NT - 13.11.1985, Blaðsíða 9

NT - 13.11.1985, Blaðsíða 9
ff¥? Miðvikudagur 13. nóvember 1985 9 LJi Vettvangur Kristján Benediktsson 141 þúsund veröa skuldirnar 560 milljónir. Eins og framangreindar töl- ur um eignir og skuldir bera með sér er eiginfjárstaða ís- bjarnarins mjög slæm. Eigið f jármagn I stofnsamningi segir að hið nýja félag taki að sér heildar- skuldir beggja fyrirtækjanna að frádregnum veltufjármun- um, þó þannig aðborgarsjóður yfirtaki 205-215 millj. kr. af skuldum Bæjarútgerðarinnar og 60-65 millj. kr. verði eftir hjá ísbirninum. Samkvæmt þessu tekur hið nýja félag við skuldum sem nema um 500 milljónum frá ísbirninum og um 380 milljónum frá Bæjarút- gerðinni, eða samtals skuldum að upphæð 880 milljónir króna. Eignir sem hið nýja félag yfirtekur nema um 1320 millj- ónum, þar af 720 millj. frá Bæjarútgerðinni og 600 millj. frá ísbirninum. Eigið fé í fyrir- tækinu eða eignir umfram skuldir verða því 440 milljónir eða þriðjungur af eignum. Ein af röksemdum fyrir stofnun hins nýja félags er sú að þarna verði sterkt og öflugt fyrirtæki með mjög góða eigin- fjárstöðu: Bæjarútgerðin skuldar í dag 585 milljónir. Eignir hennar eru metnar á 720 milljónir en eru í raun allnokkru meiri þar sem inneign hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og fiskverk- unarhús á Meistaravöllum fer ekki til nýja félagsins og því ekki inni í framangreindri eignatöku. Ef borgarsjóður tæki á sínar herðar 215 milljón- irafnúverandiskuldum Bæjar- útgerðarinnar og annað væri óbreytt ætti hún um 50% af eignunum. Eiginfjárstaða hennar væri þannig mun betri en hún kemur til með að verða hjá nýja hlutafélaginu. Með því að halda fram að eiginfjárstaða hins nýja félags verði mjög góð er verið að slá ryki í augu fólks. Hún getur ekki orðið góð vegna þess hve skuldir ísbjarnarins eru miklar miðað við eignir. Snjallir samningamenn Þcir eru snjallir samninga- menn synir Ingvars Vilhjálms- sonar. Þeim hefur tekist í samningum við flokksbræður sína. sem stjórna borginni, að koma fyrirtæki sínu, sem kom- ið var í erfiða stöðu fjárhags- lega, yfir á Reykjavíkurborg. Borgin verður allsráðandi í hinu nýja fyrirtæki með 75% eignaraðild og ber því fulla ábyrgð á rekstri þess og atvinnuöryggi þeirra hundraða Reykvíkinga sem þar vinna. Það er því barnalegt af borg- arstjóra að halda því fram að með þeirri breytingu að gera Bæjarútgerðina að hlutafélagi sé borgin laus allra mála og þurfi ekki framar að hafa áhyggjur af þessu fyrirtæki. eins og hann hefur orðað það í fjölmiðlum. Auðvitað verður þetta nýja fyrirtæki eftir sem áður fyrir- tæki Reykjavíkurborgar. Það sem skeð hefur er að rekstrar- formi hefur verið breytt. Stjórn hins nýja fyrirtækis verður væntanlega skipuð að Vs af fulltrúum borgarinnar og stjórnarformaður hlýtur að verða úr þeirra röðum. Reykja- víkurborg mun án efa ráða hver verður forstjóri svo og öðrum yfirmönnum. Endageri ég ráð fyrir að eigendur fs- bjarnarins telji sig hafa sloppið vel og losnað á auðveldan hátt úr erfiðri stöðu og muni því 'ekki sækjast eftir áhrifum eða ábyrgð á rekstri fyrirtækisins. Þeir munu láta borginni það eftir og er það að ýmsu leyti skiljanleg afstaða af þeirra hálfu. Ef svo væri ekki hefðu þeir við stofnun hins nýja fyrir- tækis leitast við að tryggja að meira jafnræði væri með eignar- aðilum svo sem ætlunin mun hafa verið í upphafi og útreikn- ingar á fyrri stigum málsins bentu til. Upphaflega þegar þessu máli var hrundið af stað hélt ég að ætlunin væri að sameina tvö nokkurn veginn jafnstór fyrir- tæki, sem yrðu þá nieð svipaða eignaraðild. Með því móti hefðu þeir Jón og