NT


NT - 19.12.1985, Side 18

NT - 19.12.1985, Side 18
flæ) Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Fóstra og starfsmaður óskast í fullt starf á Stekk, barnaheimili Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar, frá og með næstu áramótum. Stekkur er tveggja deilda heimili og börnin eru á aldrin- um 2ja - 6 ára. Verið er að endurnýja húsnæði heimilisins og verður því lokið fljótt upp úr áramótum. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður Stekks í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Óskar að ráða sjúkraliða til starfa strax, eða frá næstu áramótum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-22100 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri St. Jósefsspítali Landakoti Einstaklingsíbúð óskast í vesturbæ Sem fyrst fyrir hjúkrunarfræðing. Upplýsingar veittar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 19600 (220-300) Reykjavik 18.12!85 ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf skrifstofumanns. Reynsla í skráningu á diskettuvél og/ eða reynsla í skjávinnslu æskileg. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist deildarstjóra starfsmannadeildar fyrir 7. janúar 1986. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvembermánuð 1985, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. janúar. Fjármálaráðuneytið, 16. desember1985 Vetrarmaður 25 ára maður óskar eftir að komast sem vetrarmaður í sveit er vanur. Upplýsingar í síma 52314 eftir kl. 20.00 Jffí ý\ Fimmtudagur 19. desember 1985 18 M Umsögn / Bs ekur Fágað en átakalítið Jóhann Hjálmarsson: Ákvörðunarstaður myrkrið, Almenna bókafélagið, Ljóðaklúbbur, 1985 ■ Ef ég á að reyna að lýsa ljóðun- um í þessari litlu bók þá koma mér einna fyrst í hug orð eins og fáguð og vönduð, en átakalítil. Sannleikurinn er sá að þessi bók lætur lítið yfir sér og er fljótlesin. Efnismagnið innan spjalda hennar er ekki mikið. En sitthvað kemur þó í ljós þegar farið er að brjóta hana til mergjar. það er til dæmis ljóst að ljóðin í henni eru ákaflega vel og vand- virknislega unnin. Þau eru þaulfáguð og bera þess merki að við þau hafi verið beitt ákaflega mikilli natni, yfirlegu og nostursemi. Þetta eru ljóð í þeirri merkingu að þau hafa fyrst og fremst óbeina skírskotun. Með því á ég við að þarna er kannski ekki verið að segja svo rnikla eða stóra hluti, heldur miklu fremur ver- ið að höfða til tilfinninga eða þess sem nefna mætti sálræna myndsjón lesandans. Með öðrum orðum eru þetta fyrst og fremst innhverf og innleitin ljóð. Skáldið höfðar til sálarlífsskynjunar þess sem les, og ljóðin eru þannig kannski öllu fremur til þess fallin að njóta þeirra sem slíkra en til þess að skilja þau í botn. Hér eru ekki á ferð- inni nein þau yrkisefni sem kalla á af- stöðu lesandans. Ljóðin krefjast þess ekki að hann móti sér skoðun, taki afstöðu til þess sem þar er sagt, með eða á móti. Þau heimta það ein- göngu að hann setjist niður í kyrrð og næði og reyni að njóta. Eins og nafnið bendir til er tölu- vert ort um myrkur og dimmu í þess- ■ Jóhann Hjálmarsson. ari bók. Framarlega í henni, í ljóði sem bókin er heitin eftir, segir: myrkríð sem flæðir yfir andlit og hendur. Landið mun finna kalt faðmlag þess. Þetta er vel gerð persónugerving, en þó er það sannast sagna að af þeim eða öðrum líkingum er ekki mikið í bókinni. Þó er þarna dálítið af vel óregnum ljóðmyndum, svo sem í ljóði sem heitir Vorkvöld við gluggann: Koparíitt sólskin í hlíðum Esju. Efst hvítur skafl vetrarins. Dúfur fljúga upp yfirnæsta húsþak með boð um að við Iifum. Framundan nýtt sumar. tóm til að fylla áður en haustar. Verk af þessu tagi ætti að minnsta kosti að geta höfðað vel til Reykvík- inga, og trúlega fleiri. Þá eru þarna nokkur örsmá ljóð sem eru forvitnileg, til dæmis Janúar 1983, þar sem dauðinn er nærri eins og víðar í bókinni: Það er bjartur dagur. Dauðinn opnar faðm sinn eins og spor í snjó. Hér gæti raunar verið einhvers konar skírskotun á ferðinni, en þó er alls óljóst hvort svo sé og hver hún þá er. En svona örverk bjóða heim ýms- um möguleikum ef vel er á haldið. Þá er veturinn veigamikið yrkis- efni í bókinni, og um hann fjallar lokakafli hennar, Vetur dýrsins, safn ellefu Ijóða. Þar er ort með líking- um, því að veturinn er persónugerð- ur sem heimtufrekt og gráðugt dýr, og sem slíkur herðir hann mennina uns svo er komið sem lýst er í niður- laginu: Eftir veturinn rísum við upp, en stígum ekki til himna, lifum án vonar um annað en nýjan vetur. Ég hafði ánægju af því að lesa þessa bók, en þó verð ég að segja eins og er að hún féll ekki í öllum atriðum að smekk mínum. Kannski valda því náin kynni sem ég hef haft af eldri skáldskap, fyrst og fremst frá nítjándu öld. Ég saknaði meiri ákveðni - kannski hörku - í líkingu við það sem gömlu skáldin eiga svo mikið af. Og þegar skáld yrkja undir