NT - 13.11.1985, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 13. nóvember 1985 17
Villtir hestar
horfnir í Kína
- en nóg af villtum ösnum
■ Nýleg könnun kín-
verskra náttúrufræðinga
leiddi í ljós að mongólskir
villihestar eru nú alveg
horfnir af grassléttum Norð-
ur-Kína. Hins vegar sást þar
slangur af villtum ösnum.
Þegar eigendur bandarísks
dýragarðs í San Diego í Kali-
forníu heyrðu þessi slæmu
tíðindi ákváðu þeir að gefa
Kínverjum ellefu mongólska
hesta til að hjálpa þeim við
að koma upp nýjum stofni
villihesta.
Hestarnir eru nú í dýra-
garði í Xinjiang-héraði í
Norðvestur-Kína, en að sögn
kínversku fréttastofunnar
Nýja Kína verður þeim fljót-
lega sleppt út á slétturnar.
Kínverjar sendu átta fágæt
dádýr til dýragarðsins í San
Diego í þakkarskyni fyrir
hestagjöfina.
Hræðileg
fuglahræða
■ Borgaryfirvöld í Bris-
bane í Ástralíu hafa látið
taka niður fuglahræðu eða
„fuglafælu" af ráðhúsi borg-
arinnar, en hún var svo
hræðileg að hún hræddi ekki
aðeins dúfur burt heldur
fældi hún einnig fólk frá ráð-
húsinu.
Fuglahræðan var búin raf-
eindatækjum sem gáfu frá
sér ámátlegt væl. Embættis-
menn borgarinnar sögðust
ekki geta unnið við þennan
hávaða og vegfarendur
kvörtuðu einnig yfir vælinu í
fuglahræðunni.
Áður hafði borgarstjórnin
reynt að nota plastsnáka til
að halda burtu dúfum sem
skitu út eignir borgarinnar,
en dúfurnar voru ekki
hræddar við „snákana”.
Fuglafræ með getnaðar-
varnarlyfjum dugði heldur
ekki til að bægja dúfnaplág-
unni burt.
Ástralía:
Kona rennur til á
franskri kartöflu
- ogfærtæplega
900.000 islenskar
krónur í skaðabætur
■ Konu nokkurri sem rann
til á kartöflubita í stórmark-
aði hafa verið dæmdar sem
svarar tæpum níu hundruð-
um þúsunda íslenskra króna
í skaðabætur.
En samt fær konan, Fenn-
eken Deniet. aðeins í sínar
hendur sem samsvarar tæp-
um sex hundruð þúsundum
íslenskra króna vegna gá-
leysis hennar að hafa ekki
tekið eftir kartöflubitanum
þar sem hann lá á gólfinu
fyrir hunda og manna fótum.
Héraðsdómstólnum í
Perth var nýlega gert Ijóst að
fallið hefði valdið Deniet
miklum þjáningum þar eð
hún er með gervimjaðma-
grind.
Dómarinn lýsti því yfir að
Coles stórmarkaðurinn hefði
einnig sýnt af sér vítavert
gáleysi þareð kartöflubitarn-
ir sem lágu eins og hráviði
um gólfið, lágu þar í að
minnsta kosti 25 mínútur án
þess að nokkur hefði sýnt
viðleitni til að hreinsa þá
upp.
„Gólfið var hált fyrir en
kartöflubitarnir juku stór-
lega hættu viðskiptavina á
falli,“ sagði í Heenana dóm-
ari í samtali við fréttamenn.
Ringo Starr og Barbara Bach tala við blaðamenn.
Ringo afi vill
leika guðföður
■ Jæja, nú ættu kvikmynda-
framleiðendur ekki að vera í
neinum vafa um hvern þeir
velja í hlutverk „guðföður", ef
þeir halda áfram með þessar
Mafíu-myndir. Ringo Starr
hefur komið sér upp útliti sem
hæfir „godfather-hlutverk-
inu“. Annars eru nýjustu frétt-
ir af Ringo þær, að hann hafi
orðið afi nýlega og sé mjög
ánægður í afahlutverkinu.
