NT - 13.11.1985, Blaðsíða 14
Magnús Sigurbjörnsson
Glerárskógum
Fæddur 23. apríl 1910 - Dáinn 19. október 1985
Sama ættin hefur setið Gler-
árskóga í Hvammssveit frá því
lausteftir miðja síðustu öld.
Foreldrar Magnúsar voru þau
Helga Ásgeirsdóttir, Jónssonar
frá Ásgarði og Sigurbjörn
Magnússon, Jónssonar bónda í
Glerárskógum. Magnús Sigur-
björnsson var þriðji ættliður í
beinan karllegg, er bjó í Glerár-
skógum.
Strax í æsku vandist Magnús
óvenju fjölbreyttum bústörfum.
Var það vegna hlunninda og
gagnsemi jarðarinnar. - Hey-
skapur var á sumrum sóttur
langt til fjalls, staðið hjá fé á
vetrum en setið hjá kviaám á
sumrin, selur veiddur skammt
undan landi en lax í ám. -
Heimilið var mannmargt. Helga
Ásgeirsdóttir var tvígift. Með
fyrri manni sínum Sigurði
Magnússyni í Sælingsdal átti
hún tvö börn, þau Sigríði, síðar
húsfreyju í Hólum og í Sæl-
ingsdalstungu og Geir, er seinna
bjó á Skerðingsstöðum. Með
seinni manni sínum Sigurbirni,
er var hálfbróðir fyrri mannsins,
samfeðra, átti hún auk Magnús-
ar tvær dætur, þær Guðbjörgu
Helgu, er um skeið var hús-
freyja í Hólum og Sigurborgu er
búið hefur um langt skeið á
Vígholtsstöðum í Laxárdal. -
Auk systkinahópsins, er nú hef-
ur verið getið var alltaf eitthvað
af vinnufólki í Glerárskógum
eins og algengt var á hinum
stærri jörðum áður fyrr. Þótt
störfin sætu í fyrirrúmi á þeim
árum var margt gert til skemmt-
unar og fróðleiks einkum á
vetrarkvöldum og um helgar.
Mjög oft bar gesti að garði þar
sem Glerárskógar liggja í
þjóðbraut.
Á þessum árum önnuðust
farkennarar alla barnafræðslu
en í Glerárskógum kenndu líka
eldri systkinin hinum yngri.
Unga fólkið í Glerárskógum
tók mikinn þátt í félagsmálum,
var allt í ungmennafélagi sveit-
arinnar, kirkjukórnum o.fl.
Undirrituðum er t.d. afar minn-
isstætt að hafa sótt þar skemmti-
samkomu eina að sumarlagi.
Var samkoma þessi haldin til
fjáröflunar fyrir ekkju eina í
sveitinni. Hún hafði misst mann
sinn af slysförum og átti þá fyrir
ungum börnum að sjá. - Þreytt-
ar voru ýmsar íþróttir, sungið
mikið, leikið leikrit og að lokum
var dansað í hlöðu, en hún hafði
verið tjölduð innan og settur
danspallur á gólf hennar.
Um tvítugsaldur dvaldi
Magnús í Héraðsskólanum að
Laugum í S. Þingeyjarsýslu.
Þar stundaði hann m.a. íþróttir
af áhuga og kappi. Nokkru
seinna, eða þegar sundlaugin að
Laugum í Sælingsdal var tekin í
notkun, fór hann til Reykjavík-
ur og sótti námskeið fyrir sund-
kennara. Að því búnu kenndi
hann á sundnámskeiðum að
Laugum um skeið. Eins og þeg-
ar hefur komið fram var Magnús
á yngri árum vel búinn íþróttum
eins og sagt var fyrrum. Hann
mun t.d. hafa átt héraðsmet í
frjálsum íþróttum um skeið. -
Ekki verður skilist svo við upþ-
vaxtarár Magnúsar að ekki sé
getið þess þáttarins, sem framar
öðru mótaði ungt fólk á þeim
árum víða um sveitir landsins,
en það voru störfin í ungmenna-
félögunum. Hinn frjálsi, opni
skóli félaganna varð mörgum
drjúgt veganesti, þegar kom í
skóla lífsins. - Mörgum urðu
félögin hinn eini framhalds-
skóli, ef svo má segja og áhrifin
- virðing fyrir líkamsrækt, þjálf-
un í félagsstörfum og hófsemi
gagnvart tóbaki og áfengi - hafa
orðið mörgum leiðarsteinn og
hjálparhella. Enginn vafi leikur
á að þessi félagsáhrif ásamt
traustu heimili hafa lagt grunn-
inn að farsælu ævistarfi Magnús-
ar í Glerárskógum.
Þann 19. sept. 1941 gekk
Magnús að eiga Eðvaldínu M.
