NT - 22.11.1985, Blaðsíða 12

NT - 22.11.1985, Blaðsíða 12
■ Vcsturbæjarskólinn sem áður var Stýrimannaskóli. Húsið er komið hátt á níræðisaldur og starfsemi skólans er löngu búin að sprengja utan af sér húsnæðið og orðið tímabært að nýtt og stærra húsnæði takí VÍÖ. NT*mynd Róbert. Neyðarástand hjá Vesturbæjarskóla - að mati foreldra og kennarafélagsins ■ Aðalfundur foreldra- og kennarafélags Vesturbæjar- skóla sem haldinn var nýlega bendir á að það sé algjört neyð- arúrræði og allsendis óviðun- andi að hluti af starfi skólans sé rekinn í öðru húsnæði eða í Miðbæjarskólanum gamla. Fundurinn beinir því þeim eindregnu tilmælum til borgar- stjóra að hann beiti sér fyrir því að bygging Vcsturbæjarskóla hefjist nú þegar og ekki verði um frekari vanefndir að ræða, en til stóð að bygging skólans hæfist jafnhliða Foldaskóla í Grafarvogi, sem þegar hefur verið tekinn í notkun. Jafnframt gagnrýnir fundur- inn þá könnun sem hefur verið send til foreldra og forráða- manna barna í Vesturbæ og bendir á að mörg þeirra hugtaka sem spurt er um geta valdið misskilningi eins og viðveru- klukkustund, opinn skófi og hefðbundin kennsla. Þá telur fundurinn að þessi könnun sé óvísindalega uppbyggð. Því til stuðnings bendir fundurinn á spurningar 6 og 7 sem ekki er hægt að svara nema ef spurn- ingu 5 er svarað neitandi og í spurningu 11 er svaranda gert að meta ákveðna valmöguleika sem næst - eða þriðja æskileg- asta sem þeir telja e.t.v. alger- lega óæskilega. Þessi og fleiri óljós atriði gera niðurstöður könnunarinnar marklausar að mati aðalfundarins. Engin ný Aids-tilfelli ■ „Sem beturferhcfurenginn þeirra, sem náðst hefur sam- band við í gegnum símaþjónust- una, verið sýktur þó svo að tala þeirra sem hringt hafa sé hátt á annað hundrað," segir Sigurður Guðmundsson smitsjúkdóma- læknir á Borgarspítalanum en hann er einn þeirra sérfræðinga sem annast þá einstaklinga sem Aids-veiran hcfur fundist í. „Það hefur því ekki orðið fjölgun á tilfellum að því vitað er en við vildum þó gjarnan ná Stroku- fanginn landflótta? ■ Strokufanginn sem leitað er af lögreglu er ófundinn. Hann strauk af stofu tannlæknis þann 31. október, og hefur ekkert til hans spurst eftir það. Arnþór Ingólfsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn sagði í samtali við NT í gær að margar ábendingar hefðu borist, og daglega hringdi fólk sem teldi sig geta gefið upplýsingar um storkufangann. Arnþór taldi ekki lík- legt að strokufanginn hefði farið úr landi, en bætti við að það gæti þó allt eins verið í þeirri stöðu sem nú er komin upp. til fleira fólks, sérstaklega þeirra sem teljast vera í ahættu- hópum." Nú hafa verið teknar upp mælingar á blóði sem kemur frá blóðgjöfunt til að koma í veg fyrir að veiran geti smitast með blóðgjöfum. Sigurður benti þó á að allar iíkur væru á því að ekki hefði náðst til allra þcirra sem væru þegar smitaðir og því full ástæða að hvetja fólk til að koma til rannsóknar eða not- færa sér upplýsingaþjónustu - sjö manns urðu frá vinnu ■ Rúta með þrjátíu starfs- mönnum Járnblendifélagsins á Grtndartanga, valt við Berja- dalsá í grennd við Akranes í gærmorgun. Rútan valt heilan hring, og konia aftur niður á hjólin. Tólf af farþegunum voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi, en enginn reyndist alvarlega slasaður. Eitthvað var unt togn- anir og marbletti, en allir voru rólfærir eins og lögreglan á Akranesi orðaði það. „Ég sat í fjórðu sætaröð vinstra megin í innra sæti, þegar óhappið varð. Það var allt í einni bendu, þegar rútan var aftur komin á