landsdeild AMNESTY INT- ERNATIONAL sýningu og kynningu á starfi sínu í Norræna húsinu. Þar er sýning á myndum undir heitinu Við vitum að þú ert á lífi. Þar er verið að vekja athygli fólks á þeim sem sæta þurfa pyntingum í fangelsum erlendis. Á sýningunni liggja einnig frammi lýsingar á börnum út um allan heim sem horfið hafa sporlaust. Sýningargestir eru hvattir til að skrifa eða að undirrita bréf til stjórnvalda í hverju landi þar sem farið verð- ur fram á rannsókn á hvað orðið hefur um ungmennin. Tvær uppákontur verða í til- efni sýningarinnar. Mánudags- kvöldið 4. nóvember verður leiksýning: Biko- réttarhöldin eftir Bandaríkjamennina Jon Blair og Norman Fenton í þýð- ingu Hallbergs Hallmundsson- ar, leikstjóri er Sveinn Einars- son. Sjálfboðaliðar úr stétt leikara hafa æft verkið undir stjórn Sveins og verður aðeins þessi eina sýning á mánudags- kvöldið kl. 20.30. Laugardaginn 9. nóvember verður sýnd mynd frá kana- díska sjónvarpinu „Mennirnir ■ Dagvistunarheimili fyrir Alzheimes sjúklinga verður tek- ið í gagnið um næstu áramót á Flókagötu 53 í Reykjavík, og verður það rekið af Rauða krossinum og Múlabæ. Er þetta í fyrsta skipti sem Alzheimis- sjúklingar fá slíka aðstöðu hér á landi, en ekki er langt síðan sjúkdómur þessi var almennt viðurkenndur meðal lækna. „Þetta er gífurlegur léttir fyrir marga aðstandendur Alzheimes sjúklinga, og þótt þetta sé bara dagvistunarheimili sem tekur einungis 15 sjúklinga, er þetta spor í rétta átt,“ sagði Gerður Pálmadóttir formaður SAAS, eða Samtaka aðstandenda Alz- heimessjúklinga, í samtali við NT, en félag þetta var stofnað í fyrrahaust." „Þegar eru hér á landi urn 300-400 manns sem þjást af þessum sjúkdómi, en hann leggst aðallega á eldra fólk og lýsir sér þannig að það fer að missa minni, heilarýrnun á sér stað og fólk breytist smám sam- an í börn, sífellt þarf að gæta þeirra, vegna þess að það verður andlega ósjálfbjarga. Þar sem erfitt hefur reynst að greina sjúkdóminn, eru þetta oft talin vera elliglöp eða jafnvel viss tegund geðveiki og jafnvel þegar tekist hefur að greina hann eru engir staðir til fyrir þetta fólk nema elliheimili eða geðdeildir.“ Gerður sagði einnig að óskap- legt álag væri fyrir aðstandendur að hafa Alzheimessjúkling á heimili, þess væru dæmi að heimilislíf undir þessum kring- umstæðum hefði lagst í rúst á fáeinum árum. „Þessvegna er fuíl þörf á dval- arheimili allan sólarhringinn fyrir þetta fólk, því viljum við stefna að á komandi árum,“ sagði Gerður að lokum. ■ Reynir Þorgrímsson formaður Lionsldúbbsins Víðarrs, afhendir Þórði Harðarsyni prófessor hjartagæslutækið. Lionsklúbburinn Víðarr: Gefur hjartagæslutæki ■ Lionsklúbburinn Víðarr í Reykjavík afhenti hjartadeild Landspítala íslands nýtt hjarta- gæslutæki, þann 30. október s.l. Notkun tækis sem þessa brý'tur biað í sögu hjartalækn- inga hér á landi þar sem það auðveldar til muna allar rann- sóknir á hjartasjúkdómum, en í þessu sambandi eykst sérstak- lega öryggi í mælingum á þan- þrýstingi hjartans. Þeir Þórður Harðarson prófessor og Árni Kristinsson sérfræðingur ásamt forsvars- mönnum spítalans, veittu tæk- inu viðtöku í Lionsheimilinu. Til að fjármagna kaup á þessu tæki hefur Lionsklúbb- urinn Víðarr staðið fyrir sölu á barmmerki, unnið að fegrun umhverfis, gefið út borðdag- bók og nú síðast unnið við hreinsun Tjarnarinnar í Reykjavík, eins og fram hefur komið í blöðum. JCNES: Þriðji félagsfundur ■ Þriðji félagsfundur JC NES verður haldinn mánudaginn 4. nóvembernk. kl.20.30íNýjabæ við Sefgarða. Gestur fundarins verður að þessu sinni Gunnar M. Hansson forstjóri IBM á íslandi og mun hann einkum fjalla um starfs- mannahald IBM á fslandi, en uppbygging starfsmannahalds þar hefur verið rómað um víða veröld. Þá gefst einnig tækifæri á þessum fundi að festa kaup á miða vegna 5 ára afmælis JC NES sem haldið verður í félags- heimili Seltjarnarness, laugar- daginn 9. nóvember nk. Aizheimessjúklingar: Fá nýtt dagvist- unarheimili ESTY INTERNATIONAL á- kveðið að beina athygli heimsins ■ íslandsdeild Amnesty kynnir sýninguna fyrir blaðamönnum. með hettina" þar sem lýst er nútímalegum aðferðum við að brjóta niður sakborninga í yfir- heyrslum. Á eftir sýningu myndarinnar mun sr. Bernharð- ur Guðmundsson stýra pall- borðsumræðum sálfræðings. geðlæknis og fulltrúa lögreglu- yfirvalda um aðferðir við yfir- heyrslur. Fundurinn hefst kl. 15.00. ■ Enn lifir ekki nema brot mannkyns við lýðfrelsi.... Barðastrandarsýsla: Sýslumaður varð frá að hverfa - engin kind skorin á tveimur bæjum ■ Ekki er enn búið að skera niður fé bændanna á bæjunum Lambeyri og Hjallatúni í V- Barðastrandarsýslu, þar sem þeir staðhæfa að þeirra fé sé ósýkt af riðuveiki og því ekki ástæða til að undirrita samning landbúnaðarráðherra um niður- skurð. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki undirritað samninginn, átti s.l. fimmtudag að skera niður féð» gegn vilja þeirra. Að sögn heim- ilisfólksins á Lambeyri kom þá sýslumaður með lögreglu frá Tálknafirði og ætlaði að smala saman fénu til niðurskurðar. Mótmælti bóndi þá harðlega einkum á þeim forsendum að sýslumaður hefði enga heimild um þær aðgerðir og varð sýslu- maður frá að hverfa án þess tækist að ná einni einustu kind. Ríkir nú mikil óánægja meðal bændanna á Lambeyri og í Hjallatúni með hvernig farið er að þessu máli, en það er nú í biðstöðu. Leiðrétting ■ I frásögn í NT af komu indverska sendiherrans til ís- lands var sagt að Þóra Einars- dóttir, formaður Indlandsvina- félagsins, væri eiginkona Guð- mundar Sveinssonar skóla- meistara og kveðjuhóf til heið- urs sendiherranum hefði verið haldið að heimili þeirra. Hið rétta er að Guðmundur er giftur systur Þóru en Þóra býr í Hveragerði, Guðmundur og kona hans lánuðu hins vegar hús sitt fyrir samkvæmið. NT biðst velvirðingar á þess- um mistökum.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.