NT - 22.11.1985, Blaðsíða 16

NT - 22.11.1985, Blaðsíða 16
Föstudagur 22. nóvember 1985 16 Sýning á Mokka ■ Á laugardag, þann 23. nóventber, opnar Olafur Engilbertsson sýningu á málverkum, teikningum, grímum og bókum á Mokka að Skólavörðustíg 3a. Ólafur stundaði nám í samkvæmisdöns- um og leiktjaldamálun í Katalóníu á árunum ’81-’84. Verkin eru öll unnin eftir suðlægri skreytihefð og eru flest til sölu. Sýningin stendur til 10. desember. Myndlist Aldarminning Kjarvals ■ Nú hafii komiö 17.0(M)gest- ir á Kjarvalsstaöi að skoða sýninguna Aldarminning Kjarvals. 'Þar eru til sýnis um 200 verk eítir Kjarval. flest í einkaeign og spannar sýningin nær 70 ára listfcril hans. Skólayfirvölcl hafa sýnt sýn- ingunni mikinn áhuga. og er stöðugur straumur skólaharna alla morgna til þess að skoöa sýninguna í fylgd kennara., Nú fer að líða á seinni hluta sýningartímans. Sýningunni lýkur 15. descmhcr. ogeru því aðeins eftir rúmar þrjár vikur. Sýningin er opin alla daga kl. 14.00-22.00. Aðgangur er ókeypis, en vegleg sýningar- skrá, hæði á íslensku og ensku cr seld á kr. 300. Kjarvaj í Lista- safni íslands ■ Sýningin Kjarval í Lista- safni íslands er opin alla virka daga kl. 13.00-16.00 og 13.30- 22.00 um helgar. Á sýningunni eru öll verk Kjarvals í eigu Listasafns íslands, 130 talsins - hæði teikningar og olíumálverk. í tilefni sýningarinntir var gefin út umfangsmikil sýning- arskrá meö myndum af öllum verkunum og er hún til sölu í safninu. KJUREGEJ á Akureyri ■ Þetta er síðasta sýningar- helgi á vcrkum Kjuregej í Bjargi, húsi Sjálfsbjargar á Akureyri, en sýningin varopn- uð laugard. 2. nóv. Kjuregej Alexandra sýnir þarna þrjátíu og níu verk, unnin með aðferð er kallast „aplication". Sýningin eropin kl. 13.00-20 og lýkur á sunnudagskvöld. Síðasta helgi hjá Hildi ■ Hildur Hákonardóttir sýn- ir um þessar mundir í Listmuna- húsinu, Lækjargötu 2. Þetta er þriðja einkasýning Hildar. Þá fyrstu hélt hún í Gallerí SÚM við Vatnsstíg árið 1072. Önnur sýningin var í Bókasafni Sel- foss árið 1974. en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýningá, hæði heima og erlendis. Verkin á þessari sýn- ingu eru unnin á síðustu tveim- ur árum. og auk áhrifa frá íslenskri náttúru, segir lista- konan sjálf, að þarna gæti áhrifa kínverskrar menningar, sem hún kynntist síðastliðið ár er hún dvaldist í Vancouver í Kanada, en þangað hárust kín- verskir straumar mcð innflytj- endum yrir Kyrrahafið. Sýningin er opin föstudag kl. 10.00-18.00, laugard. og sunnud. kl. 14.00-18.00, en sýningin hættir á sunnudags- kvöld. Harpa sýnir i Gallerí Salnum ■ Harpa Björnsdóttir opnar sýningu á morgun. laugard. 23. nóv. í Gallerí Salnum, Vesturgötu 3, kjallara. Þetta ersýningá málverkum, unnum á árunum 1984-85 og er þar málað hæði á pappír og striga. verkin eru öll til sölu. Þctta er fyrsta einkasýning Hörpu hér á landi, en hún hélt cinkasýningu í Gallery Gerly í Kaupmannahöfn sumariö 1984 og hcíur tckið þátt í ýmsum samsýningum, nú síðast Lista- hátíð kvenna að Kjarvalsstöð- um í haust. Sýningin er opin kl. 14.00- 19.00, en lokað er á mánudög- um. Sýningin stendur til 4. desemher. Sýning aldar- mótamanns í Nýlistasafninu ■ Á morgun laugard. 23. ncív. kl. 14.