NT - 22.11.1985, Blaðsíða 19

NT - 22.11.1985, Blaðsíða 19
■ ívar Webster heldur hér fast um knöttinn í fyrri viðureign Hauka og Vals. Platini kom franska landsliðinu til Mexíkó: Föstudagur 22. nóvember 1985 19 Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Einar skoraði mikið fyrir Val Það dugði samt ekki gegn Pálmari og félögum - Haukasigur 84-70 ■ Haukar sigruðu Valsmenn í úrvalsdeildinni í körfu í gær- kvöldi með 84 stigum gegn 70 en leikið var í Hafnarfirði. Stað- an í hálfleik var 42-29 heima- mönnum í vil. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa, á köfl- um æsispennandi og bakverðir beggja liða fóru oft á kostum. Á þetta einkum við Pálmar Sig- Staðan í 1. deild ■ Staðan í 1. deild karla í handknattleik og markahæstu menn er nú þessi: Víkingur .... 10 9 0 1 250-188 18 Stjarnan .... 10 6 2 2 235-201 14 Valur..... 9 7 0 2 201-182 14 FH ........ 10 5 0 5 240-230 10 KA ........ 11 4 1 6 223-229 9 Fram ....... 9 4 0 5 211-209 8 KR ........ 10 2 1 7 202-233 5 Þróttur.... 9 0 0 9 184-274 0 Markahæstir: Þorgils óttar Mathiesen, FH .... 63 Gylfi Birgisson, Stjömunni ....59 Valdimar Grímsson, Val.........58 Óskar Ármannsson, FH ..........58 Konrád Jónsson Þrótti .........56 urðsson Haukamann og Einar Ólafsson Valsara. Viðureignin byrjaði með lát- um en eitthvað gekk Hauka- mönnum erfiðlega að grípa knatt- arkvikindiö í byrjun - gæti verið út af talsverðu fríi í körfunni vegna Bandaríkjafarar lands- liðsmanna okkar. Allt lagaðist þetta nú samt og við tók stórgóður fyrri hálfleik- ur, sérstaklega af hálfu Hauk- anna með Pálmar og Ivar Ás- grímsson í hörkuformi. Um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan 20-17 fyrir Hauka en þá sigu þeir verulega framúr og höfðu 13 stiga forskot er gengið var til hlés. í síðari hálfleik komust Haukar í 60-45 en Valsmenn voru duglegir og sigu á. Einar Ólafsson ogTómas Holton voru báðir sprækir og með baráttunni minnkuðu Valsmenn muninn niður í tvö stig 72-70 þegar þrjár mínútur voru eftir. En þá var púðrið búið og Haukarnir gerðu síðustu 12 stigin í leiknum. Pálmar fór á kostum í liði Hauka. Stundum skýtur hann of fljótt og stundum gerir hann vitleysur en að hafa hann ekki sem aðalmann í liðinu væru mikil mistök. Leikmaður á borð við Pálmar á að vera í stórhlut- verki. ívar Ásgrímsson og ívar Webster áttu báðir mjög góðan leik. Einar Ólafsson var bestur hjá Val og Tómas Holton kom skammt á eftir. Webster skoraði 19 stig fyrir Hauka og Pálmar var með 18. ívar Ásgrímsson skoraði 16 stig. Hjá Val var Einar lang atkvæða- mestur með 20 stig en Torfi gerði 12. Jón Otti Ólafsson og Sigurður Valgeirsson stóðu sig með prýði í dómgæslunni. Dregið í deildarbikarnum enska: Stórviðureignir Platini lofaði að skora Sagðistætlaaðgeramarkgegn Júgóslóvum-Þaðstóðhann viðogskoraðiekkiaðeins eitt heldur tvö þó enn eigi eftir að útkljá flesta leikina ■ Kvöldið fyrir hinn mikil- væga leik Frakka og Júgóslava í undankeppni HM í knatt- spyrnu lofaði Michel Platini frönsku þjóðinni því að hann myndi skora mark í leiknum. Platini hafði leikið í næstum heilt ár með franska liðinu án þess að skora og margir töldu því að kappinn væri helst til kokhraustur. En Platini skoraði ekki aðeins mark heldur tvö mörk, annað beint úr auka- spymu og hitt með sniðugu vinstrifótarskoti. Þessi mörk tryggðu franska landsliðinu sæti í úrslitakeppn- inni í Mexíkó á næsta ári og markafjöldi Platinis með franska liðinu fór uppí 39. Eftir leikinn var hann spurður hvernig í ósköpunum hann hefði farið að því að skora þessi frá- bæru mörk? „Ég veit það varla. Ég lokaði nefnilega augunum,“ svaraði Platini sem líkja má að einu leyti við frönsku teikni- myndahetjuna Ástrík - á þá tvo er ávallt hægt að treysta til að rísa uppúr meðalmennskunni og snúa á erlenda „árásaraðila“. Platini hefur verið aðalmaður franska landsliðsins um langt árabil. Auk þess að leika með liðinu í síðustu tveimur úrslita- keppnum HM leiddi hann liðið til sigurs í Evrópukeppni lands- liða sem fram fór í Frakklandi í fyrra. Hann er nú kominn yfir þrítugt