NT - 19.11.1985, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. nóvember 1985 11
Umsögn
j)1
Leikfélag Siglufjarðar:
Sólsetur
- frambærilegt leikrit en.
Leikfélag Siglufjarðar:
Sólsetur.
Höfundur og leikstjóri: Sólveig
Traustadóttir.
Aðstoðarleikstjóri: Þórólfur Tómas-
son.
Leikmynd: Sólveig Traustadóttir.
Búningar: Ingunn Jónsdóttir.
Tónlist og útsetning: Elías Þorvalds-
son.
Ljósameistari: Magnús Magnússon.
Helstu hlutverk: Magnús Traustason,
Svanhildur Björnsdóttir, Margrét
Gunnarsdóttir, Birna H. Björnsdótt-
ir, Ingibjörn Jóhannsson, Guðbjörg
Ásgeirsdóttir, Ragnhildur Bergþórs-
dóttir, Elvar Elefssen o.fl.
Leikritið Sólsetur eftir Sólveigu
Traustadóttur er farsi með alvarlegum
undirtón. Það gerist á nýju elliheimili
á landsbyggðinni og fjallar um sam-
skipti heimilismanna og starfsfólks en
að auki kynnumst við rækilega sýslu-
manninum sem er óttalega borubratt-
ur og drjúgur með sig og heldur að
hann sé óskaplegt kvennagull en á allt
sitt undir eiginkonu sinni Geirþrúði
og hjákonu sinni Díönu. starfsstúlku
á elliheimilinu, sem alltaf eiga að
hlaupa til þegar hann þarfnast ein-
hvers, sem er æði oft. Geirþrúður er
seinni kona sýslumannsins og hefur
alla tíð þjónað honum og fórnað sér
fyrir hann í hjónabandi þeirra en er
■ Höfundurinn og leikstjórinn Sól-
veig Traustadóttir.
nú orðin heldur leið á grobbinu og
tilætlunarseminni í manni sínum.
Elliheimilisfólkið er flest ósátt við að
þurfa að eyða síðustu ævidögunum
inni á stofnun, eins og Kristinn gamli
segir og finnst það furðulegt að fólk
skuli vera sorterað inn á stofnanir
eftir aldri. Heimilisfólk gengur sumt
ekki heilt til skógar, eins og hún
Hildur sem er alltaf að bíða eftir að
litla stúlkan hennar birtist, sem
drukknaði fyrir mörgum árum. Hild-
ur er einkum verkfæri höfundar til að
koma ádeiluboðskap sínum á fram-
færi ásamt Kristni og Hildur færir
okkur þann boðskap að allir menn
eigi að vera bræður og systur og láta
sér annt um hvort annað í stað þess
að eiga í illdeilum.
Sólveig Traustadóttir hefur starfað
mikið við leiklist. Sólsetur er þriðja
verk hennar en 14. uppsetning hennar
sem leikstjóri. Sólveig er alls ekki svo
galinn leikritahöfundur, ef svo má að
orði komast og textinn í Sólsetri er
vel skrifaður. Persónusköpunin er þó
ekki ýkja djúphugsuð, en þar er það
reyndar formið sem kannski býður
ekki upp á það því persónur í försum
eru yfirleitt stereótýpur. Leikmynd Sól-
veigar er lfka mjög smekkleg og
vönduð, allt svart og hvítt, en er
kannski of smart miðað við það
umhverfi sem eengur og gerist á
elliheimilum.
En Sólveig ætti að drífa sig til
höfuðborgarinnar og setja upp sýn-
ingu með atvinnuleikurum, því
leikurinn á sýningunni var ósköp
slappur og á köflum afleitur, þótt
Ieikararnir hafi skilað hlutverkum
sínum misilla. Auðvitað má afsaka
leikinn með tímaleysi áhugaleikar-
anna og einangrun og ekki skorti
leikgleðina en ég gat ekki varist því
þegar ég horfði á sýninguna að þakka
núnum sæla fyrir það að vera búsett
á höfuðborgarsvæðinu og geta farið í
leikhús og séð þar frambærilega
leikara í leikhúsum hér á Stór-
Reykjavíkursvæðinu.
Framsögnin á textanum er t.d.
kapítuli út af fyrir sig og það hefði
varla verið mikið mál að fá einhvern
til að kenna leikendum í Leikfélagi
Siglufjarðar grunnatriði í framsögn.
Oft var ekki hægt að heyra hvað
leikararnir voru að segja sem er mjög
bagalegt í annars frambærilegu verki.
Og óskaplega hvimleiðar sumar radd-
irnir, mjóar og skerandi. Áhuga-
leikhús geta nefnilega oft verið skín-
andi góð og auðvitað eigum við að
gera í ýtrustu kröfur varðandi leik.
svo líka eitt atriði sem varðar
leikstjórnina. Ég gat ómögulega skil-
ið hvaða tilgangi þessar hvítklæddu
verur á bak við hvítu hálfgegnsæju
töldin í leikmyndinni áttu að þjóna.