hjólin. Ég lá þversum á gólfinu, innan um marga aðra,“ sagði Björn spítalanna varðandi Aids í síma 622280. Eins og kunnugt er hefur aðeins einn einstaklingur látist hér á landi úr Aids og hingað til aðeins fjórir talist vera með forstigseinkenni sjúkdómsins. „Við viljum undirstrika það fyrir fólki að ekkert bendir til þess að sjúkdómurinn breiðist út með öðrum hætti en með samförum og með blóðblöndun og því er sú hræðsla sem vart hefur orðið í samfélaginu að mestu ástæðulaus." Gunnarsson skrifstofumaður hjá Járnblendifélaginu, þegar NT hafði samband upp á Grundartanga, skömmu eftir að ■ óhappið varð. „Bílstjórinn hafði hægt ferðina, það mikið að rútan var nærri stöðvuð, þegar hún fauk. Flest allir sem voru í rútunni fundu til ein- hverra óþæginda. Ég sjálfur fékk högg fyrir brjóstið, ásamt öðrum smávægilegum áverk- um,“ sagði Björn. Af þeim tólf sem fóru í skoð- un á sjúkrahúsinu á Akranesi, þá skiluðu fimm sér til vinnu aftur, en sjö voru það slæmir að þeir urðu frá vinnu í gær. Rútan skemmdist mikið og brotnuðu nokkrar rúður í henni. Rúta valt í grennd við Akranes: „Lá þversum á gólf- inueftiraðrútanvalt“ ÍTF? Föstudagur 22. nóvember 1985 12 IlII Fréttir Formaður þingflokksins gagnrýndi stjórnarstefnuna: Við lifum ekki á vaxtatekjum sagði Páll Pétursson á Alþingi í gær ■ „Ég hef samúð með mönn- um sem gera fjárskuldbinding- ar sem þeir ráða við miðað við ríkjandi aðstæður, en verða svo að horfast í augu við breyt- ingar sem valda því að viðkom- andi stendur uppi sem van- skilamaður,“ sagði Páll Péturs- son m.a. í máli sínu er umræðu utan dagskrár um okur- og efnahagsmál var fram haldið á Alþingi í gær. Hörð orðaskipti þingmanna stjórnar og stjórn- arandstöðu einkenndu þessa framhaldsumræðu. „Hæstvirt ríkisstjórn var ekki mynduð til þess að reglu- samir, vinnusamir og sæmilega skynsamir húsbyggjendur misstu hóflegar eignir sínar,“ sagði Páll. „Ætlunin er að draga úr verðbólguhraða, reka ríkissjóð hallalaust og að stöðva erlenda skuldasöfnun. Þetta tekst ekki nema með hóflegri vaxtastefnu og mjög mikilli aðgát í gengisbreyting- um“ Páll lagði áherslu á að ríkisstjórninni hefði að flestu leyti tekist vel upp en misvel í stjórn peningamála og þá sér- staklega þar sem vaxtastefnan er annars vegar. „Það stoðar lítið að sparifé í bönkum vaxi ef atvinnulífið rekur í strand. Við lifum ekki á vaxtatekjum heldur því sem er framleitt í landinu,“ sagði Páll Pétursson í lok ræðu sinnar. Haraldur Ólafsson kvaðst undrast þá furðulegu rósemi sem hæstvirtir ráðherrar sýndu gagnvart þeim málum sem til umræðu væru þar sem hér væri um mun alvarlegri og verri mál að ræða en fengist er við að jafnaði. „Hér er um að ræða þjóðfé- lag sem er orðið svo sjúkt að einhvers konar hrossalækning- ar ná skammt,“ sagði Harald- ur. Hann minnti á að þröngur og óhagstæður lánamarkaður hefði gert illt verra og sagði að í svona tilvikum sem því sem nú væri komið upp hlyti ríkis- stjórnin að spyrja hvað væri hægt að gera til að koma á heilbrigðu efnahags-.og þjóð- lífi. „Ég fagna þeim aðgerðum sem hafa verið boðaðar en það er ekki nóg,“ bætti Haraldur við. Guðrún Agnarsdóttir lýsti furðu sinni yfir hversu litlu ráð- herrarnir svöruðu þeim spurn- ingum sem fyrir þá voru lagðar og vísuðu frá sér tali um sam- hengi okurs og stjórnarstefn- unnar. „Það er eins og- þeir sem stjórna gleymi að stefna þeirra svífur ekki í lausu lofti heldur kemur niður á lifandi fólki af holdi og blóði sem finnur til,“ sagði Guðrún. Hún gerði að sérstöku umræðuefni að svo virtist sem viðskiptaráðherra