en enginn talar um að hann sé að hætta enda virðist hann leika betur með hverju árinu sem hann eldist. Pað var Michel Hidalgo, fyrr- verandi einvaldur franska lands- liðsins, sem gerði Platini að aðalmanni í sínu liði. Fyrsti leikurinn undir stjórn Hidalgos var viðureign Frakka gegn Tékkum 1976 í París. I þeim leik skoraði Platini og eftir það varð ekki aftur snúið. Franskt landslið án Platini er sem höfuð- laus hæna ellegar tannlaust tígrísdýr nema hvort tveggja sé. Platini vann franska bikarinn með fyrsta liði sínu Nancy og vann síðan deildarmeistaratitil með Saint-Etienne áður en hann hélt á vit ítalskra líra. Með Juventus hefur hann unnið bæði deild og bikar auk tveggja Evr- ópumeistaratitla. Hann hefur tvisvar verið kjörinn Knatt- spyrnumaður Evrópu og í síð- ustu viku í París voru honum afhent enn önnur verðlaunin - bikar fyrir markakóngstitilinn á Ítalíu en þann titil hefur hann unnið þrjú síðustu árin. Það sem gerir Platini að sér- stökum knattspyrnumanni eru hæfileikar hans að gera það óvenjulega. Þar kemst hann í flokk með leikmönnum eins og Pele, Beckenbauer, Cruyff og Maradona. Vikuritið „France Football“ skýrði þetta vel eftir leik Frakka og Júgóslava: „Okkar menn léku ósköp venju- lega en tvö snilldarskot frá Plat- ini breyttu öllu í sambandi við úrslit leiksins. Platini er alltaf að koma okkur á óvart með leikhæfni sinni sem er langt fyrir ofan mörk hins venjulega...“. Platini hefur ávallt staðið undir þeirri miklu pressu sem fylgir úrslitaviðureignum. Árið 1977 skoraði hann t.d. mark í sigri yfir Búlgaríu, en sá sigur kom liðinu í úrslit HM í Argent- ínu, en það var í fyrsta sinn síðan 1966 sem liðið fór í úr- slitakeppnina. Fjórum árum síðar framkvæmdi hann sama hlutinn þegar franska liðið sigr- aði Hollendinga og komst þar með í úrslitin á Spáni. í Evrópukeppninni á síðasta ári var hann yfirburðamaður og skoraði í öllum leikjunum. Hann gerði þrennu gegn Belg- um og einnig þrennu gegn Júgó- slövum, markið mikilvæga gegn Portúgölum sem kom Frakk- landi í úrslitin og fyrra markið í 2-0 sigrinum gegn Spánverjum. Það var því aldrei spurning um hver yrði kosinn leikmaður keppninnar - að sjálfsögðu var það Michel Platini sem varð fyrir valinu og bætti þar með enn einni rós í hnappagat sitt á glæstum knattspyrnuferli. ■ I gær var dregið um hvaða lið mætast í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins. Á boð- stólum verða stórviðureignir en leikir þessir fara fram í byrjun næsta árs. O.P.R. eða Nottingham For- est mætir Chelsea eða Everton. Liverpool eða Man. Utd. mætir Ipswich ellegar Swindon. Ox- ford mætir Tottenham eða Portsmouth og Aston Villa eða W.B.A. mætir Arsenal eða Southampton. Eins og sjá má er það aðeins Oxford sem öruggt er í átta liða úrslitin og því á margt eftir að útkljá áður en víst er hvaða lið lcika saman. Valsstúlkur lágu ■ FH-stúlkur sigruðu stöllur sínar úr Val í æsi- spennandi leik í 1. deild kvenna í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Leikurinn endaði 13-12 eftir að Valsstúlkurnar höfðu haft yflr 8-7 í lcikhléi. Staðan var 12-12 þegar 8 mínútur voru eftir af leiknum en þá tókst Katr- ínu Danivalsdóttur að skora sigurmark FH. Vörn liðsins hélt síðan út í lokin og töf var dæmd á Val í restina á leiknum. Markverðir beggja liða voru hetjurnar. Þær vörðu vel. Erna og Krist- ín Arnþórsdóttir skoruðu mest fyrir Val eða 3 hvor en Katrín og Magnea gerðu 2 hvor. Hjá FH skoruðu Katrín, Arndís og María 3 mörk hver en Rut gerði 2. Staðan í 1. deild kvenna er nú þessi: Víkingur .... 3 3 0 0 64-50 6 FH ........ 4 3 0 1 71-68 6 Fram ...... 2 2 0 0 47-36 4 Stjarnan .... 3 1 1 1 73-61 3 Valur...... 3 0 1 2 45-47 1 KR ........ 2 0 0 2 37 52 0 Haukar..... 3 0 0 3 39-62 0 Tveimur sagt upp ■ Tveir knatt- spyrnuþjálfarar fengu að fjúka í gær. ítalska liðið Inter Milan rak fram- kvæmdastjóra sinn Ilario Castagner og kom sá brottrekstur nokkuð á óvart. Þá getur Werner Bisk- up farið að leita að nýju starfí. Þýska liðið Han- over rak hann.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.