NT


NT - 19.12.1985, Side 8

NT - 19.12.1985, Side 8
Málsvarl frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgelandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólatsson Skritstotur: Siðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538, r Setning og umbrot: Tæknideild NT. W Prentun: BlaSaprent h.f. f J^j Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verft i lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr. r Sjávarútvegsráðherra á þakkir skildar ■ Stjórnarstefna Halldórs Ásgrímssonar, sjávarút- vegsráðherra nýtur meiri stuðnings á Alþingi en búist hafði verið við. Það er ekki síst að þakka einarðlegum vinnubrögðum og dugnaði ráðherra sjálfs að svo er. Hann hefur verið. óþreytandi að útskýra mikilvægi þess að stjórnun fisk- veiða sé forsenda þess að við getum treyst á sjávarútveg- inn sem undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar svo sem verið hefur. Aukinn afli um stundarsakir og stjórnleysi í fiskveiðimálum er dýrkeyptur gróði sé til framtíðarinnar litið. Enda þótt frumvarp sjávarútvegsráöherra njóti stuðn- ings yfirgnæfandi meirihluta þingmanna skiptust þó flokkar í afstöðu sinni til frumvarpsins. Athygli vakti að viðskipta- og samgönguráðherra Matthías Bjarnason kaus að greiða atkvæði gegn því enda þótt um stjórnar- frumvarp væri að ræða. Á það hefur fyrr verið bent að búast mætti við því að skammsýni og von um nokkur atkvæði réðu meira en skynsemi hjá einstaka þingmönnum en alvarlcgt er það þó þegar ráðherrar standa ekki saman í jafn viðamiklum málum og sjávarútvegsmálum. Pað er ekki síður alvarlegur hlutur en þegar einstaka þingmenn lýsa sig andsnúna stefnu utanríkisráðherra í kjarnorkumálum. Spurning er hvort ráðherra sem lýsir sig andsnúinn stefnu meirihluta stjórnarinnar hafi nokk- uð lengur að gera í ríkisstjórn. Pá vakti það einnig eftirtckt að Skúli Alexandersson þingmaður Alþýðubandalagsins mótmælti jákvæðum undirtektum sinna manna við frumvarpinu með því að segja sig úr iðnaðarnefnd. Auðvitað liggur þarna meira að baki. Með þessu er þingmaðurinn að lýsa yfir and- stöðu sinni við orkustefnu flokksbróður síns og fyrrver- andi iðnaðarráðherra Hjörleifs Guttormssonar. Sú skammsýna og einstrengingslega stefna sem hann rak í sínum ráðherradómi hefur reynst þjóðinni dýr og enn sér ekki fyrir endann á þeim skuldahala sem í hans ráðherra tíð var stofnað til. Verulegur hluti af skattpen- ingum almennings fer í að greiða niður lán sem tekin voru vegna óraunsærra hugmynda hans. Þetta vita Al- þýöubandalagsmenn en hafa ekki risið gegn orkustefnu flokksbróður síns fyrr en nú. Telja má víst að hin ák- veðna afstaða sem Skúli Alexandersson tók gegn honum eigi eftir að draga dilk á eftir sér. F*að er því ekki aðeins að sjávarútvegsráðherra hafi fengið þingmenn til að haga sér skynsamlega í sjávarút- vegsmálum heldur einnig fengið þá til að líta uin öxl og endurskoða afstöðu sína til annarra mikilvægra mála- flokka. Úrsögn úr BSRB ■ Ljóst er, að úrsögn kennara úr Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja veikir samtökin verulega. En að þessu hlaut að koma. Kennarar hafa verið afar óánægðir með kjör sín og átt erfitt uppdráttar innan samtakanna í kjarasamningum. Þeir koma nú fram sem ein heild í starfsgreininni og það hlýtur að styrkja stöðu þeirra í samningum. Tap BSRB er því sigur okkar allra, því von er til, að stjórnvöld geti tekið á kjaramálum kennara sér- staklega eftir úrsögn úr heildarsamtökunum. Sigur okk- ar felst í því, að hæfir kennarar halda áfram að sinna einu þýðingarmesta verkefni með hverri þjóð, kennslu ung- viðisins. Það er langt í frá, að það hafi verið metið að verðleikum. rn r Fimmtudagur 19. desember 1985 8 Lu L 1 tíma og ótíma Kaffið er uppsett og kóngur vor dáinn... ■ „Kaffið er uppsett og kóngur vor dáinn. komið í Danmörku beljandi stríð. Fiskur í netunum, sagt er, við sjáinn. Samt mun á Nesjunum bágindatíð. í mars og apríl sagt er með sönnu, sextán og tuttugu dauðir í sjó. Póstskipið ókomið, eru tvö önnur, akkerum bundin í Reykjavík þó.