væri sérstaklega skilningslaus á viðleitni þeirra sem reyna í örvæntingu sinni að bjarga einu eign sinn. Matthías Bjarnason sam- göngu- og viðskiptaráðherra gagnrýndi harðlega það sem hann nefndi „Ábyrgðarleysi og gaspur“ þingmanns Kvennalist- ans og sagði það dæmigert „fyrir þann flokk eða þau samtök“. Hann kvaðst standa við fyrri ummæli sín um skyn- semi þess að taka okurlán og veittist nokkuð að Guðrúnu Agnarsdóttur fyrir að túlka þau á þann hátt sem fyrr er getið. „Formaður þingflokks Framsóknarflokksins tók hér undir svona í Kvennalistastíl, en ég vil minna hann á að flokkurinn er aðili að þessari ríkisstjórn og formaður hans er forsætisráðherra,“ sagði ráðherra og beindi máli sínu að Páli Péturssyni vegna um- mæla síðastnefnds um vaxta- stefnu ríkisstjórnarinnar. Þess má geta að nokkuð var um frammíköll þingmanna meðan á ræðuflutningi Matthíasar Bjarnasonar stóð og einkennd- ust þau af óánægju með orð hans. Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra varaði við þeirri til- hneigingu að tengja saman af- markað brotamál og erfiðleika í efnahags-, atvinnu- og félags- málum. „Svona lagað getur komið upp á yfirborðið hver svo sem stjórnarstefnan kann að vera,“ sagði hann. Þorsteinn benti á að það hlyti að grafa undan tiltrú og trausti almennings þegar brotamál af þessu tagi koma upp og því væri mikilvægt að taka þau réttum tökum. Það hlyti að vera markmið allra þingmanna hvaða stjómmála- stefnu sem þeir fylgdu. Hann ræddi einnig nokkuð um vaxta- stefnu ríkisstjórnarinnar og stefnuna í húsnæðismálum. í lok máls. síns gerði Þor- steinn umíjöllun fjölmiðla um þjóðmálin að umtalsefni og gagnrýndi mjög hvernig dag- blöð geta vegið að þeim sem „gegna opinberum trúnaðar- stöðum“ eins og hann orðaði það. Sérstaklega beindi hann spjótum sínum að Þjóðviljan- um. Meðal þeirra fjölmörgu þingmanna sem tóku til máls síðar í umræðunni var Páll Pétursson. Hann sneri aftur í ræðustól til að ítreka fyrri ummæli sín þess efnis að stefna ríkisstjómarinnar í peningamál- um væri að ýmsu leyti gölluð og að sérstaklega ætti það við vaxtastefnuna. ■ Þeir sem sóttu námskeiðið f.v. Guðmundur Daði Ágústsson, Lovisa Kristjánsdóttir, Toby Sigrún Herman, Valgerður Þorsteinsdóttir, Hanna Garðarsdóttir, Unnur Færseth, Skúli Sigfússon, Sigríður Olafsdóttir, Guðríður Vigfúsdóttir, Valgerður Benediktsdóttir, Anna Erlingsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Bryndís Sverrísdóttir og Margrét Þóra Þorláksdóttir. Samvinnuferðir — Landsýn: Héldu námskeið í farseðlaútgáfu ■ Fyrsta námskeiði sem hald- ið hefur verið fyrir almenning hér á landi í fargjaldaútreikn- ingi og farseðlaútgáfu, lauk í síðustu viku. Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn stóð fyrir nám- skeiðinu, en hátt í 300 manns sóttu um að komast á það. Sýnir það glöggt þann mikla áhuga fólks á að vita og læra um hluti er varða ferðaiðnaðinn. Úr þessum stóra hópi voru 14 valdir á þetta fyrsta námskeið, en ákveðið er að haida annað slíkt í janúar á næsta ári. Nám- skeiðið stóð yfir í 11 kvöld. Námskeiðsstjómandi var Auður Björnsdóttir og leiðbein- endur voru Jónas Jónasson frá Flugleiðum og Gunnar Steinn Pálsson hjá Auglýsingaþjónust- unni. Tókst námskeiðið mjög vel að áliti nemenda og kennara. Þeir 14 nemendur sem luku námskeiðinu eru nú mun betur undir það búnir að sækja um störf hjá flugfélögunum og ferðaskrifstofum, en þangað vantar oft fólk til starfa með einhverja þekkingu á farseðlaút- gáfu og öðru sem henni tilheyr- ir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.