Vilhjálmur hjá ísbirninum orðið virkir ráðamenn í hinu nýja fyrir- tæki. Að því hefði verið mikill styrkur því báðir eru þeir þrautreyndir í því að fást við útgerð og fiskvinnslu og harð- duglegir. Niðurstaðan varð hins vegar á annan veg, eins og fyrir liggur. Forráðamenn Reykjavíkurborgar kusu að tryggja sér Y> eignaraðild með því að láta borgarsjóð axla þá byrði að taka á sínar herðar greiðslu afborgana og vaxta af rúmlega 200 milljón króna skuldum sem hvíla á Bæjarút- gerðinni í dag. Árlegargreiðsl- ur úr borgarsjóði næstu árin verða væntanlega 30-40 millj. króna vegna yfirtöku þessara skulda. Hvers vegna ísbjörninn? Nú hefur því verið haldið fram að upptökin að samein- ingunni, eða hvað sem fyrir- bærið er kallað, hafi komið frá Jónas- Haralz bankastjóra Landsbankans. Áhugi lians á málinu hafi stafað af slæmri skuldastöðu ísbjarnarins við bankann. Hins vegar fullyrðir borgarstjóri í viðtali við Helg- arpóstinn að hann sjálfur hafi verið fyrstur til að vekja máls á hugmyndinni, bæði við bankastjórann og þá ísbjarnar- menn. Eðlilegt er að sú spurn- ing vakni hvers vegna borgar- stjóri vildi eingöngu ræða við ísbjörninn. Hér í Reykjavík eru sem betur fer fleiri fyrirtæki í út- gerðogfiskvinnslu. Fleiri þess- ara fyrirtækja eru illa stæð en Isbjörninn. Efþaðhefði vakað fyrir borgarstjóra að renna traust- ari stoðum undir fiskvinnsl- una og útgerðina í Reykjavík, sem vissulega er þörf, þá liefði hann kallað forsvarsmenn allra slíkra fyrirtækja til skrafs og ráðagerða um eflingu þessarar atvinnugreinar og hvað.: borg- in gæti almennt gert til að styðja við erfiðan rekstur þess- ara aðila. Slíkt hefði verið eðlilegt og vissulega getað leitt til góðs fyrir þessa atvinnu- grein í borginni. Vert er í þessu sambandi að hafa í huga að fiskveiðar og fiskvinnsla er enn mikilvægur þáttur í atvinnumálum Reyk- víkinga þótt mikill samdráttur hafi orðið í þessum greinum hin síðari ár. 1 stað þessa tekur borgar- stjóri upp viðræður við aðeins einn þessara aðila, rétt eins og honum komi önnur fyrirtæki í borginni ekki við en þeim ein- um sem komin eru í miklar skuldir við Landsbankann og Olíuverslun íslands. Hann er ekki með neinar áhyggjur af Hraðfrystistöðinni eða Kirkju- sandi. Svaraði ekki einu sinni bréfi sem Kirkjusandur hf. rit- aði eftir að viðræður við ís- björninn voru hafnar. Tvær meginástæður Ég tel að fyrir stofnun hins nýja félags séu tvær meginá- stæður: Önnur er að bjarga einkafyrirtæki sem komið er með rekstur sinn á það stig að skammt geti verið í uppgjöf og stöðvun. Hin cr að taka þann kaleik frá frjálshyggjumanninum Davíð Oddsyni og félögum hans að Ihaldsmeirihluti í Reykjavík reki bæjarútgcrð. Rekstur af því tagi er ekki á verkefnaskrá Hannesar Hólm- steins og Friedmans. Betra er að sætta sig við slíkan rekstur sé fyrirtækið kallað hlutafélag, þótt vart sé hægt að tala um eðlishreytingu heldur miklu fremur formbreytingu í því til- felli sem hér er um að ræða. Þetta síðara atriði kemur glöggt fram í viðtali borgar- stjóra við blaðamann Morgun- blaðsins sem birtist í blaðinu hinn 31. október sl. Þar segir borgarstjóri: „Þá er Bæjarútgerðinni um leið breytt úr opinberu fyrir- tæki í fyrirtæki sem lýtur lög- málum einkarekstursins, hlutafélag, sem í sjálfu sér er sérstakt fagnaöarefni." Mikill er fögnuðurinn. Það ieynir sér ekki enda fyllir borg- arstjórinn þann sífeílt stækk- andi og valdamikla hóp innan Sjálfstæðisflokksins sem trúir í blindni á kenningar Miltons Friedmans eða liina svoköll- uðu frjálshyggju. Þessir aðilar telja allan opinberan rekstur af hinu illa og honum beri að útrýma. Þá