Fyrst hélt ég að þær ættu að undir-
strika persónuna Hildi og heimilis-
fólkið á elliheimilinu en svo þegar
þær stóðu einnig uppréttar og upp-^
lýstar í atriði þar sem sýslumaðurinn
og Díana eru að gera upp sín mál í
lok leikritsins þá hætti ég alveg að
skilja. Hvaða tilgangi sem þær hafa
átt að þjóna, þá er útfærslan á þessum
verunr misheppnuð.
Og svona í lokin vil ég ítreka það
að mér fyndist að Sólveig Trausta-
dóttir ætti í næsta sinn sem hún setur
upp leikrit eftir sjálfa sig að finna sér
frambærilega leikara til að vinna
með. Það væri ckki óvitlaust.
Margrét Rún.
Örn og Örlygur:
Tíundir-kvæðabók
eftir Jóhann S. Hannesson
■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur
gefið úr kvæðabókina Tíundir eftir
Jóhann S. Hannesson.
Nú eru tvö ár liðin frá því hann lést
og gefur Örn og Örlygur bókina út nú
í þakklætisskyni við Jóhann þar eð
hann vann ötullega að orðabókargerð
fyrir fyrirtækið þar til hann lést. "
í bókinni er ýtarleg grein eftir
Kristján Karlsson bókmenntafræð-
ing um höfundinn.
Saga mannkyns
RitröðAB
Saga mannkyns:
Borgarastéttin
verður til
■ Bókaklúbbur Almenna bókafé-
lagsins hefur sent frá sér 6. bindið af
Sögu mannkyns. Það fjallar um síð-
miðaldir í Evrópu, tímabilið 1300-
1500 og ber heitið Evrópa við tíma-
mót. Höfundurinn er Káre Lunden,
prófessor við háskólann í Osló, og
þýðandi Snæbjörn Jóhannsson, cand.
mag.
Þetta tímabil síðast á miðöldum er
eitt hið einkennilegasta sem yfir Evr-
ópu hefur gengið. Lénsskipulagið var
að hrynja til grunna sem stafaði af því
að lénsmannastéttin kaus að leggja
fjármagn sitt í stríðsrekstur til að efla
samfélagsstöðu sína í stað þess að
leggja það í atvinnutækin. Bændur
voru félausir og áhugalausir vegna
þess hve lítið þeir báru úr býtuni.
Afleiðingin var einhver harðasta
kreppa sem yfir Evrópu hefur dunið
og fólksfækkun um 50-60%.
Minnkandi tekjur lénsmannanna
Ieiddi til innbyrðis ófriðar sem gerði
þessa stétt mjög máttlitla. Konungs-
valdið styrktist við það og samfara
auknum samskiptum milli þjóða og
við aðrar heimsálfur kom ný stétt til
sögunnar - borgarastéttin (kaupmenn
og iðnaðarmenn) og bendir fram til
þess sem koma skyldi.
Samfara þessu þróuðust listir í
Evrópu ekki síst byggingar- og
myndlist eins og glöggt kemur fram í
myndaefni bókarinnar.
Þetta bindi Sögu mannkyns byggir
mjög á nýjustu rannsóknum bæði
varðandi mannfjölda og efnahagslíf
og tengir þær síðari tíma rannsóknuni
á öðrum sviöum. Bókin er því bæði
skýr og nýstárleg.
Þetta 6. bindi af Sögu mannkyns er
með bóka- og nafnaskrá 272 bls. að
stærð. Myndaefnið er bæði mikið og
frábært. Bókin er sett og filmutekin í
Prentsmiðjunni Odda, en prentuð og
bundin í Belgíu.
Einkennileg
lífsreynsla í
gömlu húsi
■ Út er komin hjá Máli og menn-
ingu unglingabókin Sesselja Agnes
eftir hinn þckkta sænska rithöfund
Maríu Gripe. Vilborg Dagbjartsdótt-
ir þýddi bókina.
Sagan segir frá Nóru sem flytur
með fósturforeldrum sínum í gamalt
hús og verður fyrir einkennilegri
lífsreynslu þar. Hún heyrir fótatak í
íbúðinni þótt cnginn sé heima. hún
fær undarlegar upphringingar og
gömul klukka með ónýtu úrverki fer
að ganga ...afturábak! Svo fær hún
skilaboð um að sækja pakka á ákveð-
inn stað í Stokkhólmi og fylgir boðun-
um að hún megi engum sýna það sem
í pakkanum er. Gátan verður meira
og meira spennandi þangað til Nóra
leysir hana með dyggri aðstoð Dags,
félaga síns.
