NT - 19.12.1985, Síða 17
i heimsókn hjá
BISSET OG
GODUNOV
■ Enskur blaðamaður kom í heim-
sókn til Jacqueline Bisset og sam-
býlismanns hennar, sem er hinn
frægi rússneski ballettdansari Alex-
ander Gt'dunov, scm fyrir nokkrum
árum yfirgaf rússneska ballettinn og
ættland sitt og settist að í Ameríku.
Blaðamaður lýsir komunni til þeirra
þannig:
„Það var heitt síðdegi í Los Ange-
les. Ég leitaði uppi húsið þeirra við
hiiðargötu uppi í hlíðinni, vinalegt
hvítt hús og ólíkt stóru glæsihúsum
kvikmyndastjarnanna í nágrenninu.
Þarna búa þau Jacqueline og Godu-
nov, þegar þau eru ekki á ferðalagi,
hún við leik í kvikmyndum og hann
að sýna dans.
Godunov var þarna í garðinum í
gömlum gallabuxum, sem skálmarn-
ar höfðu verið rifnar af og ber að
ofan. Hann lagði á flótta þegar
blaðamaður vildi tala við hann um
hvernig honum líkaði í Ameríku og
samband þeirra Jacqueline.
Hún aftur á móti hafði ekkert á
móti því að rifja upp þeirra fyrstu
kynni.
Þau hittust fyrst í samkvæmi í New
York, Jacqueline Bisset og Alexand-
er Godunov og urðu ástfangin við
fyrstu sýn, - en þau voru þá bæði
bundin, svo ekkert varð þá úr sam-
bandi milli þeirra. „Hann vardásam-
legur, svo ólíkur öllum öðrum,"
sagði Jacqueline er hún rifjaði upp er
þau hittust í fyrsta sinn.
Hún sagðist síðan ekki hafa áhuga
á öðrum mönnum en honum, og þó
sambandið væri stundum hnökrótt, -
því bæði eru þau skapmikil og ein-
þykk - þá ættu þau líka dásamlegar
stundir saman, og þau væru ham-
ingjusöm.
Nú hefur Godunov snúið sér
meira frá dansinum og yfir í leiklist-
ina. Hann lék t.d. í Vitninu, mynd
sem sýnd var hér mánuðunt saman.
Eftir það fékk hann tilboð um mörg
hlutverk, leikstjórarnir sögðust hafa
einmitt beðið eftir þannig „týpu".
lllgjarnar tungur segja, að nú sé
stjarna Godunovs á uppleið, en það
sama sé ekki að segja um Jacqueline
hún sé ekki eins eftirsótt. Það hafa
líka komið fram nýjar leikkonursem
veita henni mikla samkeppni, svo
sem eins og Rachel Ward (Þyrnifugl-
arnir) og Victoria Tennant (Stríðs-
vindar) o.fl. yngri leikkonur. Sjálf er
Jacqueline orðin fertug en Alexand-
er fimm árum yngri.
Á fertugsafmælinu var Jacqueline
í Ungverjalandi. Þar var verið að
taka kvikmyndina Anna Karenina,
en hún leikur titilhlutverkið. Þá
sendi Godunov elskunni sinni rósir
og kampavín og strengjatríó til að
leika rómantísk lög fyrir ltana á af-
mælisdaginn.
Fimmtudagur 19. desember 1985 17
■ Þau eru rómantískt par, Jacqueline og Alexander.
■ Þau Lana Turner og Artie Shaw eru líka í „7 sinnum flokknum“.
Þau trúa á
■ Mickey Rooney hallar sér að 8. eig-
inkonunni. Hann er methafí á þessum
lista um fjölda hjónabanda leikara í
Hollywood.
hjónabandið
- þrátt fyrir allt!
■ Sjö sinum hefur Elizabeth Tayl-
or játast manni fyrir aitarinu (reynd-
ar tvisvar sama manninum - Richard
Burton) , - en hún er þó ekki sú
Hollywood-stjarna sem oftast hefur
gengið í hjónaband. Það er hann
Mickey Rooney, sem fyrst var fræg-
ur sem barnastjarna, en er orðinn
63ja ára. Hann er nú í 8. hjónabandi
sínu. Hann giftist 8. konunni, söng-
konunni Janice Chamberlain, árið
1978. Fyrsta eiginkona hans var hin
fagra Ava Gardner. Þau giftu sig
1942 og urðu þá margir hissa, því
brúðurin fagra hafði höfuð og herðar
yfir Mickey og hann þótti ekkert sér-
staklega myndarlegur.
Zsa Zsa Gabor leikkona hefur
gifst 7 sinnum, en þær Gabor-systur
(Eva, Magda og Zsa Zsa) gætu
áreiðanlega stofnað heilan karlakór
af eiginmönnum og kærustum (fyrrv.
og núv.) Lana Turner og Artie Shaw
eru meðal þeirra 7 sinnum giftra. Svo
er langur listi yfir 6 sinnum gift fólk
og 5 sinnum gift - enn lengri listi, og
þar másját.d. bæði Evu Gabor, Ritu
Hayworth o.fl. o.fl.
■ Elizabeth Taylor er hér með 1. eiginmanninum,
Nicky Hilton (Hilton-hótelin), en hún hcfur gengið í
það heilaga 7 sinnum.
■ Zsa Zsa faðmar Michaei O’Hara, 7. „kallinn sinn“.