ofbauð frú Sigurlaugu Frú Sigurlaug Bjarnadóttir, fyrrverandi alþingismaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, orðar eðli og inntak þessarar frjálshyggjustefnu vel í merkilegri grein í Mbl. fyrir skömmu. þar sem hún fjallar um frjálshyggjumennina sem mótuðu stefnuna á síðasta þingi ungra sjálfstæðismanna: „Það sem veldur mér í senn áhyggjum og undrun. af því að hér eiga í lilut margir há- menntaðir menn, er hin mikla einsýni og öfgar sem oft ein- kenna málflutning þeirra. Gagnrýnislaus og barnaleg oftrú á erlendar og um það bil úreltar fræðikenningar og- kenningasmíði sem eru óra- langt frá íslenskum raunveru- leika." Síðan segir frú Sigurlaug: „Undarlegt er hve fáir sjálf- stæðismenn rísa hér upp til andsvara. Eða er flokkurinn okkar genginn í björg?" Annar þekktur borgari, Jón Óttar Ragnarsson, hefur lýst inntaki í stefnu þeirra frjáls- hyggjumanna sem menning- arfjandsamlegri stefnu sem ekki taki tillit til þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Friðþæging fyrir frjálshyggjumenn Því er þetta rifjað upp hér að önnur meginforsendan fyrir því að breyta rekstrarformi Bæjarútgerðarinnar er að koma til móts við þau grund- vallarsjónarmið frjálshyggju- manna að opinber rekstur eigi engan rétt á sér. Þetta er eins konar friðþæging við þann hóp manna, og skoöanabræður þeirra, sem saman var kominn á þingi ungra sjálfstæðismanna fyrir skömmu og Sigurlaug Bjarnadóttur kalla halelúja- samkomu sem helst verði líkt við samkomur heilaþvegins fólks í einræðisríkjum. Skýrt vil ég taka fram að ég er enginn sérstakur talsmaður fyrir opinberan rekstur og því síður andstæður einkarekstri. Þetta hvoru tveggja þarf að vera til staðar en á við í mismunandi tilvikum og við mismunandi aðstæður, eins og kunnugt er. Hins vegar er ég mjög and- vígur þeirri tegund einkarekst- urs þegar tapi og skuldum er velt yfir á hið opinbera en hluti gróðans a.m.k. situr eftir í góðu yfirlæti, oft í formi rnjög ' íburðarmikilla einbýlishúsa, sumarbústaða, lúxusbifreiða og laxveiðiáa, svo nokkuð sé nefnt. Slæmar fyrirmyndir Nú vill svo til að frjálshyggja Friedmans hefur fengið að sýna ágæti sitt. Bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum er stjórnað eftir forskrift hans. Islenskir frjálshyggjumenn vitna oft til þessara landa sem fyrirmyndar. Þessi stefna hefur leitt til 14% atvinnuleysis í Bretlandi. Þar eru óeiröir dag- legt brauð og þjóðfélagsleg upplausn fer vaxandi vegna margs konar misréttis sem við- gengst í skjóli hinna algjöru peningahyggju scm frjáls- hyggjunni er samfara. Nýjustu fréttir þaðan segja að enn eigi að draga úr opinberum rekstri og efla her og lögreglu. Litlu betra er ástandið hjá Ronald Reagan. Stefna hans í pcningamálum ógnar nálega allri heimsbyggðinni en kemur þó harðast niður á þeirn fátæk- ustu. Talið er að þar búi einn sjötti hluti þjóöarinnar viö al- gjöra fátækt og 20% þjóðar- innar sé hvorki læs né skrif- andi. Þar eru einkaskólar fyrir börn hinna efnaðri. Þannig er þessi frjálshyggja í framkvæmd. Þannig er þessi stefna sem ekki þolir neinn opinberan rekstur, hvorki Bæjarútgerð né annað, og lof- syngur einkaframtakið úr hófi fram. Auðvitað eru þetta öfgar sem skynsamt fólk hlýtur að hafna ef það skoðar málið í alvöru. Hitt er hins vegar al- varlegt að þetta skuli vera stefna borgarstjórans í Reykjavík, sem hann trúir á og framkvæmdir. umfangi okurlánastafseminnar sem hér þrífst, þykir flestum nóg um. Á sama tíma og skip, húseignir og fleira fémætt fell- ur í verði verður fjármagnið dýrmætara og verðmeira. Haft hefur verið á orði að vaxtaokrið í bönkunum sé komið