NT - 22.11.1985, Blaðsíða 4

NT - 22.11.1985, Blaðsíða 4
\\X\______Neytendasíða Mataræði skólabarna - er skólanesti í augsýn? ■ Hvað borða börn? Hvað þurfa börn að borða? Fá þau rétt næringarefni úr fæðunni? Er of niikill sykur í fæðunni? Er fæðan of feit? Þessar og margar fleiri spurningar hafa verið á döfinni í Kennslumiö- stöðinni að undanförnu. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur sagði m.a. að börn og unglingar fengju að meðaltali nóg af næringarefn- um úr fæðunni nema það vant- aði helst af D-vítamíni, járni, fólati (b-vítamíni) og B6 víta- míni, miðað við ráðlagða dag- skammta. Almennt virðist kvenfólk þó neyta minna af þessum efnum en karlar hver sem skýringin er á því. Búið er að mestu að útrýma hörgulsjúkdómum hér á landi en aðrirsjúkdómar hafa skotið upp kollinum eins og skemmd- ar tennur og offita. Laufey sagði að offita væri að aukast meðal barna t.d. í Bandaríkjunum og Danmörku á sama tíma og offita meðal fullorðinna væri í rénum og fólk væri að taka upp heilbrigð- ara fæðuval. Laufey lagði á það áherslu að það væri mjög mikilvægt að venja börn ekki á sætindi og feitan mat á unga aldri því þau hafa meiri tilhneigingu til að vcrða fcit sem fullorðin ef þau eru feit sem börn. En hvernig stendur á nfTitu barna? Fæðuvenjur fjölskyld- unnar hafa að sjálfsögðu mikið að segja t.d. ef fæða fjölskyld- unnar er mikið fcit og sæt. Svo er annað sem virðist liafa mikil áhrif á börn. Laufey benti á niðurstöðu rannsókna sem gerðar voru í Danmörku og segja að börn virðast frekar hafa tilhneigingu til að fitna ef þau eru mikið ein að dóla sér og hafa óreglulcgan skóladag án sérstakra máltíða. Ef börn hafa ekki félagsskap við mál- tíðir er þeim hættara við að borða það sem hendi er næst og gjarnan eitthvað sætt og fitandi. Laufey sagði í framhaldi af þessu að yfirleitt hefði verið brugðist við útivinnu kvenna á hinum Norðurlöndunum með því að koma á skólanesti eða skólamáltíðum í skólunum. Með því væri reynt að koma til móts við breyttar þarfir og það hefur sýnt sig að næringar- ástand barna hefur batnað að mun og einnig dregi úr offitu skólabarna. Félagsskapur við máltíðir og regla á máltíðum virðist vera þar þungt á metun- um og lagði Laufey áherslu á að slíkar skólamáltíöir yrðu að fara að verða að raunveruleika hér á landi þar sem svo stór hluti kvenna er nú kominn út á vinnumarkaðinn og allt of mörg börn eru ein að borða og sjá um sig sjálf. Undir þessi orð Laufeyjar tók Aðalheiður Auðunsdóttir námsstjóri í heimilisfræðum og bætti hún því við að það væri alltof algengt að börn kæmu í skólann á morgnana án þess að hafa borðað og oft væri eina næring þeirra yfir skóladaginn snúður og gosdrykkur eða ein- hver önnur sætindi. Hún lagði áherslu á það að það gefur auðvitað augaleið að börnin cru svöng með þvílíka „næringu" og af því leiðir að einbeitni barnanna minnkarog þar með eftirtckt þeirra. Aðalheiður sagöist fagna því framlagi Mjólkursamsölunnar í Reykjavík að útbúa og bjóða skólunum sérstaka matar- pakka sem innihalda samlokur með ýrnsu áleggi. jógurt og ávexti. Mjólkursamsalan hefur einnig útbúið matseðla í þessu tilefni sem gætu komið sér vel, en enn sem komið er tekur hið opinbera ekki þátt í kostnaði. Matarpakkarnir kosta um 70-80 krónur og e.t.v. þykir mörgum