Með skeggið sitt, sigarett-
una í samanbitnum munni og
þessi dökku gleraugu er Ringo
eins og „ekta Mafíu-maður",
eins og Barbara konan hans
sagði, en hún var svolítið
áhyggjufull á svipinn, þegar
allt þetta Mafíu-tal kom upp á
blaðamannafundi.
Ringo lék eitt sinn í kvik-
rnynd steinaldarmann í hellis-
skúta, en kannski kemst hann
nú nær nútímanum í næstu
mynd, og húsakynni hans
verða þá lítið eitt glæsilegri en
dimmur hellir steinaldar-
mannsins.
Japanskir sól-
ardýrkendur
■ Japanskir sólardýrkendur. Dökkt hörund þótti Ijótt og streyma út á strcndur landsins
Til skamms tíma forðuðust allir kepptust við að halda sér þegar sumarleyfin byrja og
Japanir sólargeislana eins og sem ljósustum. En nú er þetta steikja sig á sólinni þótt þeir
pestina þar sem þeir óttuðust að breytast eins og svo margt viti að þeir dökkni örlítið við
að hörundið myndi dökkna. annað í Japan. Ungir Japanir það.
flokksstarf
T
Siglfirðingar - Sauðkrækingar
Landssamband framsóknarkvenna heldur námskeið i fram-
sóknarhúsinu við Suðurgötu Sauðárkróki fyrir konur og karla
á öllum aldri.
Námskeiðið verður haldið dagana 15., 16. og 17. nóvember
n.k. og hefst það kl. 20.00 15. nóv. Veitt verður leiðsögn í
styrkingu sjálfstrausts, ræðumennsku, fundarsköpum og
framkomu i útvarpi og sjónvarpi. Leiðbeinendur verða þær
Inga Þyri Kjartansdóttir og Guðrún Jóhannsdóttir. Þátttaka
tilkynnist hjá Halldóru í síma 96-71118 og Guörúnu í síma
95-25200.
Fólk er eindregið hvatt til að nota sér þetta sérstaka tækifæri.
L.S.K.
Konur Suðurnesjum
Landssamband framsóknarkvenna heldur fimm kvölda nám-
skeið fyrir konur á öllum aldri í framsóknarhúsinu við
Austurgötu sem hefst 18. nóvember n.k. kl. 20.00. Veitt verður
leiðsögn í styrkingu sjálfstrausts, ræðumennsku, fundarsköp-
um og framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbeinandi verður
Drifa Jóna Sigfúsdóttir. Þátttaka tilkynnist til Drífu í síma
92-3764 eða Þórunnar í síma 24480.
Spilafólk takið eftir
Hin árlega þriggjakvölda spilakeppni Framsóknarfélagsins í
Árnessýslu hefst að Borg í Grímsnesi í Þjórsárveri föstudag-
inn 15. nóvember kl. 21. og endar að Flúðum föstudaginn 22.
nóvember kl. 21. Glæsileg verðlaun að verðmæti um 60.000
kr. Meðal annars utanlandsferð og margt góðra muna.
Framsóknarfélag Árnessýslu.
Viðtalstímar
Halldór E. Sigurðsson verður til viðtals jf
á skrifstofu félagsins að Rauðarárstíg
18, mánudaga til fimmtudags
kl. 13.30- 15.30, fyrst um sinn. Jfe t
Framsóknarfélag Reykjavíkur. IVa
Keflavík
Fundur verður haldinn hjá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna
i Keflavík mánudaginn 18. þ.m. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu
Austurgötu 26. Fundarefni: Undirbúningurbæjarstjórnarkosn-
inganna 1986.
. Stjórnin.
Héraðsbúar - Austfirðingar
Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, heldur
almenna fundi um landbúnaðarmál á eftir-
töldum stöðum:
Valaskjálf á Egilsstöðum, laugardaginn 16.
nóv. kl. 14.00.
Staðarborg í Breiðdal, sunnudaginn 17. nóv.
kl. 15.00.
Allir velkomnir.