NT - 19.12.1985, Blaðsíða 1

NT - 19.12.1985, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 19. desember 1985 - 304. tbl. 69. árg. Verðbólgan tvöfalt meiri en í fyrra ■ Vísitala framfærslukost- naðar hækkaði um 2,6% í nóvember og var komin í 159 stig í desemberbyrjun. Hækkunin frá desember 1984 til desember 1985 er 35,9%, en var aðeins 18,8% árið á undan, þ.e. desember 1983-1984. Af þessari2,6% hækkun í síðasta mánuði stafa 0,4% af verðhækkunum á mjólk- urvörum, 0,4% af verð- hækkunum á fatnaðarlið, 0,4% af hækkun húsnæðis- liðar og0,2% afverðhækkun áfengis og tóbaks þann 15. nóvember s.l. Pau 1,2% sem eftir eru stafa af hækkunum ýmissa vöru- og þjónustu- liða. Hækkun lánskjaravísi- tölu, sem Seðlabankinn reiknar út, varð heldur minni en framfærsluvísitölunnar eða 2,02% og gildir vísitalan 1364 fyrir janúarmánuð 1986. Tólf mánaða hækkun láns- kjaravísitölunnar er hins vegar nær sú sama og fram- færsluvísitölunnar eða 35,6%. Hækkun lánskjara- vísitölu árið á undan var 18,9%. Verðbólgan hefur því verið nær tvöfalt meiri á árinu 1985 heldur en á árinu 1984 mælt á tvær framan- greindar vísitölur. ASÍ fundar með ráðherrum: Lítið svigrúm —til kaupmáttaraukningar, segja ríkis- stjórnin og vinnuveitendur ■ Fulltrúar ASÍ áttu fund með þeim Steingrími Her- mannssyni, forsætisráðherra og Þorsteini Pálssyni, fjár- málaráðherra sl. þriðjudag og kynntu fyrir þeim kröfur samtakanna í komandi samningum, auk þess sem ráðherrunum var gerð grein fyrir því til hvers ASÍ ætlast af stjórnvöldum, að verð- hækkunum verði haldið í skefjum og að einhliða yfir- lýsingar séu ekki nægjanleg kaupmáttartrygging, því reynslan sýni að slíkar yfir- lýsingar séu lítt marktækar. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði við NT að stjórnvöldum hefði verið gerð grein fyrir að í komandi samningum verði ákveðin kaupmáttartrygging að vera með rauðum strikum og uppsagnarákvæðum. Pessi ákvæði eru sett inn til að veita stjórnvöldum aðhald, þannig að þau gleymi ekki loforðunum strax og þau hafa verið gefin, því stefnt er að því að ná 8% kaupmáttar- aukningu með sem minnst- um verðhækkunum. Pá var ráðherrunum gerð grein fyrir hvaða félagslegar úrbætur verkalýðshreyfingin leggur áherslu á. Að sögn Ásmundar feng- ust engin skýr svör á fundin- um og bentu ráðherrarnir á að lítið svigrúm væri til kaup- máttaraukningar. Ríkis- stjórnin er hinsvegar reiðu- búin til viðræðna um kröf- urnar. Viðbrögð vinnuveitenda á fundinum á mánudag, þegar ASÍ kynnti VSÍ og Vinnu: málasambandinu kröfur sínar, voru lítil og að sögn Ás- mundar lítið annað en þessi venjulegi barlómur um slæma stöðu atvinnuveg- anna. „En venjan er sú að þegar dregur að samningum fara atvinnurekendur að barma sér stíft Ásmundur sagði að þeir gerðu sér Ijósa grein fyrir að hluti af atvinnuvegunum eigi erfitt um vik um þessar mundir, en yfir heildina geti þeir vel borið þessa kaup- máttaraukningu. Var samstaða um á fundin- um að gefa vinnuveitendum svigrúm til að skoða kröfurn- ar og fara yfir þær og var næsti fundur með þessum að- ilum ákveðinn upp úr ára- mótum. NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP. 7 Óljóst um áhuga á sam- eiginlegri blaðaútgáfu - Ekki verið haft samband við SÍS og launþegasamtökin ■ Ein af þeim luigmynd- um, sem komið hafa upp, við sameiningu Blaðaprents- blaðanna, er að hafa sam- starf við lauþegasamtökin og Sambandið. Enn hefur þó ekki verið haft samband við þessa aðila um slíkt samstarf. NT hafði samband við forsvarsmenn þessara sam- taka í gær og spurði þá hvert þeirra álit væri á slíku sam- starfi um sameiginlegt dag- blað og jafnvel aðra fjölmiðl- un. Valur Arnþórsson, stjórn- arformaður SÍS, sagðist ekk- ert geta