Kristjánsdóttur frá Hólum í
Hvammssveit. Bæði höfðu alist
upp í sömu sveitinni. Hvamms-
sveitinm og voru mjög jafn-
aldra. Tveimur árum áður, eða
1939 höfðu þau tekið yið jörð
og búi í Glerárskógum.
í Glerárskógum mátti segja
að þar væri gróið ættarsetur. En
engin bylting varð þó með komu
ungu hjónanna. Haldið var í
horfi með nytjar jarðarinnar í
takt við breytta tíma. Með til-
komu stórvirkra tækja var rækt-
un mjög aukin og smátt og
smátt var búið orðið vel búið
tækjum. Gömlu einkennin
þeirra Glerárskógabænda, var-
færni og fyrirhyggja fylgdust
Miðvikudagur 13. nóvember 1985 14
enn þá að.
Glerárskógahjón urðu ham-
ingjurík. í sínu einkalífi. Þau
eignuðust þrjár dætur, sem allar
eru búsettar í Reykjavík. Þær
eru:
Kristrún Helga, gift Viðari
Waage, lögreglumanni.
Björk, gift Steinari Karlssyni,
húsasmíðameistara.
Bjarnheiður, gift Steingrími
Eiríkssyni, lögfræðingi.
Mjög fljótlega var Magnús í
Glerárskógum kvaddur til starfa
á félagslegum vettvangi fyrir
sveit sína og hérað. Ber þar
fyrst að nefna störf hans í
hreppsnefnd Hvammshrepps en
hann var oddviti hennar alls í ■
28 ár, eða lengur en nokkur
annar hefur verið. Á þeim
árum, er hann sat í hrepps-
nefnd, einkanlega frá því um
1950 og fram á sjöunda áratug-
inn var hann í forystusveit
þeirra manna, er unnu mest að
sameiningu héraðsins um skól-
ann að Laugum. - Er margs að
minnast frá þeim árum. - Magn-
ús sat í stjórn Kaupfélags
Hvammsfjarðar um langt skeið,
vann um tíma í mjólkurflutn-
inga- og mjólkurstöðvarmálum
sýslunnar o.fl.
Fyrir allmörgum árum kenndi
Magnús nokkurrar bilunar á
heilsu sinni. Þegar það ágerðist
fór hann að draga sig í hlé frá
umsvifamiklum félagsstörfum
og allra seinustu árin sinnti hann
aðeins heimilinu.
Margir munu eflaust minnast
heimilisins hjá Inu og Magnúsi
í Glerárskógum. Má þar til
nefna höfðinglegar móttökur
gesta, svo og ekki síður marg-
háttaða fyrirgreiðslu - jafnt á
nóttu sem degi - í sambandi við
umferð á Vesturlandsvegi.
Þá má nefna dvöl dótturbarna
þeirra hjóna, er oft sóttu heim
afa og ömmu. Er ekki að efa að
margt er þau kynntust þar verð-
ur þeim heilnæmt veganesti.
Hauststormarnir haf anú um
stundir feykt fölnuðu laufi birk-
isins í Glerárskógaásum. Það
minnir á fallvaltleika mannlegr-
ar ævi. En það vorar aftur með
rísandi sól og laufið mun grænka
á ný.
Með sama hætti trúði Magnús
að væri háttað með tilveru og
framhald mannlegs lífs. Sú trú
gaf honum oft aukinn styrk í
starfi.
Við ferðalok er hann kvaddur
með virðingu og þökk.
Einar Kristjánsson.
95 ára
Rebekka Þiðriksdóttir
„Pú áttir þrek og hafdir verk að vinna
og varst þúr sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Pú vaktiryfir velferð barna þinna.
Pú vildir rækta þeirra ættar jörð.
Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum - eins og þú. “
Rebekka Þiðriksdóttir amma
okkar varð 95 ára 27.10.’85, en
ber aldurinn vel. Hún hefur
fulla fótavist og tekur enn til
hendinni við prjóna og aðra
snúninga inni við, því ömmu er
vinnan í blóð borin. Þá nýtur
yngsta kynslóðin góðs af hlýjum
höndum langömmu og sagna-
forða þeim sem hún býr yfir og
miðlar þeim af.
Amma má muna tímana
tvenna á langri ævi. Hún ólst
upp á Rauðsgili í Hálsasveit í
Borgarfirði. Fósturmóður sína,
Pálínu Pálsdóttur, missti hún
aðeins sjö ára gömul og varð
það henni djúpstæður harmur.
En Drottinn lagði líkn með
þraut því ekki leið langur tími,
þar til ný húsmóðir settist að á
Rauðsgili, er Helgi móðurbróð-
ir ömmu og fósturfaðir hóf
nokkru síðar sambúð með Val-
gerði Jónsdóttur. Þaueignuðust
tvö börn, Ingibjörgu og Jón,
síðar prófessor. Það varð fyrsta
viðfangsefni ömmu á löngum
kennaraferli, að kenna Jóni lest-
ur og skrift. Verður ekki annað
sagt en að hann hafi fengið gott
veganesti, en ömmu hefur ætíð
verið mjög umhugað um ís-
lenskt mál. Þegar hún var sautj-
án ára lést Helgi, en hann hafði
ætíð verið henni mjög hjartfólg-
inn.
