NT - 13.11.1985, Blaðsíða 24
ÞA I SIMA 6S-65-6
Vid tökum við abendingum um fréttirallan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til
fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495
Landssamband gegn áfengisbölinu:
Lýsir stuðningi
við Jón Helgason
■ Stjórn Landssambands
gegn áfengisbölinu hefur lýst
eindregnum stuðningi við
Jón Helgason dómsmálaráð-
herra, sem hefur, eins og
segir í fréttatilkynningu frá
landssambandinu, tekið upp
virkt samstarf við áfeng-
isvarnarnefndir.
Hvetur stjórnin ráðherra
til áframhaldandi og aukinn-
ar baráttu í þessum efnum
og skorar á aðra ráðamenn
þjóðarinnar að stvðja að-
gerðir hans þjóðinni til
heilla.
Stuðningsyfirlýsingin er til
orðin í ljósi þessa að rann-
sóknir hafa leitt í ljós að
vímuefni það sem fólk byrjar
á að neyta er áfengið og
ryður það síðan brautina fyr-
ir önnur sterkari efni, segir í
fréttatilkynningunni.
Aðildarfélög að landssam-
bandi gegn áfengisbölinu eru
28 talsins.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins:
Breytt í sjálf-
stætt fyrirtæki?
■ „Eölilcgast er að Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins
verði rekin sem sjáflsejgnar-
stofnun, þ.e. sem sjálfstætt
fyrirtæki undir stjórn aðila fisk-
vinnslu, útgerðar og sjávarút-
vegsráðuneytisins," sagði Alda
Möller í erindu sínu á fiskiþingi
í gær. Hún taldi að með því
móti væri auðveldara að skapa
tengsl og fá beinni þátttöku
fiskiðnaðarins í starfi og verk-
efnavali stofnunarinnar. Nú
þegar felst um helmingur af
starfsemi stofnunarinnar í þjón-
ustumælingum, og samfara
auknum kröfum um ýmis konar
mælingar og meiri áhugi fyrir-
tækja og samtaka þeirra í gæða-
málum og vöruþróun, má
reikna með að þessi þáttur komi
til með að aukast.
Komi til breytingar af þessu
tagi myndi ríkið hætta beinum
fjárframlögum til stofnunarinn-
ar en styrkja ákveðin rannsókn-
arverkefni, um leið og beinar
hagnýtar rannsóknir færðust
mcir til atvinnugreinarinnar
sjálfrar. Alda sagði ennfremur
að máliö hafi þegar verið rætt
innan stofnunarinnar og búið
væri að kynna það sjávarútvegs-
TF-Sif
afhent
■ Ný þyrla Landshelgisgæsl-
unnar var afhent fyrir helgina í
Frakklandi og er hún væntanleg
til landsins um næstu helgi.
Þyrlunni, sem er af Dauphin-
gerð, verður flogið hingað til
lands og er áætlað að ferðin taki
þrjá daga.
Þessi mynd var tekin við af-
hendingu þyrlunnar TF Sif í
Frakklandi. Frá vinstri standa
Jón Pálsson yfirflugvirki, Gunn-
ar Bergsteinsson forstjóri Land-
helgisgæslunnar og Páll Hall-
dórsson flugmaður.
Eins og myndin ber með sér
eru beyglur á húsi þyrlunnar svo
eitthvað virðist hafa gengið á í
reynslufluginu ytra. Gunnar
Bergsteinsson hafði ekki
skýringar á beyglunum á reiðum
höndum þegar NT talaði við
hann.
ráðherra. Frekari útlistun á
þessum hugmyndum er vætnan-
leg á næstu vikum.
Af einstökum málum á þing-
inu spunnust lengstar umræður
um fiskveiðistjórnun á næstu
árum, en framsögu fyrir þeim
dagskrárlið hafa Hjörtur Her-
mannssón frá Vestmannaeyj-
um. Eins og við var að búast
voru skoðanir manna nokkuð
skiptar um þetta mál, en í
höfuðatriðum voru umræðurnar
framhald þeirra skoðanaskipta
sem átt hafa sér stað á fundum
og þingum aðila sjávarútvegsins
á undanförnum mánuðum.
Nokkuð áberandi var sú skoðun
að frumvarp sjávarútvegsráð-
herra væri þokkalegur ramrni
fyrir stjórnunina þó menn hefðu
ýmislegt út á gjldistíma og ein-
stök atriði þess að setja.
