NT - 19.12.1985, Blaðsíða 6
M------------
Áfangasigur Reagans:
Útlönd
Skattabylting fær
meirihluta á
Washington-Reuter
■ Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
samþykkli í fyrrakvöld umfangs-
mikjár skattatillögur cftiráö Rcagan
Bandaríkjaforseti fckk flokksbræö-
ursína í Repúblikanaflokknum til að
styðja frumvarpiö scnt demokratar
lögðu fram.
Samþykkt frumvarpsins, sent
vcrður fljótlega lagt fyrir öldunga-
deild þingsins, er talin mikill sigur
fyrir Reagan scm bersl lyrir byltingu
á núvcrandi skattakcrfi. Samkvæmt
frumvarpinu, scm cr sagt fela í sér
umfangsmestu breytingar á skatta-
kerfinu í 72 ár, vcrður skattur á ein-
staklingum minnkaður mikið cn
skattur á atvinnustarfscmi hækkað-
ur.
Rcpublikanar segjast óttast að
þessar skattabrcytingar valdi sam-
drælti í atvinnulífinu og Reagan
kveður breytingar á fruntvarpinu
nauðsynlegar í öldungadeildinni til
þingi
að tryggja að það efli atvinnulífið en
veiki það ekki.
Verði frumvarpið að lögunt í nú-
verandi mynd verða fimm til scx
milljónir lágtekjumanna skattlausar
og skattar á miðtekjufólk lækkaðir
mikið. I staðinn vcrða alls konar
undanþágur felldar niður og skattur í
'fyrirtækjum hækkaður um ntarga
milljarða dollara.
Reagan hcfur kallað skattabreyt-
ingaáætlanir sínar „Seinni amcrfsku
byltinguna".
Gullsmyglarar
Dimmt
jólahald
í Seoul
Seoul-Reuter.
■ Borgaryfirvöld í Seoul höfuð-
borg Suöur-Ktírcu haf'a bannað allar
raflýstar jólaskrcytingar á hótelum,
stórvcrslunum og opinbcrum bygg-
ingum til að spara rafmagp.
Eigendur stórmarkaöa verða t.d.
að taíca niður risastórar upplýstar
jólasveinamyndir og cigendur 63
hæða skýjakljúfs vcrða að slökkva á
tveini 260 metra löngum jólascríum
sem lýstu upp allar hæðirnar.
Stjórn Suöur-Kórcu hefur líka
bcðiö opinbcra embættismcnn að
láta vcra að skiptast á gjöfum í tilefni
jólanna cða áramóta. Þcss í stað cru
þeir hvattir til að sýna gott fordæmi
mcð hógværð unt hátíðirnar.
Þótt mcirihluti Kórcumanna sc
búddatrúar hafa margar milljónir
tekið upp kristna trú og suðurkór-
cskir kaupmcnn hafa gert jólin að
sinni hátíð í Suöur-Kóreu cins og í
mörgum öðrum löndum.
Ástæðan fyrir rafmagnssparnaðin-
unt cr sögð vcra miklar erlendar
skuldir ríkisins.
Unjii: RipirBiUusoi
skotnir
Peking-Reuter:
■ Kínversk stjórnvöld hafa til-
kynnt að framvegis verði gull-
smyglarar teknir af lífi.
Samkvæmt Kínadagblaðinu
mun kínverska stjórnin senda her-
lið til allra gullframleiðslusvæða til
að tryggja að gullgrafarar selji gull
beint til stjórnarinnar en ckki til
gullsmyglara sem greiða allt að því
tvöfalt hærra verð fyrir gull en
ríkið.
Blaðið hefur eftir talsmanni
ríkisrekins gullfyrirtækis að smygl-
arar kaupi árlega á að giska 90.000
únsur af gulli frá gullgröfurum auk
íKína
þess sem einstaklingar haldi eftir
200.000 únsum sem þeir tíma ekki
að selja ríkinu á hinu opinbera
verði.
Árleg gullframleiðsla Kínverja
er áætluð unt 45 til 50 tonn. Um
helmingur er framleiddur í ríkis-
námum en um 200.000 gullgrafar-
ar, sent grafa gull upp á eigin
spýtur, framleiða afganginn.
Stjórnvöld hækkuðu gullverð
upp í sem svarar 280 dollarar úns-
una í september síðastliðinn til að
fá gullgrafara til að selja ríkinu
meira gull en heimsmarkaðsverð á
gulli nú er um 321 dollari á únsu.