(M) verður opnuö í Nýlistasafninu. Vatnsstíg 3B yfirlitssýning á verkunr Þor- steins Dmniedessonar frá Hvammstanga. Hann fæddist aldarmótaárið þann 20. nóv. ás Ytri-Völlum í Kirkju- hvammshreppi. Var til sjós á yngri árum og mörg sumur við hrúarsmíðar. en síðustu árin hafði hann umsjón nreð bóka- safni sjúkrahússins á Hvamms- tanga. Hann andaðist í árslok 1983. Á sýningunni í Nýlistasafn- inu eru fuglar og selir unnir í birki, ýmis verkfæri. bréf og myndir, og myndhand er geymir viðtal við Þorstein um líf hans og list. Á sýningarskrá ritar Þór Magnússon. þjóðminjavörður. um Þorstein og kynni sín af honum, og Níels Hafstein myndhöggvari skilgreinir stöðu hans innan myndlistar- innar. Sýningin í Nýlistasafninu er opin virka daga kl. 16.00- 20.00, en 14.00-20.00 um helgar. Sýningunni lýkur 2. des. Tvær nýjar sýningar í Norræna húsinu ■ Kl, 14.00 á laugard. verð- ur opnuö sýning í tilefni af 40 ára afmæli Norræna myndlist- arhandalagsins. Sú sýning er tvíþætt; í anddyrinu verða til sýnis hókverk íslenskra lista- manna, þ.e.a.s. bókin sem listaverk, en í bókasafninu verða sýndar norrænar lista- verkabækur og sýningarskrár. Samískur listiðnaður ■ Kl. 15.00 sama dag verður önnur sýning opnuð niðri í sýningarsölum Norræna húss- ins undir nafninu: Sami duodjisamískur listiðnaður. Hér á ferðinni farandsýning frá Samtökum Sama í Noregi og Listiðnaðarsafninu í Þránd- heimi, en á sýningunni eru verk eftir Sama frá öllu Norðurkollusvæðinu. Fyrirlestur um sam- ískan listiðnað ■ Sunnud. 24. nóv. kl. 17.00 heldur Maja Dunfjeld Aagárd sem kcnrur frá Noregi til þess að setja sýninguna upp, fyrir- lestur með litskyggnum urn samískan listiönað, sögu hans. þróun og stöðu nú. Fyrirlestur- inn verður fluttur á norsku í fyrirletírarsal Norræna hússins og eru allir velkomnir þangað. Leiklist lllur fengur á Sauðárkróki ■ Sunnudagskvöldið 24. nóvember kl. 20.30 frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks leikrit sern nefnist Illur fengur og er eftir enska leikskáldið og leikarann Joe Orton í þýöingu Sverris Hólmarssonar. Illur fengur var frumsýndur í London árið 1967 og frumsýn- ing á leikritinu á íslandi var á vcgum Alþýöuleikhússins 1981. Leikstjóri sýningarinnar á Sauðárkróki er Hávar Sigur- jónsson ogcr þetta þriðja verk- efni hans hjá Leikfélagi Sauð- árkróks. Sex leikarar taka þátt í sýn- ingunni, 5 karlar og 1 kona. Leikritið olli miklum úlfaþyt á sínum tíma, enda er þetta grályndur gamanleikur og óspart gert grín að liræsni góð- borgaranna og spillingu yfir- valda. Lýsingu annast þeir Ægir Ásbjörnsson og Gísli Sigurðs- son, leikmynd smíðaði Ingvar Guöfinnsson o.fl. búninga annast Friðrikka Hermanns- dóttir og fleiri aðilar vinna að leiksýningunni. Frumsýningin verður í Félagsheimilinu Bif- röst á Sauðárkróki sunnud. 24. ncív. en næstu sýningar verða á þricðjudagskvöld 26. nóv., kl. 23.30, miðvik- ud.kvöld 27. nóv. kL 20.30 og fimmtud. kvöld þann 28. kl. 23.30. Listin?/Astin? íMH ■ Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir um helg- ina tvö stutt verk. Einn þátt eftir Jóhannes S. Kjarval og Ást Don Perlimplíns til Bclísu í garði hans eftir F. Garcia Lorca. undir samheitinu Listin?/Ástin? í Norðurkjall- ara MH. laugardags-ogsunnu- dagskvöld kl. 20.30. Leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir. ■ Atriði úr breska farsanum „Með vífið í lúkunum". F.v. , Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason Með vífið í lúkunum ■ Næsta sýning á breska grínleikritinu Með vífið í lúk- unum eftir Ray Cooney, verð- ur í kvöld, föstudagskvöldið 22. nóv. í Þjóðleikhúsinu. Mjög góð aðsókn hefur verið á leikritið að undanförnu og uppselt á margarsýningnanna. Með hlutverk í leiknum fara: Þórunn Magnea Magnús- dóttir. Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Örn Árnason, SigurðurSigurjónsson, Sigurð- ur Skúlason, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson og Þor- grímur Einarsson. Leikstjóri er Benedikt Árnason. J

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.