“ Svona lýsti fátækur bóndakarl ofan úr Borgarfirði ástandinu á ís- landi árið 1864 í ljóðabréfi heim til sín, en hann var þá í Reykjavíkur- ferð. Friðrik 7. var dauður, Danir rétt einu sinni að frelsa hertoga- dæmin undan Prússunum, prísinn á kaffinu að verða óviðráðanlegur, siglingaleysi, hallæri í Keflavík og Höfnunum, Grindavík og Garðin- um, fiskitregða og sjódrukknanir fjölda manna. Nei, ekki var það glæsilegt. En gamli maðurinn var svo sem ekki að kvarta yfir neinu. Svona var það bara og ekki um annað betra aðgera fyrir lítilmagna á eyskeri norður í úrgum sæ, en að fá sér í nefið, - áður en tóbakið hækkaði iíka. Það dugði hcldur ekki neitt að vera að fárast yfir því óviðráðanlega. Nú er aftur bágindatíð á Fróni. Og aftur er svo sent ekkert hægt að gera nema fá sér í nefið. Fjöldi kónga liggur sálaður á viðhafnar- beði verðbréfamarkaðarins og ekki er friðvænlegt kringum ríkisarfana. Beljandi stríð geisar og sannar- lega steðjar nú vá að mörgu hertogadæminu, þar sem ungu prinsarnir áður undu á golfvelli og hlýddu kliði gullfuglsins. Herirnir rekast aftur og fram um vígvöllinn og hriktir í mörgu gömlu virki og skansi. Þá er það svo sem ekki efnilegt með siglingarnar. Akker- um bundnar liggja þær í Reykja- vík, ryðgnoðirnar, sem fyrir náð hafa loks fengið að snúa stafni til heimahafnar eftir langvarandi arg- þras suður í Hollandi, þar sem þeir vildu gera upptækan farm og knör og helst áhöfn líka, ef takast mætti þannig að lúka skuldum, fornum ognýjum. Núfaradrukknanirfram á þurru landi. Samt vantar ekki að það hefur verið fiskur í netunum, eins og 1864. En líkt og þá kemur það nú fyrir lítið. Þessir sporðar renna eina slóð í skuldahítir erlendis, flestir hverjir, og stefnir í að þeim fari enn fjölgandi. Til allrar hamingju fæst þó enn í nefið. Kaffið neitar maður sér ekki um heldur, þótt það sé uppsett eins og annað sem við á að éta. Það eru því enn nokkrir huggunargeislar í þessu öllu saman, þótt margt sé ekki efnilegt. í bágindatíð á Suður- nesjum er þó altént að rísa þar myndarleg flugstöð. Svo er ár- gæska í ýmsum atvinnugreinum, eins og hjá rannsóknarlögreglunni, sem sér ekki út úr verkefnunum og það er eins gott að menn séu ekki með támyrru eða líkþorn, sem ger- ast stefnuvottar hjá fógetanum. Þar þurfa þeir að geta sprett úr spori þessi dægrin. Já, það er ekki eins og allt sé að stöðvast. Þannig er gaman hjá mörgum sem eru að efna í eitthvað yfir hausinn á sér að skondra milli bankanna að skæla út meiri lán og til lögmannsins um nýjan uppboðs- frest. Sveltur sitjandi kráka en fljúg- andi fær, segir máltækið og ef allt um þrýtur auglýsa þeir Metúsalem og Pétur í smáauglýsingum blað- anna alls konar kjör á snöggredd- ingum. Ef það klikkar líka er út- gönguleiðin í gegn um brennivíns- búðina og Víðihlíð. Nema menn taki allra besta kostinn, - fái sér bara í nefið! Eigum við ekki að ljúka þessu á vísu úr brag Ögmundar Sívertsen og leggjum hana í munn einbýlis- hússeigandans, sem gerði fokhelt á dögunum: „Nú hef ég í nóg horn að líta, naumast þori út til að dríta. Lánadrottnarnir eru um alit. Einn á fyrsta sal mig spyr um. Annar gægist inn úr dyrum. Þriðji og fjórði fóru galt.“ Etc. Etc. Atli M. Aðvinna bugáfeimni ■ Út er komin bók um feimni hjá bókaútgáfunni Iðunni eftir dr. P.G. Zimbardo sem sérhæft hefur sig í rannsóknum og meðferð á feimni. Bókin er gefin út í sama flokki og bækurnar Elskaðu sjálfan þig og Vertu þú sjálfur. Ótrúlega margir líða fyrir feimni einhvern tíma ævinnar en þessi bók sem ber einfaldlega heitið FEIMNI sýnir á aðgengilegan hátt, að hægt er að brjóta af sér feimnifjötrana ef ein- lægur ásetningur og vilji eru fyrir hendi. Höfundur leitar svara við or- sökum feimni og lýsir áhrifum hennar, hvernig vanmetakennd og áhyggjur af áliti annarra litla hegðun og tilfinningar. Seinni hluti bókar- innat fjallar um hvað gera skal. Raktar eru ítarlegar og greinagóðar leiðbeiningar, heilræði og æfingar sem hver og einn getur beitt og ^IPhUip 6. Zimbardo Fmmni reynst hafa áhrifaríkar til að sigrast á feimni. T.d. er fjallað um hvernig skilja megi sjálfan sig betur, byggja upp sjálfstraust og efla jákvætt sjálfsmat, kynnast fólki og halda uppi samræðum. Það liggur ekki alltaf í augum uppi hver er feiminn. Höfundur vitnar í margt frægt fólk og lýsir hvernig það hefur glímt við feimni, komist yfir ; hana eða jafnvel notað sér hana til : framdráttar í starfi sínu. Dr. P.G. Zimbardo hefur stundað umfangsmiklar rannsóknir á feimni og tekið til meðferðar, ásamt starfs- fólki sínu við „feimnideild" Stan- fordháskólans í Bandaríkjunum, mikinn fjölda einstaklinga sem líða af feimni. Bók þessi ber reynslu og skilningi höfundar glöggt vitni og hefur alls staðar hlotið mikið lof. Þetta er tímabær bók sem áreiðan- lega á eftir að verða mörgum að liði. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Auglýsingastofan Octavo hannaði kápu. Oddi hf. prentaði.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.