NT - 22.11.1985, Blaðsíða 3

NT - 22.11.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. nóvember 1985 3 Mál og menning: Oll Ijóð og sögur Ástu Sigurðardóttur - efni sem talið er fullfrágengið af hálfu Ástu komið út ■ Bókin Sögur og Ijóð eftir Ástu Sigurðardóttur sætir svo sannarlega tíðindum á íslenskum bókamarkaði í ár því í bókinni eru á einum stað allar sögurnar úr smásagnasafninu Sunnu- dagskvöld til mánudagsmorguns frá árinu 1961 sem er löngu horfin af markaðnum. Ásta Sigurðardóttir er einn athyglisverðasti rithöfundur sem fram hefur komið á íslandi á þessari öld, og fyrsta smásaga hennar vakti strax óvenju mikla athygli því hisp- ursleysi og ögrandi hreinskilni sög- unnar Sunnudagskvöld til mánudags- morguns fór fyrir brjóstið á ýmsum góðborgurum Reykjavíkur. I bókinni Sögur og Ijóð eru líka allar aðrar smásögur og ljóð, efni sem t_ 1 ja má að sé, fullfrágengið af hendi Ástu. Enn er til mikið af ófrágengnu efni á handritadeild Landsbókasafns- ins. Silja Aðalsteinsdóttir hjá Máli og menningu sagðist vera handviss um að Ásta eignaðist með þessari bók nýjan og stóran lesendahóp, auk þess sem bókin yrði fengur fyrir aðdáend- ur Ástu. Sögur hennar ættu vel við núna, jafnvel betur við en þegar þær komu fyrst fram fyrir rúmum 30 árum, því þær hefðu verið of nýstár- legar fyrir fólk á þeim tíma sem þær eru skrifaðar á. Sögurnar í bókinni bæði birtar og óbirtar eru magnaðar sögur eins og við er að búast af Ástu. Kolbeinn Þorsteinsson starfsmaður hjá Máli og menningu og sonur Ástu sagði að ekki væri vitað með vissu hvenær sögur þær sem aldrei hefðu verið birtar væru skrifaðar. Silja Aðal- steinsdóttir sagði að líklega hefði Ásta verið afkastameiri á árunum 1951-1961 en næsta áratug á eftir en Ásta lést árið 1971. Smásagnasafninu „Sunnudagskvöld til mánudagsmorg- uns“ hefði verið vel tekið en Ásta hefði samt lítið sem ekkert birt af sögum sínum eftir þann tíma. En Ásta var líka myndlistarkona, gerði dúkristur og málaði myndir. Kolbeinn sagði að dúkristur Ástu væru allar varðveittar en Ásta hefði líka hannað spil þar sem hún hefði leitað fanga í þjóðsögum. Mannspilin væru svo til fullgerð og þar mætti sjá Þorgeirsbola, Galdra-Loft, Mikla- bæjar-Sólveigu og fleiri. Og bróðir hans Þórir Jökull Þorsteinsson bætti því við að iágspilin væru ekki máluð en úr því mætti bæta og það væri von þeirra systkinanna að spilin yrðu gefin út á næstu árum. „Spilin eru sterk og demónísk“, sagði Silja bros- andi. „Einmitt", það er rétta lýsing- in,“ bætti Þórir Jökull við. Málverkin sem Ásta gerði eru hins vegar flest í einkaeign. Að sögn Silju málaði Ásta mjög sérkennileg málverk, málaði t.d. eftir tónlist. Ásta fæddist árið 1930 í afskekktri sveit á Snæfellsnesi. Á unglingsárum fluttist hún til Reykjavíkur og fór skömmu síðar í Kennaraskólann það- an sem hún lauk prófi árið 1950, en Margur á bílbelti líf að launa hún bjó alla tíð við kröpp kjör í höfuðborginni og lést árið 1971. Eftirmála við Sögur og ljóð skrifa Kolbeinn Þorsteinsson og Silja Aðal- steinsdóttir. ■ Silja Aðalsteinsdóttir hjá Máli og menningu og synir Ástu Sigurðardóttur Kolbeinn Þorsteinsson og Þórir Jökull Þorsteinsson sem kynntu nýútkomna bók með sögum og Ijóðum Ástu. NT-mynd: Svemr SKULDABRÉFAFLOKKUR FJÁRFESTINGASJÓÐS SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS 1. FLOKKUR 1985 MEÐ ENDURGREIÐSLUTRYGGINGU BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS UTBOÐSLYSING Gefin eru út skuldabréf aö nafnveröi samtals kr. 60.000.000. Bréfin eru gefin út á nafn Sláturfélags Suöurlands. Verðgildi skuldabréfanna er kr. 10.000, kr. 50.000 og kr. 100.000. Bréfin eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu. Bréfin eru vaxtalaus, en seld með afföllum, sem tryggja kaupendum þeirra 10% vexti umfram verðbólgu. Gjalddagi skuldabréfannaer hinn 1. október 1990. Fjárfestingasjóður Sláturfélags Suðurlands er þó skuldbundinn til að kaupa a.m.k. 1 /7 hluta seldra bréfa á hverjum árshelmingi frá og með 1. apríl 1987 óski eigendur eftir að selja þau. 10 þús. króna bréf kostar í dag kr. 6.393 og endurgreiðist með kr. 10.000 auk verðbóta ef beðið ertil síðasta endurgreiðsludags, hinn 1. október 1990 Búnaðarbanki íslands ábyrgist endurgreiðslu skuldabréfanna. Sótt hefur verið um skráningu skuldabréfaflokksíns á Verðbréfaþingi íslands. Kaupþing hf. sér um sölu skuldabréfanna og veitir allar frekari upplýsingar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.