það dýrt en varla er það þó meira en krakkar eyða að jafnaði í sælgæti og aðra óhollustu. Oddur Helgason sölustjóri MS sagði það tvímælalaust hlutverk matvælaframleiðenda að sjá til þess að börn fengju holla og góða fæðu og hann sagði að með samfelldum skóladegi yrði hægt að nýta tíma barnanna betur og það þekktist varla á Vesturlöndum að börnin fengju ekki a.m.k. eina máltíð á dag í skólanum og yfirleitt væru slíkar máltíðir greiddar að einhverju leyti nið- ur af hinu opinbera. Oddur sagðist vonast til að þessum matarpökkum yrði vel tekið og vonaðist til góðrar samvinnu bæði við foreldra- félög og skólayfirvöld í því efni. Fræðslustjórinn í Reykjavík Þráinn Guðmundsson sagði að reynt hefði verið að gera átak í matarmálum barna fyrir 2-3 árum en hann sagðist hafa orðið var við að unglingar sérstaklega vildu ekki þennan mat og færu frekar í næstu sjoppu og keyptu sér sætindi fyrir sama pening. Taldi Þráinn að halda þyrfti uppi áróðri og breyta þeim hugsunarhætti að það sé ekki fínt að borða hollan og góðan mat og tók hann að lokum undir orð hinna um að það sé nauðsynlegt að koma á sam- felldum skóladegi og bjóða skólabörnum og unglingum einhvers konar mat í skólanum til samræmis viö vinnustaði fullorðinna, en sem kunnugt er geta nú margir fengið tiltölu- lega ódýran heitan mat á vinnustööum sínum í há- dcginu. Hér mcð fylgir matseðill sá sem Mjólkursamsalan hefur útbúið og eins og sjá má er hann fjölbreyttur og uppfullur af orku og vítamínum. MatseðiII fyrir4vikur 1. vika 2. vika 3. vika 4. vika Sainloka 1/2 m/skinkti og eggjasalati 1/2 m/rækjusalati 1/2 m/svínarúllup. 1/2 m/malakoff 1/2 m/kálfarúllup. 1/2 m/svínaskinku oggræmn. salat Mán. l/2m/osti og osti og grænm. salati 1/2 m/osti Eftir- réttur 1 pera Jógurt 1 epli Jógurt Þri. Samloka 1/2 m/vciðipylsu ogcggi 1/2 m/túnfisksalati Grófbolla m/lamhaskinu og grænni.salati l/2m/svínaskinu 1/2 m/inakrílsalati Hamborgarabrauð m/spægipylsu og eggi Eftir- réttur Jógurt 1 mandarína + vínber Kaka 2 mandarínur Miðv. Samloka Grófbolla m/kálfarúllup. og osti 1/2 m/nautavöðva túnfisksalati 1/2 m/eggi og grænm. 1/2 m/kjúkl.pylsu oggrænm. 1/2 ni/hangikj. og osti 1/2 rækjusalati 1/2 m/skinkupylsu Eftir- réttur Kaka Jógurt 1 pera Jógurt Fim. Samloka 1/2 m/hangikjöti oggrænm.salati 1/2 m/eggi Grófbolla m/skinkupylsu og osti 1/2 m/rækjum 1/2 m/osti og tómat Grófbolla m/svínarúllupylsu og osti Eftir- réttur 1 appelsína Kaka Jógurt Kaka F’öst. Samloka Hamborgarahrauð m/áleggspylsu 1/2 m/spægipylsu og eggjasalati 1/2 m/svínarúllup. Grófholla m/malakoff og eggjasalati 1/2 m/hangikjöti 1/2 m/lambasteik rcniolaði, st. lauk Eftir- réttur Kaka 1 banani Kaka 1 banani Notið gömul dagblöð Rúllið þétt upp nokkrum dagblöðum og klæðið þau með álpappír. Þá er hægt að nota rúlluna til að vefja upp á hana dúkum. Ef gefa á dúkinn er fallegt að binda slaufu utan um allt saman. Frystiráð Þegar verið er að pakka kjöti, ávöxtum eða grænmeti er mjög gott að hafa lítinn heftara til þess. Brjótið upp á pokann nokkrum sinnum og heftið á nokkrum stöðum. Það er líka mjög gott að hefta merkimiðana á um leið. Plastfilman í ísskápinn Stundum erþunnaplastfilm- an að stríða okkur þannig að hún límist öll saman þegar hún er rifin af rúllunni. Það er mjög gott að geyma hana í ísskápnum þá