NT


NT - 19.11.1985, Side 10

NT - 19.11.1985, Side 10
 íTir Þriðjudagur 19. nóvember 1985 10 iii Þórður Ægir Oskarsson: Markleysan mikla? Hlutverk ungliðahreyfingar innan sjórnmálaflokks ■ Þcgar rætt er um hvert skal vera hlutverk ungliðahreyfingar innan stjórnmálaflokks þá er einkum þrennt sem slík hreyfing verður að taka mið af í athöfn- um sínum: 1) Hvað gerir ungliðahreyfingin fyrir móðurflokkinn og stefnu lians. 2) Hvað gerir hreyfingin fyrir sjálfa sig, skipulag sitt og það fólk sem vinnur fyrir liana. 3) Hvað gerir hreyfingin til að ná til þeirra aldurshópa þjóðfé- lagsins, sem hún þykist vera fulltrúi fyrir og eiga erindi við. Ef þessi þrjú meginatriði eru ávallt höfð í íiuga og staðfestu- lcga unnið aö framkvæmd þeirra þá má telja árangurinn vísan. Því miður þá hefur SUF gleymt að sinna þessum þremur meginatriöum sem skyldi. Sama má reyndar segja um öll önnur samtök ungliöa á pólitískum vettvangi. Meginmálið er að SUF hefur ofreynt sig á að sinna fyrsta þættinum, þjónustu við flokkinn. Ofuráhersla hefur verið lögð á að framleiða vand- virknislegar tillögur fyrir flokks- forystuna. Tillögur sem við í SUF fáum eftil vill hrósfyrirá tyllidögum. Að vísu stefnir allt í það að við fáum ckki cinu sinni klappiö á kollinn og hrósyrðin á næst- unni, því formaður Framsókn- arflokkins hefur a.m.k. í þrí- gang lýst því yfir að ekki sc rnark takandi á málflutningi SUF. Það er illa komið fyrir stjórnmálaflokki þegar gagn- rýni og starf innan hans eru afgreidd sem markleysa. Það er vissulega rétt, sem Steingrímur Hermansson segir, að SUF verður að taka starf sitt í gegn. En ég spyr þá í Ijósi þess: Hvað þarf þá Framsóknarflokk- urinn sjálfur að gera? Þar er öll pólitísk miðlun og barátta í ntolum. og það meir en svo að einum manni verði kennt um. Gagnger endurskoðun Ungir framsóknarmenn verða að bregðast hér hart viö og taka hiutverk sitt og starf- semi innan flokksins og úti í þjóðfélaginu til gegngerrar endurskoðunar. Aögangur SUF að helstu valdastofnunum flokksins hefur ekki skilað sér sem skyldi. Vandaður málatil- búningur SUF hefur ekki fengið þann hljómgrunn hjá flokksfor- ystunni sem efni standa til. Ég spyr því, hví að eyöa öllu okkar púðri og krafti í slíkt starf scm einskis er metið? Hvað eigum við í SUF að ganga langt í að keppast við að afla okkur virðingar eldri manna í flokknum, sem eru nú einu sinni á góðri leið með að gera Framsóknarflokkinn að smá- flokki. Svo ekki sé nú vitnað til þeirra ummæla, að flokknum sé fórnandi fyrir cinhverjar verð- bólguprósentur. Ég sem hélt að Framsóknarflokkurinn hefði langtíma þjóðfélagsleg mark- mið og væri ábyrgur í að koma þcim í framkvæmd. Nei félagar, hingað og ekki lengra. Áherslurnar verða að breytast. Við skulum alls ekki leggja vandaðan málatilbúnað á hilluna, slíkt væri ábyrgöarleysi. Hins vegar er nauösynlegt að leggja meiri áhersiu á liina þætt- ina tvo, innra starf SUF og FUF félaganna og umfram allt rækt- arsenti viö þann hóp kjósenda scm viö ætlum okkur að ná til. Við náum ekki til þesa unga fólks með nákvæmum tillögu- flutningi um skattamál o.s.frv. Mikið af aldurshópnum 18-24 ára greiðir ekki mikla skatta og það er ekki orðiö svo innviklað í brauðstritið að slíkar tillögur reki það fagnandi í arma Fram- sóknarflokksins eða SUF. Sjálfstæð pólitík SUF á að einbeita sér að því að reka heildstæða pólitík, þar sem hugmyndafræðilegur grundvöllur flokksins er megin- þemað. Síðan á að leggja áherslu á einstök málefni út frá hugmyndafræðinni hvort sem urn er að ræða einstaka þætti efnahagsmála, umhverfismál, skólamál o.s.frv. Það má ekki gleyma hug- myndafræðinni því hún hlýtur að vera sá jarðvegur sem allur málatilbúnaður byggir á. Hér eru oss mikil vandkvæði á höndum, því