NT - 19.12.1985, Blaðsíða 24

NT - 19.12.1985, Blaðsíða 24
HRINGDU ÞÁ Í SÍIX/IA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir ailan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • rrtstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495 Tryggingastofnun samdi af sér og situr nú uppi með himinháa reikninga frá læknum ■ Samningar um nýjan gjaldskrársamning milli lækna og Tryggingastofnun- ar ríkisins standa enn yfir. Málið mun vera á viðkvæmu stigi en Tryggingastofnun hefur farið fram á endur- skoðun samningsins þar sem vissir tekjupóstar lækna í sérfræðingastétt urðu mun hærri en búist hafði verið við. Síðastliðið sumar var undirritaður gjaldskrár- samningur við lækna og þar teknir inn allmargir nýir gjaldaliðir, sem læknarnir höfðu farið fram á. Meðal annars var farið að greiða læknisverk sem ekki höfðu verið greidd áður. Samn- inganefnd Tryggingastofn- unar mun lítið hafa haft í höndunum varðandi þcssar aðgeröir annað en ummæli samninganefndar læknanna og því rennt blint í sjóinn með ýmis atriði samning- anna. Þegar farið var að taka saman greiðslur stofnunar- innar fyrir læknisverk sér- fræðinga í september ogokt- óber kom í ljós að greiðslur þessar voru mun hærri en ráð hafði verið fyrir gert eins og áður segir. Ekkert bendir þó til að læknarnir hafi misnot- að aðstöðu sína og reikning- ar þeirra virðast vera í fullu samræmi við þá samninga sem gerðir voru í sumar. Læknar hafa einnig brugð- ist vel við umleitan Trygg- ingastofnunarinnar og fallist á að taka upp vióræður við stofnunina til að leiðrétta taxtana. „Það er Ijóst að samninga- nefnd Tryggingastofnunar hefur einfaldlega samið af sér,“ eins og einn heimildar- maður NT orðaði það. „Það verður að leita lengi til að finna annað eins í sögu kjarabaráttunnar hér á landi." Heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti mun nú hafa skrif- að hópi sérfræðinga úr læknastétt þar sem beðið er um skýringar þeirra á þeirri aukningu sem orðið hefur í sérfræðiaðstoð hér á landi en fjöldi þeirra sjúklinga sem leita til sérfræðinga hefur farið stórvaxandi. Svör læknanna eru enn að berast þannig að of snemmt er að segja til um skýringar þeirra á þessari þróun sem hefur orð- ið þrátt fyrir þá staðreynd að heimilislæknar og læknar á heilsugæslustöðvum hafa í auknum mæli tekist á við læknisverk sem áður var vís- að til sérfræðings. Bent hefur verið á að skortur á hjúkrunarfræðing- um sem valdið hefur því að sjúkrahús hafa orðið að draga úr þjónustu sinni leiði til þess að meira er leitað til sérfræðinga en áður. Einnig er mögulegt að niðurfelling tilvísunarkerfisins hafi haft þessi áhrif en nú þurfa sjúkl- ingar ekki tilvísun frá heimil- islækni til að fá niðurgreiðslu á sérfræðiaðstoð. ■ Jólasveinum rignir nú yfir mannabyggðir með ýmislegt góðgæti í pokunum. Þessum tveim virtist ganga erfiðlega að komast á jörðina enda ekkert nema loft í pokunum. Fæstir vildu sjálfsagt fá þá í heimsókn þó pokarnir væru margir. Fólkí vanda vegna skatta - Tíu manns leita til Ráðgjafarþjón- ustunnarádag vegna greiðslu- erfiðleika ■ (Jm tíu nianns í greiðslu- erfiðleikum leita daglega til Ráðgjafarþjónustu Húsnæðisstofnunar með vandamál sín. Flcstir þeirra sem hafa haft samband við starfsmenn Ráðgjafarþjón- ustunnar að undanförnu eiga í erfiðleikum vegna skatt- anna og gjaldheimtunnar. Grétar Guðmundsson, verkfræðingur, sem er annar af tveim starfsmönnum Ráð- gjafarþjónustunnar, sagði við NT, að skammtíma- skuldir við aðra en banka og lánastofnanir, væri ekki síð- ur mikið vandamál. en því miður gæti þeir ekki hjálpað sem skyldi, því Ráðgjafar- þjónustan hefur enga pen- inga á milli handanna. 