fínlegu og smágerðu ljóðformi reyn- ir kannski enn meir en ella á það hvort þau geta komið slíku fyrir. Eysteinn Sigurðsson Innflutningur frá Bandaríkjunum Kristján Karlsson Komið til meginlandsins frá nokkr- um úteyjum, sögur, Alnienna bókafélagið, 1985. Bandaríski rithöfundurinn J.D. Salinger vakti mikla athygli fyrir hálfum fjórða áratug með skáldsögu sinni The Catcher in the Rye, og síð- af bætti hann við fleiri bókum ekki síðri og hefur nú lengi verið talinn einn af öndvegishöfundum heims- bókmenntanna á síðari tímum. Sal- inger er ekki síst áhugaverður höf- undur vegna stíls síns, en frásagnar- aðferð hans er öll ákaflega saman- þjöppuð en jafnframt efnisrík, fyrst og fremst vegna þess hve mikla alúð hann leggur við að lýsa smáatriðum hvers konar. Ég nefni þetta vegna þess að við lestur þessarar nýju bókar Kristjáns Karlssonar sýndist mér það augljóst að hann hefði sniðið hana mjög eftir Salinger og frásagnaraðferð hans. í bók Kristjáns eru sjö smásögur. Af þeim gerast fjórar í Bandaríkjunum og eru mjög amerískar að efni. Tvær eiga sér stað í litlu sjávarþorpi sem gæti verið á íslandi (máski Húsavík?),! en sú sjöunda er nánast óstaðsett í rúmi. Fyrsta sagan, Öll þessi gæði, segir frá öryrkja í New York, Harry Smo- lenski. Þar er lýst daglegum athöfn- um hans og kynnum af konu sem fá óvæntan endi. Þar tekst höfundi vel til að byggja upp spennu og ljúka henni með hugmyndaríkari hætti en lesandi á von á. í næstu sögu, Bók- menntanám, byrjar hann hins vegar á sögulausninni, en viðfangsefnið þar er fyrst og fremst lýsing á stúlku nokkurri og bókmenntaáhuga hennar. Þriðja sagan, Hertogaynjan af Malfi, er enn lýsing á ungum New York búum, pilti og stúlku, og við- fangsefnið er lýsing á því hvernig upp úr ástarsambandi þeirra slitnar. Fjórða sagan í þessu flokki er Ein- dagar, og þar greinir aftur frá ungum manni og konu og endar með dauða hennar. Sú saga er öllu lausari í reip- unum en hinar, og í henni beitir höf- undur ýmsum skírskotunum í hinar ogþessar áttir meira en í hinum fyrri. Það er í skemmstu máli um allar þessar fjórar sögur að segja að þær ' eru skrifaðar af mikilli natni og vand- virkni. Þær hafa að geyma sterkar myndir af lífi fólks í stórborginni, fólks sem sumir mynde eflaust vilja kalla auðnuleysingja en sem vaxa þó hér líkt og lifandi verur fram af síð- unt bókarinnar. Með þeim hefur höf- undur fært okkur íslendingum dag- legt líf fólks af misjöfnu sauðahúsi úti í New York í kringum 1950 heim í stofur til okkar. Næsta saga heitir Ævintýri af konu, húsi og smið. Hún er í raun og sannleika ævintýri, og uppistaðan í henni er eins konar frelsarasaga. Þar segir frá trésmið sem byggir sér hús og einangrar sig þar inni. Til hans flytur dularfull og svartklædd kona, og þau ávinna sér hatur þorpsbúa. Sögunni lýkur með dauða smiðsins en konan hverfur burt með öðrum. Þetta er trúlega sú saga í bókinni sem býður heim hvað mestum vangaveltum. Mér þykir Ijóst að smiðurinn sé eins konar fórnarlamb sem tekur á sig heift þorpsbúa og þar með að veita henni útrás. Ef til vill verður hann með þessu einhvers konar frelsari þeirra, og hvað sem öðru líður er hér táknmynd á ferð- inni. Rýmið í stuttum ritdómi leyfir ekki frekari hugleiðingar um þetta efni, en ekki þætti ntér ólíklegt að þessi saga ætti eftir að vekja áhuga hjá ýmsum. Sjötta saga nefnist Fagurkerarnir. Hún gerist í þorpi á sama hátt og hin, en sá er munurinn að hún hefur að uppistöðu mynd af þremur ungum mönnum sem klæddir eru eftir nýj- ustu tísku svo að áberandi er. Inn í ■ Kristján Karlsson. þetta er svo smeygt haganlega sögu ungrar ekkju í heimsókn, og fleira gefið í skyn en sagt er berum orðum. Að lokum kemur svo sagan Kom- ið til meginlandsins frá nokkrum út- eyjum. sem bókin er heitin eftir. Þetta er skrítin saga, eiginlega samansafn af smábrotum og þáttum úr ýmsum áttum og lýkur með morði. Þessi efniviður er sundurleit- ur og sagan gæti gerst að hluta til hér á landi en að öðrum hlutum í útlönd- um. Frá þessari sögu er þannig geng- ið að hún minnir öðru fremur á abstrakt málverk, því að allt sem heitið gæti boðskapur, niðurstaða eða sögulausn er af mjög skornum skammti í henni. Ef til vill á hún að sýna hvernig fornar slóðir rifjast upp þegar komið er til þeirra aftur eftir langa fjarveru? Það er ekki ljóst, og hér sýnist mér að mátt hefði hnit- miða öllu betur og draga skýrar fram hvað verið er að fara. Bókina prýðir kápumynd eftir Kristján Davíðsson, og frágangur hennar að öðru leyti er með ágætum. Eins og ég lýsti er efni hennar sótt í ýmsar áttir, sumar nokkuð fjarlægar, en unt það allt fer Kristján Karlsson traustum snillingshöndum. Þetta er sterk bók sem grípur lesanda sinn. Sjálfur lagði ég hana ekki frá mér fyrr en ég hafði lesið hana til enda. Eysteinn Sigurðsson

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.