NT - 27.11.1985, Blaðsíða 7

NT - 27.11.1985, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. nóvember 1985 7 Útlönd ” ■ Beirútbúar eru búnir að fá nóg af einkaherjum sem hafa lagt stóra hluti Beirútborgar í rúst með bræðravígum sínum. Beirútbúar þreyttir á blóðbaðinu: Skotglaðir leið- togar handteknir Biskupalýðræði í páfagarðinum? PáfagarOur-Keuter ■ Kaþólskir kirkjuleiðtogar, sem nú þinga í páfagarði uni breytingar á starfi og stöðu kaþólsku kirkjunnar, hafa látið í Ijós þá skoöun að nauðsyn- legt sé að auka valddreifingu og lýðræði í kirkjunni. Maxint Hermaniuk erkibiskup frá Winnipeg í Kanada lagði meðal ann- ars til að stofnað yrði biskuparáð sem hefði laga- og framkvæmdavald til að stjórna málefnum kirkjunnar í sam- ráði við páfann. Aðrir biskupar hafa lagt áherslu á að ekki verði aftur snúið á þeirri umbótabraut sem kirkjan sé nú á þótt nokkrir íhaldssamir feður hafi kvart- að yfir upplausn á undanförnum tuttugu árum. Kirkjuþingið, sem hófst um helg- ina, stendur í tvær vikur. Ungverjar óhræddir við vestræn dagblöð Budapest-Keuter ■ Kapítalísk dagblöð frá Vestur- löndum eru nú fáanleg í Ungverja- landi sem er þannig orðið fyrsta kommúnistaríkið sent leyfi-r almenn- ingi að kaupa vestræn dagblöð á almennum blaðsölustöðum. Vestræna blaðasalan hófst á meðan alþjóöleg menningarráðstefna, með fulltrúum haðanæva að úr heiminum, stóð yfir í Búdapest. Ráðstefnunni lauk í gær cn ungversk stjórnvöld segja að blaðasölunni verði haldið áfram. Bela Koepeczi menningarráðherra Ungverjalands sagði á umræðufundi í tiusturríska sjónvarpinu um síðustu helgi að Ungverjar gætu náð sjón- varps- og útvarpssendingum frá Vest- urlöndum. Það væri því engin ástæða til að meina þeim að lesa dagblöð þaðan. Blöðin, sem almenningi í Ungverjalandi er nú boðið upp á. eru m.a. The Times. Frankfurter Allge- meine, Lc Monde, The international Herald Tribune og íhaldsblaðið Die Presse frá Austurríki. Beirút-Reuter: ■ Samtök andstæðra fylkinga mús- lima, sem hafa'að undanförnu barist í Beirút, hafa látið handtaka 46 hermenn og foringja í einkaherjum sínum og ásakað þá um að vera friðarspillar og ofstopamenn. Beirút- búar vonast til þess að bræðravígum múslima, sem stóðu í fimni daga sé nú lokið. Bardagarnir hófust eftir að her- menn í einkaher Framfaraflokks sósíalista, sem er undir forystu drúsa- leiðtogans Walids Jublatts, rifu niður fána á þjóðhátíðardegi Líbanons í seinustu viku. Jublatt hefur viður- kennt að „óupplýsir“ foringjar í einkaher flokksins hafi með þessu rofið friðinn. Amal-sveitir shita brugðust hart við og í fimm daga börðust einkaher- irnir, sem báðir njóta stuðnings Sýr- lendinga, um yfirráð í einstökum hverfum. Peir hafa nú skilað aftur svæðum sem þeir náðu hvor frá öðr- um og sameiginlegar friðarsveitir liafa verið stofnaðar til að tryggja að átök brjótist ekki aftur út. Almenningur í Beirút Iét í gær í ljós óánægju sína með einkaherina sem þeir forðast venjulega að gagn- rýna vegna ótta við þá. Fréttamaður Reuters varð vitni að því að gömul kona formælti hermönnum sem voru að fylgja föllnum félögum til grafar. Hún kallað m.a: “Farið og berjist við gyðingana. Hættið að drepa hver annan.“ Einn af leiðtögum verkalýðsfélags sunni-múslima hvatti í gærtil allsherj- arverkfalls á föstudag til að mótmæla stríði einkaherjanna í Beirút. Hann krafðist þess að allir einkaherir verði gerðir útlægir úr Beirút. Þessi afstaða virðist eiga sér mikinn hljómgrunn meðal aimennings í borginni. Víetnamar biðja um aðstoð vegna uppskerubrests Hanoi-Reuter ■ Víetnömsk stjórnvöld hafa beðið alþjóðahjálparstofnanir um neyðar- aðstoð vegna gífurlegra skemmda sem fellibylir hafa valdið að undan- förnu á uppskeru og mannvirkjum. Að sögn stjórnvalda hafa fellibylir eyðilagt allt að 800.000 tonnum af hrísgrjónum og skemmt um 400.000 hektara af landbúnaðarlandi á Rauð- ársvæðinu og í Binh Tri Thien-fylki í Mið-Víetnam. Víetnamskir embættismenn segja að Sovétríkin. Efnahagsbandalag Evrópu og alþjóðlegar hjálparstofn- anir hafi sent matvæli, föt, lyf og önnur hjálpargögn til óveðursvæð- anna. Það sé samt engan veginn nóg þar sem neyðin sé mikil. La Xuan Dinh framkvæmdastjóri alþjóðadeildar landbúnaðarráðu- neytis Víetnams segir að vegna óveð- ursskemmdanna hafi Víetnamar varla nóg til að brauðfæða þær 60 milljónir sem búa í Víetnam. Dinh segir að mikið vanti upp á að Víetnamar hafi nóg að bíta og brenna. Þeir borði aðallega kornmeti en það vanti eggjahvítu í daglega fæðu þeirra. Engin mjólk sé til fyrir börn og sjúklinga þar sem aðeins 5000 mjólkurkýr séu í landinu. Víetnamar stefndu upphaflega að því að ná 19 milljón tonna kornupp- skeru í ár. En vegna óveðursins er ólíklegt að þeim takist að ná mikið meiri uppskeru en í fyrra þegar hún var 17,8 milljón tonn. Herþota missir sprengju í Madrid Madrid-Reutcr ■ Spænskur orustuflugmaður missti óvart sprengju úr Phantom-orustu- þotu sinni yfir íbúðahverfi í Madrid í gær að sögn spænsku lögreglunnar. Sprengjan var óvirk en olli samt verulegum skemmdum á þremur húsunt. Engin slys urðu á mönnum. Auglýsing um innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóös G flokkur 1975 Hinn 2. desember hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í G flokki 1975, (litur: grágrænn (avokado)). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000, nú kr. 20,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1975 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs í greindum flokki er kr. 814,45 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innlevst í afgreiðslu Seðlabanka íslands. Hafnarstræti 10. Revkiavfk. Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu framfærslukostnaðar. Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 1. desember 1985. Reykjavík, nóvember 1985 SEÐLABANKI ISLANDS

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.