NT - 27.11.1985, Page 3

NT - 27.11.1985, Page 3
Þróunarfélagið: Verður ekki við Rauðarárstíg - segir Davíð Scheving nýkjör- inn formaður stjórnar félagsins ■ „Eitt er víst að heimilisfang Þróunarfélagsins verður ekki við Rauðarárstíg," sagði Davíð Schev- ing Thorsteinsson, nýkjörinn stjórn- arformaður Þróunarfélagsins, en fyrsti fundur stjórnar var haldinn í gær og voru formaður og varafor- maður félagsins kosnir þá. Þor- steinn Ólafsson, framkvæmdastjóri SÍS, var kjörinn varaformaður. Aðrir í stjórn Þróunarfélagsins eru Guðmundur G. Pórarinsson, verk- fræðingur, Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins og Jón Ingvarsson hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Davíð sagði við NT að hús Byggðastofnunar við Rauðarárstíg væri allt of stórt og fínt fyrir félag eins og Þróunarfélagið, en allt kapp verður lagt á að hafa starfsfólk sem fæst eins og eins litla yfirbyggingu Minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn: Formleg kæra til Alexanders vegna skipunar í stjórn Granda ■ Borgarfulltrúar minnihlutaflokk- anna í borgarstjórn hafa snúið sér formlega til félagsmálaráðuneytisins vegna vinnubragða Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra sem hann viðhafði á stofnfundi hlutafélagsins Granda hf. 13. nóvember sl. Pá tilnefndi borgar- stjóri einn og sér þrjá stjórnarmenn Reykjavíkurborgar í nýja fyrirtækinu án þess að leggja málið áður fyrir borgarráð eða hafa nokkurt samráð við minnihlutaflokkana í borgar- stjórn. Borgarfulltrúar minnihlutans telja að þessi ráðstöfun borgarstjóra brjóti gegn grundvallarreglum um fulltrúa- lýðræði í málefnum sveitarfélaga og gangi í berhögg við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar sem stað- fest var af félagsmálaráðuneytinu 14. jan. sl. og taki sér vald sem hann ekki hefur. Þar eð lögmæti greindra athafna borgarstjóra heyrir undir úrskurðar- vald félagsmálaráðherra krefjast minnihlutaflokkarnir að félagsmála- ráðherra úrskurði hvort það heyri undir borgarstjórn að kjósa með lýðræðislegum hætti áðurnefnda þrjá menn í stjórn Granda hf. eða ekki. Kappkostað að samstilla reksturinn - segir Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri Granda hf. ■ „Þetta hefur gengið stór- slysalaust. Við höfum kappkostað að ná utan um reksturinn þessa rúmu viku sem liðin er frá því Grandi hf. tók til starfa,“ sagði Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri Granda hf., sem ísbirninum og BÚR var steypt saman í, spurður um hvernig gengið hefði. Brynjólfur sagði að starfsfólk allt hefði verið mjög jákvætt, þótt hlutir hafi skarast svo sem í móttöku og dreifingu á hráefni því sömu vinnuað- ferðir hafi ekki að öllu leyti verið notaðar í gömlu fyrirtækjunum. Gert hefði verið í því að láta starfsfólkið kynnast fyrirtækinu nýja. Viðskipt- aaðilar hefðu sýnt nýja fyrirtækinu umburðarlyndi meðan það væri að komast í gang. Brynjólfur sagði að 475 tonnum af fiski hefði verið landað úr fjórum togurum þessa rúmu viku og aflinn væri aðallega karfi en nokkru hefði einnig verið landað af þorski. Stefnt væri að því að samstilla rekstur togar- anna þannig að þeir kæmu með réttu millibili með hráefni í bæði frystihús- in, Norðurgarð og Grandagarð, og að 4 togarar lönduðu að öllu jöfnu í hverri viku. í heild sagðist Brynjólfur vera mjög bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins. Saltfiskverkun væri enn sem komið er í gamla ísbjarnarfrystihúsinu á Sel- tjarnarnesi og á Meistaravöllum. Ekki hefði enn tekist að finna nýtt húsnæði undir saltfiskverkunina og Brynjólfur sagðist ekki búast við að ■ Grandagarður, annað frystíhús nýja fyrírtækisins Granda hf. sem BUR og ísbirninum var steypt saman í fyrir skenunstu. NT-mynd: Svcnir það yrði alveg á næstunni. Ef kaup- andi fyndist hins vegar fljótlega að ísbjarnarhúsinu sem er til sölu yrði saltfiskverkuninni þar komið fyrir einhvers staðar í húsnæði nýja fyrir- tækisins. Borgarsjóður á hins vegar húsið á Meistaravöllum og óvíst er um framtíð þess. Miðvikudagur 27. nóvember 1985 3 ■ Frá stofnfundi íslenska þróunarfélagsins hf. sl. laugardag. NT-mynd: Sverrir og mögulegt er. Bjóst Davíð við að um þrír starfsmenn ættu að geta annað starfseminni. Stjórn félagsins var kosin á stofn- fundi þess sl. laugardag og þar sem félagið er algerlega fjárvana enn bauð aldursforseti stjórnar upp á Trópí og Svala. Sagði Davíð að fyrstu afborganir af hlutafjárloforð- um ættu að berast félaginu fyrir 23. desember, hinsvegar bjóst hann ekki við að félagið byrjaði á því að deila út jólagjöfum. Eru það um 85 milljónir sem eiga að greiðast fyrir þann tíma. Restina af 340 milljón- unum sem lofað var eiga hluthafar að greiða á þrem árum. Þá hefur félagið loforð um ríkisábyrgð á erl- end lán að 450 milljónum króna. Davíð sagði að félagið ætti að stuðla að allri nýsköpun í atvinnulíf- inu og yrði vonandi þjóðfélaginu lyftistöng í framtíðinni. Sagði hann að aðalmálið væri að stjórnin væri samhent og sýndist honum góðar horfur á því, því honum litist vel á að vinna með þessum mönnum. Stólar frá Stáliðjunni - vom gegn þreytu Skrifborðsstólamir frá Stáliðjunni eru hannaðir í samráði við sjúkraþjálfara. Þeir fást í 10 gerðum með eða án arma og henta því við margbreytilegar aðstæður. Meðal viðskiptavina okkar eru stór fyrirtæki og stofnanir, m. a. Póstur og sími og Ríkisspítalarnir. íslensk framleiðsla — okkar stolt STÁLIÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.