NT - 22.11.1985, Blaðsíða 18

NT - 22.11.1985, Blaðsíða 18
Franska knattspyrnan: Amoros græðir ekki - Fær ekki að losna undan samningi sínum við Monaco ■ Franski varnarmaðurinn Manuel Amoros, sem var í sigurliði Frakka gegn Júgó- slövum um síðustu helgi, var í vikunni neitað af dómstólum um að losna undan samningum sín um við Monakó sem bindur hann við félagið fram til ársins 1990. Amoros, sem leikið hefur með franska félaginu síðan 1977, vill ólmur losna undan samningnum og eru ástæðurnar bæði persónulegar og hafa einnig með launamál að gera. „Ég vinn mer inn 200 þúsund krónur á mánuði en ef ég kæmist annað gæti sú upphæð tvöfald- ast," sagði Amoros í útvarpsvið- tali í síðasta mánuði. Spánn-Austurríki: Víti forgörðum - Butrageno ekki á skotskónum Molar... ... John McFnroe sigraði Björn Borg í Ijórum af sex sýningarleikjum sem kapparnir hafa háð í Bandaríkjunum að undanförnu. McEnroe vann leiki þá er háðir voru í Richmond, St. Louis, Milwaukee og Nashville cn Borg sigraði í Minncapolis og Des Mo- ines... ... Erik Lindh bar sigur úr hvtum á Opna ungv- erska mcistaramótinu í borðtennis sem lauk ný- lega. í úrslitunum vann hann annan Svía, Jan- Ove Waldner... ... Greg Norman sigraði á Opna ástralska meist- aramótinu í golfi sem haldið var í Melhourne. Aðeins 54 holur voru leiknar vegna mikilla rigninga á fyrsta keppn- isdegi. Norman fór síð- asta hringinn á 74 högg- um en var í heildina á 212 höggum... ... Bandaríski golfmaður- inn Mark O'Meara var sér úti um 500 þúsund dollara er hann vann sig- ur á alþjóðlegu golfmóti sem haldið var á Hawai um síðustu hclgi... ■ Framherji Real Madrid og spánska landsliðsins, Emilio Butrageno klikkaði á víta- spyrnu í æfingalandsleik Spán- verja og Austurríkismanna í Zaragoza á Spáni í fyrrakvöld. ■ Kínverjar sigruðu í Heims- bikarkeppninni í kvennablaki sem lauk í Tókyó nú í vikunni. 1 síðustu umferð mótsins unnu kínversku stúlkurnar sigur á Japönum og tryggðu sé þar með titilinn, voru einu stigi á undan Kúbu: ■ Opna skandinavíska meist- aramótið í júdó fer fram í Danmörku um helgina og keppa þar nokkrir íslenskir júdómenn þ.á m. Bjarni Friðriksson. Karl Erlingsson keppir í -^65 Þessi spyrna var mikilvæg því leikurinn endaði ()-(). Kappinn fékk einnig tvö önnur gullfæri en sóaði þeim háðum. Spánverj- ar voru bctri í þessum leik en nýttu ekki færin. Kina 7 7 0 21 1 14 Kúba 7 6 1 19 3 13 Sovótríkin 7 5 2 15 7 12 Japan 7 4 3 12 10 11 Perú 7 3 4 9 14 10 Brasilia 7 2 5 9 17 9 Suður-Kórea 7 1 6 6 18 8 Túnis 7 0 7 0 21 7 kg flokki, Ómar Sigurðsson og Halldór Hafsteinsson keppa í h-78 kg flokki, Magnús Hauks- son verður með í -f-86 kg flokkn- um og loks keppir Bjarni í h-95 kg flokki. Heimsbikarkeppni kvenna í blaki: Gull til Kínverja Annars er röðin þessi: Bjarni keppir í Danmörku fíj Föstudagur 22. nóvember 1985 18 LlL íþróttir „Becker-manía“ tröllríður nú öllu Þýskalandi: „Keisarinn er áhyggjufullur - Áhorfendur flykkjast á tennisleiki með Becker en mæta varla á völlinn - Ástæðurnar eru þær að Þjóðverjar vilja fá að sjá sigurvegara - Knattspyrnulandsliðið hefur ekki unnið i sex síðustu leikjum ■ Franz „Keisari“ Beckenba- uer landsliðsþjálfari V-Þjóð- verja í knattspyrnu hcfur nú fengið meira en verðugan and- stæðing í íþróttahciminum. Beckenbauer og landslið hans mun þó aldrei mxta þessum andstæðingi á íþróttavellinum. Sá sem nú velgir knattspyrnu- mönnunum undir uggum er Boris Becker tenniskappi sem nú er nánast þjóðhetja í landi sínu. Vinsældir Beckers, sem sigr- aði á síðasta Wimbledon-móti og hefur síðan staðið sig frábær- lega á tennismótum, eru nú svo miklar að knattspyrnulandsliðið hefur ekki farið varhluta af þeim. Fyrir landsleikinn íknatt- spyrnu gegn Tékkum um síð- ustu helgi þágerði Bcckenbauer allt sem í hans valdi stóð til að fá fólk til að mæta á völlinn. Hann kom fram í ótal blaða-,. útvarps- og sjónvarpsviðtölum. Talaði þá gjarna mikið um að liðið væri komið til Mexíkó og nú væri rétt að sýna því þann stuðning sem liðið þyrfti til að byrja undirbúning fyrir þá stóru keppni. En áætlum Beckenbauer brást. Hitastigið þennan dag var um frostmark. Það var snjór yfir öllu. Fólk átti möguleika á að sjá leikinn beint í sjónvarp- inu og það sem mestu máli skipti. Boris Becker var að spila úrslitaleikinn gegn Ivan Lendl á opna innanhússmótinu