Fimmtudagur 19. desember 1985 6
Austurblokkin
undirbýr alda-
móta tæknistökk
Moskva-Reuter:
■ Forsætisráðherrar í tíu ríkj-
um efnahagsbandalags Austur-
blokkarinnar, COMECON,
skrifuðu í gær undir samning
um áætlun sem hefur það
markmið að efla nýja tækni og
stórauka tæknivæðingu til alda-
móta.
Tækniáætlunin, sem Sovét-
menn áttu frumkvæði að, felur
meðal annars í sér stofnun
sérstakra vísinda- og fram-
leiðslusamtaka undir nafninu
Interrobot sem hafa það hlut-
verk að efla og samhæfa tækni-
væðingu í COMECON.
Samkvæmt áætluninni munu
Austantjaldsríkin taka upp
samræmt kerfi fyrir boðsend-
ingar með ljósleiðslum en slíkt
er talið mikilvægt til að tryggja
öra þróun fjarskiptaþjónustu,
uppslýsingaiðnaðar og tölvu-
samskipta.
Upphaflega átti ekki að halda
leiðtogafund COMECON fyrr
en eftir hálft ár. Sú staðreynd að
fundinum var flýtt er talin sýna
þá gífurlegu áherslu sem
Mikhail Gorbachev, æðsti leið-
togi Sovétríkjanna, leggur á öra
tæknivæðingu sósíalískra ríkja
sem eru mörgum árum á eftir
vestrænum auðvaldsríkjum á
mörgum tæknisviðum.
Madrid:
Neyðarráðstafanir
gegn menguðu lofti
Madrid-Reuter
■ Lucio Pita yfirmaður mengunar-
varna í Madrid segir að í dag verði
gripið til neyðarráðstafana gegn gíf-
urlegri loftntengun sem nú er í borg-
inni.
Miklar stillur hafa verið að undan-
förnu í Madrid og á cinni viku hefur
safnast mikið eiturský yfir borginni
þar sem enginn vindur blæs'menguð-
um fráblæstri bifreiða og loftmengun
frá miðstöðvarofnum burt.
Neyðarráðstafanirnar verða m.a.
fólgnar í því að bannað verður að
leggja bílum í miðborginni og aðeins
verður lcyfilegt að kynda upp í
heimahúsum í átta klukkustundir
dag hvern. Ráðstafanirnar gilda þar
til mengunin minnkar aftur.
Samkvæmt loftmengunarlögum í
Madrid má í mesta lagi vera 250
milligrömm af brennisteinstvíildi í
hverjum rúmmetra lofts. í fyrradag
var mengunin komin upp í 321 mg á
rúmmetra.
Kínverjar heimila
tíbeska trúarhátíð
Peking-Reuter.
■ Kínverska svæðisstjórnin í Tí-
bet hefur ákveðið að heimila aft-
ur hátíðarhöld á einni mikilvæg-
ustu trúarhátíð Tíbeta, Áköll-
unarhátíðinni, tuttugu árum eftir
að vinstri róttæklingar bönnuðu
hana í Menningarbyltingunni.
Hátíðin hefst um tíbesku ára-
mótin þann 3. janúar og stendur
til 25. janúar. Pá eru guðir og
góðir andar ákallaðir og beðnir
um að tryggja góða uppskeru.
Kínversk stjórnvöld viðurkenndu
fyrir nokkrum árum að þau hefðu
gert sig sek um alvarleg mistök
við stjórn Tíbets. Kínverskir
embættismenn hefðu reynt að út-
rýma mörgum tíbeskum siðum og
þvinga almenning til að snúa baki
við lamatrú.
Kínastjórn hefur fyrirskipað að
bætt verði fyrir fyrri mistök, rækt
verði lögð við tíbeska menningu
og tungu og trúfrelsi haft í heiðri.
En embættismenn í Tíbet hafa
verið fremur tregir til að fram-
fylgja hinni nýju stefnu að sögn
kínverskra dagblaða.
HAR- OG SNYRTISTOFAN
Bjóöum uppá alla hársnyrtingu
fyrir dömur, herra og börn.
Kwik-slim-fótaaögeröir,
andlitsböö og snyrtingar.
Nýbýlavegi 14, Kópavogi,
sími 46633.
Opnunartímar:
mánudaga—miövikud. 9
fimmtudaga9—20,
föstudaga 9—19,
laugardaga 10—4.
Hver kýs ekki
„Gott utlit“
-18,
ÞORDIS, ÞORGERÐUR OG DAGBJORT