Mariii GrijH'
Sesselja Agnes
— imdarleg Siigit —
María Gripe hefur fengið marg-
háttaða viðurkenningu fyrir verk sín,
m.a. hin virtu H.C. Andersens verð-
laun árið 1974, og í ár fékk hún
barnabókavcrðlaun norrænna skóla-
safnsvarða í fyrsta sinn sem þau voru
veitt. Hún er höfundur bókanna um
Elvis Karlsson, Húgó og Jósefínu og
Náttpabba sem liafa komið út á ís-
lensku.
Sesselja Agnes er 242 bls., unnin
að öllu leyti í prentsmiðjunni Odda
hf. Harald Gripe gerði kápumynd.
Bókin er gefin út mcð styrk frá
norræna þýðingarsjóðnum.
Játvarður Jökull Júlíusson
Sagan af
Sigríði stórráðu
■ Játvarður Jökull Júlíusson hefur
sett saman bók um Sigríði stórráðu,
Skarðverjaríki og Reykhólaauð,
Látraætt og Skáleyjasystkin. Heiti
bókarinnar er Sagan af Sigríði stór-
ráðu.
í fyrri hluta bókarinnar rekur höf-
undur ættarsögu Skarðverja í stórum
dráttum og þar meö sögu Breiðafjarð-
arbyggða. Þá er sagt gjörla frá Reyk-
hólaauði og Látraætt og síðan Skál-
eyjasystkinum.
Síðari hlutinn er um Sigríði Magn-
úsdóttur frá Skáleyjum, sem bókar-
lieitið vísar til. Sagan af Sigríöi
stórráðu hefst á Skarðvcrjum og cru
ættir hennar síðan raktar og saga
hennar sögð þangaö til hún kveöur
þennan heim í Kaupmannahöfn, eftir
stormasama ævi konu sem aldrei lét
bugast ogvildi helst sjálf ráða ferðinni
hvar sem leiö hennar lá.
Auk ættfræðinnar er bókin full af
fróðlegum sögum af merkilegu fólki
öld cftir öld og aldarfari og búskapar-
háttum.Útgefandi er Víkurútgáfan
13&8Æ308
C3D
Á
Fjórar nýjar um
Rasmus Klump
■ Örn og Örlygur gefur nú út fjórar
bækur um Rasmus Klump til viðbótar
við þær ellefu sem þegar eru komnar
út.
Þær heita Rasmus Klumpur í
Kynjaskógi, RasmusKlumpurogSóti
lestarstjóri, Rasmus Klumpur á Pínu-
krílaveiðum og Rasmus Klumpur í
undirdjúpum.
Höfundar bókanna eru þau Carla
og Vilh. Hansen en þýðandi þeirra er
Andrés Indriðason.
Að venju lendir Rasmus í ýmsum
furðuævintýrum og hann kemur víða
við.
Rasmus Klumpur og félagar hafa
lengi verið góðir vinir íslenskra
barna, en teiknimyndasyrpur um þá
hafa birst m.a. í Vikunni og Þjóðvilj-
anum.
lceland66°North
eftir Pamelu Sanders
og Roloff Beny
- landkynningarbók
■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hef-
ur sent frá sér landkynningarbók á
ensku um ísland og Islcndinga eftir
tvo crlenda listamenn, þau Pamelu
Sanders og Roloff Bcny. Pamela er
betur þekkt hér á landi sem Pamela
Brement en maður hennar var sendi-
herra Bandaríkjanna hér fram á mitt
ár 1985, en höfundarnafn hennar
hefur alla tíð vcrið Paméla Sanders.
Pamela ferðaðist um landið þvert
og cndilangt og kynntist landi og
lifnaðarháttum fólksins af cigin raun
og ber texti bókarinnar einmitt þess
mcrki.
Roloff Bcny var heimskunnur Ijós-
myndari, listmálari og bókahönnuður
og átti hann að baki fjölda bóka er
liann lést 1984. Hann vann til fjölda
vcrðlauna fyrir myndir sínar og bóka-
hönnun og má þar ncfna hina eftir-
sóttu gullorðu á bókasýningunni í
Lcipzig, Charles Blanc silfurverð-
launin, að óglcymdum titlinum Ridd-
ari Mark Twain fyrir bókina Allt á
sína árstíð, þarsem hann lýsir heima-
landi sínu, Kanada.
Ljósmyndataka Roloffs Bcny hérá
landi var síðasta Ijósmyndaverkið
sem hann vann að áður en hann lést.
Bókin Iceland 66° North hefur
fengið mjög jákvæða dóma erlendis
og segir m.a. að „Jafnvel án Ijós-
mynda Roloffs gefa skrif Pamelu
ljósa og lifandi mynd af lítt þekktu
landi og sérstæðustu þjóð hins
vestræna heims. Pamela Sanders ritar
af mikilli snilld og af drjúgri þekkingu
um nánast allar hliðar mannlegs lífs á
íslandi/*