hugmyndafræöi flokksins og stefnumótun eru á reiki og hvergi til í aðgengilegri samantekt. Hálft annað ár er nú síðan SUFskilaði inn ítarlegum tillög- um að endurskoðaðri stefnu- skrá, en ekkert hefur skeð og stefnuskrárnefnd steindauð. Enda talar fólk nú gjarnan um litla. spillta, stcfnulausa Fram- sóknarflokkinn. ■ Þéssari ímynd verður að breyta. Það verður að gera gangskör að því að finna hvaö ungt fólk í dag raunveruleg vill og í samræmi við það bjóða okkar frjálslyndu stefnu og þjónustu. SUF ekki pöntunarfélag SUF á ekki að vera pöntunar- félag sem flokksforystan getur hóað í þegar hana vantar eða öllu heldur hentar að fá stuðn- ing og málatillögur. Hlutverk SUF innan flokksins verður að vera sjálfstætt og gagnrýnið, SUF verður að koma ungu fólki þannig fyrir sjónir og heyrn, að það sýni að það verði ekki reyrt á flokksklafann þegar forystu flokksins býður svo við að horfa. Slíksjálfstæðoggagnrýn- in staða getur vart verið erfið undir þcssari ríkisstjórn með íhaldinu. Vaxtarbroddar flokksins eru SUF og LFK. Hlutverk SUF að ná til þess unga fólks sem er að öðlast kosningarétt hlýtur að vera forgangsverkefni. Til þess að árangur náist verðum við að fara út í þjóðfélagið, því enginn kemur til okkar af sjálfsdáðum eins og skoðanakannanir sýna. Við verðum að koma okkur og málstaðnum stöðugt á fram- færi í fljölmiðlum, á fundum, á götunni. Tímabundnar uppá- komur eru ekki nægar því áhrif þeirra fjara út jafnskjótt og þau verða til. Ekki síður geta þær snúist í höndum okkar. Ungt fólk á þeim aldri sem lífsspursmál er fyrir SUF og Framsóknarflokkinn að ná í hefur tiltölulega ómótaða lífs- skoðun og er opið fyrir góðum hlutum. Það er gagnrýnið, en á jákvæðan hátt, og fellur lítt fyrir hugmyndafræðilegum pat- cntlausnum sem trúboðin tvö, Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins og Samband ungra sjálf- stæðismanna, boða af nrikilli þráhyggju, einsogþeimertamt. Við þetta unga fólk á SUF erindi með sína frjálslyndu um- bótastefnu, en til þess vantar aðeins vilja og vinnu. Fyrsta skrefið er að skapa SUF sjálfstæða og gagnrýna af- stöðu byggða á grundvallarsjón- armiðum frjálslyndis og sam- vinnustefnu Framsóknarflokks- ins. Fólk verður ekki blekkt með brellum í því augnmiði verður að virkja einstök FUF félög betur og untfram allt koma á virkum kjördæmasamböndum ungs framsóknarfólks. SUF-arar, hvort sem um er að ræða hóg- væra dreifbýlinga eins og félaga Valdimar Guðmannnsson í Bakkakoti eða kótilettukarlana af höfuðborgarsvæðinu, verða að skiptast stöðugt á hugmynd- um og upplýsingum. Þannig og aðeins þannig verður starfið öflugra og nýjar hugmyndir fæð- ast og dreif- þéttbýlis ásinn vcrður eðlilegur hluti af fram- sóknarstefnunni, ekki klofn- ingsvaldur eins og allt stefnir í núna. Það er lífsnauðsyn að færa starfið út í þjóðfélagið, til unga fólksins. Við höfum og erum að reyha að ná til ungs fólks í sambandi við útgáfu skólablaðsins okkar Denna og þar eygi ég fyrst von, en allan stuðning frá flokknum vantar enn sem komið er. Ég vil þó vara við þeirri ofurtrú sem fólk virðist vera að fá á fjölmiðla- tækninni og atvinnumönnum í almannatengslum. Þetta eru góðir þjónar ef þeim er rétt beitt en framkalla ekki krafta- verk og geta jafnvel snúist í höndunum á notendunum. Þess eru mörg dæmi. Fólk verður ekki auðveldlega blekkt með brellum ef innihaldið vantar. Það er ekkert annað en þrot- laust starf sem heldur stjómmála- flokki á lífi. Nýir tímar kalla auðvitað á breyttar vinnuað- ferðir. Við verðum þó að vera viss um að engu sé á glæ kastað nema annað betra komi í staðinn. Steindauð áróðursskrif Innra skipulag SUF verður að gera skilvirkara, sérstaklega með tilliti til upplýsingaflæðis. Þá mætti að skaðlausu lækka aldurstakmark