Málflutningur Arthúrs Boga-
sonar áheyrnarfulltrúa frá smá-
bátaeigendum fékk þokkalegan
hljómgrunn, en hann gerði það
að tillögu sinni að þingið sam-
þykkti áskorun um afnám hafta
á sókn smábáta, og að stjórn-
völd bættu trillukörlum upp
tekjumissi af því þriggja mán-
aða veiðibanni sem fyrirhugað
eraðhefjistþann 16. nóvember.
Á þinginu í gær voru lagðar
fram nýjustu tölur Fiskifélagsins
um afla báta undir 10 lestum, en
hann er orðinn 23.684 tonn alls.
Par af er þorskur 21.839 tonn.
Milli landsfjórðunga skiptist afl-
inn þannig, að á Suður- og
Suðvesturlandi hafa veiðst
7.820 tonn, á Vestfjörðum
4.963, á Norðurlandi 5.398 og á
Austfjörðum 5.521 tonn.
Borgardómur:
Dæmir Ávöxtunarfélagið
til að skipta um nafn
- þótti of líkt Ávöxtun hf.
■ „Við ætlum að halda
félagsfund bráðlega, þar
sem tekin verður afstaða til
þess hvort við áfrýjum eða
ekki“, sagði Pétur Blöndal
framkvæmdastjóri Ávöxt-
unarfélagsins hf., í samtali
við NT, en nýlega var kveð-
inn upp dómur í borgar-
dómi í máli Ávöxtunar s.f.
og Ávöxtunarfélagsins hf.,
þess efnis að síðarnefnda
aðilanum væri óheimilt að
nota nafn þetta í firma
sínu, á þeim forsendum að
það líktist um of nafninu
Ávöxtun hf.
„Það var mat dómarans í
þessu máli að menn gætu
ruglað saman nöfnunum,
þótt við höfum ekki orðið
varir við það. Raunar er
starfsemi þessara fyrirtækja
ólík, Ávöxtunarfélagið er
sjálfstætt fyrirtæki sem hef-
ur aðeins starfsemi eininga-
bréfa á sinni könnu, en
Ávöxtun s.f. starfar á nokk-
uð öðru sviði. Við sáum því
enga ástæðu til þess að
breyta nafninu þegar
Ármann Reynisson í
Ávöxtun sf. fór þess á leit
við okkur.“
Pétur sagði ennfremur að
hann teldi ólíklegt að stjórn
fyrirtækisins hefði hug á því
að standa í frekara mála-
stappi um nafnið, en hygð-
ist hlýta úrskurði dómarans
sem segir að Ávöxtunarfé-
lagið skuli innan 15 daga
frá lögbirtingu dómsins
afmá nafnið úr hlutafélaga-
skrá að viðlögðum sektum
ásamt því að greiða stefn-
anda málskostnað. Hann
vildi þó ekki fullyrða neitt
frekar um málið á þessu
stigi, bíða yrði eftir úr-
skurði félagsfundar.
Eyfirðingar:
Ná betri bónus- ,
samning en VMSÍ
■ Fiskvinnslufólki við
Eyjafjörð tókst að ná mun
hagstæðari bónussamningi en
Verkamannasambandið gerði
fyrr í haust. Mun bónussamn-
ingur verkalýðsfélagsins Ein-
ingar gefa fiskverkunarfólkinu
rúm 8% umfram það sem
VMSÍ samdi um. Greiddi
verkafólkið atkvæði um samn-
inginn í gær og fyrradag og
voru 275 samþykkir, 81 and-
vígur en átján skiluðu auðu og
ógildu.
Höfuðkrafa Einingar var að
hlutur bónussins í heildar-
laununum minnkaði og hlutur
fastakaupsins ykist. Sagði Jón
Helgason í samtali við NT í
gær, að þessi samningur væri
spor í þá átt, en vissulega
hefðu þeir viljað komast enn
lengra, en þar sem tíminn væri
óhagstæður og margir búnir
með kvótann í sjávarplássun-
um út með firðinum, t.d. á
Dalvík og Ólafsfirði, var það
hald manna að ekki yrði lengra
komist í þessari lotu.
Samkvæmt þessum samningi
verður lágmarksbónusinn
114,76 kr. á tímann og bilið
milli þeirra sem fá há-
marksbónus og lágmarksbónus
lækkar úr 140% í 122,50%.
Samningurinn rennur úr 31.
mars án uppsagnar.
Jón sagði að það gæti skipt
sköpum ef mörkuð yrði ákveð-
in stefna á þingi VMSÍ, sem
haldið verður um helgina, í
bónusmálunum. „Takist ekki
samkomulag innan Verka-
mannasambandsins um að
minnka misréttið. er ekki að
búast við því að breytinga sé
von í þjóðfélaginu.“