NT - 19.11.1985, Side 5
Þriðjudagur 19. nóvember 1985 5
réttir
Grunnurinn lagður að stofnun:
Landssambands
selveiðibænda
Nýtingarmöguleikar kannaðir hjá veitingahúsum, minjagripa-
verslunum og fataframleiðendum
■ Grunnurinn hefur verið lagður að
stofnun Landssambands selveiði-
bænda um land allt. Fundur haldinn
á Hótel Sögu nú um helgina kaus
bráðabirgðastjórn, til þess að safna
gögnum um stofnstærð á selnum hér
við land og nýtingarmöguleika á þeim
dýrum sem má veiða. Verkefni
stjórnarinnar verður m.a. að vinna úr
þeim gögnum sem aflast og undirbúa
stofnfund Landssambands selveiði-
bænda.
Árni G. Pétursson ráðunautur situr
í bráðabirgðastjórninni. f september
síðastliðnum fór hann um allt land og
heimsótti alla selveiðistaði landsins,
og ræddi við bændur sem eiga jarðir
með nýtingarmöguleikum á selnum.
Árni sagði í samtali við NT að nú
yrðu kannaðir allir möguleikar á nýt-
ingu, og hafa viðræður þegar farið
fram við veitingahúsaeigendur, um
hvort ekki mætti bæta selkjöti inn á
-matseðla. Þá standa yfir athuganir,
hvort ekki mega nýta skinnið af
kópunum til fataframleiðslu. Japani ,
á vegum stórs fataframleiðenda í
Japan, kom til Iandsins fyrir þremur
árum til þess að kanna skinnið af
íslenska kópnum, og varð niðurstaða
hans sú að íslenski kópurinn hefði
mjög sérstakan feld, og einstæðan, í
heiminum.
Árni sagði að talað hefði verið við
minjagripaverslanir, um hvort þær
væru með eitthvað unnið úr selskinni
á boðstólum. Svo var, en það voru
helst peningabuddur keyptar frá
Þýskalandi, unnar úr selskinni frá
Bretlandi.
Jón Skaftason borgarfógeti:
„Álagiðerað
drepa okkur"
■ „Álagið er að drepa okkur. Við
embættið allt hafa verkefnin marg-
faldast og gífurlega mikið er að gera.
Unnið er vel flesta laugardaga og öll
Hvassviðrið um helgina:
Talsvert
eignatjón
■ Mikið hvassviðri gekk yfir land-
ið um helgina. Víða fuku járnplötui
af húsum og talsvert eignatjón varð
af þeim sökum.
Á ísafirði gekk veðrið ekki niður
fyrr en í gærdag, og hafði þá orðið
talsvert eignatjón. Plast hraðbátur
tók^tá loft úrgarði.og fauk út á sjó.
Pá var talsvert um skemmdir á
þökum, og klæðning fauk af einu
húsi, svo að segja í einu lagi.
Akurnesingar máttu sætta sig við
mikið sandrok um helgin, og sagði
lögreglan að hann hefði skafið í
skafla.
í Hafnarfirði slitnaði trilla úr
höfninni og rak hana upp, þar sem
hún brotnaði í smátt.
þau kvöld sem hægt er að pína,
mannskapinn til, og hefst samt ekki
undan,“ sagði Jón Skaftason borgar-
fógeti í samtali við NT í gær.
46 þúsund þinglýsingar hafa verið
afgreiddar, 26 þúsund veðbótarvott-
orð gefin út, og aflýsingar hafa verið
í kringum 20-30 þúsund það sem af er
árinu. Petta er mun meira en allt árið
í fyrra, að sögn Jóns Skaftasonar. „Þó
var algert metár í fyrra,“ sagði hann.
„Við höfum ekki starfsmanna-
fjölda til þess að anna þessum aukna
verkefnafjölda. Verkefnin hafamarg-
faldast langt umfram fjölgun á starfs-
fólki,“ sagði Jón. Hann benti á að það
tæki allt upp í viku að fá skjöl
þinglesin og sætti það mikilli gagnrýni
hjá fólki. Hann sagðist vonast til þess
að fljótlega yrði af því að tölvur yrðu
teknar í notkun, í þinglesningardeild-
inni. „Þrátt fyrir það að við fáum
tölvur er viðbúið að það taki tvö til
þrjú ár að tölvukeyra allar upplýsing-
ar sem nauðsynlegt er áður en hægt
verður að vinna með nýja laginu,“
sagði Jón.