Ömmu þyrsti eftir að komast
til mennta, en ekki voru pening-
ar gripnir upp í þá daga. En hún
var dugleg og átti tiltrú frænda
síns í Reykholtsdal, sem greiddi
henni sumarkaupið fyrirfram,
er gerði hanni henni kleift að
stunda nám í Flensborg í Hafn-
arfirði í tvo vetur. Hefur hún
alla tíð minnst þessa frænda síns
með miklu þakklæti og virð-
ingu.
Haustið 1917 fór Rebekka
amma vestur í Arnarfjörð, ráð-
in sem farkennari í Ketildali.
Örlögin höguðu því þannig að
hún ílengdist þar um fimmtíu
ára skeið. í Feigsdal kynntist
hún manni sínuni, Magnúsi
Magnússyni, ættuðum úr
Steingrímsfirði á Ströndum.
Þau bjuggu lengst af í Feigsdal
og fæddust þeim'þar sex börn,
tvær dætur og fjórir synir. Þau
fluttu síðar eða vorið 1937 í
Reykjarfjörð í Suðurfjörðum.
Haustið 1948 létu þau af búskap
af heilsufarsástæðum og fluttu
til Bíldudals. Mann sinn missti
hún 1959 og son sinn tveim
árum síðar.
En hún á líka góðar minning-
ar frá Bíldudal. Amma var þar
með forskóla og hafði af því
ómælda ánægju. Einnig var hún
mjög virk innan kvenfélagsins.
Á Bíldudal eignaðist hún dýr-
mæta vini.
Nú fór aldurinn að segja til
sín og haustið 1968 hættir amma
að halda heimili þar vestra og
flytur heim í átthagana, en
þangað hefur hún alltaf haft
mjög sterkar taugar.
Heimili sitt hefur hún átt þar
síðan hjá dóttur sinni í Borgar-
nesi.
Frá því að við fyrst munum
eftir, hefur amma ætíð dvalið á
heimili foreldra okkar um lengri
eða skemmri tíma ár hvert.
Teljum við það ávinning að
hafa fengið að njóta návistar
hennar svo vel og lengi sem
orðið er.
Er við látum hugann reika
aftur og minnumst samveru-
stundanna með ömmu, þá bera
hæst sögurnar hennar mörgu,
sem hún kunni svo vel. Einnig
var hún óþreytandi að lesa fyrir
okkur, en ekki vantaði víst
tilætlunarsemina af okkar hálfu,
aldrei var of mikið af slíku.
Amma hafði þann hæfileika að
lesa upp af þeirri snilld að það
gleymist engum er á hlýddi.
Oftast tifuðu þó prjónarnir í
höndum hennar eða voru ekki
langt undan svo fljótlegt væri til
þeirra að grípa ef tóm gafst frá
öðrum önnum. Ekki eru
minningarnar frá ferðalögunum
síðri þegar amma fræddi okkur
um landnámsmennina og annan
þjóðlegan fróðleik á svo líflegan
hátt að þreytandi bílsetur urðu
að hinum bestu skemmtiferð-
um.
Er það ekki rétt munað, að
það hafi verið sorg og stutt í
barnstárin, þegar amma var að
búast til heimferðar og raða
niður í töskur sínar.
Og enn hefur amma yndi af
að segja sögur og lesa fyrir
börn, en nú eru það langömmu-
börnin sem njóta góðs af hennar
sagnabrunni.
Við óskum þér heilla amma á
þessum tímamótum og þökkum
þér þá umhyggju sem þú hefur
sýnt okkur alla tíð.
Systkinin í Háagerði.
Kveðja til
Hjördísar Sævar
Fædd 6. febrúar 1932
Dáin 30. október 1985
Aðeins fáein orð
orð sem berast þér
með haustvindum -yfir hafið.
Vinkona mín.
Okkar kynni hófust víst
löngu fyrir mitt minni.
Engu hefég þó gleymt
aföllum heimsóknunum
pökkunum frá útlandinu
og spennandi póstkortunum
sem oft höfðu lagt langan
veg að baki, frá Os/ó
Singapúr, Suður A fríku
Portúgal eða Panama
svo að eitthvað sé nefnt.
Seinna, löngu seinna
komstu og hittir mig
á hamingjustund.
En skyndilega einn daginn
er skip þitt siglt á brott
og ég hlusta á öldunið
eilífðarhafsins.
Hvert á ég nú að senda
mitt síðbúna bréf kæra vinkona?
Þinn Aðalsteinn Ásberg
Aðeins fáein orð
orð sem berast þér
með haustvindiun -yfir hafið.