NT


NT - 27.11.1985, Síða 11

NT - 27.11.1985, Síða 11
fíF Miðvikudagur 27. nóvember 1985 11 LlL Ba ekur1 Þættir frá Laufási Bolli Gústavsson: Litið út um Ijóra. Þættir. Skjaldborg 1985. 232 bls. ■ I þessari nýju bók sr. Bolla Gústavssonar í Laufási eru fimmtán þættir um menn og málefni, flestir tiltölulega nýir að endaniegri gerð, þótt efnis- drög sumra séu sýnilega nokkuð eldri. Þættirnir eru sundurleitir að efni, en snúa þó flestir að þeim viðfangsefnum, sem Laufásklerki munu kærust, bók- menntum, listum, trúmálum og skemmtilegum samferðamönn- unt. Allir munu þættirnir hafa ver- ið samdir með það fyrir augum, að þeir birtust í blöðum eða tímaritum og allir eru þeir skrifaðir á lipru en vönduðu máli og ófáir þeirra hafa að geyma kveðskap, gamlan og nýjan. Eins og áður sagði er efni þáttanna margvíslegt og koma fjölmargir við sögu, ýmist þjóð- kunnir menn núlifandi, látnir skörungar og síðast en ekki síst, menn sem munu alþjóð lítt kunnir, a.m.k. nú á dögum, en njóta, eða nutu, þeim mun meiri hylli þeirra, sem þekktu þá. Efni þáttanna verður ekki tíundað hér og ekki verður reynt að draga þá í dilka eftir „gæðum“, enda er sú mælistika oft harla óljós og fer notkun hennar mest eftir smekk hvers og eins. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna nokkra þætti, sem mér þóttu skemmtilegri aflestr- ar en aðrir og ræður þar kannski mestu, að þeir rifjuðu upp göm- ul kynni. Þar er þá fyrst að nefna stórskemmtilegan viðtalsþátt við valmennið og hagyrðinginn Bjarna Jónsson frá Gröf, sem flestir gamlir Akureyringar þekkja einfaldlega undir nafn- inu Bjarni úrsmiður. Þeir Bjarni ■ Séra Bolli Gústavsson. og sr. Bolli fara víða í þættinum á kostum og mjög athyglisverð þótti mér sú kenning Bjarna, að Borgarvirki væri smíð írskra papa. Mun þó næsta erfitt að færa sönnur á það mál. Bráðskemmtilegur og fróð- legur er einnig þátturinn um Björgvin Guðmundsson tónskáld, ekki síst að því er snertir samskipti hans við Stephan G. Stephansson. Enn ber að nefna þætti um aldamóta- mennina Björn Bjarnarson Dalasýsluman og dr. Valtý Guðmundsson og síðast en ekki síst ber að nefna þætti um norðlensku fræðimennina tvo, Konráð Vilhjálmsson og Hólm- geir Þorsteinsson. Eins og áður sagði cru þætt- irnir í bókinni allir ritaðir á lipru og vönduðu máli og höfundur leyfir sér að fyrna mál sitt á stöku stað, þó ávalit í hófi, svo aldrei verður af skrípi, eins og stundum vill brenna við er menn reyna að rita mál, sem þeim er ótamt. Góðar teikningar Lauf- ásklerks lífga enn upp á bókina, sem annars er að öllu leyti ágætlega frágengin og útgefin. Jón Þ. Þór Árbók ís* lands 1984 og virðist mér sent umfjöllun sé nú heldur ýtarlegri en áður og er það vel, mér hefur oft þótt frásögn af ýmsum eftirminnileg- um atburðum helsti stutt á þess- um bókunt. Hér er vitaskuld ekki vett- vangur til að greina frá öllu því, sem getið er unt í bókinni, en lesendum til nokkurrar glöggv- unar skal þess getið, að fjallað er um Alþingi ogstjórnmál, alla megin atvinnuvegi þjóðarinnar, slysfarir og bjarganir, bók- menntir og listir, dóms- og saka- mál, efnahagsmál, eldsvoða, fjölmiðla, íþróttir, kjara- og atvinnumál, skák og bridge, náttúru og veðurfar, skóla- og menntamál og einn efnisflokk- urinn ber yfirskriftina „menn og málefni" og annar nefnist „úr ýmsum áttum" og er þar fjallað um málefni, sem torvelt er að setja á bás með þeim efnisflokk- um, sem að framan eru taldir. Eins og þessi upptalning ber með sér, er hér getið fjölda- margra