Lögfræðinga vantar í þinglesning-
ardeildina, og sagði Jón að hann
hefði leitað eins og útspýtt hundskinn
í nokkra mánuði, en án árangurs.
„Við getum ekki keppt við einka-
markaðinn um launakjör og því fáum
við enga menn.“
Lánsamur ökumaður:
Bjargaðist með
því að kasta
sér úr bíl
■ Einar Halldórsson bjargað-
ist á undraverðan hátt, þegar
bíll hans fór fram af Óshlíðar-
vegi í grennd við ísafjörð. Einar
var á leið til Bolungarvíkur á
íþróttaæfingu, þegar slysið
varð.
„Þetta gerðist svo snöggt, að
maður áttar sig varla á því hvað
skeður. Ég var að gramsa í tösku
sem var við hliðina á mér, og
keyrði síðan yfir grjót sem hafði
hrunið á veginn. Þegar ég leit
upp sá ég að hægri brúnin á
bílnum var að fara fram af. Þá
var of seint að beygja eða
bremsa eða bjarga málunum.
Það voru ósjálfráð viðbrögð að
fleygja sér út úr bílnum,“ sagði
Einar í samtali við NT.
Hann var ekki í belti þegar
óhappið varð. Einar slapp meó
sprungna vör og lítilsháttar
marbletti. Hann sagðist hafa
horft á eftir bílnum, þar sem
hann fór alla leið niður í fjöru.
Fimmtíu til sextíu metra fall.
Toppurinn á bílnum lagðist al-
veg ofan í sæti og stýri eins og
Einar lýsti því, og þarf ekki að
spyrja að leikslokum hefði hann
ekki náð að kasta sér út nógu
tímanlega.
Þegar Einar hafði skreiðst
aftur upp á veginn fékk hann far
til baka til ísafjarðar með bíl
sem kom skömmu síðar.
OG TOSKURIURVALI
^; ■ -,'■ ■
Teg. 6951
Kr. 2.300.-
Litir: Grátt, svart.
Teg. 6952
Kr. 1.850.-
Litir: Grátt, svart.
Hanskar
Skinn
Frákr. 1.195.-^^
Litur: Svart, brúnt, beige.
■ Urriðafoss i Sundahöfn, Kafari sem vinnur við könnun á boíni skipsins varð
frá að hverfa vegna hreingerninga á skipinu en mikil olía hafði safnast á það á
Strandstað. NT-mynd Kóbert.
Skemmdirnar
ekki fullkannaðar
Sjópróf hófust í gær en fara verður með skipið
utan til viðgerða
■ Enn er ekki vitað með vissu
hversu miklar skemmdir urðu á flutn-
ingaskipinu Urriðafossi sem strand-
aði í Hvalfirði á föstudag þegar
óveðrið gekk þar yfir. Þcgar skipið
hafði náðst út og var komið í Sunda-
höfn í Reykjavík var liafist handa að
þrífa skipið en mikil olía hafði safnast
á það á strandstað.
Svo vasklega mun hafaveriögengið
fram í hreingerningunum að kafari,
sem vinnur við að kanna skemmdir á
botni skipsins, varð frá að hverfa þar
sem sjórinn var orðinn svo gruggugur
að hann sá ekki til vinnu sinnar. Það
er þó Ijóst að tveir af fjórum eldsneyt-
istönkum skipsins hafa rifnað og
svartolía og gasolía sem í þeim var
lekið í sjóinn.
Þegar skipið kom til hafnar var
komiö fyrir flotgirðingu umhverfis
það til að hindra olíumengun cn lítil
sem engin olía hefur náðst í netið og
því Ijóst að hún var runnin úr tönkum
skipsins þegar það kom til Reykjavík-
ur en það mun hafa verið á milli 50
og 60 tonn af olíu.
Sjópróf hófust í gær og verður
framhaldið í dag og þá mun væntan-
lega fást úr því skorið af hverju skipinu
var ekki haldið frá landi þegar séð var
að ekki var hægt að hemja þaö við
bryggju á Grundartanga.
DRAUMA
dansdúkkan
sem dansar þrjá dansa
Verð aðeins kr. 1.295.-
*
Ódýrustu
snjóþoturnar:
Litlar...................... kr. 369.-
Stórar ..................... kr. 570.-
m/bremsum................... kr. 699.-
Stýrisþotur ................ kr. 2.295.-
Enn eru til leikföng á gömlu verði
Sparið þúsundir og kaupið
jólagjafirnar tímanlega
Póstsendum
LEIKFANGAHÚSIÐ
Skólavörðustíg 10 s. 14806