út yfir allan þjófabálk og sé að knésetja lántakendur, atvinnuvegi og einstaklinga. En samt sem áður er peninga- skorturinn í bönkunum slíkur að þeir ráða ekkert við að veita öllum þeim úrlausn sem þang- að leita. Samt hælast þeir um að sparifé sé að aukast hjá þeim. Bankarnir keppa grimmt sín á milli um að ná viðskiptum við þá sem eru svolítið loðnir um lófana. Ríkissjóður keppir svo aftur við bankana alla sem einn um sömu viðskiptavini, og veitir ýmsum betur. Krónan dýrmæt En fjármagnseigendum bjóð- ast betri kostir en bankarnir geta boðið upp á. Verðbréfa- markaðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur á haug og þar er hægt að fá aurana sína ávaxtaða á öruggan og vinsæl- an hátt. Hér í blaðinu hefur verið tíundað dæmi um full- komlega heiðarleg og lögleg viðskipti meðpeningahjáslíku fyrirtæki. Vandræði húsbyggj- anda voru leyst með því að Iána honum fé gegn skulda- bréfi með hæstu leyfilegu vöxtum, fullri verðtryggingu og um 28% afföllum. Það segir sig sjálft að skuldabyrðin verður óbærileg þegar fram í sækir. En hvað um það, ein- hverjir græða. Þar sem þetta eru talin eðli- leg og lögleg viðskipti er von að menn reki í rogastans þegar fréttist um að okrari hafi verið nappaður og að sá hafi lag á því að ná inn allt að 200% vöxtum fyrir að lána fé, og mun það vera ólöglegt, en þetta sýnir að íslenska krónu- greyið er aldeilis meira virði en sumir vilja álíta. Engum dettur í hug að sá aðili sem nú er í sviðsljósinu sé einn um hituna. Það neðan- jarðarhagkerfi sem hér við- gengst er svo umfangsmikið að jafnvel bankarnir mega öfund- ast af. Og svo gefur þetta svo miklu meira af sér en venjuleg bankastarfsemi. Hverjir borga? Ýmsum sögum fer af því hverjir viðskiptavinirnir eru, þeir sem lána og þeir sem taka lánin, en það liggur í augum upp að hinir síðarnefndu hafa ekki aðgang að bankakerfinu. Framkvæmdamenn margs konar munu vera mikilvirkir meðal lántakenda. Innflytj- endur taka okurlán til að leysa út vöru og seljist hún fljótt og vel geta þeir grætt á öllu saman. Sá sem tapar er kaup- andi vörunnar, því eðlilega leggst fjármagnskostnaðurinn á vöruverðið. Heyrst hefur um byggingamenn sem fjármagna húsbyggingar á þennan hátt. Sé svo þarf engan að undra þótt byggingakostnaður sé hár. Svo er líka hægt að lána þeim sem kaupa húsin og góður möguleiki er á að okrarinn sem upphaflega græddi á hús- byggingunni geti eignast kof- ann fyrir okurfé sitt eitt saman. Slakt siðferði Þessir viðskiptahættir bera vitni um mjög brogað fjár- málakerfi og slakt siðferði. Neðanjarðarhagkerfið verður ekki upprætt nema að fjár- magnsskorturinn minnki en það verður líklega seint, eða að því fjármagni sem til er verði beint eftir eðlilegum brautum. Frelsi í viðskiptum og til athafna er mikið í munni nú- tíðarinnar og er vaxtafrelsið þar ofarlega á blaði. En þeir sem tekið hafa sér bessaleyfi til 'að framkvæma hið fullkomna vaxtafrelsi eru kallaðir okrar- ar. En hvar mörkin liggja milli okurs og svokallaðra heiðar- legra peningaviðskipta er lík- lega heldur óljóst. Það liggur í augum uppi að hluti landsins barna notar herfilega aðstöðu sína til að féfletta samborgara sína og gera þá að ævarandi öreigum. Gróðavegurinn mikli er að eiga fjármagn til að soga til sín enn meira fjármagn. Impr- að hefur verið á að skattleggja vaxtatekjur en háværar raddir kveða allt slíkt niður og segja það muni eyðileggja allan sparnað í landinu. En það er eftir öðru að kappkosta að skattleggja launatekjur og neyslu á sama tíma og mesta gróðalindin er skattfrjáls. Oddur Ólafsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.