2(X) milljónum hefur aftur á móti verið ákveðið aö verja í þessa hjálp á næsta ári en enn hefur ekki verið ákveðið hvernig þeim fjármunum verði varið. Ásóknin er að sögn Grétars, gífurlega mikil, mun meiri en þá grunaði að hún yrði og langt því frá að þeirgeti annaðöllu. Þaösem er þó jákvætt við þetta er að um helmingur þeirra, sem leita til Ráðgjafarþjónust- unnar er ekki í erfiðleikum, heldur þangað kominn til að verða sér út um ráðleggingar áður en ráðist er í kaup. Er greiðslubyrðin þá metin og farið yfir kaupsamning. Veitir Húsnæðisstofnun þarna sérfræðingaþjónustu ókeypis. Ragnar Kjartansson, Hafskipi: Neitar að ræðaviðHP Ástæðan ærumeiðandi ummæli ■ Ragnar Kjartansson, stjórnarforniaður Hafskips, hefur sent Halldóri Hall- dórssyni, ritstjóra Helgar- póstsins bréf, þar sem hann afturkallar tilboð sitt um að mæta í viðtal hjá Helgarpóst- inum. Ástæðan er að sögn Ragnars, ærumeiðandi um- mæli, sem HP hafi haft uni sig og ýmsa aðra, er tengjast málefnum Hafskips. Þá hefur Ragnar sent fjöl- miðlum greinargerð um Haf- skipsmálið þar sem saga skipafélagsins er rakin í gróf- um dráttum og ástæðurnar fyrir gjaldþrotinu tíundaðar, en þær eru að mati Ragnars fjórar. í fyrsta lagi verðfall á flutningatöxtum íslensku skipafélaganna 1983 og 1984 og er talið að brúttóáhrif taxtahrunsins hafi numið 100 milljónum 1984. í öðru lagi er ástæðan sú að íslensku skipafélögin misstu varnarliðsflutningana. í þriðja lagi skakkaföll vegna BSRB-verkfallsins og í fjórða lagi gengisfellingin í lok ársins 1984. Helstu viðnámsaðgerðir fyrirtækisins voru Atlants- hafssiglingarnar, sem að sögn Ragnars urðu banabiti Hafskips. Hin aðgerðin var hlutafjáraukningin sem Út- vegsbankinn fór fram á í febrúar sl. þar sem hlutafé fyrirtækisins var aukið úr 15 milljónum í 95 milljónir króna. Ofan á tapreksturinn lagð- ist svo verðhrun á skipastóln- um, sem hefur rýrt veðhæfni skipanna mjög og á stóran þátt í hinu mikla tapi Útvegs- bankans. Ragnar segir að áætlanir fyrirtækisins, sem engan veg- inn stóðust, hafi veriðgerðar í góðri trú og ekki í þeim til- gangi að blekkja hlutafjár- kaupendur eða bankann. Ástæðan fyrir því hversu langan tíma það tók að átta sig á tapinu sé fyrst og fremst að upplýsingakerfi fyrir- tækisins var of seinvirkt. Stór hluti greinargerðar- innar fer í það að svara ýms- um sögum og ásökunum sem fyrirtækið og forráðamenn þess hafa verið vændir um. M.a. segir Ragnar að meðal- laun sín og Björgólfs hafi verið 160 þúsund á mánuði, en viðurkennir að við þá hafi verið gerður samningur þeg- ar þeir réðust að fyrirtækinu, sem tengdist hugsanlegri bættri afkomu félagins. Frumvörpverðalög ■ Eftirfarandi stjórnar- frumvörp hafa verið af- greidd sem lög frá Alþingi undanfarna daga: Hitaveita Suðurnesja - frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum nr. 100 31. desember 1974. Sala Kröfiuvirkjunar - frumvarp til laga um heim- ild fyrir ríkisstjórnina til að selja Kröfluvirkjun í Suður- Þingeyjarsýslu. Iðnráðgjafar - frumvarp til laga um breytingu á lög- um nr. 86 31. desember 1981. Sóknargjöld - frumvarp til laga um breytingu á lög- um nr. 80 2. júlí 1985. Sérstakur skattur - frum- varp til laga um sérstakan skatt á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.