SUF í 28 ár, því hagsmunir tvítugs fólks eru allt aðrir að flestu leyti en þeirra sem 35 ára eru. Það mundi einnig leysa framagosavanda- málið. Við vitum að framan- greind hlutverk verðum við að því því er virðist í dag að rækja án stuðnings sem neinu nemur frá flokksapparatinu. Og það skulum við gera. Með því þjón- um við Framsóknarflokknum, ungu framsóknarfólki og ungu fólki almennt best. í dag er flokkurinn allur steindauður í áróðursskrifum, lífsmarkið eða öllu heldur síð- ustu fjörkippirnir eru hjá SUF og LFK. Hræðist ég þó tog- streitu milli SUF og LFK um virkar ungar konur þegar fram í sækir og þarf þar að efla sam- starf strax. SUF eina vonin Þó svo að einstakir þingmenn flokksins virðast vera að vakna af Þyrnirósarsvefninum og þora að horfast í augu við staðreynd- ir, þá er það fullseint í rassinn gripið. Það er jafnvel of seint að bjarga eigin skinni hvað þá held- ur flokksins. Ráðamenn flokksins verða að gera sér grein fyrir að SUF er þeirra eina von til að ná aftur tengslum við yngri kynslóðir þessa lands. Tal í vandlætingartón og axla- yppingar leysa þar engan vanda. Hagsm.unir ungs fólks á ís- landi hafa verið lítilsvirtir um langt skeið á meðan allt er lagt í að bjarga fyrirtækjum sem Hafskip. Köllum þá til ábyrgðar sem hana bera og þar mun SUF og vonandi Framsóknarflokkurinn leggja sitt af mörkum. Ungt fólk í þessu landi á skilið betri framtíð en eldri kynslóðir hafa búið henni í dag. Það væri illa farið ef ungt fólk yrði neytt til að stofna eiginn flokk til að berjast fyrir hagsmunum sínum. Það er vissulega rétt sem Steingrímur Her- mannsson segir að SUF verður að taka starf sitt í gegn. En ég spyr þá í Ijósi þess: Hvað þarf þá Framsóknarflokkurinn sjálf- ur að gera? Þar er öll pólitísk miðlun og barátta í molum, og það meir en svo að einum manni verði kennt um. Á söguslóðum Biblíunnar - eftir Magnús Magnússon ■ Bókin Á söguslóðum Bib- líunnar eftir Magnús Magnús- son sjónvarpsmann í Bretlandi er komin út hjá Erni og Örlygi. Þessi bók gerist eins og nafnið bendir til á söguslóðum Bib- líunnar og vinnur Magnús hér úr ógrynni heimilda áður lítið þekktum. Bókin er í raun eins konar vegahandbók um söguslóðir Biblíunnar og um leið lykill að Austurlöndum nær, - löndum sem íslendingum eru í raun framandi en þó svo nálæg í sögu og menningu. Magnús ferðaðist um sögu- slóðirnar í rúmt ár til að viða að sér heimildum og gerði síðan mynd sem m.a. var sýnd í íslenska sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Víkingaþættirnir sem einnig voru sýndir hér fyrir nokkrum árum eru í beinu framhaldi af bókinni og þáttunum sem gerðir voru í tengslum við hana. í bókinni er varpað fram ýmsum spurningum eins og Hvaða leyndardóma hafa forn- leifafræðingar uppgötvað að undanförnu? - Hvað gerist þeg- ar sagan og Biblían er endur- skoðuðíljósinýjustu fornleifa- funda? o.fl. Það er Dagur Þorleifsson sem þýðir bókina og var bókin sett í Leturvali en prentuð og bundin í Ungverjalandi. Ljóðfrá liðinni öld ■ Barn að aldri lærði ég og söng ljóðið: „Nú andar himins bltður aftan blær,“ og fannst alltaf að þetta væri kvöldstemmn- ing Steingríms. Nú les ég að þetta sé ljóð Bjarna Skúlasonar Thorarensen á Móeiðarhvoli sem drukknaði í Markarfljóti 1885. Sigurður Ágústsson í Birt- ingaholti birtir seinna erindi þessa hugþekka ljóðs í NT 30. okt. þ.á. Vel færi á að NT birti það í heild: Nú andar himins blídur aftan blær, og blessuð sólin roða á fjöllin slær, húngengursenn til viðar, hægt og hljótt, og hátíðlega býðurgóða nótt. Nú færist húmið yfir græna grund oggráta blómin dagsins liðna stund, en fjærst í vestri gullinn geisli skín. þar geymist hulin vonarstjarn- an mín. Rangæingur.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.