sagt um hvort Sam- bandið hefði áhuga á slíku samstarfi, því þetta hefði ekkert verið rætt, hinsvegar bjóst hann við að SÍS hefði áhuga á að vera með ef fjölda- samtök eins og ASÍ og bændasamtökin ætluðu að gerast aðilar að slíku sam- starfi. Bæði Ásmundur Stefáns- son hjá ASÍ og Kristján Thorlacíus hjá BSRB, svör- uðu því néitandi þegar þeir voru spurðir að því hvort rætt hefði verið við þá og sögðust því ekkert hafa um þetta að segja á þessu stigi. Útgáfufélag Þjóðviljans fundaði um þessi mál í gær og samþykkti ályktun þar sem segir að enn hafi engar hugmyndir komið upp sem gefi ástæðu til breytinga á nú- verandi útgáfu Þjóðviljans, og leggst félagið aífarið gegn því að Þjóðviljinn vcrði lagð- ur niður. Hinsvegar cr félag- ið til viðræðu um stóraukna samvinnu Blaðaprentsblað- anna. Þá segist útgáfustjómin vera viljug að taka þátt í viðræðum við NT og Alþýðublaðið um stofnun nýs fjölmiðlafyrir- tækis. ■ Þessi mynd er ekki birt til að minna ykkur ú að nú séu síðustu forvöð að póstleggja kort eða pakka til vina og kunningja eða skyld- menna og annarra vcnsiamanna, því í gær var síðasti dagur til að senda jólapóstinn, svo nú verðið þið sem alltaf dragið allt fram yfir síðustu stundu að naga ykkur í handarbökin eða eyða dýrmætum bensíndropum í að skutla kortinu sjálf ú úfangastað. NT-mynd: Svurrir Isfilm: Reykjavíkursjón- varp á næsta ári - SIS hefur enn ekki tekið ákvörðun um hlutafjáraukningu, néhvortþaðverðiáfram iísfilm ■ ísfilm fyrirhugar að hefja rekstur svæðisbundinnar sjónvarpsstöðvar snemma á næsta árí. Gert er ráð fyrir innlendri dagskrárgerð; fréttum, fréttaskýringum, viðtalsþáttum og annarri ódýrri dagskrárgerð sem tek- ur mið af Reykjavíkursvæð- inu. Haft var eftir Indriða G. Þorsteinssyni stjórnarfor- manni ísfilm í DV í gær að fyrirhugað væri að allir hlutafjáraðilarnir sex ykju hlutafé sitt í 8 milljónir en að sögn Vals Arnþórssonar stjórnarformanns SÍS hefur stjórn Sambandsins ekki enn tekið ákvörðun um hluta- fjáraukningu sín megin. Spurður sagði hann að ekki væru áform um það að taka ákvörðun um hvort Sam- bandið verði áfram aðili að ísfilm eða ekki. Hjörleifur B. Kvaran framkvæmdastjóri ísfilm sagði í samtali viö NT að ís- film hefði á þessu ári aðal- lega fengist við auglýsinga- gerð og gerö fræöslu- og kynningarmynda fyrir fyrir- tæki og stofnanir. Það væri ásetningur aðilja að fara út í sjónvarpsrekstur og því þyrfti að auka hlutafé upp í 48 milljónir svo hægt yrði að kaupa nauðsynleg tæki til þessa. Ómögulegt væri að segja til um hve stór þáttur innlend dagskrárgerð yrði af starfseminni en hann sagðist vona að ísfilm næði 30% eins og hlutfallið hjá Sjónvarpinu væri. Erfitt væri að keppa við Sjónvarpið, því það fjár- magnaði 2/3 starfseminnar með afnotagjöldum á meðan þeir í ísfilm þyrftu að trcysta fyrst og fremst á auglýsinga- tekjur. Hjörleifur sagðist ekki gera ráð fvrir því að fréttaflutningur lsfilm sjón- varpsstöðvarinnar yrði hægrisinnaður því þeir hlytu að sníða sér stakk eftir út- varpslögunum nýju en í þeim væri áskilið að menn gættu hlutleysis og að ólíkum skoöunum yrði komið að í mikilsverðum málum. „Þegar Sambandið stofn- aði ísfilm ásamt fleirum var meiningin að fara út í mynd- bandaframleiðslu. textun og auglýsingagerð og ef út- varps- og sjónvarpsrekstur yrði gefinn frjáls, færi ísfilrn út í slík, eftir því sem að- stæður leyfðu. Ef tæknin væri orðin svo háþróuð að hægt yrði að sjónvarpa um allt land, væri það að sjálf- sögðu æskilegasti hlutur- inn,“ sagði Kjartan P. Kjart- ansson fulltrúi SÍS í stjórn ísfilm aðspurður um hvort Sambandið hefði eitthvað að gera í rekstur Rekjavíkur- sjónvarpsstöðvar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.