er mikið auðveldara að eiga við hana. Að breiða út deig Það er mikið auðveldara að breiða út deig á stykki en á borði. Jafnvel mjögmjúkt deig festist síður við og það er auðveldara að hreinsa til á eftir. Rétt verðmerking er nauðsynleg ■ Vcrðlagsstofnun brýnir það fyrir seljendum að óheimilt er að veita villandi upplýsingar í auglýsingum eða á annan hátt og einnig að allar vcrðupplýs- ingar þurfa að vera greinilegar og verður að kynna þær á þann liátt að enginn misskilningur geti átt sér stað. Þessu til stuðnings bendir Verðlagsstofnun á að afsláttur á vöru þarf að vera greinilegur og fyrra verð þarf einnig að vera vel merkt svo neytandinn sjái í raun um hvaða afslátt er að ræða. Það er ekki nóg að setja ákveðna prósentulækkun á vöruna ef neytandi veit ekki hvert fyrra verð var. Það er kílóverðið sem máli skiptir en ekki með hvaða prósentuafslætti varan er seld. Svar um hæl ■ íbúi við Miðstræti spyr: Er leyfilegt að merkja sér bílastæði við götuna? Skólafólk úr Versl- unarskólanum og MR taka öll bílastæði að deginum til, þannig að íbúar komast ekki að með bíla sína, nema leggja þeim upp á gangstétt. Er ekki möguleiki að yfirvöld taki á þessu máli og hreinlega leyfi íbúum að merkja bílastæði. Astandið eins og það er, er allsendis óviðkomandi. Svar um hæl. Guttormur Þormar hjá Um- ferðardeild Reykjavíkurborgar sagði að íbúum væri yfirleitt ekki leyfilegt að merkja sér bílastæði við götur. Þeir sem mega merkja sér stæði eru fatlaðir og svo hafa sendiráðin fengið leyfi til að merkja stæði þar eð slíkt er gert almennt erlendis. Guttormur Þormarsagði enn- fremur að það væri ekki í bígerð að leyfa slíkt a.m.k. í nánustu framtíð. Föstudagur 22. nóvember 1985 ■ Oddur Helgason sölustjóri Mjólkursamsölunnar og Aðal- heiður Auðunsdóttir námsstjóri í heimilisfræðum með úrval matarpakka fyrir framan sig og þau eru bæði sammála um að samfelldur skóladagur sé nauðsyn þar sem börnunum gefst kostur á máltíð a.m.k. einu sinni á dag. ■ Sýnishorn af matarpökkum Mjólkursamsölunnar sem ætlaðir eru fyrir skólanemendur sérstaklega. - efftir Svanfríði Hagvaag Mánudagsréttur Sveins 2 ýsuflök smjör Vi tsk. salt Vi tsk.Season All 2 msk.Kikkiman Teriyaki sósa 200 gr. sveppir, ferskir 1 peli rjómi 200 gr. kotasæla 2 hvítlauksgeirar 1 bolli hrísgrjón 150 gr. óðalsostur, rifinn. Roðflettið ýsuflökin og setjið þau í smjörsmurt eldfast mót. Blandið saman kryddinu og Kikkiman sósunni, jafnið þessu yfir flökin og látið bíða í 10 mín. Hreinsið sveppina og saxið og blandið þeim saman við rjómann og kotasæluna. Pressið hvítlauksgeirana og blandið þeim út í. Hellið nú sveppablöndunni yfir fiskinn í mótinu. Setjið mótið í 175°C heitan ofn og bakið í 20 mín. Sjóðið hrísgrjónin meðan fiskurinn er að bakast. Setjið þau síðan í eldfasta mótið, í soðið og hrærið aðeins í þeirn. Stráið óðalsostinum yfir allt saman og látið aftur inní ofninn, á neðstu rim og bakið áfram í 10 mín. Þessi réttur bragðast mjög vel með heitu smurðu snittu brauði og hrásalati á sér diski. Gjarnan má setja eina græna eða rauða papriku, skorna í sneiðar með hliðum mótsins áður en þið berið réttinn fram. Þessi réttur er úr verðlaunasamkeppni Osta- og smjörsöl- unnar og var valinn sem einn af bestu réttunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.