atburða og efna. Frá- sögn höfundar er ávallt lipur og greinargóð. Þarsem helst mætti að finna er, að honurn hættir ef til vill til þess að tína til full smavægilega atburði. Það er þó vissulega smekksatriði og víst skal viðurkennt, að það sem er lítilsháttar viðrburður í augum eins, getur skipt miklu í augum annars. Verður þá einnig að hafa í huga, að höfundur virðist hafa sett sér það markmið að geta sem flestra atburða í Itverj- um efnisflokki og því sjónar- miöi er hann trúr. Allur frágangur bókarinnar er útgáfu og höfundi til sóma. Bókin er prentuð á góðan pappír, hún er handhæg í notk- un og ekki er annað að sjá, en að prentun hafi tekist vel. Jón Þ. Þór. Oft er gott sem gamlir kveða Erlingur Davíðsson: Aldnir hafa orðið. Frasagnir og fróð- leikur. Bókaútgáfan Skjaldborg 1985. 384 bls. ■ Fjórtánda bindið í ritröð- inni Aldnir hafa orðið er nú komið út og er mér til efs, að nokkur bókaflokkur hafi orðið lífseigari hér á landi, ef undan eru skilin ritsöfn einstakra höf- unda, ritraðir fræðafélaga og önnur rit í þeim dúr. Ekki mun ofsagt að bóka- flokkurinn hafi fengið ágætar viðtökur lesenda, enda hefur hann að geyma efni, sem ntörg- um er hugstætt. Á bókarkápu þessa bindis segir: „Með hinum öldnu, sem kveðja, hverfur jafnan mikill fróðleikur og lífs- viska, sem betur er geymdur." Undir þessi orð hljóta allir að geta tekið, og þegar flett er bindunum fjórtán, sem þegar eru úti komin dylst engum, að þau hafa að geyma rnikinn fróð- leik og margvíslegan. Erlingur Davíðsson hefur verið einkar laginn að velja sér sögumenn, sem hafa að baki ólíkan lífsferil, fólk úr sveitum og þéttbýli, úr ýmsum starfsgreinum. sem þó á það allt sameiginlegt, að kunna vel að segja frá, og það sem ckki skiptir minna máli, að hafa eitthvað að segja frá. Því eru þessar bækur svo ómetanleg fróðleiksnáma sem raun ber vitni. Sögumenn í þessu fjórtánda bindi eru alls sjö, og koma úr ólíku unthverfi og ýmsurn störfum. Þau eru: Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, Elín Aradóttir, húsfreyja á Brún í Reykjadal, Jóhann Sigurvin Sigurðsson, formaður frá Háa- gerði við Dalvík, Steingrímur Sigurðsson, járnsmiður á Akur- eyri, Hans Pedersen, danskur maður, sem lengi hefur verið búsettur á Akureyri, Ólafur Þorsteinsson, forstjóri í Reykja- vík og Jónas Pétursson fyrr- verandi alþingismaður. Ekki ætla ég mér þá dul að gera upp á milli sögumanna og reyna að draga þá í dilka, enda væri slíkt fáránlegt, svo ekki sé meira sagt. Sögumenn þessarar bókar hafa allir frá mörgu fróð- legu og skemmtilegu að segja. þótt þeir leggi vitaskuld ólíkt mat á eitt og annað, sem við hefur borið á lífsgöngunni. Það er von þess, sem þessar línur ritar, að bókaflokkurinn Aldnir hafa orðið megi enn koma út um mörg ókomin ár. Nóg er af eldra fólki í landinu, sem kann frá mörgu að segja, geymir fróðleik, sem betra er að halda til haga en týna. Jón Þ. Þór. ■ Erlingur Davíðsson. Steinar J. Lúðvíksson: Árbók Islands. Hvað gerðist á íslandi 1984. Myndaumsjón Gunnar V. Andrésson. Örn og Örlygur 1985. 351 bls. ■ Árbók íslands fyrir árið 1984 er myndarleg bók og efn- ismikil. Þar segir frá helstu at- burðum í öllum málaflokkum VINSÆLASTI HERRAFATNADUR í EVRÓPU. ______________ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERD.____________ lYiClkC I ÖLLUM BESTU HERRAFATAVERSLUNUM Á LANDINU. GÆÐIN í ÖNDVEGI AKI' GÆÐIN í ÖNDVEGI Ika SKYRTUR '—✓ iir ika buxur Allr/V GÆÐIN í ÖNDVEGI rr.elka úlpur

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.