NT - 13.11.1985, Blaðsíða 1
NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP. 7
Umdeild skelfiskprufa á Bíldudal:
Ósammála um tilgang
■ „Sýslumaður gerði prufu á
skelfiskafla sem verið var að
landa í gær, og þá kom í ljós að
aðeinsum 1% af aflanum dregst
frá vegna þess að um er að ræða
sand og sjó. Samkvæmt sam-
komulagi frá því í fyrra ætti því
Raíkjuver að borga okkur til
baka með vöxtum þann mismun
sem þeir töldu frádráttarbæran
og var um 15%, þarna er því unt
mikinn mun að ræða," sagði
Gunnar Karl Sigurðsson, skip-
stjóri á skelfiskbátnum Jörundi
Bjarnasyni á Bíldudal. í samtali
við NT.
Fyrir um ári urðu rnikl-
ar deilur um þetta mál á Bíldu-
dal, skelfiskveiðendur töldu að
Rækjuver hf. teldi of mikinn
hluta aflans frádráttarbæran, og
á tímabíli var engum skelfisk
landað í mótmælaskyni. Gunn-
ar Karl sagði að þá hefði verið
samið um að prufa yrði tekin á
næstu vertíð, og ætti sýslumaður
eftir að afhenda Rækjuveri hf.
þær tölur sem úr þessu komu,
en eins og áður sagði taldi
Gunnar þær vera um 1%.
„Ég hef nú ekki fengið þessar
tölur enn, en rnér skilst að
prufan hafi ekki verið marktæk
vegna þess að kerin þyngdust
svo ntikiö af rigningarvatni,
sagði Eyjólfur Þorkelsson frant-
kvæmdastjóri Rækjuvers hf. um
málið. En þetta er algerlega
óviðkomandi deilunum sem
voru í fyrra út af hve stóra
prósentu ætti að draga frá aflan-
um út af sandi og ööru slíku.
Það var gerður samningur um
þaö mál í janúar sl. og ntálsaðil-
ar sættust. „Sjóprufan sem gerð
var í gær kentur þessu máli,
hreint ekkert við."
NT hafði samband við Stcfán
Skarphéðinsson sýslumann
Barðastrandasýslu og spurði
hann nánar út í þessa sjóprufu
sem gerð var á skelfiskaflanum.
„Þetta er vissulega tengt því
niáli sem kom upp fyrir ári,"
sagði Stefán, „en ég vil engar
tölur gefa upp fyrr en Rækjuver
hefur fengið að sjá þær, hvort
um 1 % er að ræða eða ekki, tjái
ég mig því ekkert um," sagði
Stefán að lokum.
- stálinu otað að LÍN
■ Það sem einn þingmanna
skírði „nefnd sláturleyfishafa" í
umræðum um fjárlagafrumvarp
á Alþingi í gær lauk störfum
fyrir sköntmu og skilaði til
fjármálaráðherra niðurstöðum
sem gerðu honum kleift að
leggja til við ríkisstjórnina að
útgjöld ríkissjóðs yrðu minnkuð
um rúmlega 1,2 milljarða króna
frá því sem gert var ráð fyrir í
frumvarpi því sem lagt var fram
síðastliðið haust.
Niðurskurðarféð, ef svo má
að orði komast, er æði misjafnt
að stærð og gæðum. Þó er margt
sem fellur undir hnífinn sem
athygli vekur. Þannig er t.d.
framlag til Þjóðarbókhlöðunnar
minnkað úr 5 milljónunt króna
í 1 milljón. Lánveitingtil Þróun-
arfélagsins er minnkuð úr 150
milljónum króna í 100 milljónir.
Kvikmyndasjóður fær 16 millj-
ónir króna í stað 32 milljóna.
Listasafn íslands verður að
sætta sig við rúmlega 31 milljón
í stað rúmlega 46 milljóna
króna. Um 65 milljónum króna
verður varið til bygginga heilsu-
gæslustöðva, sjúkrahúsa og
læknisbústaða í stað 100 millj-
óna eins og gert er ráð fyrir í
fjárlagafrumvarpi.
Þess má geta að í fjárlaga-
ræðu Þorstein Pálssonar kom
fram að menntamálaráðherra
hefði ákveðið að fjármál Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna
verði endurskoðuð og að Ijóst
væri að fjárútvegun til sjóðsins
„kallar á endurskoðun á reglum
um úthlutun námslána". Hann
sagði að fjárútvegun til sjóðsins
næmi skv. frumvarpi um 1100
milljónum króna.
Sjá bls. 5
Ríkisstjórnin sparar:
Þjóðarbókhlaðan
undir hnífinn
Spenna í Kópavogi
vegna spennistöðvar
■ Mikil spenna hefur ríkt í
Kópavogi um að hvaða niður-
stöðu verkfræðingar komast,
varðandi spennistöð eina, sem
holað hafði verið niður í miðja
húsagötu við Nýbýlaveg.
Spennistöð þessi sem þjónar
hverfinu sunnan Nýbýlavegar,
var upphaflega reist þarna á sjö-
unda áratugnum og nú þegar
átti að flytja hana deildu verk-
fræðingarnir um hvort hún yrði
sett niður sunnan eða norðan
megin Nýbýlavegarins. Niður-
staðan varð sú að ákveðið hefur
verið að reisa spennistöðina
norðan megin vegarins.
Vitaskuld, segir Richard
Björgvinsson, bæjarstjórnarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, auð-
vitað var ákveðið að taka dýrari
lausnina. Þar sem spennistöðin
á að þjóna hverfinu sunnan við
Nýbýlaveginn var ákveðið að
reisa hana norðan við.
Richard skilaði sérbókun á
bæjarráðsfundi, þegar þetta mál
var tekið fyrir, þar sem segir að
honum kæmi ekki á óvart þó að
verktæknimönnum tækist að
eyða eins og hálfri milljón meira
en þörf er. á í þessari spenni-
stöðvarfærslu.
Richard sagði við NT í gær,
að kostnaðurinn við þessa til-
færslu væri mjög óljós. I upphafi
fundar hefði verið talað um 150
þúsund krónur, en sú upphæð
hefði hækkað smám saman þeg-
ar á fundinn leið.
■ Ærslabelgir á Grandaborg, hinu nýja dagvistarheimili í Reykjavík. Þar er pláss fyrir 89 börn á
tveimur leikskóladeildum og einni dagheimilisdeild.
Sextándi hver Reykvíkingur
hefur sagt sig „til sveitar“
Sjábls. 12