í London. Þessi leikur var líka í sjónvarpi í beinni útsendingu. Niðurstaðan var því sú að að- eins um 20 þúsund komu á leikinn á Ólympíuleikvangnum í Múnchen. Þetta er næst minnsti áhorfendafjöldi hjá knattspyrnulandsliðinu á heimavelli og mikil vonbrigði fyrir Beckenbauer þar sem spil- að var í borginni sem hann gerði fræga með snjöllum leik sínum með Bayern Múnchen. Það var líka dálítið skondið að tveimur dögum áður höfðu verið seldir miðar á úrslitaleik Þjóðverja og Svía í Davis Cup í tennis. Sá leikur fer fram í ... Katrín Doerre frá A- Þýskalandi sigraði í al- þjóðlega Maraþonhlaup- inu fyrir konur í Tókyó. Doerre hljóp á 2:34,21 en hún sigraði einnig í fyrra í þessari sömu keppni... ... Sovétmenn sigruðu á alþjóðlegu blakmóti sem haldið var í Seoul í Suður- Kóreu nú nýlega. Þeir sigurðu Frakka í úrslita- leik 15-9, 12-15,15-10 og 15-3... ... Martina Navratilova sigráði á Brisbane Classic tennismótinu sem lauk á sunnudaginn. Hún mætti Pam Shriver í hörku úr- slitaleik og vann 6-4 og 7-5... Múnchen og það voru um 130 þúsund manns sem slógust um þá 13 þúsund miða sem til sölu voru. Eftir leikinn á sunnudag sem endaði 2-2 og var sjötti lands- leikur Þjóðverja í knattspyrnu í röð sem þeir ná ekki að sigra þá var Beckenbauer dálítið argur. Nú, fréttamenn saumuðu líka að honum og sögðu að mörgum þeirra hefði þótt leikur Beckers og Lendl mun skemmtilegri heldur en knattspyrnan sem Þjóðverjar buðu uppá gegn Tékkum. Beckenbauer svaraði rneð reiðitón. „Sennilega skilja íþróttafréttamenn betur tennis en fótbolta." Fyrirliði þýska landsliðsins. Kar!-Heinz Rummenigge, hefur viðurkennt þá hættu sem knatt- spyrnunni stafar af Becker. „Við verðum að finna leiðir til að vinna aftur á okkar band það fólk sem við höfurn misst til Beckers," sagði Rummenigge nýlega í viðtali. En þó að v-þýska þjóðin sé haldin „Becker-maníu" um þessar mundir þá er ekki allt glatað hjá knattspyrnulandslið- inu. Á sunnudaginn voru fleiri sem völdu að horfa á knatt- spyrnu í sjónvarpinu heldur en viðureign Beckers og Lendl. Samt sem áður eru tölurnar að verða meira og meira Becker í hag. Leikjunr hans um víða veröld er sjónvarpað beint nán- ast í hvert sinn og knattspyrnu ráðamenn eru orðnir uggandi um sinn hag. Ástæðan á bak við þetta allt er auðvitað sú að þýska þjóöin krefst þess að fá að horfa á sigurvegara. Becker sigrar nánast í hverjum leik en þýska landsliðinu í knattspyrnu og Beckenbauer hefur reynst erfitt að uppfylla þessi skilyrði almennings. Síðan Beckenbauer tók við völdurn hjá landsliðinu þá hefur það spilað 14 leiki. Sex hafa unnist, tveir endað með jafntefli og sex tapast. Honum var tekið sem frelsara þegar Þjóverjar unnu Tékka 5-1 í Prag en það var fjórði sigurleikurinn í röð hjá liðinu. Síðan hefur hvorki gengið né rekið. Liðið er að vísu komið til Mexíkó en það leikform sem liðið hefur verið í að undanförnu nægir því varla til að vinna sigur á HM. Það er því varla nema von að Becker sé hinn nýi „íþrótta- Messías" þeirra Þjóðverja sem krefjast sigurs umfram allt. Beckenbauer hefur orðið þessa var og er nú orðinn hálf skapill- ur og ekki sá viðmótsþýði „Keis- ari" sem einu sinni var stjarna allra Þjóðverja. Hlutirnirbreyt- ast fljótt og tap er það versta sem til er í eyrum Þjóðverja. ■ Það er ekki alveg trúverðugt brosið á Beckenbauer. Hann hefur ekki náð að setja saman sigurlið. NBA KORFUKNATTLEIKURINN: ■ Úrslit aðfaranótt fimmtudagsins. Boston unnu í fram- lengingu. Knicks eru búnir að missa Patrick Ewing meiddan um tíma að minnsta kosti. Þá er aðalstigaskorari þeirra, Bernard King, líka meiddur. Detroit Pistons-New York Knicks................................. 109-98 Philadelphia 76ers-Golden Sate Warriors ....................... 117-113 Washington Bullets-Cleveland Cavaliers .......................... 101-38 Atlanta Hawks-Chicago Bulls ................................... 116-101 Houston Rockets-Indiana Pacers................................... 126-97 Phoenix Suns-San Antonio Spurs................................. 121-100 Los Angeles Lakers-Los Angeles Clippers........................ 122-107 Milwuakee Bucks-Seattle Super Sonics........................... 116-106 FR-Boston Celtics-Utah Jazz ................................... 115-106

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.